Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudaqur 31. mars 1992 - DAGUR - 13 Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki: Vel heppnaðir þemadagar Nemendur Gagnfræðaskóla Sauðárkróks litu upp úr skóla- bókunum í síðustu viku, en miðvikudag, fímmtudag og föstudag voru svokallaðir þemadagar í skóianum. Raðað var niður í þrjá hópa og tók einn fyrir umhverfísmál, annar hollustu og hreyfíngu og sá þriðji mannleg samskipti. „Við skiptum þannig niður í þessa þrjá hópa að í hverjum þeirra voru nemendur úr öllum bekkjum. Hver hópanna kom síðan yfir einn dag í morgun- verð, en Mjólkursamlagið, Kjötval og Sauðárkróksbakarí brugðust vel við óskum okkar og gáfu hráefni í hann,“ segir Bjöm Sigurbjömsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans. Unnið var í hópum alla daga fyrir hádegi, en eftir hádegi á fimmtudag og föstudag voru Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjar- stjóri og Björn Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn með fyrirlestra. Snorri Björn fjallaði um samfé- lagið, en Bjöm um samskipti lögreglu og unglinga og að sögn Bjöms skólastjóra spunnust fjörugar umræður út frá erindum þeirra. Þemadagar í Gagnfræðaskól- anum á Sauðárkróki em ekki árviss viðburður, en Björn segir að reynt sé að halda þá á 2-3 ára fresti. Hann segist vera ánægður með hve mikinn áhuga nemendur sýni þessari tilbreytingu frá venjulegu skólastarfi og oft hafi sýnt sig að þeir sem em ekki Evrópa, álfan okkar - ný kennslubók frá Námsgagnastofnun Ut er komin hjá Námsgagna- stofnun bókin Evrópa, álfan okkar, eftir Ragnar Gíslason kennara í Garðabæ. Bókin er ætluð 11-12 ára börnum og fjallar um landshætti, atvinnulíf og mannlíf í Evrópu. Leitast er við að gera grein fyrir helstu breyt- ingum sem orðið hafa í álfunni að undanförnu en ekki er fjallað um þau lýðveldi í Evrópu sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Bókin hefst með almennu yfir- liti um álfuna. Helstu viðfangs- efni eru landslag, gróðurfar og Ioftslag, dýralíf, þéttbýli, ræktun, orka og hráefni, iðnaður, land- búnaður, samgöngur, tungumál, trúarbrögð og stjórnarfar. Annar hluti bókarinnar er um helstu svæði og lönd í Evrópu, þ.e. Norðurlönd, Bretlandseyjar, Benelux-lönd, Frakkland, Alpa- fjöll, Pýreneaskaga, Miðjarðar- haf, Ítalíu, Suðaustur- og Norð- austur-Evrópu og Þýskaland. Einnig er vikið að nokkrum þátt- um í sögu álfunnar, m.a. Róma- veldi og frönsku stjórnarbylting- unni. í síðasta hlutanum er fjallað um heimsstyrjaldirnar, Evrópu á ýmsum tímum, Evrópu nútím- ans, listir í Evrópu og litið til framtíðar í ljósi örra breytinga sem nú eiga sér stað. Bókin er litprentuð og gegna ljósmyndir, teikningar og kort stóru hlutverki. Kort voru gerð hjá George Philip Ltd. í London og Landkostum á Selfossi. Höf- undur sá um útlit ásamt Önnu Cynthiu Leplar sem einnig teikn- aði myndir og hannaði kápu. Evrópa, álfan okkar, er 90 bls. í brotinu 21x27,5 cm. mikið fyrir hið bóklega nám I þessa árs var íþróttahátíð í íþrótta- blómstri í svona hópastarfsemi. húsinu á Sauðárkróki sl. föstu- Endapunkturinn á þemadögum | dag. SBG Þemadagar voru í Gagnfræðaskóla Sauðárkróks í síðustu viku. Nemendur skiptu sér í þrjá hópa og tóku fyrir umhverfismál, hollustu og hreyfingu og mannleg samskipti. Mynd: sbg Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Arnarsiðu 12 a, Akureyri, þingl. eig- andi Gunnar Frímannsson, föstud. 3. apríl ’92, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Brekkugötu 25, miðhæð, Akureyri, þingl. eigendur Stefán Þorsteinsson og Anna Björnsdóttir, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Gjaldskil sf. Bæjarsíðu 15, Akureyri, þingl. eig- andi Þráinn Guðjónsson og Rann- veig Kristmundsdóttir, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Fögrusíðu 1, 5, 7, lóð Akureyri, þingl. eigandi Húsnæðisstofnun ríkisins, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Faxaborg 5, hesthús, Akureyri, tal- inn eigandi Þorsteinn Björnsson, föstud. 3. apríl ’92, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Fiugubyggð 12, hesthús, Akureyri talinn eigandi Jónsteinn Aðalsteins- son, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Grenivöllum 18 e.h., Akureyri, þingl. eigandi Hallgrímur Brynjarsson og Védís Pétursdóttir, föstud. 3. apríl ’92, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hús- næðisstofnun ríkisins. Grænugötu 6, efri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Magnús Þorvaldsson og Dagný S. Sigurjónsdóttir, föstud. 3. apríl ’92, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Hafnarstræti 86 a, miðhæð, Akur- eyri, þingl. eigendur Sigtryggur Sig- tryggsson og Alda Guðmundsdóttir, föstud. 3. apríl ’92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Helgi Sigurðsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Bæjarsjóður Akureyr- ar og Gunnar Sólnes hrl. Hamarstlgur 25, Akureyri, þingl. eigandi Hilda Árnadóttir, föstud. 3. apríl '92, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Múlasíða 1 a, þingl. eigandi Lilja Sigurðardóttir, föstud. 3. apríl '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Múlasíða 3 b, Akureyri, þingl. eig- endur Sigursteinn Magnússon og Elisabet W. Birgisdóttir, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Vallartröð 3, Eyjafjarðarsveit, þingl. eigandi Birgir Karlsson, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Ólaf- ur Gústafsson hrl. Ægisgötu 23, Akureyri, þingl. eig- andi Sigurður Pálmason, föstud. 3. apríl '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Ægisgötu 24, Akureyri, þingl. eig- andi Tryggvi Marinósson o.fl., föstud. 3. apríl ’92, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Bogasíðu 4, Akureyri, talinn eigandi Haukur Ásgeirsson, föstud. 3. apríl ’92, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axelsson hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins og Gunnar Sólnes hrl. Hjallalundi 20, íb. 02-01, Akureyri, þingl. eigandi Ólafur Einarsson og Margrét Baldursdóttir, föstud. 3. apríl '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Hjallalundi 20, (b. 04-01, þingl. eig- andi Margrét Þorvaldsdóttir, föstud. 3. apríl ’92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Hjallalundi 5 a, Akureyri, þingl. eig- andi Nanna Marinósdóttir, föstud. 3. apríl ’92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins, Sigríður Thorlacius hdl. og Ólafur Birgir Árnason hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. TILBOÐ: Mótorstilling, 4 cyl. aðeins kr. 3.800. Allar almennar bifreiðaviðgerðir BÍLAWÓNUSTAW stf. Dalsbraut 1.600 Akureyri. Sími 96-11516. Vantar kjötiðnaðarmenn til starfa Upplýsingar í síma 25044. MATFELL. Ðlaðamaður á Sauðárkróki Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til starfa á Sauðárkróki frá og með 1. júní næst- komandi. Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi jafn- framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand- götu 31, 600 Akureyri, fyrir 20. apríl nk., merkt: „Blaðamaður“. Dagblaðið á landsbyggðinni. =1 Á f M HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar! Óskum að ráða nú þegar heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga eða hjúkrunarfræðinga við Heilsu- gæslustöðvarnar á: Isafirði - Tvo í fastar stöður (100% stöðuhlutfall). Suðureyri v/Súgandafjörð - Einn í fasta stöðu (100% stöðuhlutfall). I boði er húsnæðishlunnindi, staðaruppbæturá laun, flutningsstyrkur. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og/eða fram- kvæmdastjóri, alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 í síma 94-4500. Starfskraftur óskast - bókhalds- og tölvuþekking Meistarafélag byggingarmanna, Norðurlandi og Svæðisskrifstofa iðnaðarins á Norðurlandi, óska eftir starfsmanni hálfan daginn, (vinnutími 13.00 til 17.00). Umsóknaraðilar þurfa að hafa góða þekkingu á bók- haldi og geta tölvufært bókhald. Meðmæli óskast með umsókn. Nánara starfssvið er: M.a. símavarsla, innheimta, bréfaskriftir, fundarsetur, kynningarstarf. Ráða skal í starfið frá 1. maí 1992. Umsóknarfrestur ertil 9. apríl nk., og skulu umsóknir merktar þannig: MBN/SIN Pósthólf 711, 602 Akur- eyri. MBN/SIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.