Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 31. mars 1992
Kodak ^
Express
Gæöaframköllun
★ Tryggðu f ilmunni þinni
5?esta TiediGmyndir
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
, Námaleyfi Kísiliðjumiar:
Ahersla verði lögð á
bestu umgengnisvenjur
- og bestu fáanlega tækni
Liö MA og VMA togast á um verðlaunagripinn í spurningakeppni framhaldsskólanna. Þeir Páimi, Finnur og
Magnús vilja halda gripnum í gamla skólanum en Rúnar, Skafti og Pétur reyna hvað þeir geta að losa um tak
Menntskælinga. Mynd: Goiii
ý Spurningakeppni framhaldsskólanna:
Urslitaviðureignin í beirnii út-
sendingu frá Akureyri á fóstudag
- ætlunin að keppnin fari fram í íþróttahöllinni
„Ráðgjafahópurinn leggur til að
kannaðar verði mismunandi að-
ferðir við kísilgúrnámið meðal
annars til að draga úr áhrifum
þess á setflutninga. Enn fremur
leggur hópurinn áherslu á að fyl-
gt verði „bestu umgengnisvenj-
um“ og „bestri fáanlegri tækni“
við kísilnámið og rekstur verk-
smiðjunnar frá sjónarmiði um-
hverfisverndar.“ Svo segir í
fréttatilkynningu frá iðnaðar- og
umhverflsráðuneytum varðandi
námaleyfi Kísiliðjunnar við Mý-
m Akureyri:
Ölvaðir í
árekstram
Ölvaðir ökumenn voru á ferli á
götum Akureyrar um helgina.
Tveir þeirra lentu í árekstrum og
þar með í höndum laganna varða.
Ekki urðu meiðsl á fólki í þessum
tveimur óhöppum né öðrum um
þessa helgi, sem var róleg að sögn
lögregluvarðstjóra.
Sex manns fengu gistingu í
fangageymslum lögreglunnar og
voru þeir allir ölvaðir. Þá var eitt
rúðubrot í verslun í miðbæ Akur-
eyrar tilkynnt til lögreglu.
Afar rólegt var hjá lögreglu á
Eyjafjarðarsvæðinu um helgina.
Tuttugu manns voru á dansleik í
Ólafsfírði, umferð gekk klakklaust
og nánast allt með kyrrum kjörum.
SS
„Umræðan um stöðu landsbyggð-
ar er jafnan þrungin tilfinninga-
legum sjónarmiðum þar sem
„hryllingsmynd“ af eyðijörðum
er gjarnan borin fram fyrir
skjöldu. Hvort sem mönnum lík-
ar það betur eða ver, þá verðum
við að horfast í augu við það, að sú
stefna að halda í byggð öllum
stöðum landsins hefur beðið skip-
brot.“
Þetta sagði Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á Dalvík, m.a. í er-
indi um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga á fulltrúaráðsfundi
Sambands íslenskra sveitarfélaga á
Selfossi um helgina.
Kristján sagði brýnt að beina
þróun búsetu í landinu „af þeirri
óhagkvæmu braut, sem hún líður
eftir í dag.“ Það yrði best gert með
eflingu þeirra þéttbýlisstaða, sem
vegna stærðar sinnar og legu hafi
möguleika á að bjóða íbúum fjöl-
breytt atvinnulíf og umhverfi.
„Það kallar á ný viðhorf sveitar-
stjómarmanna,“ sagði Kristján.
„Hreppapólitíkina verður að leggja
vatn.
Aðspurður hvort þessa hefði
ekki verið gætt sagði Eiður Guðna-
son, umhverfisráðherra: „Þetta er
ekki ný verksmiðja og örugglega
hefur ýmislegt komið til í áranna
rás sem bæta má, og framfarir orð-
ið. Það em önnur sjónarmið og
önnur viðhorf sem við höfum til
viðmiðunar í dag en vom á þessum
tíma. Hér er aðeins verið að undir-
strika mikilvægi þess að láta
einskis ófreistað til að hafa hlutina
í lagi frá sjónarmiði umhverfis-
vemdar."
Fram kom á fréttamannafundin-
um að ráðgjafamir töldu að reynt
væri að draga sem mest úr frá-
rennsli og útblæstri á lofti frá verk-
smiðjunni, m.a. með því að nota
lokuð kerfi sem mest. Þeir töldu
eftir heimsókn í verksmiðjuna að
mjög mikið hefði áunnist en sjálf-
sagt væri að hnykkja á þessum um-
hverfisþætti samt sem áður.
„Það hafa orðið geysimiklar
framfarir. Ég get vottað það að
Kísiliðjan er á undan öðmm sam-
bærilegum verksmiðjum hvað
varðar ýmsar hreinsunaraðgerðir,“
sagði Einar Tjörvi Elíasson, verk-
fræðingur. Hann sagði að ryk sem
myndaðist við þurrkun gúrsins
væri fjarlægt áður en það bærist út
í andrúmsloftið. Gastegundir úr
jarðgufunni væm fjarlægðar, en þá
væri verið að taka tillit til starfs-
fólks verksmiðjunnar. „Pökkunar-
aðstaða Kísiliðjunnar er líklega sú
fullkomnasta í heirni," sagði Einar
Tjörvi. IM
að velli og sveitarfélögin verða að
koma sér saman um ákveðna
verkaskiptingu sín á milli þannig
að afbrýðisemi og öfund út í ná-
grannann verði ekki til þess að við-
halda óbreyttu ástandi, sem bitnar
á öllu þjóðfélaginu," sagði hann
ennfremur og bætti við: „í þessu
efni geri ég þá kröfu til samtaka
sveitarfélaga að þau móti stefnuna
og hafi forystu um að til þessa
Vinna hófst á nýjan leik í
rækjuverksmiðju Árvers á
Árskógsströnd sl. flmmtudag,
en eins og fram hefur komið
tók Söltunarfélag Dalvíkur hf.
eignir þrotabús Árvers hf. á
leigu frá og með 20. mars sl. til
15. september nk.
Finnbogi Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Söltunarfélagsins,
LiO Verkmenntaskólans á Akur-
eyri og Menntaskólans á Akur-
eyri munu mætast í úrslitum
spurningakeppni framhaldsskól-
anna næstkomandi föstudag. Úr-
slitaþátturinn verður sendur út í
beinni útsendingu úr íþrótta-
höllinni á Akureyri. Verk-
menntaskólinn komst í úrslit síð-
astliðinn flmmtudag með sigri á
liði Menntaskólans við Hamrahlíð
verks verði gengið. Það er ekkert
lögmál að við séum sífellt í vöm og
kennum alltaf vondu ríkisvaldi um
það sem miður fer. Við eigum að
sækja á okkar eigin forsendum sem
við mótum sjálf. Sveitarfélögin
verða að hafa svör við því hvemig
þau ætla að taka við auknum verk-
efnum og geta sýnt fram á hvaða
verkefni þau vilja taka og þá um
leið hvemig." óþh
segir að vel hafi gengið að manna
verksmiðjuna. Margir hafi hringt og
óskað eftir vinnu, ekki síst karl-
menn frá Akureyri. Finnbogi segir
að starfsfólk komi frá Árskógs-
strönd, Dalvík og Akureyri. Verk-
stjóri er Sigríður Áradóttir, sem hef-
ur starfað hjá Söltunarfélagi Dalvík-
ur.
Finnbogi segir að vinnutími muni
og á föstudag sigraði lið MA lið
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
með 38 stigum gegn 32. Þetta er
mesti stigafjöldi sem lið hefur náð
í keppninni í vetur.
„Skólamir ætla að leggjast sam-
eiginlega á eina sveif með Sjón-
varpinu til að þetta megi verða og
þá verður útsendingin úr íþrótta-
höllinni. Það er mikil spenna og á-
nægjulegt að heyra að fyrir þessu
er mikil stemmning á Ákureyri,“
sagði Andrés Indriðason, dagskrár-
stjóri Sjónvarps síðdegis í gær þeg-
ar ákvörðun lá fyrir um beina út-
sendingu frá Akureyri. Vafi lék á
um tíma að því yrði við komið að
senda þáttinn beint út frá Akureyri
og segir Andrés skýringuna þá að
færa þurfi til ýmsa liði í fram-
leiðslu Sjónvarpsins þessa viku til
að gera starfsmönnum þess kleift
að fara með útsendingarbúnað
Fljótlega verður boðað til stofn-
fundar samtaka launafólks, sem
vinnur við úrvinnslu og dreifingu
landbúnaðarafurða og þjónustu
ráðast af framboði af hráefni. Fyrstu
dagana hafi verið unnið átta tímana,
en gera megi ráð fyrir lengri vinnu-
tíma ef mikið magn af rækju berist á
land. „Ég býst við að í þessari viku
munum við vinna lengur en dag-
vinnuna. Við eigum von á Sænesi
með 8-9 tonn og Náttfara með um
30 tonn. Það verður því nóg hráefni
til vinnslu,“ sagði Finnbogi. óþh
norður.
Undirbúningur liða skólanna er
þegar kominn á skrið og segir Rún-
ar Sigurpálsson í liði VMA að
stefnan sé á sigur. „Nú er lestur og
æfingar. Það lið sem verður betur
stemmt vinnur. Við ætluðum okkur
að komast í úrslit og auðvitað vilj-
um við vinna en bæði þessi lið hafa
náð frábærum árangri nú þegar,“
sagði Rúnar.
Finnur Friðriksson liðsmaður í
liði MA segir vissulega skemmti-
legt að nú berjist framhaldsskól-
amir í bænum. „Þó það sé persónu-
legur metnaður leikmanna liðanna
að vinna þá er aðal málið að nú eru
tveir skólar að norðan komnir í úr-
slit og það er búið að hnekkja
þessu Reykjavíkurveldi. En þetta
verður hörkuviðureign, ekki ósvip-
að og leikir milli Þórs og KA,“
sagði Finnur. JÓH
við landbúnaðinn.
Valdimar Guðmannsson, for-
maður Verkalýðsfélags Austur-
Húnvetninga, sem á sæti í undir-
búningsnefnd að stofnun samtak-
anna, segir að gert sé ráð fyrir
formlegum stofnfundi fljótlega
eftir að niðurstaða um gerð nýs
kjarasamnings liggi fyrir.
„Ég met það svo að það sé mjög
þarft að stofna þessi samtök,“
sagði Valdimar í samtali við Dag.
„Eg held að það sé nauðsynlegt að
menn séu meðvitaðir um að margir
staðir úti á landsbyggðinni byggja
að stórum hluta á þjónustu við
landbúnaðinn, þ.m.t. úrvinnslu og
dreifingu landbúnaðarafurða. Ég
tek bara sem dæmi Blönduós,
Borgames og Hvammstanga,"
sagði Valdimar. óþh
FuUtrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga:
„Hreppapólítíkina verður
að leggja að velli“
- segir Kristján Þór JúKusson, bæjarstjóri á Dalvík, m.a. í erindi
Hjólin farin að snúast í Árveri
- ijöldi fólks á Akureyri óskaði eftir vinnu
Launafólk sem vinnur
í úrvinnslu landbúnaðarafurða:
Ætlar að stofiia með sér samtök