Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. mars 1992 - DAGUR - 7 Blak: KA-menn bikarmeistarar annað árið í röð KA-menn vörðu bikarmeistara- titil sinn í blaki karla þegar liðið sigraði Þrótt R. 3:2 í Digranesi á laugardag. Þetta var leikur nokkurra mistaka hjá báðum lið- um og taugatitringurinn greini- legur. Eftir að KA hafði unnið tvær fyrstu hrinurnar fram- kvæmdi þjálfari liðsins óskiljan- lega skiptingu í miðri þriðju hr- inu þegar KA hafði yfir 12:6 og Þróttarar nýttu sér þetta með því að vinna hrinuna og einnig næstu á eftir. En KA-mönnum tókst síð- an að vinna úrslitahrinuna og tryggja sér titilinn. Mikil barátta var strax í fyrstu hrinu og liðin skiptust á að hafa forystuna. Gömlu kempumar í Þrótti komust í 10:8 en með góðum leikkafla náðu KA-menn að kom- astyfir 13:10og vinna síðan 15:13. í annarri hrinu fóru norðanmenn á kostum og skelltu Þrótturum 15:3. í þeirri þriðju leit síðan út fyrir ör- uggan sigur KA þar til kom að skiptingunni umdeildu. Þá tók þjálfarinn, Shao Baolin, fyrirliðann Hauk Valtýsson af velli og við það datt allur botn úr KA-liðinu. Þrótt- arar unnu 15:13 og næstu hrinu 15:12 eftir að hafa verið yfir 14:7. í úrslitahrinunni léku KA-menn hins vegar eins og bikarmeistumm sæmir, höfðu yfir allan tímann og unnu 15:10. Þar með var bikarinn í höfn annað árið í röð. „Sannur úrslitaleikur“ Bjami Þórhallsson er að leika sitt annað keppnistímabil með KA og hefur í bæði skiptin orðið bikar- - eftir sigur á Þrótti í úrslitaleik, 3:2 meistari. „Þetta var sannur úrslita- leikur, blaklega séð ekki mjög góð- ur og mistökin mörg en í heildina séð skiluðu okkar menn sínu. Skiptingin í þriðju hrinu var mistök sem vom dýr og hefðu getað kost- að okkur titilinn. Framundan eru einhverjar breytingar á liðinu en ég verð áfram með og við ætlum okk- ur að halda bikamum fyrir norð- an,“ sagði Bjami. Haukur Valtýsson, fyrirliði KA, sagði að sínir menn hefðu oft leik- ið betur og var sammála Bjama um að skiptingin í þriðju hrinu hefði verið mistök. „Hún hefði getað kostað okkur titilinn. Þjálfarinn vildi styrkja blokkina með hávaxn- ari mönnum við netið og skora fleiri stig en því miður tókst það ekki. Ég var ekki hress með skipt- inguna og skammaðist svolítið yfir henni en vonandi læmm við af reynslunni. Ef við náðum öðm sæti í deildinni held ég að árangurinn í vetur verði að teljast mjög viðun- andi miðað við að liðið missti þrjá aðalsmassarana frá í fyrra.“ KA-menn léku án Stefáns Jó- hannessonar sem ekki hefur mætt á æfingar upp á síðkastið og lýsti Haukur Valtýsson, fyrirliði KA, mikilli óánægju sinni með það. Leifur Harðarson, þjálfari og leikmaður Þróttar, sagði að KA- menn hefðu einfaldlega verið betri. „Urslitin vom sanngjöm, það er alltaf mikilvægt að vinna fyrstu hr- inu og KA-mönnum tókst það. Önnur hrinan var í rúst hjá okkur og hrein gjöf til KA og þeir sýndu síðan einfaldlega betri leik í lokin. -bjb Bikarmeistarar KA 1992. Mynd: KL Knattspyrna: Pavel áfram með KA? Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Dags eru miklar líkur á að Tékkinn Pavel Vandas, sem lék með knattspyrnuliði KA í 1. deildinni sl. sumar, leiki einnig með liðinu á komandi keppnis- tímabili. Pavel kom til KA frá tékkneska 1. deildarliðinu Slavia Prag og átti erfitt uppdráttar fyrstu vikumar. Hann náði sér hins vegar mjög vel á strik í seinni hluta Islandsmótsins og var þá einn besti maður liðsins. Pavel hélt aftur til Slavia Prag í haust og hefur leikið með liðinu í vetur. Hingað til hefur verið talið ömggt að hann yrði ekki áfram hjá KA. Sveinn Brynjólfsson, formaður knattspymudeildar KA, vildi ekki staðfesta að Pavel myndi leika með liðinu. „Við emm að athuga ýmis mál og þau skýrast á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert leyndar- mál að það hefur verið stefnan að bæta við einum sterkum leikmanni, hvort sem það yrði Pavel eða ein- hver annar.“ Samkvæmt heimildum Dags fær Pavel sig ekki lausan frá Slavia fyrr en í byrjun júní þannig að hann myndi missa af a.m.k. tveimur fyrstu umferðum íslandsmótsins. KA-menn sigruðu Þróttara 3:2 í hörkuleik í bikarúrslitunum. Mynd: kl Pavel Vandas. Pýskaland: Eviólfiirí sviðsljósinu Eyjólfur Sverrisson var í sviðsljósinu þegar Stuttgart sigraði Hamburger SV 3:2 á Neckar-leikvanginum á laug- ardag. Eyjólfur átti þátt í öll- um mörkuni Stuttgart en lét ekki þar við sitja og átti einnig þátt í einu af mörkum Ham- borgarliðsins. Fritz Walter skoraði tvö af mörkum Stuttgart og Gaudino eitt og átti Eyjólfur stóran þátt í öllum mörkunum. Hann kom líka við sögu þegar Hamborgar- ar tóku aukaspymu og boltinn fór í Eyjólf og þaðan í netið. Stuttgart er enn í þriðja sætí með 40 stig, jafnmörg og Frankfurt en iakara markahlut- fall. Dortmund er í efsta sætinu með 41 stig en liðið gerði jafn- telli við Frankfurt, 2:2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.