Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 31. mars 1992
Vinningstölur ?fi mars ’9?
Leiklist
Sumarið
nólgast
Enn er óráðstafað
þremur stórglœsileg-
um sumarhúsalóð-
um í Stekkjarhvammi
í Bárðardal. Lóðirnar
eru 7 km sunnan
Fosshóls, afgirtar og
fullfrágengnar.
Höfum hús til
afgreiðslu í vor.
Til sýnis eftir nánara sam-
komulagi, eða fáið send-
ar upplýsingar.
.TRÉSMIÐJAN WV
MOGILSF.rm
SVALBARÐSSTRÖND S 96-21570
UPPLÝSINGAR: sImsvari 91-681511 lukkulIna 991002
Klukka landsins
hlutverk Eydalíns lögmanns og Jóns
Þeófílussonar. Túlkun Sigurðar á
Eydalín lögmanni er festuleg og
ákveðin, en hlutverkið býður ekki
upp á mikil tilþrif. í flutningi sínum
á Jóni Þeófílussyni tekst Sigurði að
skapa grátbroslega persónu, sem
ber að mestu uppi dýflissuatriðið.
Jón Grinvicensis og séra Þor-
steinn eru leiknir af Jóni Stefáni
Kristjánssyni. Túlkun Jóns á nafna
sínum er á stundum nokkuð góð en
víða með óhóflega miklum fárán-
leikablæ, sem spillir persónunni og
gerir hana ekki skoplega heldur
beinlínis hjákátlega. Séra Þorsteinn
er lítið hlutverk, en Jón Stefán gerir
því góð skil.
Gestur Einar Jónasson á víða
góðan leik í hlutverki Jóns Mar-
teinssonar. Ekki síst er svo í tveim
síðustu atriðum Jóns í verkinu, þar
sem Gestur Einar nær sér vel á strik.
Metta, Kona Amasar Amæusar,
er leikin af Sigurveigu Jónsdóttur.
Sigurveig hefur skemmtileg tök á
þessari persónu og tekst til dæmis
mætavel í samleik með Þráni Karls-
syni í atriði að húsabaki í Kaup-
mannahöfn.
Marinó Þorsteinsson fer með tvö
hlutverk: Von Úffelen og sýslu-
manninn. Sýslumaðurinn er smátt
hlutverk, en Von Úffelen vemlega
stærra. Því gerir Marinó góð og
skemmtileg skil.
Aðalsteinn Bergdal hefur einnig
tvö hlutverk með höndum. Hann
leikur Guttorm Guttormsson og
Etasráðið. í síðamefnda hlutverkinu
tekst Aðalsteini skemmtilega að
skapa skoplega ímynd embættis-
mannsins, sem af refsilegri lipurð
hagar seglum eftir vindi.
Herdís Birgisdóttir leikur móður
Jóns Hreggviðssonar og gerir vel í
hlutverki sínu. Hún er til dæmis
ljósasti punkturinn í atriðinu í kot-
inu að Rein og heldur því uppi.
Guðlaug Hermannsdóttir leikur
Guðríði Jónsdóttur, ráðskonu. Guð-
laugu tekst vel að ná hæfilegri
blöndu undirgefni og festu í túlkun
sinni og skapar sannferðuga, hlýja
persónu.
Fleiri nafngreind hutverk em í
fslandsklukkunni, þó hér verði ekki
fleiri getið. Langflestir gerðu per-
sónum sínum góð eða að minnsta
kosti fullnægjandi skil.
Það er afrek að setja upp leikrit
sem íslandsklukkuna. Það er líka
þarft verk að gefa þeim, sem áður
hafa séð, kost á að rifja upp, og
þeim, sem ekki hafa fyrr haft kynni
af þessu höfuðverki íslenskra bók-
mennta á sviði, tækifæri til að njóta
þess. Þetta verk hefur Leikfélag
Akureyrar nú unnið og tekist á flest-
an veg glæsilega, enda greinilega
fátt verið til sparað að svo mætti
verða.
Nú ættu sem fæstir að láta tæki-
færið fram hjá sér fara. Það er ekki
einungis, að íslandsklukkan sé
glæsilegt verk í bókmenntalegu til-
liti. Ekki síður er það síþörf upprifj-
un á niðurlægingartímabili í sögu
islensku þjóðarinnar, þegar sjálfs-
forræði hennar var ekkert. Löngun-
in til sjálfstæðis og eiginákvörðun-
arréttar bjó þó í draumum hinna
buguðu forvera okkar í þessu landi
og vitundin um sérstöðu menningar
þessarar smáþjóðar var að vakna.
Þó að tímamir séu vissulega aðrir
og aðbúnaður alur betri, þurfum við
enn að halda vöku okkar. Ekki ein-
ungis yfir menningu og tungu, held-
ur ekki síður yfir sjálfstæði og
frelsi. Því á þetta verk enn erindi
ekki síður en þegar það var ritað og
ef til vill í ýmsu tilliti enn frekar nú
en þá.
Haukur Ágústsson.
Fá íslensk bókmenntaverk þessarar
aldar em íslenskari en íslands-
klukka Halldórs Laxness. Allt frá
því að verkið kom fyrst út á fimmta
áratugnum hefur það hrært streng
með íslenskri þjóð; streng, sem ekki
hefur hætt að hljóma þó að tímar og
aðstæður hafi breyst.
Á yfirstandandi ári verður Hall-
dór Laxness níræður. Það er því við
hæfi, að síðasta verkefni Leikfélags
Akureyrar á þessu starfsári er
íslandsklukkan. Fmmsýning verks-
ins var 27. mars, og bar hana upp á
alþjóða leiklistardaginn. Leikstjóri
uppsetningarinnar er Sunna Borg,
sem einnig samdi leikgerð þá, sem
Leikfélag Akureyrar notar.
Leikgerð Sunnu Borg fylgir að
vemlegu leyti fyrri leikgerðum
skáldsögunnar og að sjálfsögðu
henni sjálfri. Hún fer nokkuð stirð-
lega af stað, en liprast mjög, er á
líður og er farin að renna skemmti-
lega, þegar líður að miðbiki hennar.
Hið sama á við um uppsetninguna
sjálfa. Fyrstu senumar em nokkuð
þunglamalegar. Svo er til dæmis um
klukkuatriðið á Þingvelli við Öxará
og sérstaklega mikinn hluta atriðis-
ins í kotinu að Rein. Þá em sum atr-
iði svo stutt og skyndimyndarleg,
að þau sem næst missa marks, svo
sem fjórða atriði annars þáttar, þar
sem ekkert gerist annað en að kæm-
bréf júnkærans í Bræðratungu er
lesið upp í algerri kyrrmynd. Mörg
atriðin em hins vegar skemmtilega
unnin og heildaráhrifin góð.
Tónlist við uppsetningu Leikfé-
lags Akureyrar á íslandsklukkunni
er eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Jón
hefur unnið gott verk. Reyndar er
hljóðlistin nokkuð framan af verk-
inu yfirdrifið dmngaleg og einhæf.
Þegar lengra kemur færist tónskáld-
ið í aukana og tónlistin nær víða
verulegum hæðum í skemmtilegri
raddfleygun, sem sver sig í samtíð
efnisins, en er þó með fersklegum
nútímablæ og styður vel við brag
verksins.
Leikmynd og búningar upp-
setningar Leikfélags Akureyrar á
íslandsklukkunni em eftir Sigurjón
Jóhannsson. Sigurjón byggir sviðs-
myndina að meginhluta úr háum og
nokkuð þykkum flekum, sem snúa
má og aka og nýta fleti þeirra til
þess að skapa ýmist tignarlega
hamraborg Almannagjár eða bóka-
safn Assessors Amas Amæusar.
Vel hefur tekist til í þessu efni og er
útkoman víða glæsileg og áhrifa-
,jÞað er afrek að setja upp leikrit sem íslandsklukkuna,“ segir Haukur
Ágústsson.
Þráinn Karlsson og Jón Stefán Kristjánsson í hlutverkum sínum.
Mynd: Golli
mikil. Skiptingar ganga bærilega
lipurlega fyrir sig.
Búningar em vandaðir og við
hæfi tímans. Þeir þjóna því vel hvað
þetta snertir. Nokkuð em þeir þó
glansmyndarlegir á stundum, svo
sem klæðnaður Amas og Snæfríðar,
þegar þau koma í hreysi Jóns
Hreggviðssonar á Rein og hvergi
sér hrukku á klæðum þeirra, þó þau
hafi væntanlega komið á hestum og
það langan veg. Eins eru föt Jóns
Hreggviðssonar gjaman óeðlilega
hrein og strokin og hið sama er um
fleiri. Aftur em aðrir búningar allt
að því yfirdrifið velktir og þvældir,
svo sem klæðnaður Magnúsar júnk-
ærs í Bræðratungu, Jóns Marteins-
sonar og Jóns Grinvicensis.
Lýsing leikmyndarinnar er unnin
af Ingvari Bjömssyni. Hún er lang-
oftast yfirveguð og undirstrikar vel
jafnt leikverkið sjálft sem leik-
myndina. Nokkur atriði hefðu þó
gjaman mátt takast betur. Þar má
helst nefna lýsingu brunasenunnar á
bókasafni Amas Amæusar í Kaup-
mannahöfn, sem ekki rís sem
skyldi.
Elva Ósk Ólafsdóttir er í hlut-
verki Snæfríðar Bjömsdóttur Eydal-
ín. Túlkun Elvu Óskar er yfirveguð
og hún beitir blæbrigðum skemmti-
lega til þess að ná fram þeim mörgu
hliðum, sem búa í persónunni. Lak-
ast tekst henni í atriðinu í kotinu að
Rein, en eftir það eykst þróttur
hennar stig af stigi.
Jón Hreggviðsson er leikinn af
Þráni Karlssyni. Þráinn gerir margt
stórvel. Hann kemst reyndar ekki
almennilega af stað fyrr en líða tek-
ur á fyrsta þátt, en þaðan í frá verð-
ur persónusköpun hans sífellt
ákveðnari og rís í verulega sterkan
leik, þegar á líður.
Hallmar Sigurðsson leikur Amas
Amæus af öryggi og festu. í túlkun
Hallmars eru ekki miklar sveiflur,
heldur einna helst yfirveguð fágun
og heimsmannsbragur, sem heldur
vel verkið á enda. Því verður upp-
gjöf Amasar átakanlegri en ella og
áhrifamikill hápunktur.
Séra Sigurður Sveinsson, dóm-
kirkjuprestur í Skálholti er leikinn
af Valgeiri Skagfjörð. Valgeiri tekst
vel að sýna mærð og hræsni þessar-
ar persónu og nær verulegri dýpt í
túlkun sinni.
Felix Bragason leikur Magnús
Sigurðsson, júngkæra í Bræðra-
tungu. Felix á víða góðan leik í
hlutverki þessa drykkjusvola og
ólánsmanns og tekst að gefa persón-
unni allheilstæðan svip. Felix fer
einnig með hlutverk böðulsins.
Sigurður Hallmarsson fer með
Skrifstofuhúsnæði til sölu
Skrifstofuhúsnæði á annarri hæð í Kaupangi til sölu.
Stærð ca. 117 fm + sameign.
Laust fljótlega.
Brekkugötu 4 • Sími 21744
Gunnar Solnes hrl.. Jon Kr. Solnes hrl og Arni Palsson hdl
Sölust. Sævar Jonatanssan
ÐÆNDUR
Norræn ungmenni á vegum NORDJOBB
óska eftir sumaratvinnu.
Upplýsingar: NORDJOBB/Reykjavík s: 91-19670
eöa Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri s: 96-
27599 milli kl. 9-12.
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5aí5 2 1.413.668.-
A KUS.-d Z. 4af5^ St' 4 122.701.-
3. 4aí5 91 9.303,-
4. 3al5 4.116 479.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.136.277.-