Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. mars 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Póstur og sími ætlar að bjóða út póstflutninga á næturnar milli Akureyrar og Reykjavíkur: Þessu fylgir mikil hag- ræðing og betri þjónusta - segir umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi Póstur og sími ætlar á næstunni að bjóða út póstflutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur og er reiknað með að aksturinn verði að næturlagi fímm sinnum í viku. Þetta þýðir að bílar fara með póst að kvöldlagi bæði úr Reykjavík og Akureyri og hafa þeir við- komu á öllum póststöðvum á þessari leið. Ársæll Magnússon, umdæmis- stjóri Pósts og síma á Norðurlandi, segir að með þessu fyrirkomulagi verði allur póstur, sem kominn er fyrir lokun í póstmiðstöðina í Reykjavík, kominn til pósthúsanna fyrir norðan fyrir kl. 8 að morgni og sama gildi um póst að norðan sem fara eigi til Reykjavíkur. „Þetta er viðleitni hjá okkur til að hagræða í póstflutningum og hraða jafnframt okkar póstflutn- ingum því hingað til hefur böggla- póstur verið degi á eftir. Bréfapóst- flutningamir hafa hins vegar geng- ið vel,“ sagði Ársæll. Bögglapóstur hefur til þessa verið fluttur með Norðurleið milli Verð á fermingarmyndimum: MLsmunurinn allt að 97% Verðlagsstofnun hefur gert sam- anburð á verði sem ljósmynda- stofur taka fyrir fermingar- myndirnar í ár, en nú er einmitt helsta vertíð þeirra. Mikill verð- munur kom í ljós eða allt að 97% milli stofa. Mestur var munurinn á sjálfri myndatökunni að með- töldum löppum en minni á stækkunum. Stofnunin kannaði verðlagið í átján ljósmyndastofum, sextán í Reykjavík og tveimur á Akureyri. Lægsta verðið á fermingarmynda- töku var hjá Ljósmyndastofu Lofts, Ingólfsstræti 6 í Reykjavík, en þar kostaði hún 6.800 kr. Hjá Ljós- myndastofu Sigríðar Bachmann, Garðastræti 17 í Reykjavík, lét nærri að myndatakan væri tvöfalt dýrari, en þar kostaði hún 13.400 kr. Auk þess tekur Loftur 1.200 kr. fyrir myndatöku á fermingardag- inn sjálfan sem er helgidagur en Sigríður Bachmann tekur 2.400 kr. fyrir ómakið. Akureyrsku stofumar tvær em í hærri kantinum en hjá Norður- mynd kostar myndatakan 10.100 kr. að viðbættu 600 kr. helgidagaá- lagi en hjá Ljósmyndastofu Páls kostar myndatakan 13.100. Þess ber þó að geta að hjá Páli em lapp- amir 13x18 sm að stærð en hjá flestum hinna 10x12 sm. Minni verðmunur var á mynda- stækkunum, en þó talsverður. Lægsta verð fyrir stækkun í 13x18 sm mynd var 2.250 kr. en það hæsta 3.310 kr„ munurinn er 47%. Fyrir stækkun á einni mynd í 18x24 sm er lægsta verðið 2.900 kr. en það hæsta 4.700 kr„ mis- munurinn 62%, og fyrir stækkun í 24x30 sm var lægsta verð 3.900 kr. en það hæsta 6.700 kr„ munurinn 76%. Akureyrsku stofumar vom hvergi dýrastar en heldur ekki ódýrastar. Loks kannaði Verðlags- stofnun verð á Polaroid-mynda- töku í vegabréf og ökuskírteini. Þar kostuðu fjórar myndir á bilinu 950- 1.250 kr. og verðmunurinn því 47% á hæsta og lægsta verði. Hjá Norðurmynd kosta passamyndim- ar 1.000 kr. og 1.200 kr. hjá Páli, en þar er líka innifalin ein stækkun í 13x18sm. 'ÞH Skák Deildakeppni Skáksambandsins: Úrslitin ráðast um helgina Síðustu umferðirnar í Deilda- keppni Skáksambands íslands verða tefldar um næstu helgi, dagana 3.-4. aprfl. Skákfélag Akureyrar.á tvær sveitir í 1. deild og er A-sveitin í topp- baráttu en B-sveitin á botnin- um eftir fyrri hluta keppninn- ar. A-sveit Skákfélags Akureyrar á góða möguleika á sigri en búist er við að sveitir Taflfélags Reykjavíkur fái liðsauka á loka- sprettinum. Þá er sveit Taflfélags Garðabæjar einnig í toppbarátt- unni. Gott gengi Verkmenntaskól- ans og Menntaskólans á Akur- eyri í spumingakeppni fram- haldsskólanna heggur nokkur skörð f sveitir Skákfélags Akur- eyrar. Liðin mætast í úrslitum spumingakeppnii mar á föstu- dagskvöldið og því geta þeir Rúnar Sigurpálsson og Skafti Ingimarsson úr VMA og Magnús Teitsson úr MA ekki ljáð skák- sveitunum krafta sína. SS Stigamót SA: Hörð barátta um verðlaun Hörð barátta er um verðlauna- sæti á 15 mínútna stigamótum Skákfélags Akureyrar. Úrslit í sjötta og næstsíðasta mótinu urðu þau að Þórleifur Karlsson varð efstur með 5 vinninga, Sigurjón Sigurbjörnsson fékk 41/2, Gylfi Þórhallsson 4 og Ólafur Kristjánsson 3'/2. Staðan í stigakeppninni er þannig að Rúnar Sigurpálsson er efstur með 35 stig og stendur vel að vígi. Þór- leifur er með 28 stig, Gylfi 22 og Sigurjón 20. Af sjö mótum telja fimm bestu hjá hverjum og einum. Síðasta 15 mínútna stigamótið verður haldið skömmu fyrir páska. SS Akureyrar og Reykjavíkur en bréfapóstur með flugi. Ársæll segir að næturflutningur með því fyrir- komulagi sem nú er fyrirhugaður hafi verið reyndur um hálfs mánað- ar skeið í haust með góðum ár- angri. „Vetraraðstæður eru að vísu breytilegar en vegakerfið hefur batnað svo mikið að ég held að á þessu verði ekki meiri hnökrar en á flugi.“ Hvað varðar kostnað segir Ár- sæll að áætlanir Pósts og síma sýni að kostnaður verði svipaður og nú er en um þetta atriði er ekki hægt að segja fyrr en tilboð í verkefnið liggja fyrir. „En svona breytingu er erfitt að reikna til kostnaðar því við það að pósthúsin á þessari leið fái póstinn fyrir kl. 8 á morgnana má gjörbreyta allri starfsemi. Hún verður skipulagðari, meiri hagræð- ing og við getum búist við minni yfirvinnu. Að mínum dómi mun fylgja þessu mikil hagræðing," sagði Ársæll. Miðað er við að póstflutningar með þessu fyrirkomulagi hefjist í byrjun júní. JÓH Útboð á akstri með póst Póst- og símamálastofnunin mun á næstunni bjóða út akstur með póst milli Reykjavíkur og Akureyrar, og Akureyrar og Reykjavíkur með viðkomu á öllum póststöðvum á leiðinni. Reiknað er með að aksturinn verði að næturlagi fimm sinnum í viku. Þeir sem óska frekari upplýsinga vinsamlegast hafi samband við Baldur Maríusson, sími 636038 fyrir 3. apríl 1992 eða sendi skriflega fyrirspurnir til: Póst- og símamálastofnunin Póstmálasvið 150 Reykjavík merkt „Akstur R - AJA - R". PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN 150 Reykjavík Grtmhur ★ 7% ramvextir og verðtrygging ★ Sparnaðartími 3-10ár ★ 25% skattafsláttur ★ Lánsréttur í lok sparnaðartíma ★ Innstœða eignarskattsfrjáls ★ Ákjósanlegur lífeyrissjóður Gunnur er húsnœdisreikningur l.andsbankans. Hann er bundinn i 3-10 ár og nýtur ávalll bestu ávöxtunar- kjara sem bankinn býður. l.eggja þarf inn á Grunn reglulega og er hámarksinnlegg á árinu nú kr. 428.360,- eða kr. 107.090,- ársjjórðungslega. Skattafsláttur af innlagðri upphœð er 25%. Þannig gefur til dœmis 400.000,- króna innlegg 100.000,- krónur i skattafslátt. Grunni fglgir sjálfkrafa lánsréltur vegna húsnœðis. Hámarkslán er nú 1,8 miUjónir króna. Grunnur er þannig bteði góð sparnaðarleiðfgrirþá sem hgggja á hús- nœðiskaup eða bgggingu og kjörinn lífegrissjóður fgrir sparifjáreigendur. I.andsbankinn býður viðskiptavinum að millifæra greiðslur af Finkareikningi yfir á Grunn, mánaóarlega eða í lok hvers ársfjórðungs. Hafið samband við næsta útibú Landsbankans og starfsmenn þar munufúslega veita nánari upplýsingar um Grunninn. Dœmi um sparnað á Grunni: Forsendur: * Lagðar eru inn kr. 10.000 í lok hvers mánaðar. * Skattafsláttur er25% af heildarinnleggi. * 7% raunvextir reiknast mánaðarlega og leggjast * Midað er við fast verðlag. við höfuðstól í árslok. Sparnaðartími 3 ár 5 ár 10 ár Samtals innborgað 360.000 600.000 1.200.000 Vextir 38.165 112.229 511.167 Innstœða með vöxtum 398.165 712.229 1.711.167 Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000 Samtals vextir og skattafsláttur 128.165 262.229 811.167 Uppsöfnuð raunávöxtun 22.83% 15.97% 10.94% Sparnaðartimi Margfeldi qf höfuðstól Hámarksupphæð 3 ár 2 600.000 4 ár 3 1.200.000 5-10 ár 4 1.800.000 Til að náfullum skattafslœtti fyrir árið 1992 þarf að leggja inn eigi síðar en 31. mars 1992. Landsbanki íslands Útibúin á Norðurlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.