Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 31. mars 1992 Íþróttir Bikarkeppni kvenna í blaki: Sterkar Stúdínur höfðu betur gegn KA Kvennalið KA keppti í fyrsta sinn til úrslita í bikarkeppninni í blaki þegar liðið mætti ÍS í Digra- nesi á laugardaginn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst KA- stúlkum ekki að sigra því Stúdín- ur unnu allar hrinurnar og tryggðu sér bikarmeistaratitil- inn. Stúdínur áttu ekki í erfiðleikum með utangátta KA-stúlkur í fyrstu hrinu og unnu örugglega 15:5. í annarri hrinu fóru hlutimir að ganga betur hjá KA og héldu þær forskotinu þar til staðan var 12:9 þeim í vil. Þá jafnaði ÍS 12:12 og vann síðan hrinuna 15:13. Þriðja hrinan var jöfn og æsispennandi. KA komst í 7:5 en ÍS komst yfir 8:7. Þegar staðan var orðin 12:8 kom langþráð skipting hjá KA, þjálfarinn Hrefna Brynjólfsdóttir kom inná og hleypti nýju blóði í liðið. KA tókst að jafna, 13:13, og næstu mínútur voru æsispennandi. Jafnt var á öllum tölum, 14:14, 15:15 og 16:16 enþaðvoru Stúdín- ur sem gerðu síðasta stigið og tryggðu sér þar með sigur í leikn- um. „Þetta var mikill baráttuleikur. Við stóðum virkilega vel í þeim en það vantaði herslumuninn. Hrin- umar vom jafnar en baráttan var ekki nógu góð allan tímann. Upp- gjafimar fóm illa, okkur vantaði sterkari sókn og móttakan var ekki alveg nógu góð. Annars var gaman að fá að kynnast stemmningunni í kringum bikarúrslitaleik og við gemm bara betur næst,“ sagði Halla Halldórsdóttir, fyrirliði KA, eftir leikinn. Hrefna Brynjólfsdóttir sagði að KA-stúlkumar hefðu verið of stressaðar. „Við vomm of staðar og uppgjafimar klikkuðu alltof oft. Þær fóm alveg með okkur til að byrja með en við náðum að skora þegar þær bötnuðu. Við emm ekki vanar að spila svona leiki, þetta er stærsti viðburðurinn í þau 11 ár sem ég hef verið í blakinu hjá KA og við emm ánægðar með að ná svona langt. Við tökum bikarinn með trompi næsta vetur.“ -bjb Akureyrarmótið í handknattleik: KA-menn hirtu alla titlana - úrslitin 23:15 í seinni leik meistaraflokks KA-menn tryggðu sér Akureyr- armeistaratitilinn í meistara- flokki karla í handknattleik með öruggum sigri á Þór, 23:15, í seinni leik liðanna í KA-húsinu á föstudaginn. Leikurinn var ekki merkilegur handboltalega séð, harkan í fyrirrúmi en KA-menn með yflrhöndina allan leikinn. KA varð Akureyrarmeistari í öll- um flokkum og tapaði ekki leik í mótinu. KA-menn tóku forystuna strax í upphafi og skomðu tvö fyrstu mörkin. Þórsarar áttu í erfiðleikum fyrir framan vöm KA og skoruðu ekki mark fyrr en eftir 9 mínútur. Þeir jöfnuðu 2:2 og aftur 3:3 en síðan náðu KA-menn sex marka forystu, 10:4, og eftir það var sig- urinn aldrei í hættu. KA-menn vom betri á flestum sviðum en einn besti maður Þórs, Rúnar Sigtryggs- son meiddist snemma í leiknum og varð að hætta. Harkan var of mikil hjá báðum liðum og geðprýðinni ekki fyrir að fara. Dómarar leiksins voru slakir en ekki jafn slakir og leikmenn vildu vera láta og menn vom famir að tuða strax á fyrstu mínútu. Það er hins vegar engum greiði gerður með því að láta dómara frá öðm fé- laginu dæma svona leiki. Á fimmtudagskvöldið mættust liðin í 2. flokki og „old boys“ og hafði KA sigur í báðum leikjunum, 16:12 og 17:6. Þar með er ljóst að KA hefur unnið titilinn í öllum flokkum, vann alla leikina nema tvo í fyrri umferðinni sem lauk með jafntefli. Sannarlega umhugs- unarefni. Mörk KA: Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 7/2, Stefán Kristjánsson 5/1, Alfreð Gíslason 3, Erl- ingur Kristjánsson 3/1, Jóhann Jóhannsson 3/1, Þorvaldur Þorvaldsson 1, Pétur Bjamason 1/1. Axel Stefánsson varði 9 skot og Bjöm Bjöms- son 7/2. Mörk Þórs: Sævar Ámason 5, Ole Nielsen 4, Ólafur Hilmarsson 2, Jóhann Samúelsson 1, Rúnar Sigtryggson 1, Atli Rúnarsson 1, Ingólfur Samúelsson 1/1. Hermann Karlsson varði 3/1 skot og Ingólfur Guðmundsson 3. Dómarar: Guðmundur Stefánsson og Amar Kristinsson. búið að ræða við aðra leikmenn liðsins og væri Ijóst að þeir yrðu allir áfram. „Við teljum mjög mik- ilvægt og jákvætt að geta haldið öllum hópnum. Hins vegar er ljóst að okkur vantar meiri mannskap til að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur, þ.e. að lenda ekki neðar en í 4.-6. sæti í 1. deild. Við erum ekkert að fara upp til að hanga í deildinni. Stefnan er því að styrkja hópinn með nýjum mönn- um en það er of snemmt að tala nokkuð um það,“ sagði Kristinn. Rúnar Sigtryggsson meiddist í leiknum gegn KA á föstudaginn og sagði Kristinn að blætt hefði inn á vöðva hjá honum. Hins vegar væri útlitið ekki slæmt og væri talið lík- legt að Rúnar myndi leika með Þór í síðasta leiknum, gegn Aftureld- ingu um næstu helgi. Akureyrarmeistarar KA í meistaraflokki karla. Mynd: Golli Ole Nielsen. Handknattleikur: Ole áfram hjá Pór i Á sunnudag náðist samkomulag milli handknattleiksdeildar Þórs og danska leikmannsins Ole Nielsen um að hann myndi leika með Þórsliðinu í 1. deildinni næsta vetur. Ole, sem hefur verið einn albesti leikmaður liðsins í vetur, var á tveggja ára samnir n sem hægt var að segja upp eftú tímabilið en nú er Ijóst að hann verður hjá félaginu a.m.k. einn vetur til viðbótar. Kristinn Sigurharðarson, for- maður handknattleiksdeildar Þórs, sagði í samtali við Dag að almenn ánægja hefði ríkt með Nielsen, jafnt meðal leikmanna og annarra. „Hann hefur leikið mjög vel í vetur og við teljum að hann eigi eftir að njóta sín vel í 1. deildinni næsta vetur.“ Kristinn sagði að jafnframt væri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.