Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 31.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 31. mars 1992 Fréttir Námaleyfi Kísiliðjunnar: Hreppurinn gjaldþrota ef Kísiliðjan stöðvast - segir í bréfi verksmiðjunnar til r áðgj afanefndarinnar Jón Sigurðson, iðnaðarráð- herra og Eiður Guðnason, um- hverfísráðherra, ráðgjafahóp- ur um könnun á áhrifum kísil- gúrnáms úr botni Mývatns og embættismenn héldu fundi á Hótel Húsavík og Hótel Reyni- hlíð sl. föstudag. Á fundunum voru hagsmunaaðilum og frétta- mönnum kynnt skýrsla ráð- gjafahópsins og tillögur, og ákvörðun ráðherranna varð- andi leyfi til efnistöku úr vatninu í sumar, eins og greint var frá í frétt í Degi 28. mars. Þeir aðilar sem boðaðir voru á fundina voru: Héraðsnefnd Suður-Þing- eyinga, Veiðifélag Mývatns, Veiðifélag Laxár og Krákár og Landeigendafélag Mývatns og Laxár, Sveitarstjórn Skútu- staðahrepps, forsvarsmenn KísU- iðju og starfsmanna hennar og fréttamenn. Dagur leitaði álits nokkurra þessarra aðila á ákvörðun ráðherr- anna og skýrslu ráðgjafanna. „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þetta mál,“ sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi, og vildi ekki ræða ákvörðunina um námaleyfið við fjölmiðla. Róbert B. Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar var ekki við í gær, og enginn forsvars- maður fyrirtækisins til staðar. í bréfi Kísiliðjunnar til ráðgjafa- Fjórir úr ráðgjafahópnum. Taldir frá vinstri: Einar Tjörvi Elíasson, verkfræðingur, Sigurður Snorrason, Iíf- fræðingur, Árni Snorrason, vatnafræðingur og Davíð Egilsson, jarðfræðingur og formaður nefndarinnar. , Námaleyfi Kísiliðjimnar: „Óttast að lífnlvið verði rannsakað í hel“ - segir Eysteinn á Arnarvatni „Veiðifélagsstjórn hefur ekki fjallað sérstaklega um boðskap þann er iðnaðar- og umhverfis- ráðherrar fiuttu á fundinum á Húsavík 27. þessa mánaðar. Það er niðurstöður ráðgjafahóps Iðn- aðarráðuneytisins um rannsókn- aráætlun '92-'95. Sjálfur hef ég ekki haft tíma til að fara ýtarlega yfir plaggið enn, en ég sé ekki að þar sé ný sannindi að finna, enda ekki þess að vænta,“ sagði Ey- steinn Sigurðsson, bóndi á Arn- Menntamálaráðherra hefur ráðið Guðríði Sigurðardóttur, M.ed sem ráðunaut sinn í skólamálum og mun hún taka til starfa þann 1. apríl. Guðríður hefur kennarapróf frá Kennaraskóla íslands, B.A. próf í þjóðfélagsfræðum frá Háskóla íslands og M.ed próf frá arvatni og formaður Veiðifélags Laxár og Krákár, aðspurður um álit á námaleyfi Kísiliðjunnar og tillögum ráðgjafanefndarinnar. „Hins vegar er mér enn ljósara eftir þennan fund að það verða ekki stjómvöld á íslandi sem bjarga líf- ríkinu í Mývatni og Laxá, það verða aðrir að gera. Það var ríkt eftir því gengið við ráðherrana að ríkisvaldið gæfi yfirlýsingu um skyldur sínar gagnvart starfsliði Kísiliðjunnar ef henni yrði að loka, Harvard háskóla í Bandaríkjun- um. Guðríður hefur kennslureynslu á grunnskóla-, framhaldskóla- og háskólastigi. Hún hefur einnig starfað sem námsráðgjafi á fram- halds- og háskólastigi. í>á hefur Guðríður unnið að rannsóknum sem snerta skóla- og uppeldis- mál. en því var hafnað. Umhverfisráð- herra viðurkenndi að þó bæri ríkið vissa ábyrgð á atvinnuöryggi þessa fólks. Rannsóknir eru nauðsynlegar. En þær eru gagnslausar ef ráða- menn taka ekki tillit til þeirra. Skýrsla Sérfræðinganefndar um Mývatnsrannsóknir segir að sveifl- ur í lífríkinu séu ekki í auðsýnilegu sambandi við starfsemi Kísiliðj- unnar þó þær hafi magnast á starfs- tíma hennar. Það er hins vegar hvergi í skýrslunni sagt að nefndar sveiflur stafi ekki af umræddri starfsemi. í skýrslunni er mikinn fróðleik að finna og margt sem leiðir rök að því hvar orsakanna sé að leita. M.a. staðfestir skýrslan 80% aukningu köfnunarefnis í Mý- vatni, og að sú aukning stafi að meginhluta af starfsemi Kísiliðj- unnar. Við bændur þekkjum vel á- hrif 80% aukningar köfnunarefnis í ræktun og ekki er ólíklegt að áhrif- in geti verið svipuð í Mývatni. Ég óttast að örlög Mývatns verði þau að hér verði settar upp rannsóknaráætlanir, hver af ann- arri, meðan lífríkið, sem ef til vill er í dauðateygjunum, lognast út af. Að það verði rannsakað í hel,” sagði Eysteinn í samtali við Dag. IM Menntamálaráðherra: Ræður sér ráðu- naut í skólamálum hópsins í feb. sl. segir m.a.: „Nauðsynlegt er að taka nú þegar ákvörðun um ný námuvinnslu- svæði í Bolum og tryggja þar lág- marks vinnslutíma.“ Einnig segir í bréfinu: „Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Skútustaðahrepps þá er hreppurinn gjaldþrota komi til stöðvunar Kísiliðjunnar. Skyndileg lokun Kísiliðjunnar myndi því í raun þýða fólksflótta og hrun allrar þjónustu í sveitarfé- laginu.“ Bent er á alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar sem stöðvun verk- smiðjunnar hefði í för með sér. Ennfremur segir: „Sjálfsagt er að rannsóknir fari fram á setflutning- um í vatninu jafnhliða námu- vinnslunni. Það skal hins vegar tekið fram að þær rekstrarforsendur sem Kísiliðjan býr við í dag, bjóða ekki upp á það að verksmiðjan setji ómælt fé til slíkra rann- sókn.“ Bent er á að starf Sér- fræðinganefndar um Mývatnsrann- sóknir muni hafa kostað yfir 60 milljónir króna. Baldvin Baldursson, oddviti á Rangá er formaður Héraðsnefnd- ar. Hann svaraði: „Álit Héraðs- nefndar kom ekki fram á fundin- um, einfaldlega vegna þess að við vorum ekki búin að lesa eða kynna okkur gögnin. Það er þakkarvert að fá að fylgjast með þessu. En þetta eru ákaflega viðkvæm mál, atvinnumál og umhverfismál, sem ég legg ekki minna uppúr. Lífríki Mývatns og umhverfi þess skiptir óskaplega miklu máli. En á hinn bóginn er þetta atvinnumál fyrir Skútustaðahrepp, fyrir Húsavík og nágrannabyggðir. Ef Kísiliðjan missir námaleyfi sitt kemur upp vandamál varðandi atvinnumál þessa fólks.“ Vigfús Jónsson, bóndi á Laxa- mýri er formaður Landeigendafé- lags Laxár og Mývatns. Hann sagði: „Ég hef ekkert út á störf vís- indamannanna að setja, en menn getur alltaf greint á um niður- j stöðumar. Við viljum áframhald- andi rannsóknir og þar sem1 Mývatn er móðir Laxár viljum við j að rannsóknimar beiiiist einnig að ánni. Það er engin spuming, að ef í ljós kemur að verksmiðjan ógnar lífiíki Laxár og Mývatns þá verður hún að víkja fyrir náttúmnni en ekki náttúran fyrir henni. Afstaða fólks til náttúmvemdar hefur breyst svo mikið frá því að verk- smiðjan var byggð að ég er sann- færður um að hún hefði aldrei ver- ið byggð í dag. En vísinda- mennimir verða að skera úr um þetta og ég er ekki með neina tor- tryggni gagnvart þeim.“ IM Kammerhljómsveit Akureyrar: Einleikaraveisla á Blönduósi og Akureyri Fimm einleikarar koma fram með Kammerhljómsveit Akur- eyrar á tvennum tónleikum sem haldnir verða á Blönduósi og Akureyri helgina 4.-5, apríl næstkomandi. Stjórnandi er Örn Óskarsson. Tónleikamir hefjast með tónverk- inu „Quite City“ eftir Aron Copland, en einleikarar í því verki verða Gordon G. Jack á trompet og Jacqueline Simm á enskt hom. Næst á efnisskránni er hið sívinsæla verk „Kameval dýranna" eftir Saint Saens með þeim fagra „svani“. Ein- leikarar á píanó verða þeir Richard Simm og Thomas Higgerson, en þeir leika á tvo flygla. í fréttatilkynningu frá Kamm- erhljómsveitinni segir síðan: „Hæst rísa tónleikamir með fiðlukonsert í e-moll eftir Mendelssohn, sígildu og hrífandi verki, sem Sigrún Eðvaldsdóttir flytur með hljóm- sveitinni. Það er sérstakt ánægjuefni að Sigrún hlaut verðlaun fyrir flutning sinn á þessum fiðlukonsert á alþjóð- legri keppni fiðluleikara í Welling- ton á Nýja-Sjálandi nýverið. Norðlendingar eiga fyrstir kost að hlýða á flutning hennar á því verki hér á landi.“ Tónleikamir á Blönduósi verða haldnir í félagsheimilinu laugardag- inn 4. apríl kl. 15 og eru þeir skipu- lagðir í samvinnu við Tónlistarfélag Austur-Hún vetninga. Tónleikamir á Akureyri fara fram í íþróttaskemmunni sunnudaginn 5. apríl kl. 17 og hófst forsala á þá tón- leika í gær. Kammerhljómsveit Akureyrar verður skipuð 40 hljóðfæraleikurum á tónleikunum og hefur hún aldrei efnt til veglegri einleikaraveislu. SS Rastarmál á Sauðárkróki: „Stefnum á úreldmguna“ - segir Ómar Þór Gunnarsson „Við erum ákveðnir í að taka úreldinguna nema þeim mun betra tilboð komi í skipið með- an við erum að ganga frá mál- unum,“ segir Ómar Þór Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Dögunar hf., um örlög Rastar SK, en Hagræðingasjóður samþykkti 37 milljón króna úreldingarstyrk til úreldingar á Röstinni fyrir skömmu. Dögun hefur tæpa fjóra mán- uði til að ganga frá lausum end- um varðandi Röstina, áður en hægt er að fá úreldingarstyrkinn greiddan. Meðal þess sem gera þarf er að koma öllum aflaheim- ildum varanlega yfir á önnur skip. Ómar segir að þeir hafi ver- ið að skoða skip og báta með það fyrir augum að kaupa, en ennþá hafi ekki verið tekin ákvörðun um neitt varðandi þau mál og þess vegna sé ekki ljóst hvernig þeir geymi aflaheimildimar. „Úreldingin hefur það í för með sér að skuldir fyrirtækisins lækka eitthvað og staða þess batnar. Við ætlum ekki að flýta okkur of mikið að kaupa nýjan bát, en ljóst er að bjartara er framundan hjá Dögun en verið hefur, þrátt fyrir að allt taki þetta sinn tíma,“ segir Ómar. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.