Dagur - 07.04.1992, Side 3

Dagur - 07.04.1992, Side 3
Þriðjudagur 7. apríl 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Nýju fjárhúsin á Hólum. Á innfelldu myndinni láta íbúar þeirra fara vel um sig. Mynd: SBG Bændaskólinn Hólum í Hjaltadal: Ný fjárhús tekin í notkun Léttsteypan í Mývatnssveit: Fimm mánaða greiðslu- stöðvun rennur út í dag Ný fjölnota fjárhús voru tekin formlega í notkun viö Bænda- skólann Hólum í Hjaltadal sl. föstudag. Séra BoIIi Gústavs- son, vígslubiskup, blessaði húsin og meðal gesta við athöfnina var landbúnaðarráð- herra, Halldór Blöndal, auk þess sem Karlakórinn Heimir tók lagið í hinum nýju húsa- kynnum Hólafjár Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Þóru Rósu Geirsdóttur hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum í félags- málaráði frá 15. rnars sl. til loka kjörtímabilsins. ■ Þann 1. apríl sl. voru 26 á atvinnuleysisskrá á Dalvík, 16 karlar og 10 konur. Þar af eru 5 karlar úr Svarfaðardals- hreppi. ■ Sigurður Jónsson hefur sótt um til bygginganefndar að setja upp verslun í Hringsholti með hestavörur, sælgæti og gosdrykki. Bygginganefnd tók ekki afstöðu til umsóknarinn- ar, fyrr en fyrir lægi umsögn Húseigendafélagsins í Hrings- holti. ■ Á fundi sínum 1. apríl sl. samþykkti bygginganefnd erindi Tréverks hf. um leyfi tii að láta hanna og teikna ein- staklinga- og orlofsíbúðir á lóð nr. 38 við Skógarhóla. ■ Ferðamálanefnd hcfur samþykkt gjaldskrá fyrir tjald- stæðið á Dalvík í sumar. Fyrir tjald, tjaldvagn, hjólhýsi o.fl. greiðist 200 krónur, sama upp- hæð í persónugjald fyrir full- orðna og 400 krónur í tjald- og persónugjald. ■ Halldór Guðmundsson hef- ur með bréfi sagt lausu for- stöðumannsstarfi sínu á Dalbæ, en hann hefur verið í árs leyfi frá störfum. Ingibjörg Ingimundardóttir hefur ákveðið að draga uppsögn sína til baka og er reiðubúin að gegna forstöðumannsstarf- inu áfram. Á fundi stjórnar Dalbæjar 25. mars sl. var lýst ánægju með þá ákvörðun Ingi- bjargar og kemur fram í bók- un að hún mun fara í 80% starf þann 1. maí nk. Fjárhúsin eiga að rúma um 340 fjár þegar þau verða komin í fulla notkun. Sem stendur eru í þeim rúmlega 200 ær og er reiknað með að taka þann hluta húsanna, sem eftir er ónýttur, undir hross til að byrja með. Að sögn kennara og nemenda á Hólum er mikil búbót að þessi fjárhús skuli vera komin í notkun, en þau hús sem voru fyrir eru meira en sex- tíu ára gömul. Fjárstofninn á Hólum telur rúmlega 300 fjár um þessar mundir svo gömlu húsin verða nýtt að einhverju leyti áfram. A Alþingi er komin fram þings- ályktunartillaga um atvinnu- þróun í Mývatnssveit. Flutn- ingsmenn hennar eru Hjörleif- ur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir og vilja þau að Alþingi feli ríkisstjórninni að gera úttekt á þróunarforsend- um og möguleikum á nýsköp- un í atvinnulífi í Mývatnssveit er falli að markmiðum um nátt- úruvernd á svæðinu. Að úttektinni verði unnið sam- hliða rannsóknum á áhrifum kísilgúrnáms úr Mývatni á Iíf- ríki svæðisins og fyrstu niður- stöðum skilað og þær kynntar Alþingi fyrir árslok. I greinargerð með tillögunni segja þau Hjörleifur og Kristín að íslenska ríkið hafi óvenju miklar skyldur við Mývatnssveit og svæðið meðfram Laxá. Því valdi ákvarðanir sem teknar hafi verið um lögverndun á náttúru svæðisins og aðild ríkisins að uppbyggingu atvinnufyrirtækja þar síðustu áratugi, einkum Kísil- iðjunnar og Kröfluvirkjunar. „Mývatnssveit er þjóðgarðs- ígildi og hefur auk þess fengið alþjóðlega stöðu í náttúruvernd með því að flokkast undir Rams- ar-sáttmálann. Svæðið er einstakt á heimsmælikvarða, bæði sökum lífríkis og jarðmyndana. Mývatn hefur gífurlegt alþjóðlegt Hafist var handa við byggingu húsanna haustið 1990 og gerð kostnaðaráætlun upp á um 30 milljónir króna. Enn sem komið er hafa samt einungis 17 milljónir farið í framkvæmdirnar og að sögn kunnugra verður kostnaður við bygginguna undir 20 milljón- um króna. Margt gesta var við athöfnina sl. föstudag og gat fólk m.a. virt fyrir sér fyrstu lömbin sem fædd- ust í húsunum, því um tuttugu ær á Hólabúinu báru samtals 47 lömbum fyrir um tíu dögum. aðdráttarafl eins og best sést á þeim mikla og vaxandi fjölda ferðamanna sem þangað leggur leið sína,“ segir í greinargerð- inni. Þar er jafnframt rætt um þær tillögur sérfræðingahóps iðnaðar- ráðherra, sem kynntar voru fyrir skömmu, þess efnis að hafnar verði rannsóknir á vegum umhverfisráðuneytis á áhrifum efnistöku af botni Mývatns. Þess- um rannsóknum sé ætlað að varpa ljósi á þá spurningu hvort og hversu lengi sé ráðlegt að halda áfram kísilgúrtöku af botni Mývatns og þá um leið starfrækslu verksmiðjunnar. „Hér er um svo afdrifaríkt mál að ræða fyrir samfélagið við Mývatn að óverjandi er annað en að stjórnvöld láti samhliða kanna möguleika á þróun atvinnulífs og nýsköpun til að tryggja byggð og sjálfbæra þróun í Mývatnssveit. Það er nú orðin viðurkennd regla víða um lönd að fyllstu varúðar beri að gæta þá mannleg umsvif eru annars vegar og óvissu eigi að meta náttúruverndinni í vil. Það getur varla orkað tvímælis að slíka reglu beri að virða þegar lífríki Mývants er annars vegar. Því leggja flutningsmenn þessar- ar tillögu áherslu á að stjórnvöld komi til liðs við heimamenn nú þegar með þeirri úttekt sem til- lagan gerir ráð fyrir.“ JÓH Fimm mánaða greiðslustöðvun Létsteypunnar hf. í Mývatns- sveit rennur út í dag. Hinrik Árni Bóasson, framkvæmda- stjóri, sagði í gær að ekki hefði náðst nein endarleg niðurstaða í viðræðum við Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð, en samkomu- lag um uppgjör hefði náðst við aðra almenna kröfuhafa. „Við erum hæfilega bjartsýnir um að þetta gangi allt upp að lok- um og að við náum landi,“ sagði Hinrik Árni. Sjóðirnir eru með veð í húseign Léttsteypunnar og sagði Hinrik Árni allar líkur á að húsið færi á nauðungaruppboð. Léttsteypan mundi reyna að eignast húsið á uppboðinu eða með samningum að því loknu. „Það hefur verið unnið allan þennan tíma á fullu í Léttsteyp- unni og salan hefur verið mjög góð. Útlitið framundan er bjart og það hefur komið töluvert mik- ið af pöntunum á holsteini, bæði frá Keflavík og Mosfellsbæ. Mjög góð sala hefur verið á Akureyri það sem af er vetri. Það hefur verið meira að gera en við áttum von á,“ sagði Hinrik Árni. Fjórir starfsmenn vinna við að steypa steinana og einn í hálfri stöðu á skrifstofunni. „Ef allt gengur eftir fjölgar starfsmönn- um væntanlega þegar líður á vorið. Léttsteypan skiptir veru- legu máli í atvinnulífi í Mývatns- sveit,“ sagði Hinrik Árni í sam- tali við Dag. IM Dalvíkurbær: Mar að ráða garðyrkjumaim Dalvíkurbær hefur auglýst laust til umsóknar starf garð- yrkjumanns. Hér er um að ræða nýtt starf hjá bænum. Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræðingur, segir að starf garðyrkjumanns felist eink- um í skipulagningu og umsjón með framkvæmd umhverfismála á Dalvík. „í starfinu felst að hafa umsjón og eftirlit með opnum svæðum í bænum auk þess að starfa að ýmsum umhverfisverk- efnum á vegum vinnuskóla bæjarins. Þá er að því stefnt að garðyrkjumaður starfi náið með félagasamtökum í bænum. Mörg þeirra vinna að ýmsum umhverf- isverkefnum í bæjarlandinu,“ sagði Sveinbjörn og bætti við að hér væri um að ræða nýtt starf og því myndi sá sem til þess yrði ráðinn móta það að töluverðu leyti. Áskilið er að umsækjendur hafi lokið prófi frá Garðyrkju- skóla ríkisins eða hafi sambæri- lega menntun. óþh Fyrir femninguna Fjölbreytt og vandað hillukerfi. Járnrörin hvít, svört eða krómuð. Hillur, skápar og borð í hvítu, svörtu og beyki. Eigum einnig hvít, svört og krómuð járnrúm í stíl. Opið til hádegis á laugardögum. ixKlvörubaerl' IjzI husgagnaverslun TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI S(MI (96)21410 SBG Þingsályktunartillaga um atvinnuþróun í Mývatnssveit: Úttekt verði gerð á möguleikum til nýsköpunar er falli að markmiðum um náttúruvernd

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.