Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. apríl 1992 - DAGUR - 7 Valdemar rifljeinsbrotinn Valdemar Valdemarsson var fjarri góðu gamni í alpagrein- unum um helgina. Hann rif- bcinsbrotnaði á æfingu á fimmtudaginn og var því ekki meðal keppenda að þessu sinni. „Þetta var mjög ánægjulegt eða hitt þó heldur," sagði Valde- mar í samtali við Dag. „Mér hafði gengið mjög vel síðustu tvær vikur, þetta var að smella saman hjá mér og ég var bjart- sýnn á góðan árangur. Svo datt ég í síðustu ferðinni, síðasta dag- inn fyrir mót.“ Valdemar sagðist stefna að því að vera með í alþjóðlegu móta- röðinni sem hefst um næstu helgi en sagði óvíst að það myndi ganga. Þær voru niargar skrautlegar bylturnar sem sáust um helgina. Golli náði þessari skemmtilegu mynd í samhliðasvig- inu á sunnudag. Kristinn Björnsson. Mynd: Golli „Gullkálfarnir“ Kristinn Björnsson og Ásta S. Halldórsdóttir. Ásta vann allar alpagreinarnar í kvennaflokki en Kristinn vann svigið, stórsvigið og alpatvíkeppnina. Mynd: jhb Kristinn Björnsson: „Orðinn svolítið þreyttur“ Skíðamóti íslands, íslandsmóti Flugleiða, var slitið í Tjarnar- borg í Olafsfirði á sunnudag- inn. Þá um daginn fór einnig fram keppni í síðustu greinum mótsins, í Olafsfirði sigraði A- sveit Akureyrar í boðgöngu karla og í Hlíðarfjalli sigruðu Vilhelm Þorsteinsson, Akur- eyri, og Ásta S. Halldórsdótt- ir, ísafirði, í samhliðasvigi. Ásta sigraði í öllum alpagrein- um kvenna á mótinu en Krist- inn Björnsson, Olafsfirði, í þremur af fjórum í karlaflokki. Isfírðingar hlutu flest gullverð- laun, sjö talsins, en Akureyr- ingar hlutu sex. Akureyringar hlutu flest verðlaun á mótinu eða 18 talsins. ísfirðingar, Akureyringar og Ólafsfirðingar skiptu öllum gull- verðlaunum á mótinu á milli sín en Ólafsfirðingar hlutu þrenn gull. Þegar litið er á heildina hlutu Akureyringar 18 verðlaun, ísfirð- ingar 14, Ólafsfirðingar 11 og Reykvíkingar 5. Ásta S. Halldórsdóttir sýndi og sannaði að hún er besta skíða- kona landsins í dag en hún hafði fádæma yfirburði í kvenna- flokknum. Þá leikur enginn vafi á að Kristinn Björnsson er besti skíðamaður landsins í alpagrein- um en hann sigraði í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni. í sam- hliðasviginu varð hann hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Vilhelm Þorsteinssyni sem vann þar einu gullverðlaun Akureyringa í alpa- greinum. í göngunni krækti Rögnvaldur Ingþórsson í þrenn gullverðlaun, sigraði í 30 km göngu, tvíkeppni og var að auki í sigursveit Akur- eyrar í boðgöngunni á sunnudeg- inum. Þar mætti hann Daníel Jakobssyni, ísfirðingnum unga sem sigraði með miklum yfir- burðum í 15 km göngunni á fimmtudag, í síðasta spretti og skilaði Haukur Eiríksson Rögn- valdi hálfri mínútu í forskot á Daníel. ísfirðingurinn byrjaði með miklum látum og skar for- skotið niður um 20 sekúndur en virtist hafa „sprengt“ sig og Rögnvaldur jók muninn aftur í lokin. Daníel vann hins vegar öruggan sigur í 15 km göngu drengja en Kristján Ólafsson, Akureyri, sigraði í tvíkeppni drengja. Þurfti að moka í brautirnar í Ólafsfírði Keppni í alpagreinum fór fram í Hlíðarfjalli í umsjón Dalvíkinga. Keppni gekk þar nokkuð vel en þó gerðu veðurguðirnir keppend- um og mótshöldurum gramt í geði alla dagana. „Það var hálf- gert áfall fyrir okkur að geta ekki haldið þetta heima en við jöfnum okkur á því og eigum eftir að halda Landsmót á Dalvík fyrr eða seinna,“ sagði Jóhann Bjarnason, formaður Skíðafélags Dalvíkur. Björn Þór Ólafsson, formaður skíðadeildar Leifturs í Ólafsfirði, var ánægður í mótslok. „Þetta tókst mjög vel og ég veit ekki betur en að það fari allir ánægðir héðan. Framkvæmdin gekk snurðulaust en snjóleysið gerði okkur erfitt fyrir og við máttum drífa okkur út kl. 5 aðfararnótt laugardagsins til að moka í braut- irnar. En þetta hafðist og braut- irnar voru góðar,“ sagði Björn Þór Ólafsson. Ólafsfírðingurinn Kristinn Björnsson var ánægður með sinn hlut á mótinu en hann vann þrenn gullverðlaun, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. „Eg er mjög ánægður með minn árangur og hann er í sam- ræmi við þær vonir sem ég gerði mér fyrir mótið. Ég er ekki í mínu besta formi, orðinn svolítið þreyttur eftir veturinn og skíðaði þetta því meira á örygginu. Ég ætlaði mér hins vegar aðeins of mikið í sam- hliða sviginu og keyrði út úr. Það var svolítið svekkjandi en ég var fljótur að jafna mig á því,“ sagði Kristinn í samtali við Dag. Kristinn hefur æft og keppt við mjög góðar aðstæður í allan vet- ur en hann stundar nám í skíða- menntaskólanum í Geilo í Noregi. Hann var að mestu leyti ánægður með aðstæður í Hlíðarfjalli. „Það er alltaf gaman að koma heim og keppa. Veðráttan var aðeins að stríða okkur en annars var ég nokkuð ánægður með aðstæður.“ Veturinn hefur nánast alger- lega snúist um skíði hjá Kristni, hann er búinn að æfa stíft og keppa á fjölmörgum mótum, þar með töldum Ólympíuleikunum. „Þetta er búið að vera stíft og maður er farinn að hlakka til að komast í sumarfrí. Ég er búinn að keppa á 35 mótum og á eftir að keppa á alþjóðlegu mótunum 6 sem verða haldin á Akureyri, ísafirði og í Reykjavík á næst- unni. Þetta hefur gengið vonum framar hjá mér ef Ólympíu- leikarnir eru undanskildir, ég varð fyrir miklum vonbrigðum þar en þessi þrjú gull núna bæta það upp. Ég er þvf mjög sáttur við veturinn í heild.“ Alþjóðlega mótaröðin hefst um næstu helgi og Kristinn segist ákveðinn í að gera góða hluti þar. „Ég ætla að reyna að bæta punktastöðuna mína þar og það eru ágætir möguleikar á því þar sem það verða sterkir erlendir keppendur með. Maður reynir að stríða þeim aðeins," sagði Krist- inn Björnsson. Skíðamóti íslands slitið á sunnudaginn: fsflrðingar með flest gull - en Akureyringar flest verðlaun í heildina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.