Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 7. apríl 1992 MlNNING Ý Höskuldur Stefánsson Fyrir stuttu var til moldar borinn föðurbróöir minn Höskuldur Stef- ánsson. Hér ætla ég ekki að rekja æviferil hans heldur aðeins að minnast kynna okkar. Vegna þeirra finnst mér ég ríkari vera. Þegar ég var að alast upp í sveitinni kom Höskuldur gjarnan í sumarheimsóknir. Ég man að mér, strax sem barni, þótti sem Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Helgamagrastræti 23, efri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Anna Blöndal og Þórarinn Jóhannesson, föstu- daginn 10. apríl 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Hjallalundi 22, íbúð 205, Akureyri, þingl. eigandi Gunnar Oddur Sig- urðsson og Margrét Þórðardóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hús- næðisstofnun ríkisins. Hjalteyrargötu 2, vesturhluta, Akur- eyri, þingl. eigandi Vélsmiðjan Oddi hf„ talinn eigandi Ölumboðið hf„ föstudaginn 10. april 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl. Hrísalundi 8 g, Akureyri, þingl. eig- andi Árni Harðarson og María I. Tryggvadóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hri. Kaldbaksgötu 8, Akureyri, þingl. eigandi Hafdis Ósk Sigurðardóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Keilusíðu 10 d, Akureyri, þingl. eig- andi Sverrir Skjaldarson og Anna Hreiðarsdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hús- næðisstofnun ríkisins. Steinahlíð 5 b, Akureyri, þingl. eig- andi Sigurður L. Arnfinnsson, föstu- daginn 10. apríl 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Strandgötu 13, Akureyri, talinn eig- andi Tryggvi Pálsson, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Tjarnarlundi 11 b, Akureyri, þingl. eigandi Hildur S. Karlsdóttir, föstu- daginn 10. apríl 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hús- næðisstofnun rikisins. Tryggvabraut 22, efsta hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Helga A. Jó- hanns og Haraldúr Pálsson, föstu- daginn 10. apríl 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Ásgeir Thoroddsen hrl„ Gunnar Sólnes hrl„ Ólafur Gústafsson hrl. og Ólaf- ur Birgir Árnason hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Arnarsíðu 10 c, Akureyri, þingl. eig- andi Óskar Jóhannsson og Jórunn Jónsdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Eyrarbakka, Hjalteyri, Arnarnes- hreppi, þingl. eigandi Guðrún Stef- ánsdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Baldur Guðlaugsson hrl. Goðabyggð 7, Akureyri, þingl. eig- andi Jóna Vignisdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hrl. Hafnarbraut 23, Dalvík, þingl. eig- andi Haraldur Teitsson og Stefanía Heiða Magnúsdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl„ Gunnar Sólnes hrl„ Jón Ingólfsson hdl„ Hróbjartur Jónatansson hrl. og Ólaf- ur Gústafsson hrl. Hólabraut 19, Hrísey, þingl. eigandi Blrgitta Antonsdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtustofnun sveitarfélaga, Gunnar Sólnes hrl. og innheimtu- maður ríkissjóðs. Keilusíðu 7 h, Akureyri, þingl. eig- andi Marta E. Jóhannsdóttir, föstu- daginn 10. apríl 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Miðbraut 13, Hrísey, þingl. eigandi Hríseyjarhreppur, talinn eigandi Ólafur S. Guðjónsson, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Fjölnismenn hf„ föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Óseyri 1 a, norðurhluta, Akureyri, þingl. eigandi Þb. Trésmíðavinnust. Þór, talinn eigandi Bifreiðastöðin Stefnir hf„ föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Skíðabraut 11, Dalvík, þingl. eig- andi Svavar Marinósson og Hall- fríður Hauksdóttir, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axelsson hrl„ Húsnæðis- stofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl„ Jón Ingólfsson hdl„ Benedikt Ólafs- son hdl„ Hróbjartur Jónatansson hrl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Steindyrum, íbúðarhúsi, Svarfað- ardal, þingl. eigandi Ármann Sveinsson, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Sigurður G. Guðjóns- son hdl. Strandgötu 6, íbúðarhúsi, Akureyri, þingl. eigandi Sportbúðin hf. c/o Gunnar Eiríksson, talinn eigandi Víking Eiríksson, föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ingólfur Friðjónsson hdl„ Benedik' Ólafsson hdl„ Sigríður Thorlacius hdl„ Gunnar Sólnes hrl„ Bæjarsjóð- ur Akureyrar og Ólafur Birgir Árna- son hrl. Sunnuhlíð 23 f, Akureyri, þingl. eig- andi Fanney Rafnsdóttir, föstudag- inn 10. apríl 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. hann sæi annað og lengra en aðrir menn. Hann velti mikið fyrir sér ýmsum náttúrufyrirbærum og minnist ég þess sérstaklega hve hann skoðaði gróður af miklum áhuga og með athygli. Fór hann út með Flóruna og greindi grös. Ég skottaðist í kringum hann við þessa iðju og lærði hjá honum að greina plöntur eftir bók. Hjá honum merkti ég ætíð einlægan áhuga á öllu lifandi í náttúrunni og kom þessi áhugi fram þó ekki væri sumar. Skrifaðar jólakveðj- ur frá honum voru engum öðrum líkar og á þeim mátti gjarnan finna hugleiðingar um rjúpuna og smáfuglana í klóm vetrar, snjóa- lög eða væntanlega vorkomu. Kynni okkar Höskuldar hófust þó ekki fyrir alvöru fyrr en ég kom til náms í M.A. Alla náms- vetur mína var ég tíður gestur í Þórunnarstrætinu hjá Höskuldi. Við sátum gjarnan á sunnudags- eftirmiðdögum í eldhúsinu, drukkum kaffi, borðuðum tví- bökur og ræddum margt; heims- mál, landsmál, sögu, málfræði, bókmenntir... Sumt af því sem bar á góma skildi ég, óharðnað- urinn unglingurinn, ekki fyrr en seinna, né var fær um að setja í samhengi við sjálfa mig og tilver- una. Víst er þó að þessar sunnu- dagsviðræður vöktu mig alltaf til umhugsunar og einhvern veginn hafa þær þanið sig yfir tíma og rúm og reynst mér drjúgt vega- nesti síðar á lífsleiðinni. Það var líka Höskuldur sem kynnti mig fyrir heimi klassískrar tónlistar og kenndi mér að meta hana. Drjúgur hluti þessara sunnudagsheimsókna fór alltaf í að hlusta á tónlist. Fyrst valdi hann tónlistina en svo þegar ég var komin nokkuð áleiðis í nám- inu fékk ég líka að velja hvað var sett á fóninn. Minnist ég þess að sinfóníur Beethovens, Bolero Rafels, söngur „Pólska næturgal- ans“ og sönglög Grieg fóru oft „undir nálina" að ósk okkar beggja. Höskuldur var einn þeirra samferðarmanna sem mikil áhrif hafði á lífsskoðanir mínar og hugsunarhátt. Hann var einfald- lega þannig. Af honum lærði ég margt því hann var aflvaki nýrra hugsana. Ég kveð frænda og vin og sendi fjölskyldu hans og nán- ustu aðstandendum samúðar- kveðjur mínar. Sigurborg. 4=Ann ■J FífiHr a Stefánsdóttir Fædd 31. maí 1901 - Dáin 27. mars 1992 Síðastliðinn föstudag var til moldar borin kær frænka, Anna Stefánsdóttir, móðursystir konu minnar. Anna var fædd á Eyjar- dalsá í Bárðardal yngst 6 systkina og eru þau nú öll látin. Foreldrar þeirra voru hjónin Stefán Jóns- son og Anna Jónsdóttir sem þar bjuggu. Fyrstu minningar mínar um Önnu eru frá þeim tíma þegar við hjónin vorum að draga okkur saman og ég móðgaði konuefni mitt stórlega þegar ég notaði kröftugt sjóaramál til að lýsa ágæti Önnu frænku, en Anna sá strax húmorinn í því og bjargaði mér úr klípunni. Okkur varð strax gott til vina og hún varð jafnframt frænka mín eins og barna okkar hjónanna. Systkini Önnu voru Aðalbjörg og Jónína, löngu látnar fyrir mín kynni af þessari ágætu fjölskyldu, en ég naut þess að kynnast Jóni og Guðnýju sem bjuggu saman á Eyjardalsá. Sumardvöl þar með börnin var fastur viðburður jafn- vel eftir að við höfðum flutt utan til náms. Guðný varð bráðkvödd heima á Eyjardalsá árið 1971. Jón gat dvalið þar áfram um hríð með góðri aðstoð frændfólks þar til hann varð að ieggjast á sjúkra- húsið á Húsavík þar sem hann lést 1974. Næstyngst systkinanna var, Sigrún tengdamóðir mín, sem lést 1986. Anna var á yngri árum mjög glæsileg kona og var enn mikil reisn yfir henni þegar ég kynnist henni, hún þá komin um sextugt. Hún var víðsýn og gædd mjög léttri lund. Ef lýsa ætti Önnu í stuttu máli koma einkum í huga fórnfýsi hennar og umhyggja fyr- ir öðrum og snilld hennar við hannyrðir og hæfileiki til kennslu. Anna aflaði sér menntunar í hannyrðum bæði með námi hér heima og tvisvar með dvöl í Svíþjóð. Mikill örlagaatburður í lífi hennar var þegar systir hennar Jónína veiktist af lömunarveiki og lést frá ungri dóttur sinni sem einnig hafði veikst af lömunar- veiki. Stúlkan var einnig skírð Anna. Frænka hennar Anna Stefánsdóttir tók hana að sér og annaðist hana í erfiðum veikind- um jafnframt því sem hún sjálf aflaði sér menntunar og sá þeim farborða við ýmis störf. Systur- dóttir hennar var mikið fötluð líkamlega eftir lömunarveikina en lauk námi frá Handíða- og myndlistaskólanum. Hún lést úr lungnabólgu í Kaupmannahöfn 24 ára gömul, á fyrsta vetri sínum við frekara nám í listum. Anna Stefánsdóttir vann í fyrstu við kennslu í vefnaði og hannyrðum í sveitum á vegum Kvenfélagasambands íslands, en var síðar við kennslu á Reykja- skóla uns skólahald lagðist þar niður við hernámið. Eftir það réðst hún sem kennslukona að Laugum í Þingeyjarsýslu til loka starfsdags eða um þriggja áratuga skeið og er mörgum kunn vegna þessa starfs. Á Laugum sinnti hún ekki aðeins kennslu heldur annaðist einnig oft um nemendur í veikindum þeirra. Varð hún þannig hægri hönd læknisins í skólanum og hafði orðið góðan skilning á sjúkdómum og umönn- un sjúkra. Vegna tengsla hennar þar leysti ég héraðslækninn af í 2 sumur sem mér varð ánægjulegur reynslutími og batt mig nánari böndum við héraðið og íbúa þess. í skólafríum dvaldi Anna lengst af á Eyjardalsá og aðstoð- aði systkini sín við búskapinn. Anna unni mjög skógrækt og gaf talsvert fé til skógræktar í Suður- Þingeyjarsýslu. Anna heimsótti okkur hjónin tvisvar til Bandaríkjanna. Tengsl hennar við það land voru óvana- leg en Anna hafði gert tvo gripi sem sýndir voru í íslandsdeild Heimssýningarinnar í New York árið 1939 sem dæmi um íslenska hannyrðalist. Voru það tvö teppi, annað saumað, hitt ofið. Bandið var af völdu fé af ættarjörðinni Eyjardalsá og höfðu hún, faðir hennar og móðir valið það og unnið. Ofna teppið seldist fyrir talsverða fjárhæð en hitt glatað- ist. Eftir að Anna hætti kennslu- störfum að Laugum keypti hún sér raðhús á Akureyri. Bjuggu oft hjá henni fyrri nemendur frá Laugum sem voru þar við fram- haldsnám, en hún naut þess að halda tengslum við unga fólkið og heimabyggðir þess. Heimili hennar á Akureyri var sem heim- ili okkar fjölskyldu norðanlands og gagnkvæmar heimsóknir voru tíðar. Síðustu árin dvaldi hún á Dval- arheimilinu Hlíð við góða umönnun. Hún hvílir að eigin ósk við hlið systkina sinna í heimabyggð sinni. Birgir Guðjónsson. * '* 'i* . l *41 '# Skólaskemmtun í Glerárskóla Nemendur og kennarar í Glerárskóla á Akureyri, héldu skólaskemmt- un á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Nemendur skólans settu upp leikrit og leikþætti undir stjórn kennara sinna og léku af hjartans list. Ljósmyndari Dags leit við í Glerárskóla og tók þessa mynd af nokkrum nemendum 2. bekkjar, sem settu upp leikritið um Karíus og BaktUS. Mynd: Golli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.