Dagur - 14.04.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 14.04.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 14. apríl 1992. ENSKA KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson Leedsararnir skriðu í efsta sætið Graeme Sharp með fjögur mörk hjá Oldham - Ipswich er að tryggja sér sæti í 1. deild Chrís Kinomya og félgar í Ipswich eru að tryggja sér sæti í 1. deild að ári. Vegna úrslitaleiksins í Deilda- bikarnum sem Ieikinn var á sunnudeginum, þá átti topplið Man. Utd. frí frá 1. deildinni um helgina. Þetta tækifæri nýtti Leeds Utd. sér með því að skjótast í efsta sætið, en lið- ið er þó aðeins með eins stigs forskot og hefur leikið tveim leikjum meira en Man. Utd. Þá tóku botnliðin í 1. deild góðan kipp á laugardaginn og Ijóst að enn getur allt gerst á botninum og staðan breytist fljótt þar sem nú er sem óðast verið að Ijúka frestuðum leikj- um. En þá eru það leikir laug- ardagsins. ■ Taugaspennan var þrúgandi á troðfullum Elland Road er Leeds Utd. fékk Chelsea í heimsókn og greinilegt að álagið á toppliðun- um leikur þau grátt. Rodney Wallace náði forystu fyrir Leeds Utd. á 10. mín. síðari hálfleiks og var það fyrsta skot liðsins að marki Chelsea í leiknum sem tal- andi er um. Lengi virtist sem þetta yrði eina mark leiksins og Leeds liðið virkaði óöruggt, en tvö mörk á síðustu 3 mín. tryggðu liðinu öruggan sigur og lagaði markahlutfall liðsins. Það var Lee Chapman sem skoraði er 3 mín. voru til leiksloka eftir góð- an undirbúning Gary McAllister og Eric Cantona og Cantona bætti síðan þriðja marki liðsins við í lokin með glæsilegu skoti. Gordon Strachan kom mikið við sögu í leiknum og átti þátt í fyrsta Úrslit Dcildabikarinn úrslit. Manchester Utd.-Nott. For. 1:0 1. deild Arsenal-Crystal Palace 4:1 Aston Villa-Liverpool 1:0 Everton-Sheffield Utd. 0:2 Leeds Utd.-Chelsea 3:0 Notts County-Coventry 1:0 Oldham-Luton 5:1 Q.P.R.-Tottenham 1:2 ShefHeld Wed.-Man. City 2:0 West Ham-Norwich 4:0 2. deild Tranmerc-Middlesbrough 1:2 Derby-Oxford 2:2 Ipswich-Newcastle 3:2 Leiccster-Barnsley 3:1 Millwall-Bristol City 2:3 Plymouth-Southend 0:2 Port Vale-Brighton 2:1 Portsmouth-Grimsby 2:0 Sunderland-Charlton 1:2 Watford-Blackburn 2:1 Wolves-Cambridge 2:1 Bristol Rovers-Swindon 1:1 Úrslit í vikunni. 1. deild Coventry-Sheffield Wed. 0:0 Liverpool-Wimbledon 2:3 Man. Utd.-Man. City 1:1 Norwich-Arsenal 1:3 Notts County-Tottenham 0:2 Southampton-Nott. For. 0:1 2. deild Bristol City-Middlesbrough 1:1 Grimsby-Derby 0:1 Ipswich-Wolves 2:1 Leicester-Sunderland 3:2 Millwall-Swindon 1:1 Tranmere-Portsmouth 2:0 og þriðja markinu, en meiðsli Mel Sterland hægri bakvarðar koma sér illa og McAUister hóf leikinn í bakvarðarstöðunni. Það bætti hins vegar leik liðsins er Jon Newsome og Cantona komu inná í stað Wallace og Steve Hodge og fór þá Newsome í bakvarðar- stöðuna og Cantona átti stóran þátt í að gulltryggja liðinu sigur- inn. ■ Arsenal burstaði Crystal Pal- ace 4:1 í leik þar sem Paul Mer- son lék aðalhlutverkið og skoraði þrennu fyrir Asenal. Chris Cole- man náði þó forystu í leiknum strax í upphafi fyrir Palace, en þá Manchester Utd. og Notting- ham For. léku til úrslita um Deildabikarinn á Wembley á sunnudaginn og lið Man. Utd. sem berst um Englandsmeist- aratitilinn við Leeds Utd. tryggði sér sigur með eina marki Ieiksins. Sigurinn ætti að geta komið liðinu til góða á endasprettinum í deildinni og gefur leikmönnum aukið sjálfstraust. Leikurinn var mjög jafn, en þó var Man. Utd. sterkara liðið. Prátt fyrir oft góðan samleik hjá liði Nott. For. vantaði herslu- muninn upp við markið og í þau fáu skipti sem þeim tókst að klekkja á sterkri vörn Man. Utd. bjargaði markvörðurinn Peter Schmeichel af öryggi. Sigurmarkið kom strax á 14. mín., Gary Pallister sendi fram miðjuna og eftir stuttan samleik Ryan Giggs og Brian McClair þá sendi McClair boltann með góðu skoti framhjá Andy Marriott markverði Forest. Minnstu mun- aði að McClair bætti öðru marki við fyrir Utd., en Brian Laws bakvörður Forest bjargaði frá honum á línu. Alex Ferguson framkvæmda- stjóri Man. Utd. var að vonum ánægður eftir leikinn, en sagðist þó hafa orðið hræddur undir lok- in er Forest fékk tvívegis færi á að jafna, en heppnin var ekki með liðinu. „Við fengum einnig var komíð að Merson auk þess sem Kevin Campbell gerði glæsi- legt mark fyrir Arsenal. ■ Liverpool hafði sennilega hugann við leik sinn í undanúr- slitum FA-bikarsins gegn Ports- mouth á mánudagskvöldið þegar liðið tapaði gegn Aston Villa á laugardaginn. Tony Daley skor- aði eina mark leiksins fyrir Villa eftir klukkutíma leik eftir góðan einleik, en skot hans var laust og klaufaskapur hjá Bruce Grobbelaar í marki Liverpool að missa það inn. Nigel Spink í marki Villa bjargaði hins vegar sigrinum er hann varði glæsilega gott skot frá Michael Thomas, en færi á að gera fleiri mörk, en með Schmeichel í slíkum ham var það ávallt líklegt að eitt mark dygði til sigurs,“ bætt Ferguson síðan þar komst Liverpool næst því að skora í leiknum. ■ Ekki vantaði mörkin í leik Oldham og Luton, en þeim var þó misskipt og 5:1 sigur Oldham kemur sér illa fyrir Luton í fall- baráttunni. Graeme Sharp náði forystu fyrir Oldham á 12. mín. með skalla, en Mick Harford jafnaði á 27. mín. fyrir Luton. Aðeins mfn. síðar náði Sharp forystunni að nýju fyrir Oldham og er 10 mín. voru til leiksloka fullkomnaði hann þrennu sína. Mike Milligan bætti fjórða marki Oldham við 2 mín. síðar og í lok- in gerði Sharp síðan sitt fjórða mark í leiknum með skalla. ■ Leikur Sheffield Wed. og Manchester City var sýndur í sjónvarpinu og þar vann Shef- field liðið sanngjarnan sigur. Hinn stórgóði miðherji David Hirst gerði fyrra mark Sheff. Wed. og undir lokin bætti Nigel Worthington öðru marki við fyrir liðið sem nú á góða möguleika á að tryggja sér Evrópusæti næsta vetur. ■ Botnliðið West Ham vann stóran og kærkominn sigur á heimavelli gegn Norwich og sýndi nú allar sínar bestu hliðar í 4:0 sigri. Matthew Ruch skoraði tvö af mörkum liðsins, en þeir Julian Dicks úr vítaspyrnu og Ian Bishop sitt markið hvor. ■ Loks kom sigur hjá Notts County og það mátti ekki tæpara standa. Eina mark leiksins var sjálfsmark gömlu kempunnar Kenny Sansom, en hann leikur nú hjá Coventry og varð það á að senda boltann í eigið mark undir lok leiksins. Pað er þó ekki víst að þessi stig bjargi County, en eini opinberi aðdáandi liðsins á íslandi, Árni Freysteinsson, mun þó bjartsýnn á það. við og taldi fátt geta komið í veg fyrir að lið hans bætti Englands- meistaratitlinum á hilluna við hlið Deildabikarsins. Þ.L.A. ■ Tottenham, eftir tvo sigra í vikunni, hefur örugglega bjargað sér frá falli. Andy Sinton náði þó forystu fyrir Q.P.R. í leiknum gegn Tottenham á laugardag, en Andy Gray jafnaði síðan fyrir Tottenham. Gordon Durie gerði sigurmarkið fyrir Tottenham, en þó vildu margir telja það sjálfs- mark Clive Wilson bakvarðar Q.P.R. ■ Everton liðið virðist gersam- lega heillum horfið og vinnur ekki leik. Nú tapaði liðið á heima- velli gegn Sheffield Utd. þar sem Ian Bryson náði forystu fyrir liðið í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti gamla kempan Alan Cork öðru marki við. 2. deild ■ Ipswich hefur nú náð 10 stiga forskoti á toppi 2. deildar eftir harða rimmu gegn Newcastle. Tvívegis náði Gavin Peacock forystu fyrir Newcastle, en milli marka hans jafnaði Steve Whitt- on úr vítaspyrnu fyrir Ipswich. Gamla kempan John Wark jafn- aði í 2:2 og Chris Kiwomya gerði síðan sigurmark Ipswich. ■ Paul Williams jafnaði úr víta- spyrnu fyrir Derby gegn Oxford 2:2. ■ Andy Mutch skoraði sigur- mark Wolves gegn Cambridge. ■ Middlesbrough sigraði Tran- mere úti 2:1 á föstudagskvöldið, Mark Proctor og Jim Phillips skoruðu mörkin og úrslitamarkið kom á síðustu mín. leiksins. Þ.L.A. Staðan 1. deild Leeds Utd. 38 19-15- 4 68:3572 Manchestcr Utd. 36 19-14- 3 57:26 71 Sheffield Wednesday 38 19-10- 9 59:49 67 Arsenal 38 17-13- 8 70:43 64 Liverpool 37 15-13- 9 44:35 58 Manchcster City 38 16-10-12 50:45 58 Aston Villa 38 15- 9-14 43:39 54 Crystal Palace 38 13-13-12 50:59 52 Nottingham For. 36 16-9-11 53:50 51 Sheffield Utd. 37 14- 8-15 57:55 50 Wimbledon 38 12-13-13 47:47 49 Chclsea 3812-13-13 45:53 49 Tottenham 3714- 6-1751:5248 QPR 38 10-17-11 43:43 47 Oldham 3813- 8-17 60:61 47 Everton 38 11-13-14 45:44 46 Norwich 38 11-11-16 46:58 44 Southampton 3611-10-15 35:48 43 Coventry 38 10-11-1735:4041 Luton 37 8-11-1931:65 35 Notts County 38 8-10-20 36:56 34 West Ham 36 7-10-1933:53 32 2. deild Ipswich 41 23-10- 8 65:43 79 Cambridge 42 18-15- 9 56:39 69 Leicester 41 20- 8-13 57:50 68 Blackburn 40 19- 9-12 60:44 66 Derby 42 19- 9-14 59:47 66 Charlton 4119- 9-13 50:44 66 Middlesbrough 39 18-11-10 48:35 65 Swindon 41 16-13-12 66:53 61 Portsmouth 40 17-10-13 59:46 61 Southend 42 17- 9-1661:5760 Wolves 41 16-10-15 55:47 58 Watford 4116- 8-17 44:45 56 Tranmere 40 13-16-1150:49 55 Bristol Rovers 42 14-13-15 52:58 55 Millwall 42 15- 9-18 59:68 54 Bristol City 43 12-15-15 50:62 51 Barnslcy 41 14- 9-1832:5351 Grimsby 4112-10-19 44:58 46 Newcastle 42 11-13-18 62:78 46 Oxford 41 12- 9-20 59:64 45 Sundcrland 38 12- 7-1951:5643 Brighton 41 11-10-20 49:65 43 Port Vale 4210-13-19 39:53 43 Plymouth 41 11- 9-21 36:5742 Brian McCIair tryggði Man. Utd. Deildabikarinn með eina marki úrslita- lciksins gegn Nottingham Forest. Brian McClair tryggði Man. Utd. Deildabíkarmn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.