Dagur - 14.04.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 14.04.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 14. apríl 1992 Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Lausar eru stöður skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra við nýjan grunnskóla í Eyjafjarðarsveit. Nemendafjöldi er um það bil 220 í 1.-10. bekk. Fjarlægð frá Akureyri 12 km. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Kristján H. Theodórsson í síma 96-31205 og fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra í síma 96-24655. Blaðamaður á Sauðárkróki Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til starfa á Sauðárkróki frá og með 1. júní næst- komandi. Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi jafn- framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand- götu 31, 600 Akureyri, fyrir 20. apríl nk., merkt: „Blaðamaður". Dagblaðið á landsbyggðinni. Háskólinn á Akureyri Eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar: Frá 1. janúar 1993: Staða forstöðumanns við sjávarútvegsdeild. Deildarfundur kýs forstöðumann deildar úr hópi umsækjenda. Forstöðumaður skal fullnægja hæfnis- kröfum sem gerðar eru til fastráðinna kennara við skólann, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 405/1990 fyrir Háskólann á Akureyri. Háskólanefnd staðfestir til- nefningu deildar og ræður forstöðumann til þriggja ára. Frá 1. ágúst 1992 eða eftir nánara samkomulagi: Staða dósents/prófessors í hagfræði við sjávar- útvegsdeild. Staða dósents í hjúkrunarfræði við heilbrigðis- deild. Staða dósents í iðnrekstrarfræði við rekstrar- deild. Til greina kemur að ráða tímabundið lektora í ofan- greindar þrjár stöður. Tvær stöður lektora í hjúkrunarfærði við heil- brigðisdeild. Staða lektors í rekstrarhagfræði við rekstrar- deild. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknum skal fylgja rækileg skýrsla um vísinda- störf, ritsmíðar og rannsóknir, svo og greinargerð um námsferil og fyrri störf. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans í síma 96-11770. Umsóknir skal senda Háskólanum á Akureyri fyrir 15. maí nk. Háskólinn á Akureyri. Ég þakka öllum sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með blómum, góðum gjöfum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll! GARÐAR GUÐJÓNSSON. Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Miðvikudagur 15. apríl 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (1). Fyrsti þáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Nýjasta tækni og vís- indi. 20.55 Svarti folinn snýr aftur. (The Black Stallion Returns.) Bandarísk bíómynd frá 1983. Þetta er sjálfstætt framhald myndarinnar um svarta fol- ann sem bjargaði ungum dreng úr sjávarháska, en hún var sýnd í Sjónvarpinu fyrir stuttu. Hirðingjar stela gæðingnum og flytja harin aftur til Afríku en drengur- inn fer á eftir þeim hvergi banginn og lendir í ótal ævintýrum. Aðalhlutverk: Kelly Reno, Vincent.Spano, Ferdinand Mayne og Teri Garr. 22.35 Söngkeppni framhalds- skólanna. Upptaka frá þessum árlega viðburði í félagslífi fram- haldsskólanna, sem fram fór á Hótel íslandi 19. mars sl. Alls sendu 22 framhalds- skólar söngvara í keppnina að undangenginni forkeppni í hverjum skóla fyrir sig. Samsent í stereó á Rás 2. 00.50 Dagskrárlok. Sjónvarpið Fimmtudagur 16. apríl Skírdagur 15.10 Fúsi froskagleypir. 16.30 Kontrapunktur (11). Undanúrslit. 18.00 Stundin okkar. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi. 18.30 Kobbi og klíkan (6). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (2). 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Sumartónleikar í Skál- holti. 21.00 Upp, upp mín sál (3). (I’ll Fly Away.) 21.50 Ný dirfska. Þessi þáttur er framlag íslendinga til samnorræns verkefnis sem hefur það að markmiði að kynna unga kvikmyndahöfunda og verk þeirra. Af íslands hálfu var valin Guðný Halldórsdóttir og mynd hennar Kristnihald undir Jökli. 22.20 Kristnihald undir Jökli. íslensk bíómynd frá 1989 byggð á samnefndri skáld- sögu HaUdórs Laxness. í myndinni segir frá Umba, ungum guðfræðistúdent, sem biskup gerir út af örk- inni til að kanna hvernig kristnihaldi sé háttað hjá séra Jóni prímusi undir Jökli. Aðalhlutverk: Sigurður Sig- urjónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Baldvin HaU- dórsson og Helgi Skúlason. 23.50 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 17. apríl Föstudagurinn langi 16.00 Gertrud. SígUd dönsk bíómynd frá 1965. Myndin fjaUar um óperu- söngkonu sem þráir að eign- ast mann en gerir um leið þá kröfu að hann verði að vera reiðubúinn að fórna öllu fyrir hana. Aðalhlutverk: Nina Pens Rode, Ebbe Rode, Bendt Rohte, Baard Owe og Axel Strobye. 18.00 Flugbangsar (14). 18.55 Táknmálsfréttir. 18.30 Hraðboðar (2). (Streetwise II.) 19.00 Nonni og Manni (3). 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Kristnihald í Moskvu. Myndin var tekin í Moskvu, í Zagorsk, þar sem Þrenning- arklaustur Sergiusar af Radonez er, og í Volokolamsk - öðru forn- frægu klaustri sem staðið hefur í eyði í hálfa öld. Myndin var gerð á síðustu dögum perestrojku og í henni er leitað svara við því hvað varð um kirkjuna á dögum kommúnista í Rúss- landi og hvort trúin hafi ver- ið upprætt og kirkjan þurrk- uð út. 21.00 Chaplin. Sæludagur - Sólarmegin. (A Days Pleasure - Sunny- side.) Hér verða sýndar tvær myndir eftir Charlie Chaplin frá 1919. Sæludagur segir frá fjöl- skyldu sem ætlar að gera sér glaðan dag en allt gengur á afturfótunum fyrir henni. Hin myndin, Sólarmegin, er um hótelstarfsmann í smábæ, sem þarf að keppa við utanbæjarmann um ástir sinnar heittelskuðu. 22.00 Kontrapunktur (12). Úrslitaþáttur. 23.00 Bilun. (Nuts.) Bandarísk bíómynd frá 1987. í myndinni segir frá konu sem hefur orðið manni að bana. Yfirvöld ætla að láta úrskurða hana geðveika og koma henni fyrir á hæli en hún hefur þá mikla baráttu til að sýna fram á að hún sé með öllum mjalla. Aðalhlutverk: Barbara Streisand, Richard Dreyfuss, Maureen Stapleton og Eli Wallach. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 14 ára. 01.00 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 18. apríl 13.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Liverpool og Leeds á Anfield Road í Liverpool. 16.00 Meistaragolf. 17.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður meðal annars sýnt frá fyrstu umferð í úrslitakeppni íslandsmótsins í handknatt- leik karla og um klukkan 17.55 verða úrslit dagsins birt. 18.00 Múmínálfarnir (27). 18.30 Kasper og vinir hans (51). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (4). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Hver á að ráða? (5). (Who's the Boss?) 21.35 Judy í herþjónustu. (Private Benjamin.) Bandarísk gamanmynd frá 1980. í myndinni segir frá ofdekr- aðri yfirstéttarstúlku sem ákveður að ganga í herinn eftir tvö misheppnuð hjóna- bönd. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Eileen Brennan, Armand Assante, Robert Webber og Hariy Dean Stanton. 23.25 Á meðan pabbi var í við- skiptaferð. (When Father Was Away on Business.) Júgóslavnesk bíómynd frá 1985. Myndin gerist í Sarajevo snemma á sjötta áratugnum og segir frá lífsbaráttu fjöl- skyldu eftir að heimilisfaðir- inn er sendur í vinnubúðir. Sagan er að mestu séð með augum sex ára drengs með sérlega auðugt ímyndunar- afl. Aðalhlutverk: Moreno D'E Bartolli og Miki Manojlovic. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 15. apríl 16.45 Nágrannar. 17.30 Trúðurinn Bósó. 17.35 Félagar. 18.00 Umhverfis jörðina. (Around the World with Willy Fog.) 18.30 Nýmeti. 19.19 19:19. 20.10 Vinir og vandamenn. (Beverly Hills 90210 II.) 21.00 Ógnir um óttubil. (Midnight Caller.) 21.50 Slattery og McShane bregða á leik. 22.20 Tíska. 22.50 í ljósaskiptunum. (The Twilight Zone.) 23.20 Inx - Lenny Kravitz - Sinead O'Connor. Fjölbreyttur þáttur þar sem sýnt er frá tónleikaferðalög- um þessa listafólks. 00.10 Fyrirmyndarfólk. (Perfect People.) Þegar hjónin Ken og Barbara eru farin að minna hvort annað á þreytulega fom- muni ákveða þau að leita til lýtalæknis sem lofar að yngja þau verulega upp með spaugilegum afleiðingum. Aðalhlutverk: Lauren Hutton og Perry King. 01.45 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 16. apríl Skírdagur 09.00 Óskaskógurinn. 09.10 Kalli kanína og félagar. 09.20 Snúlli snjalli. 10.20 Emil og Skundi. 11.00 Marco Polo. 12.00 Fjölleikahús. 12.45 Laufin falla. (Cold Sassy Tree.) Rómantísk mynd sem gerist um aldamótin síðustu og segir frá kaupmanni nokkr- um í smábæ sem giftir sig aftur aðeins þremur vikum eftir að fyrri eiginkona hans deyr en þetta vekur mikið hneyksli meðal bæjarbúa sem leggja parið í einelti. Aðalhlutverk: Faye Dunaway, Richard Widmark og Neal Patrick Harris. 14.25 Ástríður og afskipta- leysi.# (A Time of Indifference.) Þessi dramatíska framhalds- mynd er gerð í samvinnu nokkurra evrópskra sjón- varpsstöðva. Við fylgjumst hér með sögu Grazia-fjölskyldunnar en við dauða eiginmanns síns erfir Maria Grazia auðæfi sem eiga auðveldlega að duga henni og uppkomnum börn- um hennar um ókomna tíð. En Maria á elskhuga sem ekki er allur þar sem hann er séður og fljótlega fer að ganga á auðinn. Þetta er fyrri hluti en seinni hluti er á dagskrá á morgun. Aðalhlutverk: Liv Ullman, Peter Fonda, Cris Campion, Sophie Ward, Isabelle Pasco og Laura Antonelli. 16.00 Fred Astair. (The Fred Astair Songbook.) Það er Audrey Hepburn sem er kynnir þessa þáttar um Fred Astair sem söng sig og dansaði inn í hug og hjörtu kynslóða. 17.30 Með Afa. Endurtekinn þáttur. 19.19 19:19. 20.00 Kæri sáli. (Shrinks.) 20.55 David Frost ræðir við Elton John. 21.45 Svona er lifið.# (That's Life.) Gamansöm mynd um hjón á besta aldri sem standa frammi fyrir því að þrátt fyrir velgengni eru afmælisdag- * arnir famir að íþyngja þeim verulega. Til þess að vinna bug á þessu ákveður eigin- maðurinn að fara til spákonu og það er ekki laust við að heimilislífið taki stakka- skiptum! Aðalhlutverk: Julie Andrews, Jack Lemmon og Robert Loggia. 23.30 ABC morðin.# (The ABC Murders.) Þeir félagar Poirot og Hastings mega svo sannar- lega hafa sig alla við að hafa hendur í hári morðingja sem sendir þeim fyrrnefnda bréf þess efnis hvar hann ætli að drepa næst. Poirot óttast að morðinginn sé að reyna að ná sér niðri á honum því í fljótu bragði virðist ekkert benda til þess að fórnar- lömbin eigi eitthvað sameig- inlegt. Aðalhlutverk: David Suchet, Hugh Fraser og Philip Jackson. 01.10 Leitin að Rauða október. The Hunt for Red October.) Spennandi stórmynd byggð á samnefndri metsölubók Tom Clancy. Hér segir frá kafbátaskip- herra í sovéska flotanum sem ákveður að flýja land á nýjasta kafbáti flotans. Kaf- báturinn er búinn fullkomn- um tækjabúnaði sem gerir honum kleift að komast fram hjá hlustunarduflum NATO án þess að eftir honum sé tekið. Sovétmenn verða æfir þegar þeir komast að fyrir- ætlunum skipherrans og tjalda öllu sem til er í æsi- spennandi eltingarleik. Aðalhlutverk: Sean Connery, Alec Baldwin, Scott Glenn, Sam Neil og James Earl Jones. Bönnuð börnum. 03.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 17. apríl Föstudagurinn langi 09.00 Villi vitavörður. 09.10 Kalli kanína og félagar. 09.20 Snædrottningin. 10.20 Emil og Skundi. 11.00 Pegasus. 11.30 Hrói höttur. 12.30 Kalli kanína og félagar. 12.50 Buck frændi. (Uncle Buck.) Þrælskemmtileg gaman- mynd fyrir alla fjölskylduna um Buck frænda sem feng- inn er til að gæta þriggja bróðurbarna sinna við litla hrifningu þeirra síðar- nefndu. Aðalhlutverk: John Candy, Macaulay Culkin, Amy Madigan og Gaby Hoffman. 14.25 Ástríður og afskipta- leysi.# (A Time of Indifference.) Seinni hluti dramatískrar framhaldsmyndar um örlög ítalskrar fjölskyldu á fjórða áratugnum. Aðalhlutverk: Liv Ullman, Peter Fonda, Cris Campion, Sophie Ward, Isabelle Pasco og Laura Antonelli. 16.05 Suðurhafstónar. (South Pacific.) Aðalhlutverk: Mitzi Gaynor, Rossano Brazzi, John Kerr og Ray Walston. 18.10 Sean Connery í nærmynd. 19.19 19:19 19.45 Björtu hliðarnar. 20.25 Austurlandahraðlestin og Peter Ustinov. (Ustinov on the Orient Express.) 21.20 Vinstri fóturinn.# (My Left Foot.) Aðalhlutverk: Daniel Day- Lewis, Brenda Fricker, Ray McAnally, Hugh O’Conor, Fiona Shaw, Cyril Cusack og Ruth McCabe. 23.00 Ruglukollar.# (Crazy People.) Gamanmynd með Dudley Moore í hlutverki auglýs- ingamanns sem stendur í skilnaði við konuna og það er svo mikið að gera í vinn- unni að hann er að kikna. Hann semur nokkra texta fyrir auglýsingar en textarn- ir falla í grýttan jarðveg hjá vinnufélögunum sem finnst þeir full brjálaðir. Þeir taka sig saman og koma kauða inn á geðveikraliæli fyrir broddborgara. Fyrir mistök hjá auglýsingastofunni birt- ist einn af þessum textum á prenti og slær í gegn. í kjöl- farið á þessum mistökum er ákveðið að ráða vistmenn hælisins í textagerð fyrir auglýsingastofuna og úr þessu verður hin besta skemmtan. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Daryl Hannah og Paul Reiser. 00.30 í blíðu og stríðu. (Always.) Hugljúf og skemmtileg mynd úr smiðju Stevens Spielberg en þetta er endur- gerð myndarinnar „A Guy Named Joe" frá árinu 1943. í aðalhlutverkum eru þau Richard Dreyfus og Holly Hunter en í öðrum hlutverk- um eru m.a. John Goodman, Brad Johnson og Audrey Hepburn. 02.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 18. apríl 09.00 Með Afa. 10.30 Kalli kanína og félagar. 10.50 Klementína. 11.15 Lási lögga. 11.35 Kaldir krakkar. (Runaway Bay II.) 11.55 Úr dýraríkinu. (Wildlife Tales.) 12.45 Listamannaskálinn. 13.35 Mörk vikunnar. 13.55 ítalski boltinn. 15.50 NBA-körfuboltinn. 17.00 Glys. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Mæður í morgunþætti. (Room for Two.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Innbrot.# (Breaking In.) Gamansöm mynd með þeim Burt Reynolds og Casey Siemaszko í hlutverkum inn- brotsþjófa sem kvöld nokk- urt brjótast inn í sama húsið. Sá fyrrnefndi er gamall í hettunni og fær á sínu sviði og tekur þann síðarnefnda, sem er klaufalegur viðvan- ingur, upp á arma sína og hyggst þjálfa hann upp. Það er ekki laust við að gangi á ýmsu enda sá yngri síður en svo fljótur að taka við sér. 23.15 Dauður við komu.# (D.O.A.) Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Meg Ryan, Daniel Stern og Charlotte Rampling. Bönnuð börnum. 00.50 Kalið hjarta. (Third Degree Burn.) Bandarísk spennumynd um einkaspæjara sem flækist í morðmál þegar hann er fenginn til að fylgjast með eiginkonu auðkýfings nokk- urs sem ekki er allur þar sem hann er séður. Aðalhlutverk: Treat Williams og Virginia Madsen. Bönnuð börnum. 02.25 Dagskrárlok.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.