Dagur - 14.04.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 14.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 14. apríl 1992 Gamansemin getur vakið áhorfandann til umhugsunar - segir Magnús Kjartansson, myndlistarmaður sem nú sýnir myndröðina Kristur í kaffibollanum í Gallerí AllraHanda Magnús Kjartansson, mynd- listarmaður, sýnir þessa dag- ana myndröð sína Kristur í kaffibollanum í Gallerí Allra: Handa í Listagili á Akureyri. í kynningu á myndröðinni segir listamaðurinn meðal annars að verkin séu fléttur og hug- leiðingar um trúarlega umgjörð og fylgifíska trúarinn- ar fremur en trúna sjálfa. En hvað kom listamanninum til að fást við þetta viðfangsefni? Magnús hugsaði sig nokkuð um er hann var inntur eftir því á vinnustofu sinni í gömlu Álafoss- húsunum í Mosfellsbæ um síð- ustu helgi - brosti síðan og sagði að líklega væri þessi áhugi arf- gengur. Hann kvaðst eiga ættir að rekja af Snæfellsnesi og væri presta að finna á meðal ættingja sinna frá fyrri tíð. Hvað mynd- listina varðar þá kvaðst hann snemma hafa ákveðið að leggja hana fyrir sig. Hann væri að nokkru leyti alinn upp af afa sín- um og ömmu. Þau hefðu safnað málverkum og því hafi hann alist upp innan um myndlist frá því hann myndi eftir sér. Verk gömlu íslensku meistaranna hefðu hangt á veggjum og vakið áhuga sinn. Hann kvaðst einnig snemma hafa fengið áhuga fyrir handverki og sífellt verið að búa eitthvað til - allt frá því hann var barn. Rætur myndlistaráhugans mætti rekja til þessara tíma. Eftir nám við Myndlistar- og handíðaskólann hélt Magnús til Danmerkur þar sem hann stund- aði framhaldsnám. Hann kvaðst hafa kosið að fara þessa hefð- bundnu leið íslenskra náms- manna frá fyrri árum. Hann væri alinn upp í anda ungmennafélags- kynslóðarinnar og einhvern veg- inn aldrei fundist annað koma til greina en þræða þessa fyrrum hefðbundnu slóð. Magnús dvaldi mikið í sveit á sumrin sem barn og unglingur og sagði að margar fyrirmyndir sínar í myndlistinni ættu rætur að rekja SJALUNN Miðvikudagur 15. apríl: Hljómsveit Ingimars Eydal Húsið opnað kl. 23.00. Miðaverð kr. 1.000 Sunnudagur 19. apríl: Dansleikur frá kl. 24.00-03.00 Hljómsveitin Vinir og synir og Rúnar Júlíusson Miðaverð kr. 1.000 Miðvikudagur 22. apríl: Dansleikur frá kl. 23.00-03.00 Sú Ellen leikur fyrir dansi Miðaverð kr. 1.000 Kjallarinn verður opinn: Miðvikudag 15. apríl kl. 18.00-03.00 Fimmtudag 16. apríl kl. 12.00-15.00 og kl. 18.00-24.00 Föstudag 17. apríl lokað Laugardag 18. apríl kl. 12.00-15.00 og kl. 18.00-24.00 Sunnudag 19. apríl kl. 24.00-03.00 Mánudag 20. apríl kl. 12.00-15.00 og kl. 18.00-01.00 til þess tíma og til þeirra áhrifa sem sveitadvölin hefði haft á sig. Margar uppsprettur myndlistar sé að finna í sveitunum - úti í náttúrunni. Hann ræddi í því sambandi meðal annars um Jóhannes Kjarval og kvað hann hafa kennt Islendingum að meta hraunið - í því gæti falist mikil fegurð en ekki eingöngu grasleysi og auðn. Varðandi myndröðina um Krist í kaffibollanum kvaðst Magnús vera svo íslenskur í sín- um hugsunarhætti að ætíð hafi farið í taugarnar á sér að sjá erlendar altarismyndir og önnur listaverk í kirkjum hér á landi. Þetta myndefni hafi einnig heill- að sig og þegar lát hafi orðið á öðrum viðfangsefnum hafi hann farið að fást við þetta. Umgjörð- in sem hann hafi valið þessari myndasamstæðu geti í fyrstu virst nokkuð gamansöm - að hann taki hinar trúarlegu hugmyndir ekki alvarlega. Um slíkt sé þó ekki að ræða. Myndirnar séu unnar í fyllstu alvöru en hins veg- ar sé það skoðun sín að þetta tjáningarform geti ekki síður vakið áhorfendur til umhugsunar um hið raunverulega innihald heldur en ef myndirnar virkuðu mjög alvöruþrungnar við fyrstu sýn. ÞI Messur í Laufáspresta kalli um bænadagana Nú er dymbilvikan hafin og fram- undan eru frídagar fyrir marga. Trúarlega fyrir okkur kristna menn eiga þessir dagar að vega þungt, og hugur okkar á að tengj- ast pínu og dauða Frelsarans. En það eru svolítið sérstakar aðstæður sem ríkja víða hjá okk- ar kirkju einmitt á þessum tíma. í stað alvarlegra þenkinga og kyrrðar, fer nú í hönd á skírdag ein mesta „kirkjuveisla" sem yfir gengur þetta árið. Þá fara fram fermingar í mörgum kirkjum sér- staklega í þéttbýlinu, og gleði og fögnuður er því að sjálfsögðu fylgjandi. Og eins og okkur ís- lendingum er lagið höldum við gleðinni gangandi a.m.k. næsta dag á eftir. Sá dagur er föstudag- urinn langi, - dagur sem helgaður er atburðunum á Golgata. Það er bæði mikil hátíðarstund og fagn- aðarefni þegar ungmenni fermist, en mitt í gleðinni megum við ekki gleyma hinu trúarlega. Eg veit að mörgu eldra fólki finnst ysinn og skeytingarleysið En þrátt fyrir breytta tíma, þá vil ég minna á mikilvægi helgi- halds og trúarlegrar hugleiðingar um krossinn og upprisuna nú um páskana. Og ég vil hvetja fólk til að gefa líka gaum að þeim guðs- þjónustum öðrum en fermingum, sem haldnar eru þessa daga. í Laufásprestakalli verður messað sem hér segir: Skírdagur: Guðsþjónusta og altarisganga í Laufáskirkju kl. 21. Föstudagurinn langi: Kyrrð- arstund með hljóðfæraleik, söng og hugleiðingu í Svalbarðskirkju kl. 20.30. Fluttur verður helgi- leikurinn Sjö orð Krists á kross- inum. Altarisganga. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Grenivík- urkirkju kl. 14. Um leið og ég endurtek hvatn- ingu mína til allra að mæta þess- um dögum með réttu hugarfari og gleyma ekki kirkjunni, óska ég öllum gleðilegra páska. Pétur Þórarin.sson. Höfundur er sóknarprestur í Laufásprestakalli. Pétur Þórarinsson. við helgi þessa föstudags vera orðið full mikið, og minnist gamla tímans og þeirrar alvöru sem þá ríkti. En það er víst sagt að tímarnir breytist og mennirnir með. Ríkey Ingimundardóttir við nokkur verka sinna. Myndlist: Ríkev sýnir á Dalvík A skírdag, 16. apríl 1992, opn- ar Ríkey Ingimundardóttir, myndhöggvari sýningu í Kaup- féíagshúsinu á Dalvík, 3. hæð. Ríkey útskrifaðist úr mynd- höggvaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983 og stundaði síðan framhaldsnám í keramikdeild skólans í 3 og Vi ár. Á sýningunni verða olíumál- verk, vatnslitamyndir, postulíns- lágmyndir, skúlptúrar og fleira. Þetta er 22. einkasýning Rík- eyjar, en hún hefur sýnt bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin frá kl. 16.00 til 22.00 og lýkur miðviku- daginn 22. apríl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.