Dagur - 22.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 22. apríl 1992
Íþróttir
5*
KA úr leik í úrslitakeppni 1. deildarinnar í handbolta:
Var spuming um að halda haus
44
- sagði Sigurður Gunnarsson eftir öruggan sigur ÍBV á KA
„Þetta var spurning um að
halda haus og það kom mér
ekki á óvart að við skyldum
vinna þetta. Við byrjuðum
mjög vel og það gerði útslagið.
Vörnin hefur tekið stakka-
skiptum hjá okkur, sóknin er
mun beittari og Sigmar Þröstur
var frábær í markinu. Við
hugsum lítið um framhaldið,
tökum einn leik í einu en ætl-
um okkur langt,“ sagði Sigurð-
ur Gunnarsson, þjálfari og
leikmaður ÍBV, eftir að liðið
hafði sigraði KA 26:20 í þriðja
leik liðanna í 8 liða úrslita-
keppni 1. deildar íslandsmóts-
ins í handknattleik á Akureyri
á laugardag. Eyjamenn unnu
einnig annan leikinn í Eyjum,
27:22, og halda því áfram í
fjögurra liða úrslitin en KA-
menn sitja eftir með sárt
ennið. Liðið lék örugglega sinn
versta leik í vetur og átti aldrei
möguleika gegn gríðarlega
frískum gestunum.
KA-húsið var troðfullt af fólki,
áhorfendur hátt á 13. hundraðið,
og stemmningin gríðarleg í upp-
hafi. Eins og í fyrri leiknum á
Akureyri var fjölmenn sveit
Eyjamanna einnig á bekkjunum
og setti skemmtilegan svip á leik-
inn. Og þeir höfðu svo sannar-
lega ástæðu til að fagna því leik-
menn ÍBV fóru á kostum á öllum
sviðum og tóku KA-menn í
kennslustund. Eftir að staðan var
4:5 skildu leiðir, ÍBV skoraði
fjögur mörk í röð og hafði fimm
marka forystu í hléi, 13:8. Eftir
að liðið hafði síðan skorað fjögur
fyrstu mörkin í upphafi seinni
hálfleiks þurfti ekki að spyrja að
leikslokum.
Eyjamenn léku frábæran hand-
bolta og þetta skemmtilega lið
gæti þess vegna farið alla leið.
„Karakterinn" í liðinu er rosaleg-
ur og þegar það kemst á bragðið
er nánast vonlaust að stöðva það.
í jöfnu liði er óhætt að taka út
Sigmar Þröst sem var stórkostleg-
ur í markinu og var sínum fyrrum
félögum í KA erfiður. Annars
var liðið jafnt, lék gífurlega
sterkan varnarleik og fjölbreytt-
an og árangursríkan sóknarleik.
KA-menn virtust vanmeta
andstæðingana í upphafi og ekki
varð betur séð en að þeir færu
síðan á taugum þegar á brattann
var að sækja. Vörnin var góð til
að byrja með en gloppótt þegar á
leið og sóknarleikurinn vonlaus
Stefán hefur rætt
við þýskt lið
Ekki er Ijóst hvort Stefán
Kristjánsson leikur áfram
með KA á næsta tímabili.
Hann hefur átt í viðræðum
við þýskt lið en segir ólíklegt
að nokkuð verði úr því.
Stefán vildi ekki segja hvaða
lið þetta er en segir að bakslag
hafi komið í viðræðurnar og
þetta sé úr sögunni í bili. „Ef
ekkert verður af þessu er líkleg-
ast að ég verði áfram hjá KA
enda hefur mér líkað rnjög vel
hérna,“ sagði Stefán í samtali
við Dag.
Alfreð Gíslason segir ekki
ljóst hvort miklar breytingar |
verði á liðinu. Pétur Bjarnason
hefur talað um að leggja skóna
á hilluna og óvíst er að Sigurpáll
Aðalsteinsson ieiki áfram með
því. Þá hefur heyrst að Axel
Stefánsson, markvörður, leiki
fyrir sunnan næsta vetur.
„Við reynum að styrkja liðið
með sterkum mönnum og höf-
um áhuga á nokkrum en erum
ekkert farnir að ræða við þá.
Við verðum líka að sjá hverjir
fara áður en við förum að ræða
við menn af einhverri alvöru.
Hins vegar eru allir landsliðs-
menn meira en velkomnir í
liðið,“ sagði Alfreð.
Knattspyrna:
Tactic-mótið hefst á morgun
- og JMJ-mótið á þriðjudag
Á næstu dögum hefjast tvö
æfingamót í knattspyrnu á
Akureyri. Á morgun hefst hið
árlega Tactic-mót KRA og
þriðjudaginn 28. aprfl hefst
JMJ-mót sem Knattspyrnu-
dómarafélag Akureyrar gengst
fyrir.
Fjögur lið taka þátt í Tactic-
mótinu, 1. deildarlið KA og
Þórs, 2. deildariið Leifturs og 3.
deildarlið Tindastóls. Mótið fer
fram á þremur dögum og er leikj-
aröðin þessi:
Fimmtudagur 23.04:
Þór-Tindastóll (Þórsv.) kl. 13.00
KA-Leiftur (KA-v.) kl. 16.00
Laugardagur 25.04:
KA-Tindastóll (KA-v.) kl. 13.00
Þór-Leiftur (Þórsv.) kl. 16.00
Sunnudagur 26.04:
Leiftur-Tindastóll (Pórsv.) kl. 13.00
KA-Pór (KA-v.) kl. 16.00
í JMJ-mótinu taka þátt KA,
Þór, Magni, Dalvík og Völsung-
ur. Þar verða ekki gjaldgengir
þeir 8 leikmenn sem leika flesta
leiki fyrir KA og Þór í Tactic-
mótinu. Leikjaröðin er þessi:
Þriðjudagur 28.04:
Þór-Magni (Þórsv.) kl. 19.00
KA-Dalvík (KA-v.) kl. 19.00
Fimmtudagur 30.04:
Dalvík-Völsungur (Þórsv.) kl. 19.00
Sunnudagur 03.05:
Þór-Völsungur (Þórsv.) kl. 16.00
Magni-Dalvík (KA-v.) kl. 16.00
Þriðjudagur 05.05:
Þór-Dalvík (Þórsv.) kl. 19.00
KA-Völsungur (KA-v.) kl. 19.00
Fimmtudagur 07.05:
KA-Magni (KA-v.) kl. 19.00
Laugardagur 09.05:
Þór-KA (Þórsv.) ki. 13.00
Völsung.-Magni (Húsavíkurv.) kl. 13.00
allan tímann. Markvarslan var
afleit lengst af, Axel byrjaði illa
og var síðan hvíldur alltof lengi
því Birgir, sem leysti hann af, var
í hálftíma inná án þess að verja
skot. Axel varði ágætlega þegar
hann kom inná í lokin en þá var
leikurinn í raun búinn. KA-menn
reyna trúlega að gleyma þessum
leik sem fyrst og safna kröftum
fyrir næsta tímabil.
ÍBV-KA 15.04.
Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 7/2,
Gylfi Birgisson 5, Zoltan Belany 5,
Sigurður Gunnarsson 4, Guðfinnur
Kristmannsson 2, Erlingur Richardsson
2, Sigbjörn Óskarsson 1, Davíð
Guðmundsson 1. Sigmar Þröstur Óskars-
son varði 16 skot.
Mörk KA: Stefán Kristjánsson 5/3,
Alfreð Gíslason 4, Árni Páll Jóhannsson
3/2, Pétur Bjarnason 2, Jóhann Jóhanns-
son 2, Árni Stefánsson 2, Höskuldur Pór-
hallsson 2/1, Sigurpáll Árni Aðalsteins-
son 1, Erlingur Kristjánsson 1. Axel
Stefánsson varði 6 skot og Birgir
Friðriksson 3.
KA-ÍBV 18.04.
Mörk KA: Stefán Kristjánsson 9/2,
Alfreð Gíslason 6/2, Árni Páll Jóhanns-
son 2/1, Jóhann Jóhannsson 1, Porvaldur
Þorvaldsson 1, Höskuldur Jóhannsson 1.
Axel Stefánsson varði 9/1 skot.
Mörk IBV: Erlingur Richardsson 5,
Zoltan Belany 5, Sigurður Gunnarsson 4,
Sigbjörn Óskarsson 4/2, Gylfi Birgisson
3, Sigurður Friðriksson 3/1, Guðfinnur
Kristmannsson 2. Sigmar Þröstur Ósk-
arsson varði 21/3 skot og Ingólfur Arnar-
son 1/1.
Dómarar: Jón Hermannsson og Guð-
mundur Sigurbjörnsson. Höfðu ekki góð
tök á leiknum.
Táknræn mynd fyrir leikinn, Aifreð Gíslason sækir að vörn Eyjamanna en
Erlingur Richardsson og Gylfi Birgisson taka hann föstum tökum Mynd: Goiii
„Getum sjáJftim okkur um kennt“
„Það má fínna ýmsar skýringar
á þessu, m.a. varði Sigmar
Þröstur eins og brjálaður
maður, en ég held að skýring-
una sé aðallega að fínna í hug-
arfarinu hjá okkur sjálfum.
Menn sáu 13 hundruð manns í
húsinu og héldu að þetta kæmi
af sjálfu sér,“ sagði Alfreð
Gíslason, þjálfari KA.
Alfreð sagðist ekki vera frá því
að um vanmat hefði verið að
ræða hjá KA-liðinu. „Ég ætla
bara að vona að menn hafi lært af
þessu því þetta er skólabókar-
dæmi um hvernig á ekki að spila
leik. Við spiluðum reyndar góð-
an varnarleik framan af en sókn-
in var mjög léleg og markvarslan
alls ekki nógu góð. Þeir eru með
mjög jafnt og gott lið og voru vel
að sigrinum komnir en við getum
sjálfum okkur um kennt og það
er engin spurning að það býr mun
meira í liðinu. Hins vegar háir
lítil breidd okkur og það kom
berlega f ljós í þessum leik.“
Alfreð sagði að úrslitin væru
verulegt áfall. „Auðvitað, því við
ætluðum alla leið í úrslit. Maður
verður kannski búinn að jafna sig
í lok júní.“
KA sigraði á Coca-Cola mótinu í knattspyrnu sem lauk á Akureyri á laugardag. KA sigraði Magna 1:0, SM 6:0 og
Þór 2:1 í síðasta leik mótsins. Þór sigraði SM 9:1 og Magna 4:0 og Magni sigraði SM 4:2. Á myndinni sést KA-mað-
urinn Bjarni Jónsson í baráttu við Lárus Orra Sigurðsson en Bjarni skoraði bæði mörk KA í leiknum gegn Þór.
Halldór Áskelsson skoraði mark Þórs. Mynd: jhb