Dagur - 22.04.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 22.04.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. apríl 1992 - DAGUR - 7 Norðurlandamótið í júdó: KA eignaðíst tvo Norðurlandameistara - Freyr Gauti náði ólympíulágmarkinu KA-menn náðu frábærum árangri á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Reykjavík um helgina. KA átti 9 kepp- endur á mótinu og hrepptu þeir 8 verðlaun, 2 gull, 2 silfur og 4 brons, eða helminginn af öllum verðlaunum íslendinga á mótinu. Freyr Gauti Sig- mundsson og Vernharð Þor- leifsson urðu báðir Norður- landameistarar í flokki yngri en 21 árs og Freyr Gauti tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Barcelóna í sumar, aðeins tvítugur að aldri. Freyr Gauti Sigmundsson keppti í -78 kg flokki, sat hjá í fyrstu umferð en sigraði síðan tvo finnska keppendur og var þá komin í úrslit. Þar mætti hann mjög sterkum Finna sem náði að skora og síðan að verjast hörðum atlögum Freys Gauta og tryggja sér þar með gullið. í flokki 21 árs og yngri komst Freyr Gauti auð- veldlega í úrslit þar sem hann mætti mjög sterkum Norðmanni. Úrslitaviðureignin varð hins veg- ar stutt þar sem Freyr Gauti kast- aði þeim norska með fallegasta kasti mótsins og tryggði sér sigur- inn. Þess má geta að erlendu far- arstjórarnir voru svo hrifnir að þeir flykktust að sjónvarpsmynda-- vélunum til að sjá kastið aftur. Vernharð Þorleifsson keppti í -95 kg flokki og tapaði í fyrstu umferð fyrir Svía og þurfti dóm- araúrskurð þar sem ekkert var skorað í glímunni. Vernharð fékk síðan uppreisnarglímur og lagði þar glæsilega tvo Finna og tryggði sér bronsverðlaunin. Hann þurfti síðan ekki að hafa mikið fyrir því að tryggja sér Norðurlandameistaratitilinn í flokki yngri en 21 árs. Þátttaka í flokknum var slök og átti enginn möguleika í Vernharð. Guðlaugur Halldórsson keppti í -86 kg flokki og komst í undanúrslit en tapaði þar fyrir Finna sem vann síðan flokkinn. Guðlaugur tapaði síðan fyrir Finna í úrslitaglímu um bronsið. Jón Jakobsson, sem kepptií +95 kg flokki, tapaði fyrir Finna í fyrstu umferð en tryggði sér síð- an bronsverðlaun með því að sigra íslenska og norska kepp- endur. Baldur Stefánsson keppti í -65 kg flokki. Hann komst í undan- úrslit með því að sitja hjá í fyrstu umferð, vinna íslending í annarri og Finna í þriðju. í undanúrslit- unum mætti hann Svía og börð- ust þeir hart. Svíinn hafði betur á endanum svo Baldur glímdi um bronsið en tapaði þar fyrir Finna og lenti í fjórða sæti. Baldur gekk ekki heill til skógar og hefði verið gaman að sjá til hans í góðu formi. Jón, Vernharð og Guðlaugur kepptu allir í opna flokknum og komst Jón í aðra umferð en Vernharð og Guðlaugur mættust í þriðju umferð og sigraði Vern- harð eftir harðan slag. Vernharð tapaði síðan fyrir Sigurði Berg- mann á dómaraúrskurði í undan- úrslitum en sigraði síðan sænskan keppanda í glímu um bronsið. Það var sami Svíinn og Vernharð tapaði fyrir í -95 kg flokknum. Guðlaugur tapaði fyrir Finna í glímu um brons. Ómar Árnason, Sævar Sigur- steinsson og Rúnar Sæland kepptu í -60 kg flokki 21 árs og yngri og komust allir í undan- úrslit. Sævar mætti þar Finna en Ómar og Rúnar hvor öðrum. Það fór síðan svo að Ómar glímdi til úrslita við Finnann þar sem reynsla Finnans gerði útslagið í hörkuglímu en hann er fjórum árum eldri en Ómar. Ómar hlaut silfrið en Sævar sigraði Rúnar í glímu um bronsið þannig að KA átti þrjá af fjórum efstu mönnum í flokknum. Á mótinu bar hæst árangur Bjarna Friðrikssonar sem vann tvenn gullverðlaun, í -95 kg flokki og opnum flokki. Þorvaldur fékk loksíns tæki- færi hjá Nottingham Forest - en vill samt fara frá liðinu Þorvaldur Örlygsson hefur loksins hlotið náð fyrir aug- um þjálfara og framkvæmda- stjóra Nottingham Forest. Hann hefur nú leikið þrjá leiki á fáum dögum með lið- inu, fyrst gegn Luton Town á þriðjudaginn, síðan gegn Aston Villa á laugardag og loks gegn Manchester United á mánudag. „Það er mjög ánægjulegt að fá loksins tæki- færi. Ég veit ekki hvort mað- ur á að kalla þetta óvænt, þetta er kannski óvænt miðað við það sem á undan er geng- ið en maður vonaði alltaf að tækifærið gæfíst og fannst maður eiga það skilið,“ sagði Þorvaldur í samtali við Dag. Þorvaldur spilaði með vara- liði Forest á mánudaginn í síð- ustu viku og stóð sig vel. Á þriðjudaginn voru síðan gerðar töluverðar breytingar á liði Forest, m.a. vegna meiðsla og ósigurs í úrslitaleik deildarbik- arkeppninnar. Þorvaldur var valinn í byrjunarlið og spilaði á miðjunni í 2:1 ósigri gegn Luton. Á laugardaginn sigraði Forest Aston Villa 2:0 og enn var Þorvaldur á miðjunni og á mánudaginn var hann færður út á vænginn og Kingsley Black Þorvaldur Örlygsson. datt út úr liðinu. Forest vann þá óvæntan útisigur á toppliði Manchester United, 2:1. „Ég var nokkuð ánægður með mína frammistöðu í fyrstu tveimur leikjununt, sérstaklega á móti Aston Villa þar sem ég fékk að spila þá stöðu á miðj- unni sem mér finnst skemmti- legust og ég tel eiga best við mig. Mér gekk hins vegar frekar illa gegn United, var mjög þung- ur í fyrri hálfleik en skánaði mikið í seinni. Við spilum frest- aðan leik gegn Liverpool á morgun [í dag] og ég vona að ég haldi sætinu enda ólíklegt að gerðar verði breytingar eftir úti- sigur á United. Eg hef hins veg- ar lært að maður getur ekki gengið að neinu vísu hérna,“ sagði Þorvaldur. Samningur hans við Forest rennur út í sumar en keppnis- tímabilinu líkur í Englandi eftir tæpar tvær vikur. „Það er ómögulegt að segja hvað gerist þá en ég er alveg ákveðinn í að vera ekki áfram hjá Forest. Það er auðvitað mjög gaman að komast í liðið og getur orðið mjög sterkt fyrir mig að vera það í lok keppnistímabilsins þegar samningurinn rennur út. En eftir sl. tvö ár er ég búinn að fá nóg og langar að komast eitthvað annað. Ég get vel hugs- að mér að vera áfram í Eng- landi en tek ekki hverju sem er. Það er ýmislegt í gangi, bæði hér í Englandi og á meginland- inu, en það er skammt á veg komið og best að segja sem minnst.“ Orðrómur hefur verið á kreiki um að Þorvaldur hyggðist korna heim í sumar spila með KA en hann vildi ekki kannast við að það væri rétt. „Ég hef heyrt þetta en veit ekki hvaðan þessar sögur koma. Ég er ekk- ert farinn að hugsa út í neina slíka möguleika, ég leyfi keppn- istímabilinu að klárast og sé svo til hvað býðst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. Freyr Gauti Sigmundsson hreppti gull- og silfurverðlaun og tryggði sér sæti á ÓL í sumar. Norræn tvíkeppni: Ólafur meistari Fyrir rúmri viku lauk Skíða- móti íslands þegar fram fór keppni í norrænni tvíkeppni, stökki og göngu, í Ólafsfirði. Sigurvegari varð Ólafur Björnsson sem sigraði einnig í greininni 1987. Ekki hefur ver- ið keppt í norrænni tvíkeppni á Landsmóti undanfarin þrjú ár. Sex keppendur mættu til leiks, allir frá Ólafsfirði. Þeirra á meðal var gamla kempan Björn Þór Ólafsson, faðir Ölafs, sem varð íslandsmeistari í norrænni tví- keppni 11 sinnum á 12 ára tíma- bili, 1970-1981. Ólafur hlaut alls 194 stig í stökkinu en veitt eru stig íyrir Ólafur Björnsson. lengd og stfl. Hann stökk lengst 52 metra og var það langlengsta stökk keppninnar. Randver Sig- urðsson varð annar með 171 stig og Sigurður Sigurgeirsson þriðji með 157 stig. í göngunni voru gengnir 10 km eftir Gundesen aðferð og kom Ólafur í mark rúmum 10 mínút- um á undan Birni Þór og tæpum 12 mínútum á undan Sigurði Sig- urgeirssyni. Akureyri: Andrésar andar leikarnir settir Andrésar andar leikurnir á skíðum verða settir á Akur- eyri í dag. Keppni hefst á morgun. Dagskráin í dag hefst með skrúðgöngu frá Lundarskóla kl. 20.30 og verður gengið nið- ur í íþróttahöll. Áætlað er að þangað verði komið kl. 20.55 og kl. 21 verður séra Hannes Örn Blandon með andakt. Vilhelm Örn Þorsteinsson set- ur síðan leikana og Andrésar andar eldurinn verður kveikt- ur. Keppni hefst í fyrramálið kl. 10 með stórsvigi 7, 8 og 11 ára. Dagskrá leikanna verður birt í blaðinu á morgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.