Dagur - 22.04.1992, Blaðsíða 16
DAGUR
Akureyri, miðvikudagur 22. apríl 1992
heimsendingarþjónusta
J7 JL JL alla daga
Sunnudaga til fixxuxitudaga kl. 12.00-22.30
Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.30
Hadegistilboð alla daga
Glerárgötu 20 • 26690
Akureyri og SigluQörður:
Margir á skíðum
um páskana
Stopulli skíðavertíð er nú senn
að Ijúka norðanlands. Fjöl-
margir voru á skíðum í páska-
leyfinu bæði í Hlíðarfjalli og
Siglufjarðarskarði en með
Andrésar andar leikunum sem
nú eru að hefjast í Hlíðarfjalli
má segja að botninn sé sleginn
í tunnu skíðavertíðar enda
snjórinn á undanhaldi, sá litli
sem kom.
„Við fengum ágæta daga eins
og föstudaginn langa og
páskadag. Þá var gott veður og
margt fólk á skíðum. Það var
færra hina dagana enda slæmt
skyggni en við þurftum þó aldrei
að loka vegna veðurs um þessa
páska sem er fremur sjaldgæft,"
sagði ívar Sigmundsson, for-
Akureyri:
Innbrot í
Viking Brugg
og bjór stolið
Lögreglunni á Akureyri var í
gær tilkynnt um þrjú innbrot á
Akureyri. í fyrsta lagi hafði
verið brotist inn í útibú KEA
að Brekkugötu 1, í öðru lagi
Möðruvelli, raungreinahús
MA og í þriðja lagi Viking
Brugg.
Að sögn Daníels Snorrasonar,
rannsóknarlögreglumanns, eru
öll þessi mál til rannsóknar.
Engar verulegar skemmdir
voru unnar á þessum þrem stöð-
um og litlu stolið.
Svo virðist sem þorstinn hafi
„rekið“ viðkomandi inn í Viking
Brugg, því þaðan var stolið ríf-
lega einum kassa af bjór. óþh
stöðumaður Skíðastaða í Hlíðar-
fjalli.
Hann sagði að dálítið hefði
snjóað á laugardaginn og aðfara-
nótt sunnudags og því var loks
hægt að opna lyfturnar í Hjalla-
braut og Hólabraut. Þar með
komust yngstu börnin á skíði og
kunnu vel að meta það.
ívar sagði að snjóleysið hefði
lamað skíðaáhuga Akureyringa
en töluvert hefði verið af aðkomu-
fólki í fjallinu. Hann bjóst við að
skíðavertíðinni myndi ljúka fljót-
lega eftir Andrésar andar leik-
ana.
„Þetta hefur verið stutt og dauf
skíðavertíð en við huggum okkur
við það að þetta getur tæplega
orðið verra næsta vetur,“ sagði
ívar.
Kristján Möller, skíðafrömuð-
ur á Siglufirði, sagði að margir
hefðu verið á skíðum um pásk-
ana og fólk væri orðið brúnt og
sællegt eftir blíðuna á föstudag
og sunnudag.
„Það voru haldin nokkur mót
og svo var líka mikill fjöldi í
bænum. Fólk kom í fermingar-
veislur á skírdag og var hérna yfir
helgina og notaði þá tækifærið og
skrapp á skíði. Svo má ekki
gleyma skemmtuninni á Hótel
Höfn, sem vonandi er orðin
árviss, en þar var Fílapenslakór-
inn með heilmikla skemmtun og
það var fullt hús á öllum sýning-
um,“ sagði Kristján.
Hann sagði að snjórinn hefði
verið í minnsta lagi en þó nægur á
efra svæðinu. Um skíðavertíðina
í vetur sagði Kristján að hún
hefði verið heldur dauf, enda
kom snjórinn seint. Siglfirðingar
ætla að fjölmenna á Andrés önd,
þangað fara 80-90 börn, og sagði
Kristján að skíðavertíðinni
myndi væntanlega Ijúka með
þessu móti. SS
Þessi makindalegi þröstur horfir til sumarsins með eftirvæntingu. Að baki er
einn mildasti vetur þessarar aldar. Mynd: Goiii
Búðaþjófur
handtekinn
á Akureyri
Lögreglan á Akureyri handtók
sl. miövikudag tvítugan pilt
sem staðinn var aö hnupli í
Hagkaup á Akureyri. Við yfir-
heyrslu kom í Ijós að hann
hafði áður hnuplað ýmsu í
verslunum á Akureyri.
Pilturinn hafði stolið tösku í
Hagkaup og fyllt hana af ýmsum
vörum að andvirði um 30 þúsund
krónur. Starfsfólk Hagkaups
gerði lögreglunni viðvart sem síð-
an handtók piltinn. Við yfir-
heyrslu viðurkenndi hann að hafa
daginn áður einnig stolið vörum í
Hagkaup. Auk þess fann lögregl-
an í fórum hans fatnað, sem hann
viðurkenndi að hafa stolið í
Vöruhúsi KEA. í það heila mun
pilturinn hafa stólið vörum að
andvirði nálægt 100 þúsund
krónum. óþh
^Skil a staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars 1988 til 1991:
Ólafsfírðingar með 99,8% skil
Á árunum 1988-1991 voru
Olafsfirðingar skilvísastir á
staðgreiðslu tekjuskatts og
útsvars á Norðurlandi sam-
kvæmt upplýsingum fjármála-
ráðuneytisins. Skil á stað-
greiðslu hjá bæjarfógetaem-
bættinu í Ólafsfirði námu
samtals 99,8% þessi þrjú ár.
Lökust var innheimtan 92,6%
hjá bæjarfógetaembættinu á
Siglufirði.
Þessar upplýsingar komu fram
í svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurn Kristins H. Gunnarssonar,
alþingismanns, um vanskil á stað-
greiðslu tekjuskatts og útsvars.
í svari ráðherra kemur fram að
á árunum 1988 til 1991 hafi skil á
tekjuskatti og útsvari verið nær
100%, eða 99,8%, hjá bæjar-
fógetanum í Ólafsfirði. Fast á
hæla Ólafsfirðinga kemur sýslu-
maðurinn í Skagafjarðarsýslu
með 99,5% skil, síðan bæjarfóget-
inn á Akureyri og Dalvík með
98,7%, sýslumaðurinn í Þingeyj-
arsýslu með 97,2%, sýslumaður-
inn í Húnavatnssýslu með 96,9%
og bæjarfógetinn á Siglufirði rek-
ur lestina með 92,6%.
í svari fjármálaráðherra segir
að eins og tölurnar beri með sér
verði að telja ástand innheimtu
staðgreiðslu viðunandi og verði
ekki séð að innheimta hafi slakn-
að í tímans rás. „Ekki er vafi á að
góð staða í þessum efnum er m.a.
afleiðing þess að innheimtu-
úrræði eru virk, heimildir eru til
álaga vegna vanrækslu á skilum
og til lokunar sé greiðsluskyldu
ekki sinnt. Þá er einnig að nefna
að staðgreiðslukerfið er einfalt
að gerð og þess hefur verið gætt
að halda kröfum um gögn sem
launagreiðendur þurfa að skila í
lágmarki og einföldum í vinnslu,“
segir m.a. í svari fjármálaráð-
herra. óþh
Norðurland vestra:
Róleg
Bifreiðaverkstæðið Múlatindur í Ólafsfirði:
Framleiðsla á slökkvibflum hafin
- fyrsti bíllinn afhentur Ólafsíjarðarbæ í haust
Sigurjón Magnússon við fyrsta slökkvibílinn sem Múlatindur smíðar. I
yfirbyggingunni á bílnum er öflug háþrýstidæla og 900 lítra léttvatns-
tankur auk búnaðar og aðstöðu fyrir slökkviliðsmenn. Rennihurðir eru á
báðum hliðum bílsins og hönnun miðuð við að hægt sé að hefja slökkvi-
starf strax og bíllinn er kominn á brunastað. Mynd:JÓH
Bifreiðaverkstæðið Múla-
tindur í Ólafsfirði hefur hafið
framleiðslu á slökkvibflum.
Ekki er þetta þó smíði bfl-
anna frá grunni heldur byggir
hugmyndin á smíði yfir
ameríska pallbfla. í yfirbygg-
ingunni er komið fyrir há-
þrýstidælu, 900 lítra létt-
vatnstank og ýmsum búnaði
sem nauðsynlegur er við
fyrstu aðgerðir á brunastað
en bíllinn er einmitt hannað-
ur með það fyrir augum að
vera fyrsta hjálp á brunastað
enda er það viðurkennt að
tíminn við slíkar aðstæður
skiptir öllu máli.
Hönnuðir og smiðir bílsins
eru feðgarnir Sigurjón Magnús-
son og Magnús Sigursteinsson,
eigendur Múlatinds en þess má
geta að þeir og aðrir starfsmenn
verkstæðisins eru í slökkviliði
Ólafsfjarðar og þekkja því
glöggt til þessara mála. Byrjað
var að huga. að þessu verkefni
um síðustu áramót og var
keyptur amerískur pallbíll til að
smíða yfir. Þegar smíðin var
komin áleiðis var bíllinn boðinn
Ólafsfjarðarbæ til kaups og
verður hann afhentur í vor.
Sigurjón segir að bíll af þess-
ari stærð henti fyrst og fremst|
minni sveitarfélögum afar vel.
Mörg þeirra eigi gamla slökkvi-
bíla fyrir en vanti minni bíla til
að nota jafnframt. Fyrir
minnstu sveitarfélögin geti bíll-
inn þjónað fullkomlega einn og
sér.
Aðspurður um verð segir Sig-
urjón að með öllu, þ.e. þegar
bílverð er méðtálfð, getí til-
búinn bíll kostað um 5 milljónir
króna en kaupendur geti valið
hvort þeir leggi sjálfir til bíl eða
láti verkstæðinu eftir að útvega
hann.
Eins og áður segir verður
fyrsti bíllinn seldur Ölafsfjarð-
arbæ en ætlunin er að byrja
fljótlega á næsta bíl enda segist
Sigurjón ekki í vafa um að eftir-
spurn verði eftir þessum bílum
þar sem mörg sveitarfélög hafi
þörf fyrir bíl af þessu tagi og
lausnin sé fjárhagslega hagstæð
fyrir þau. Aöspurður um smfða-
tíma segir Sigurjón að búnaður-
inn sé tilbúinn til afhendingar 2-
3 mánuðum eftir pöntun. JÓH
páskahelgi
Lögreglumenn á Norðurlandi
vestra sögðu í samtali við Dag í
gær að páskahelgin hefði verið
með rólegasta móti. Þeir sögð-
ust vita um tvær bflveltur og
nokkur rúðubrot, auk þess
sem nokkrir voru teknir fyrir
of hraðan akstur
Að sögn lögreglunnar á Sauð-
árkróki gekk lífið sinn vanagang
um hátíðarnar og þurfti lítið að
hafa afskipti af fólki. Nokkrar
rúður voru þó brotnar í bænum
og krotað á veggi, en annað ekki.
Vitað er um tvær bílveltur á
Norðurlandi vestra um helgina.
Önnur varð inni í Vesturdal í
Skagafirði, en þar valt jeppa-
bifreið niður í gil án þess að öku-
maður slasaðist alvarlega. í Víði-
dal í Húnaþingi lenti síðan bíll út
af og valt, en ökumaður þeirrar
bifreiðar slapp einnig með
skrekkinn.
Lögreglan í Húnavatnssýslum
var við hraðamælingar um helg-
ina og voru 45 ökumenn teknir,
frá miðvikudegi til sunnudags, á
of mikilli ferð. Sá sem hraðast ók
var á 135 km/klst og að sögn lög-
reglu lá mönnum greinilega
meira á að komast í páskafríið en
úr því, vegna þess að flestir voru
teknir á miðvikudegi og fimmtu-
degi. SBG