Dagur - 22.04.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 22. aprfl 1992
76. tölublað
Vel í fti 1 klæddur itum frá BERN,IARI)T lerrabudin
| HAFNARSTRŒTI92 602 AKUREYRI • SÍMI96-26708 BOX 397
Aðalfundur Mjólkursamlags KEA í gærkvöld:
Augljóst mál að
dagskipimin verður
spamaður í rekstri
- segir mjólkursamlagsstóri
í aðalfundarskýrslu
„Útlit er fyrir enn minnkandi
framleiðslu og jafnvel ekki
ólíklegt að innvegið magn fari
niður í 19 milljónir lítra. Það
er því augljóst mál að dag-
skipunin í rekstri Mjólkursam-
lagsins verður sparnaður, þar
sem erfitt verður að auka tekj-
urnar, þegar samdráttur er í
innvigtun og samkeppni
eykst.“
Þetta segir Þórarinn E. Sveins-
son, mjólkursamlagsstjóri KEA,
í ársskýrslu Mjólkursamlagsins,
en aðalfundur þess var haldinn í
gærkvöld.
í skýrslu mjólkursamlagsstjóra
kemur fram að rekstur Mjólkur-
samlags KEA hafi verið viðun-
andi á síðasta ári, þótt hann hafi
verið mun lakari en árið 1990.
Helsta ástæða þess er verulegur
samdráttur í hráefni milli ára.
Innvigtun dróst saman um u.þ.b.
sama magn og hún jókst árið
1990. Einnig hætti Mjólkursam-
lagið að kaupa rjóma frá Blöndu-
ósi og Sauðárkróki og minnkuðu
umsvif þess sem því nam. „Þessi
afkomumunur sýnir augljóslega
að hægt er að auka umsvif og
vinna meiri mjólk í samlaginu án
þess að kostnaður aukist veru-
lega,“ segir Þórarinn í skýrslu
sinni.
Á síðasta ári fór 98,53% innveg-
innar mjólkur hjá Mjólkursam-
lagi KEA í fyrsta flokk. Alls voru
143 framleiðendur ætíð með
mjólk í fyrsta flokki og 18 mjólk-
urframleiðendur fengu viður-
kenningu í gærkvöld fyrir úrvals
mjólk árið 1991.
Á síðasta ári varð samdráttur í
sölu nýmjólkur, en sala á létt-
mjólk og undanrennu jókst, þó
ekki nógu mikið til að vega upp
samdrátt í sölu nýmjólkur.
Einnig varð samdráttur í sölu á
jógurt, en nokkur aukning varð í
sölu á Kotasælu. Þá varð einnig
samdráttur í sölu á smjörva, en
það gerðist í fyrsta skipti síðan
framleiðsla á smjörva hófst.
Rekstrartekjur Mjólkursam-
lags KEA voru rúmir 1,8 millj-
arðar króna á síðasta ári en
rekstrargjöldin rúmir 1,7 millj-
arðar króna. Hagnaður eftir fjár-
magnsliði varð því um 131 millj-
ón króna. Hagnaður eftir fjár-
magnsgjöld og skatta varð hins
vegar 6,4 milljónir króna. óþh
Verkfall
mjólkurfræðinga:
Ólíklegt
að komi
til mjólkur-
skorts
Ólíklegt er að til mjólkur-
skorts komi á felagssvæði
Mjólkursamlags KEA þrátt
fyrir verkfallsaðgerðir mjólk-
urfræðinga. Sem kunnugt er
verða mjólkurfræðingar í
verkfalli í dag, á föstudag og
mánudag.
Vegna verkfalls mjólkurfræð-
inga hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík er búist við að þar
gæti mjólkurskorts næstu daga
en að sögn Þórarins E. Sveins-
sonar, samlagsstjóra Mjólkur-
samlags KEA á Akureyri,
stefnir í að ekki verði mjólkur-
skortur á svæðinu né að bændur
þurfi að hella niður mjólk.
Hann segir að þetta ráðist þó af
því hvort leyfi fæst til að vinna
lengur þá daga sem unnið verð-
ur síðari hluta vikunnar, þ.e. á
morgun og um helgina. JÓH
Aðilar vinnumarkaðarins setjast að samningaborðinu á ný:
Stutt og snörp samnmgalota framundan
- segir Kári Arnór Kárason, forseti Alþýðusambands Norðurlands
Kári Arnór Kárason, formað-
ur Alþýðusambands Norður-
Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps íyrir 1992:
Fyrsta skrefið stigið í
byggingu nýs íþróttahúss
Fjárhagsáætlun Grýtubakka-
hrepps fyrir árið 1992 var
afgreidd á fundi hreppsnefndar
6. aprfl sl. Til framkvæmda á
árinu verður varið 19,5 millj-
ónum króna.
íbúar Grýtubakkahrepps eru
419 og Guðný Sverrisdóttir,
sveitarstjóri, segir að stærsta
verkefnið á vegum hreppsins er
Grunur um
ölvun
Töluvert mikil umferð var í
Þingeyjarsýslu um páskahelg-
ina og gekk ágætlega nema
hvað lögregla tók ökumann
vegna gruns um ölvun á annan
dag páska.
Talsverð ókyrrð varð eftir
dansleik aðfaranótt annars
páskadags og hafði lögregla ein-
hver afskipti af mönnum en ekki
var um nein alvarleg mál að
ræða, að sögn lögreglunnar. IM
lúti að eignamyndun verði gerð
grunns að íþróttahúsi. Til þeirra-
framkvæmda verður varið 5,5
milljónum króna. í fyrra var
gerður nýr 50 metra viðlegukant-
ur við höfnina. Á næstu mánuð-
um verður varið 8,4 milljónum í
gerð steyptrar þekju á þennan
kant. Grýtubakkahreppur ber
25% kostnaðar, en ríkið75%. Af
öðrum framkvæmdum sumarsins
taldi sveitarstjórinn upp malbik-
un hafnargötunnar og smærri
verkefni við þinghús, sundlaug
og malarvöll.
„Atvinnumálin eru stöðugt til
umfjöllunar. Grýtubakkahrepp-
ur tekur þátt í átaksverkefni er
lýtur að atvinnumálum í hrepp-
unum innan og austan Eyjafjarð-
ar. Sannast sagna þá erum við
íbúar Grýtubakkahrepps í vörn
til að halda þeim fyrirtækjum
sem eru starfrækt í hreppnum.
Breytt kvótastaða og fleira gerir
mönnum erfitt fyrir sem víða á
landsbyggðinni,“ sagði Guðný
Sverrisdóttir. ój
lands, segir að nú fyrir helgina
verði að liggja fyrir niðurstaða
í viðræðum um nýja kjara-
samninga. Stóra samninga-
nefnd ASÍ hittir samninga-
nefnd vinnuveitenda á fundi í
dag en miðað við hljóð í samn-
ingamönnum í gær þykir ekki
ástæða til að ætla að nýr kjara-
samningur sé líklegri nú en var
fyrir það hlé sem var á viðræð-
um yfír páskana.
Forsvarsmenn félaga innan
ASÍ hittust í gær og segir Kári að
þar hafi verið gerð grein fyrir
þeim vilja sem komið hafi fram á
fundum í félögunum síðustu
vikur. Skilaboð þau sem samn-
ingamenn hafi nú séu þau að
niðurstaða fáist í viðræður fljótt,
hvort heldur niðurstaðan verði
samningur eða viðræðuslit.
„Það að niðurstaða fáist fljótt
þýðir að fyrir helgi verði að fást
niðurstaða. Uppleggið á okkar
fundi var að knýja fram niður-
stöðu á eins stuttum tíma og hægt
er. Menn eru búnir að hanga yfir
þessu lengi og kannski lengur en
efni standa til,“ sagði Kári.
Hann segist ekki hafa trú á að
yfirstandandi verkfallsaðgerðir
mjólkurfræðinga hafi áhrif á við-
ræðurnar nú, þó svo vinnuveit-
endur hóti að láta reyna á lög-
mæti aðgerðanna fyrir dómi.
Mjólkurfræðingar hafi lítið sem
ekkert verið með í samflotinu og
viljað ræða sín mál á sérvett-
vangi.
Kári segir að
samningar séu
bjartsýni á að
sjónmáli hafi
ekki vaxið í hléinu á viðræðun-
um. „Nei, út af fyrir sig hefur
ekkert batnað frá því sem var og
ekki hægt að segja að atvinnurek-
endur né ríkisstjórn sýni meiri
samningsvilja nú en áður en slitn-
aði upp úr. Síðan þá hefur verið
haldinn einn fundur með
atvinnurekendum og þar treystu
þeir sér ekki til að staðfesta að
þeir væru tilbúnir til að ganga frá
samningi á þeim nótum sem for-
seti ASÍ lagði upp. Því má segja
að komið hafi fram á þessum
tíma harðara nei en þegar slitn-
aði upp úr. En menn ætla núna
að reyna að hafa stutta og snarpa
lotu,“ segir Kári. JÓH
Slökkvilið Akureyrar:
hjú útköll vegna sinubruna
Slökkviliðið á Akureyri fór í
þrjú útköll um páskana vegna
sinubruna, tvisvar á skírdag
og einu sinni á föstudaginn
langa. í tveim tilfellum hafði
verið kveikt í sinu í bæjar-
landi Akureyrar og þriðja
útkallið var vegna sinubruna í
Möðruvallasókn.
Gunniaugur Búi Sveinsson,
varðstjóri hjá Slökkviliðinu,
segir að alltof rnikið sé um
útköll vegna sinubruna og oftast
sé um að ræða fikt, sem endi
með ósköpum og skapi mikla
hættu.
Eftir 1. maf nk. er stranglega
bannað að kveikja í sinu, en
Gunnlaugur Búi tók fram að
sinubrunar væru alltaf bannaðir
í bæjarlandinu. óþh
ÓlalsQörður:
Árekstur á annan páskadag
Árekstur varð á annan dag
páska við bæinn Brimnes í
Olafsfírði. Betur fór en á
horfðist og urðu engin meiðsl
á fólki. Bifrciðarnar
skemmdust lítilsháttar.
í dymbilvikunni varð árekst-
ur í Múlagöngunum þegar tvær
bifreiðar skullu saman. Engin
slys urðu á fólki og bifreiðamar
skemmdust lítilsháttar. Að sögn
lögreglunnar í Ólafsfirði mætt-
ust bifreiðarnar milli útskota og
skipti engum togum að þær
skullu saman. Mikil mengun var
í göngunum þegar óhappið
varð. óþh