Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Körfuknattleikur: Laugaskólí missir 1. deildarsætiðvegna ólöglegs leikmanns í fyrrakvöld tók dómstóll Körfuknattieiksráðs Reykja- víkur fyrir kæru frá Bolvíking- um á hendur íþróttafélagi Laugaskóla (ÍFL) fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann í úrslitakeppni 2. deildar íslandsmótsins í körfuknattleik sem lauk fyrir skömmu. Eins og fram hefur komið varð ÍFL sigurvegari í deildinni og hreppti sæti í 1. deild en dóm- stóllinn komst að þeirri niður- stöðu að liðið hefði notað ólöglegan leikmann sem þýðir að það niissir bæði 1. sætið og sæti í 1. deild á næsta tímabili. Leikmaðurínn sem hér um ræðir heitir Sveinbjörn Sigurðs- son og sagði Siguröur Valur Hall- dórsson, formaður dómstóls Körfuknattleiksráðs Reykjavík- ur, að niðurstaðan hefði verið einróma þar sem Sveinbjörn hefði aldrei skipt í ÍFL. Hann lék áður með Grindvíkingum en ekkert á síðustu tveimur keppnis- tímabilum. ÍFL getur áfrýjað dómnum til dómstóls KKI og hefur viku frest til þess. Verði þetta endanleg niður- staða þarf að taka upp keppni í 2. deild á nýjan leik. Bolvíkingum var dæmdur 2:0 sigur í viðureign- inni við ÍFL og við þau úrslit fær- Handboltamót á Húsavík: AIls mæta 430 börn til 90 leikja Stærsta handboltamót sem haldið hefur verið utan Reykja- víkur verður á Húsavík um helgina. Um er að ræða Toyota- mótið þar sem um 430 börn á aldrinum 8 til 14 ára munu keppa, 34 lið munu leika alls 90 leiki, þar sem átta lið keppa í fjórum flokkum. Flokkarnir sem um er að ræða eru: 6. fl karla, 5. fl. karla, 5. 11. kvenna, 4. fl. kvenna. Fjögur liðanna koma af Reykjavíkur- svæðinu: frá Gróttu, IR, Fjölni og UMF Bessastaða- hrepps. Tvö liðanna frá Akur- eyri: KA og Þór. Huginn frá Seyðisfirði, Höttur frá Egils- stöðum og Völsungur frá Húsavík. AIIs er reiknað með að á sjöunda hundrað manns sæki mótið, að meðtöldum þjálfurum, fararstjórum og foreldrum. Undirbúningur mótsins hefur staðið frá því í febrúar. í fyrra var Toyotamótið haldið í fyrsta sinn og þá tóku um 200 börn þátt í því. Mótið tókst frábærlega vel, að sögn Bjarna Ásmundssonar, formanns handknattleiksdeildar Völsungs og Péturs Péturssonar sem er framkvæmdastjóri móts- ins í ár. Þeir sögðu að feikileg vinna væri við undirbúning móts af þessari stærð. það er ekki sett upp þátttökugjald fyrir mótið og fyrir velvilja skólayfirvalda tekst að hýsa þátttakendur án gisti- kostnaðar. „Við njótum hjálpar foreldra handknattleiksbarna og þetta gengi ekki upp nema fyrir velvilja margra," sagði Pétur. Félög og einstaklingar í bænum styrkja deildina fyrir mótið. Á laugardag býðst þátttakend- um að skreppa í Safnahúsið á Húsavík milli leikja og skoða þar meðal annars Náttúrugripasafnið með Grímseyjarbirninum. Bíó- sýningar verða kl. 13 og 15 og 17 og um kvöldið verður kvöldvaka. Verðlaunaafhending og móts- Menntamálaráðherra skipar nefnd: Útvarpslögin endurskoðuð - Tómas Ingi Olrich formaður nefndarinnar Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra hefur skipað nefnd undir forystu Tómasar Inga Olrich alþingismanns tíl að endurskoða útvarpslögin. Er nefndinni gert að skila drögum að frumvarpi til ráð- herra ekki síðar en 1. septem- ber í haust. Aðrir nefndarmenn eru Baldvin Jónsson, útvarpsstjóri Aðal- stöðvarinnar, Guðni Guðmunds- son, rektor Menntaskólans í Reykjavík og útvarpsráðsmaður, Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfirðinga og útvarpsráðsmað- ur, Jóhann Óli Guðmundsson, forstjóri Securitas og framámað- ur í Islenska útvarpsfélaginu sem rekur Bylgjuna og Stöð tvö, og alþingismennirnir Rannveig Guðmundsdóttir og Sólveig Pét- ursdóttir. í frétt um nefndarskipunina segir að meðal viðfangsefna hennar sé „að skilgreina hlut- deild ríkisins í útvarpsrekstri og athuga hvernig tryggja megi sem jafnasta aðstöðu ljósvakamiðla. Jafnframt því skal nefndin í störf- um sínum leggja áherslu á að ný löggjöf taki tillit til tækniþróunar og aðildar íslands að alþjóða- samningum og -samstarfi. Nefnd- inni er þá sérstaklega ætlað að leita leiða til að efla innlenda dagskrárgerð." Núgildandi útvarpslög tóku gildi árið 1986 en í þeim er ákvæði um að þau skuli endur- skoðuð eftir þrjú ár. Fyrrverandi menntamálaráðherra var búinn að láta endurskoða lögin en frumvarp hans hlaut ekki af- greiðslu á þingi í fyrra. -ÞH Mótorhjólaslysið á Húsavík: Pilturinn mjaðmagrindarbrotúin Pilturinn sem fluttur var frá Húsavík á miðvikudag á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir mótorhjólaslys liggur á gjörgæsludeild. Líðan piltsins er eftir atvikum að sögn læknis. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík hentist hinn slasaði er ók mótorhjólinu á umferðarskilti er hjól og bíll skullu saman á Garð- arsbrautinni. Pilturinn var með öryggishjálm, en strax var ljóst að hann var töluvert slasaður. „Þar sem pilturinn var með meiriháttar beináverka þá var hann sendur inn á Akureyri á Fjórðungssjúkrahúsið. Hvort við sendum slasaða til Akureyrar er alltaf matsatriði og í þessu tilfelli var það gert. Svæfingalæknir sjúkrahússins var í fríi og því var starfsgeta okkar takmörkuð. Einnig var áverkinn þess eðlis að sérfræðinga þurfti til," sagði Ingi- mar Hjálmarsson, læknir á Húsa- vík. Við komuna á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri reyndist piltur- inn úr lið á hægri mjöðm. Hann var dreginn í liðinn. Mjaðma- grind er brotin og áverki er á hægra fæti. Meiðsl eru þó ekki fullkönnuð að sögn læknis á bæklunardeild Fjórðungssjúkra- hússins. ój slit fara fram kl. 14-15 á sunnudag Allir keppendur fá bol og fleiri gjafir auk viðurkenningarskjals fyrir þátttöku. í hverjum flokki verða veitt þrenn verðlaun. Prúð- asta liðið utan vallar sem innan fær verðlaun, auk besta markmanns, besta varnarmanns og markahæsta manns. Það verð- ur Emil Grímsson, markaðsstjóri Toyota, sem afhendir verðlaunin og sennilega kemur þekkt hand- boltahetja og verður honum til aðstoðar. IM ast þeir í efsta sæti riðilsins í úr- slitakeppninni en ÍFL niður í 2. sætið. Bolvíkingar leika því nýj- an úrslitaleik um sigur í deildinni við Gnúpverja, sigurvegara i hin- um úrslitariðlinum sem ÍFL hafði áður sigraði í úrslitaleik. Unnar Vilhjálmsson, leikmað- ur og þjálfari IFL, sagði að niður- staðan kæmi sér ekki á óvart. „Það var okkar eigin klaufaskap- ur að hafa ekki pappírana í lagi en ég held líka að það hafi átt við ansi mörg önnur lið í keppninni. Við eigum eftir að hafa samband við KKÍ og ákveða í framhaldi af því hvort við áfrýjum. Hins vegar er hæpið að við eigum erindi í 1. deild þar sem þetta er skólalið og mannabreytingar því örar," sagði Unnar. jhb Afkoma Útgerðarfélags Dalvíkinga á síðasta ári: Reksturinn skilaði meiru upp í fjármagnsgjöld en 1990 Valdimar Bragason, fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Dalvíkinga, segir að þrátt fyrir að félagið hafi tapað tæpum 9 milljónum króna á síðasta ári þá sé rekstrarafkoman betri en á árinu 1990 þó svo að þá hafi félagið verið gert upp með 74 milljóna króna hagnaði. Skýringin á þessu er fyrst og fremst sú að á árinu 1990 hafði félagið mjög miklat reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreyt- inga. „í heild má segja að reksturinn hafi skilaði meiru á síðasta ári upp í fjármagnsgjöld og mögu- leika tií að borga skuldir enda lækkuðum við þær á árinu," sagði Valdimar. Hann segir að milli ára hafi hagnaður hækkað um 38,1 millj- ón króna, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað. Hins vegar hafi afskriftir hækkað verulega á síðasta ári vegna af- skrifta á veiðiheimildum sem félagið keypti af Kaupfélagi Ey- firðinga og það skipti miklu um rekstrarniðurstöðuna nú, auk mun minni tekna vegna verðlags- breytinga, eins og áður sagði. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.