Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 21

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 21
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 21 Glerárkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14.00. Unglingar í æskulýðsfé- lagi aðstoða. Sr. Bjarni Pór Bjarna- son héraðsprestur Kjalamesprófasts- dæmis prédikar. Hann ásamt æsku- lýðsfélagi Garðasóknar eru í heim- sókn. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. SJÓNARHÆÐ W HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 2. maí: Laugardags- fundur kl. 13.30. Síðasti fundur vetrarins. Unglingafundur kl. 20. Lokafundur vetrarins. Sunnudagur 3. maí: Almenn sam- koma á Sjónarhæð kl. 17. Kaffi og meðlæti á eftir. Allir eru innilega velkomnir. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð. Sunnudaginn 3. max almenn samkoma kl. 20.30. Tekið á móti gjöfum til kristni- boðsins. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn: Föstud. 1. maí kl. 20.30: Kvöldvaka. Majorarnir Reidun og Káre Morken stjórna og tala. Fleiri gestir frá Reykjavík taka þátt. Veit- ingar og happdrætti. Laugard. 2. maí kl. 18.00: Her- mannasamvera. Sunnud. 3. maí kl. 11.00: Helgunar- samkoma. Kl. 13.30: Sunnudagaskóli. Kl. 15.30: Bæn. Kl. 16.00: Almenn samkoma. Ath. breyttan tíma. Ingibjörg og Óskar Jónsson, Daníel Óskarsson og gestir frá Reykjavík sjá um samkomurnar. Mánud. 4. maí kl. 16.00: Heimila- samband. Allir eru hjartanlega velkomnir. 22. sýning föstud. 1. maí kl. 20.30, uppselt. 23. sýning laugard. 2. maí kl. 20.30, uppselt. Aukasýning sunnud. 3. maí kl. 20.30. Síðustu sýningar! Upplýsingar í síma 31196. Kvenfélagið Framtíðin heldur fund í Skjaldarvík mánudaginn 4. maí. Farið verður frá Ráðhústorgi kl. 20.00. Félagskonur mætið vel og stundvís- lega. Stjórnin. ÍAglc Aglow - alþjóðleg, kristi- lOW leg, samtök kvenna. Konur, konur. 2ja ára afmælisfundur Aglow Akureyri verður haldinn mánudaginn 4. maí kl. 20.00 á Hótel KEA. Nokkrar konur munu gefa vitnis- burði. Söngur, lofgjörð, fyrirbænaþjón- usta. Kaffiveitingar kr. 500,- Allar konur hjartanlega velkomnar. Stjórn Aglow Akureyri. Fundur verður haldinn í Guðspekifélagi Akureyr- ar sunnudaginn 3. maí kl. 16. Flutt verður erindi um karma. Kaffiveitingar í lok fundar. Allir velkomnir. Hjálparlínan, símar: 12122 -12122. BORGARBIO Salur A Föstudagur Kl. 9 Deceived Kl. 11 Föðurhefnd Laugardagur Kl. 9.00 Deceived Kl. 11.00 Föðurhefnd Sunnudagur Kl. 3.00 Hundar fara til himna Kl. 9.00 Deceived Kl. 11.00 Föðurhefnd Mánudagur Kl. 9.00 Deceived Salur B Föstudagur Kl. 9 Other peoples money Kl. 11 Bilun í beinni útsendingu Laugardagur Kl. 9.00 Other peoples money Kl. 11.00 Bilun í beinni útsendingu Sunnudagur Kl. 3.00 Lukku Láki Kl. 9.00 Other peoples money Kl. 11.00 Bilun í beinni útsendingu Mánudagur Kl. 9.00 Deceived BORGARBÍÓ ® 23500 „Vöm fyrir böm“ - átak Slysavarnafélags íslands Slysavarnafélag íslands hefur ákveöið að gangast fyrir átaki, sem hlotið hefur heitið „Vörn fyrir börn“. Með margvísleg- um aðgerðum verður athygli landsmanna vakin á þessum málaflokki og hvað gera má til úrbóta í umferðinni, á heimil- um, í skólum, á leiksvæðum og víðar. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, segir í Fréttabréfi SVFÍ, sem kom út nýverið: „Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Þessa setningu heyrum við oft og þetta eru orð að sönnu. Engu að síður höfum við íslendingar van- rækt svo slysavarnir barna okkar, að hér á landi verða fleiri slys á börnum (miðað við íbúafjölda) en í flestum nágrannalöndum okkar. Stór hluti þessara slysa verður vegna vanrækslu hinna fullorðnu og ónógra slysavarna.“ Og síðar í grein sinni segir fram- kvæmdastjórinn: „Grundvöllur þess, að árangur náist í slysa- vörnum barna, er skráning á slys- um meðal barna. Þeirri skrán- ingu er mjög ábótavant hér á landi og er ástæða til að hvetja heilbrigðisyfirvöld til að skipu- leggja skráningu á barnaslysum sem víðast. Þannig er unnt að skilgreina slysaflokka og fylgjast með árangri slysavarna." í Fréttabréfinu kemur fram að Slysavarnafélag íslands stendur Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum: Duggugerði 9, Kópaskeri, þingl. eig- andi Kaupfélag Norður-Þingeyinga þ.bú, fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 6. maí 1992, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Öxarfjarðarhreppur og Húsnæðisstofnun ríkisins, lög- fr.deild. Eyrarvegur 2, neðri hæð, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga, fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 6. maí 1992, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rfkissjóðs og Skúli J. Pálmason hrl. Langanesvegur 2, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnesinga, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1992, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Skúli J. Pálmason hrl., Ásbjörn Jónsson hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Pálmholt 15, Þórshöfn, þingl. eig- andi Jón Hermannsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. maí 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.- deild. Ægissíða 14, Grenivik (Laugaland), þingl. eigandi Sigun/eig Þórlaugs- dóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðju- daginn 5. maí 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigriður Thorlacius hdl., Trygginga- stofnun ríkisins, Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild, Reynir Karlsson hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Ægissíða 16 (Borg), Grenivík, þingl. eigandi Hallgrímur Svavar Gunnþórsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 5. maí 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., Tryggingastofnun ríkisins, Arnar Sigfússon hdl., Grétar Haraldsson hrl., Húsnæðisstofnun ríkisins, lög- fr.deild, Ásgeir Thoroddsen hrl., Ólafur B. Árnason hrl. og Helgi Sig- urðsson hdl. Bæjarfógeti Húsavíkur. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. nú í stórvirkjum til að koma í veg fyrir slys á börnum. Verkefnis- stjóri er Herdís Storgaard, hjúkr- unarfræðingur, er áður starfaði sem deildarstjóri á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Herdís segir í Fréttabréfinu um starf sitt: „Fundirnir sem haldnir voru víðs vegar um landið voru allir skipulagðir í samráði við björgunarsveitirnar og slysavama- deildirnar á landsbyggðinni og við fengum alltaf einhverja frá heilsugæslustöð, lækni eða hjúkr- unarfræðing, til þess að mæta á þessa fundi. Ég ræddi málin á breiðum grundvelli og síðan kom þessi aðili frá heilsugæslunni og sagði frá því hvaða slys væru algengust á þeim stað. Umræður á fundinum urðu oft mjög góðar. Ályktanir voru sam- þykktar og sendar yfirvöldum og þess eru dæmi að fólk hafi komið í gegn mikilvægum breytingum í kjölfar þessara funda. Fundaröð- in gekk í stuttu máli sagt það vel að stjórn Slysavarnafélagsins ákvað að nú yrði ekki aftur snúið heldur haldið áfram og tekið á þessum málum á skipulegan hátt. Ég fer enn á fundi því að margir staðir eru eftir. Síðan snerum við okkur að öðrum þáttum í þessu verkefni. Við erum nú að framleiða fimm innlend myndbönd um slys í heimahúsum. Þau eru öll tengd litlum börnum. Þar er fjallað um bruna, eitrun, köfnun og fall og ein myndin fjallar sérstaklega um flugelda, sprengjur og þess háttar eld. Það var auðvitað til erlent efni en það hentar ekki íslensk- um aðstæðum. Fleiri hafa látið málið sig varða. í fréttabréfinu kemur fram að starfshópur innan Neyt- endasamtakanna er að störfum undir átaksheitinu „Öryggi barna, okkar ábyrgð“. Steinar Harðarson er í stjórn Neytenda- samtakanna og hann segir: „Með- al þess sem við ætlum að gera er að þrýsta á stjórnvöld og beita áhrifum okkar til þess að komið verði á almennilegri skráningu á slysum sem verða á börnum. Þetta ætti að vera auðvelt á ís- landi vegna þess hve bráðahjálpar- stöðvar eru fáar. Til dæmis tekur Slysadeild Borgarspítalans á móti hér um bil helmingi þeirra landsmanna sem lenda í slysum. Aðrar þjóðir hafa sinnt þessari skráningu mun betur en við og því nákvæmari sem skráningin er, þeim mun auðveldara er að fyrirbyggja slys.“ í fréttabréfi SVFÍ er grein er nefnist „Hvers vegna slasast börnin?“ Þar eru dregnar fram niðurstöður Bo Lindström, barnalæknis við sjúkrahúsið í Uddevalla í Svíþjóð, en læknir- inn gerði athugun á slysaskrán- ingu og slysatíðni í einu héraði þar í landi. „Þroski barns á fyrsta ári er mjög hraður. Það getur naumast hreyft sig til að byrja með en lær- ir að velta sér, setjast upp, skríða, standa á fætur og ganga. Slys á þessum aldri tengjast venjulega sívaxandi hreyfigetu og þörf til að nota munninn við að kanna heiminn. Helstu slys sem þau lenda í er fall, bruni, köfnun og eitrun. Venjulega verða þessi slys innan veggja heimilanna. Tveggja til þriggja ára fer barnið að samhæfa hreyfingar, lærir að hlaupa, hoppa, ganga í stigum og klifra. Það er alveg upptekið af nýjum möguleikum til að hreyfa sig og rannsaka umhverfið. Það fer jafnframt að beita verkfærum til að ná settu marki. Dómgreindin þroskast ekki eins hratt og getan til að hreyfa sig og það er einstaklega mikil- vægt að fullorðnir séu í nánd og umhverfið lagað að börnum. Helstu tegundir slysa eru fall, bruni og eitrun (meðöl, vélarolí- ur, hreinsiefni o.s.frv.) Öryggislok á íláti með hættu- legum efnum eru gríðarlega mikilvæg slysavörn á þessum aldri. Þau eru lögleidd í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Hér á ís- landi hefur ekkert verið gert í málinu. Flest slys á þessum aldursflokki verða innan veggja heimilanna. Á þriggja til fjögurra ára aldursskeiðinu hafa börn náð góðri stjórn á líkamanum. Mál- þroski og skilningur eru að þroskast og þau eru á fleygiferð út um allt. Þau eru oft mjög ræðin, hafa margt að segja, og það er algengt að fólk ofmeti hæfni barna á þessum aldri. Reiðhjólin koma oft til sög- unnar um þetta leyti og hjólreiða- slys eru langflest hjá fjögurra ára börnum. Það er of snemmt fyrir þau að nota tvíhjól, án hjálpar- hjóla. Hreyfingarnar verða ekki nógu samhæfðar til þess fyrr en þau verða fimm ára. Fimm ára er barnið orðið sæmilega greind og stöðuglynd lítil manneskja og þetta er rólegt tímabil. Það hefur góða stjórn á líkamanum og mikið sjálfstraust. Það getur farið að æfa sig í hinu og þessu en ræður ekki við nema eitt viðfangsefni í einu. Við sex ára aldurinn hefst erf- iður tími. Svíar kalla börn á þess- um aldri: „litlu táninganna“. Barnið lengist og verður kranga- leg, duttlungafull persóna. Hreyfigetan minnkar en fróð- leiksfýsn og forvitni aukast og heimurinn stækkar. Slysahætta í umferðinni eykst þegar komið er á þennan aldur. Slys á fimm tíl sex ára börnum tengist gjarna útbúnaði. Þau slasa sig oftast á því að detta eða á annan hátt við hjólreiðar. Bruna- og eitrunarslysum snar- fækkar þegar þau eru komin á þennan aldur. Þegar komið er upp í siö ár eykst skilningur til muna. Á bil- inu 7-10 ára fer barnið að skilja að hættur eru til. Fram að þeim tíma hefur veruleikinn ekki komist að fyrir hugmyndaflugi en nú fer það að breytast. Enn er barnið þó ekki tilbúið að takast á við umferðina og það er mikilvægt að finna öruggustu leiðina í skólann. Barnið getur ekki einbeitt sér nema að einu í senn og hefur tæpast nægan þroska til að vera gangandi vegfarandi. Unglingsárin, ellefu til fjórtán ára, eru langt, nýtt vaxtarskeið með byltingu í félagslífi og umgengni við aðra. í Svíþjóð fylgja hjólreiðaslys þessum aldursflokki eins og skuggi en það er tæpast þannig hér á landi. Aðstæður hér eru aðrar en það vantar íslenskar rannsóknir." ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.