Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 1. maí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁlKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: 8RAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Dagur verkalýðsins Árlegur baráttudagur verka- lýðshreyfingarinnar er að þessu sinni haldinn í lok langrar og strangrar samn- ingalotu. Lotan stóð yfir í átta mánuði og allan þann tíma átti verkalýðsforystan á brattann að sækja. Forystu- menn launþega settu hvorki fram ósanngjarnar né óraunsæjar kröfur í yfirstand- andi samningaviðræðum. Þvert á móti leituðust þeir við að verja núverandi kaup- mátt launa og standa vörð um almenn lífskjör í landinu. Þeir freistuðu þess jafnframt að koma í veg fyrir að frekari skemmdarverk yrðu unnin á velferðarkerfinu. Fyrir fáum árum hefðu ofangreindar kröfur talist afar hógværar og auðsótt að fá þær samþykkt- ar. Svo var ekki nú. Sem fyrr segir tók það vinnuveitendur og ríkisstjórn átta mánuði að fallast á að skerða ekki lífskjörin frekar en þegar hefur verið gert. Kosningaloforð stjórnarflokk- anna um hækkun lágmarks- launa og skattleysismarka eru löngu gleymd og komu ekki til umræðu í nýafstöðnu samningaþófi. Með harkaleg- um aðgerðum í upphafi valdatíma síns dæmdi ríkis- stjórnin verkalýðsforystuna í raun til að snúa sókn í vörn. Talsmenn launþega hafa síð- ustu mánuði fyrst og fremst reynt að ná því til baka sem áður var hrifsað burt með valdboði að ofan. Launþegar færðu miklar fórnir með þjóðarsáttinni svonefndu. Þeir neituðu sér m.a. um eðlilegar og sjálf- sagðar kjarabætur um nálega tveggja ára skeið. Þá fórn færðu þeir í ákveðnum til- gangi. Markmiðið var að ná verðbólgunni niður og skapa langþráðan stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Launþegar báru hitann og þungan af þeim víðtæku efnahagsaðgerðum sem í var ráðist á tímabili þjóðarsáttar og „herkostnaðurinn" var dreginn af launum þeirra. Fórnfýsi launþega bar til- ætlaðan árangur. Verðbólgan rénaði hratt og hvarf loks með öllu og efnahagslífið náði fullkomnu jafnvægi. Því miður stóð það jafnvægis- skeið stutt. Fyrr en varði tóku peningaöflin til sinna ráða. Með dyggri aðstoð nú- verandi ríkisstjórnar voru vextir hækkaðir umtalsvert á örskömmum tíma. Hagnaður fyrirtækja, sem ætlaður var til að bæta kjör launþega, hvarf í hít vaxandi fjármagnskostn- aðar. Svigrúmið til að umbuna launþegum minnkaði og hvarf. Það er við þessi skilyrði sem launþegar gera sér daga- mun nú. Að ósekju mættu aðstæður vera ánægjulegri á baráttudegi verkalýðsins og ríkara tilefni til að fagna. Engu að síður færir Dagur launafólki nær og fjær kveðj- ur og góðar óskir í tilefni dagsins. Enn ein orrustan er að baki og segja má að henni hafi lokið með jafntefli. En stríðinu sjálfu er ekki lokið. Það er eilíft. BB. B/\f<þANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um erfiðleika verslunarreksturs héma undir mér og reyndar undir okkur Gústa báðum Lóan er komin. Henni er kalt. Lagt er til að laun hækki um 1,7% þann 1. maí. Þá er bar- áttudagur okkar launþega. Vet- urinn á Akureyri var fremur þurr. Ég veit ekki hvort það er gott. Leikfélag Akureyrar hélt uþp á afmælið sitt. Það fær héðan góðar óskir. Lirfur spól- orma hunda og katta geta smit- að fólk. Það er bölvað. Eru Þingeyjarsýslur vaxtarsvæði? Það er von að spurt sé. Ólafs- firðingur kom, sá og sigraði á Dalvík. Ekki get ég sagt að það kæmi mér á óvart. Galgopar halda jólin um þessar mundir. Það kann að vera til eftirbreytni. Ef launþegar taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um miðlunar- ttillögu sáttasemjara er litið svo á að þeir samþykki hana. Atarna er skrýtið. Jack Nicklaus er væntanlegur til íslands í sumar og ef til vill á golfvöllinn hérna en þar eru lagðar milljónir undir í getraunum og allir græða. Blöðruselir gera usla í Skjálfandaflóa og éta fisk úr netum. Það er góður matur. Allt þetta hér á undan sá ég í Degi á þriðjudaginn og fannst allt merkilegt og sumt gleðilegt. Ein var hins vegar auglýsing í blað- inu sem mér þótti dapurleg en hún fjallaði um að loka ætti búð- inni hérna undir mér og raunar undir okkur Gústa báðum. Ég á eftir að sakna þessarar verslunar og við Gústi báðir held ég og mér finnst reyndar sorglegt að ekki skuli lengur vera talið björgulegt aö selja nýlenduvörur við torgið. Þetta er líka merkileg búð og ég man ekki betur en þegar hún var opnuð, árið 1955 minnirmig, að hún hafi þá valdið byltingu í verslunarháttum í bænum. Var nefnilega fyrsta kjörbúðin hérna. Þá var líka húsið Brekkugata eitt miklu þéttbýlla en núna. Það vitum við íbúarnir við Gústi báðir. í mínu plássi hafði þá verkefni sín stórsöngvarinn Magnús, „Maggi dívana" og bólstraði húsgögn. Minn at- vinnurekstur er stórum ómerki- legri og ég syng ekki einu sinni við iðju mína og reyndar ekki Gústi á efri hæðinni heldur svo ég viti. Það fer öllu aftur. Ég á reyndar*um það minn- ingar að áður en kaupfélagið okkar opnaði þessa byltingar- kenndu verslun var þar önnur og þar var ég búðarmaður og fannst merkilegur starfi. Glæsi- leg verslun sem með sínum hætti var einnig framúrstefnu- leg og öðruvísi en svoleiðis verslanir höfðu verið. En vegna þess hve gamall ég er orðinn þá verður mér á að rifja upp það Ráðhústorg sem ég man frá ungum dögum mín- um og bera saman við það sem nú er að verða. Ef mig misminnir ekki voru í Brekkugötu eitt þrjár verslanir, Liverpool, Anna og Freyja og Pöntunarfélagið. Raftækja- verslun Viktors var í Brekku- götu þrjú og í bakhúsinu aftan við sjö rak Jóhanna dálitla mjólkur- og brauðbúð og í þvottahúsinu við hliðina var afgreiðsla Morgunblaðsins. Svo var Gunnlaugur Tryggvi með bókabúð á horninu, Indriði í „Kóinu“ kom svo og síðan Bókaverslun Þorsteins Thorlací- usar. Landsbankinn var austan við torgið en aö norðan var Esja, Polifoto og Verslun Akur- eyri. Við torgið voru þá tvær leigubílastöðvar og við aðra þeirra, BSA, áttu rúturnar áfangastað þær sem héldu uppi ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þar var mikil skemmtun á sumarkvöldum að spássera og horfa á ferðalanga og taka á móti Mogganum. Þetta var sem sagt ágætt torg og miðbær, björgulegt mannlíf og stabílt. Nú er ekki lengur friður með neitt fyrir rekstrarerf- iðleikum og öðrum framförum á öllum sviðum. Framfarir í verslun hafa nú valdið því að kaupfélagið mitt er búið að loka öllum þeim búðum sínum sem höfðu nokkra per- sónutöfra. Ég er á móti framförum og reyndar við Gústi báðir. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.