Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 11 Börnin okkar Kristín Llnda Jónsdóttir Bamið þitt varð fyrir slysi! - um slys á börnum í heimahúsum fólk sat með þau, þegar það var að drekka sjóðandi heita drykki, gætum þess að ekkert barn brenni sig á kaff- inu okkar. Heitir rafmagnsofnar, bakarofnar og útigrill brenna litlar hendur. Látum sköftin á pottunum og pönnunum aldrei standa út fyrir brúnina á eldavélinni. Leggið ekki undir neinum kringumstæðum potta, bala, hraðsuðukatla eða önnur ílát með heitu vatni á gólfið ef börn eru í húsinu. Fylgjumst með börnum í návist logandi kertaljósa og göngum ekki út úr herbergi þar sem kveikt er á kertum nema taka börnin með. Flugeldar, kveikjarar og eldspýtur eru ekki barnameðfæri. Drukknanir Heitum pottum í görðum hefur fjölg- að mjög hér á landi á síðustu árum. Margir eru þeir opnir og óvarðir, það er óforsvaranlegt. Átt þú heitan pott, laug eða tjörn? Hvernig mundi þér líða ef lítið barn mundi drukkna eða nærri því drukkna í garðinum þínum? Athugið að í mörgum orlofs- húsahverfum og sumarbústöðum eru heitir pottar. Ef við dveljum í ná- grenni vatns er geysilegt öryggi í því fólgið að láta börnin vera í flotvesti. í þessum tilfellum sem öðrum verð- um við foreldrar að gæta barnanna okkar eins og sjáaldurs augna okkar. Gerum okkur ekki sek um að segja. „passaðu þig á vatninu'M Okkar er ábyrgðin ekki barnanna. í heimsókn Það er gaman að heimsækja afa og ömmu, frændfólk og vini en á heimil- um þar sem ekki eru börn eru oft ýmsar slysagildrur. Lyf á náttborðun- um, dúkuð borð sem á standa þungir, brothættir hlutir, þvottaefni í vaskaskáp og valtar bókahillur. Því er sérstakrar aðgæslu þörf. Ef um langa heimsókn er að ræða er sjálf- sagt að ræða við húsráðendur um tímabundnar öryggisráðstafanir barnanna vegna. Gætum barnanna okkar! Fað hefur reynst mörgum foreldrum afdrifaríkt augnablikið þegar þau litu af barninu sínu, gleymdu sér eitt andartak. Leitumst við að gera heimili okkar eins örugg og unnt er. Venjum okkur á að loka á eftir okkur inn á baðher- bergi og bendum börnunum á að það er ekki leiksvæði. Gætum þess að börnin séu ekki ein frammi í eldhúsi, inni í þvottahúsi eða úti á palli hjá heitu útigrilli. Geymum hnífa, skæri og aðra beitta og oddhvassa hluti á öruggum stöðum. Það er góður vani að taka símann af ef við erum ein heima og erum að baða barnið okkar. Þá er engin hætta á að við hlaupum í símann og skiljum barnið eftir í baðinu eða hálfklætt á bað- borðinu. Nú þegar vorar er ýmislegt að var- ast úti í garði. Fyrir utan útigrillið er það sláttuvélin, runnaklippurnar og ýmis fleiri garðáhöld. Framundan er tími ferðalaga og útivistar. Þegar við komum með börnin okkar í nýtt umhverfi á það að vera okkar fyrsta verk að athuga nánasta umhverfi, hugsanlegar hætt- ur og öryggi leiksvæðisins sem böm- unum er ætlað. Nýtt umhverfi er spennandi og skemmtilegt fyrir böm- in okkar. Gætum þeirra vel, gemm það sem í okkar valdi stendur til að við komum öll heil heim. Slys á börnunum okkar, íslenskum börnum, eru mun tíöari en í flestum nágrannalöndum okkar. Við leggjumst öll á eitt þegar barn verður fyrir slysi og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga því en hve langt teygjum við okkur til að koma í veg fyrir slys? Slysavarnafélag Islands gengst um þess- ar mundir fyrir átaki sem nefnist „I vörn fyrir börn“. I tíma- riti félagsins 1. tbl. þessa árs er fjallað um þetta átak og margvíslegar aðgerðir sem slysavarnafélagið stendur fyrir til að koma í veg fyrir slys á börnum. Þar kemur meðal annars fram að mörg alvarlegustu slys á börnum verða innan veggja heimilanna. Við leggjum öll mikið á okkur til að búa börnun- um okkar gott heimili, prýtt glæsilegum húsgögnum og öllum nútíma þægindum, en er hugsanlegt að um Ieið séum við að leggja fyrir þau slysagildrur? Vissulega verða slys bæði utan veggja heimilanna og innan en er ekki nærtækast fyrir okkur foreldra að byrja á því að líta í eigin barm? Það er umhugs- unarefni fyrir foreldra að talið er að hlutfallslega fleiri börn slasist í gæslu foreldra en hjá dagmæðrum eða á leikskólum. Getur það verið að þeir aðilar sem taka að sér að gæta barna gegn greiðslu sýni meiri ábyrgð en við sem gætum eigin barna? Fylgjumst við foreldrar betur með börnunum ef í hópnum eru börn sem eru ekki okkar? Er það staðreynd að við gætum barnanna okkar ekki nægilega vel? Hvernig væri að ganga um húsið fara herbergi úr herbergi og athuga hvar slysagildrurnar leynast? Það er næsta víst að á flestum heimilum má á ein- hvern hátt draga úr slysahættu barn- anna vegna. í mörgum tilfellum er hvorki um kostnaðarsamar né viða- miklar aðgerðir að ræða heldur smá- vægilegar framkvæmdir og hugsan- lega breyttar umgengnisvenjur. Við þurfum öll hvert og eitt að líta í eigin barm og hugleiða hvar úrbóta er þörf. Hér á eftir verður fjallað um nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Athugið að upptalning sem þessi er langt frá því að vera tæmandi enda fyrst og fremst til þess hugsuð að vekja til umhugsunar um slysa- gildrur heimilanna. Barnavörur Það er nauðsynlegt að allur búnaður barnsins, svo sem barnarúm, barna- vagn, kerra, barnastóll, skiptiborð og barnabílstóll sé örugg og viður- kennd gæðavara sem er í lagi og rétt notuð. í því sambandi mætti t.d. minna á eftirfarandi atriði. Skiljið barnið ykkar aldrei eftir, eitt andar- tak, eftirlitslaust á skiptiborðinu. Barnastóllinn á að standa á gólfinu, tyllið honum ekki upp á borð eða bekki. Lítið yfir barnavagninn. Er karfan tryggilega fest á grindina, eru bremsurnar í lagi, eru öryggisfesting- ar á vagninum/kerrunni svo hann falli ekki saman án fyrirvara? Hvern- ig væri að prýða vagninn/kerruna endurskinsmerkjum? Spennum barnið okkar alltaf á sinn stað í bílnum og gætum þess að bílstóllinn sé rétt festur. Leikföng Þegar börnin eignast farartæki eins og sparkbíla, þríhjól, hjól, hjóla- skauta, hjólabretti og sleða breytist líf þeirra skyndilega, þau komast hraðar! Það er spennandi og skemmtilegt en um leið mun hættu- legra en að ferðast á tveimur jafn- fljótum. Lítum sérstaklega vel eftir þeim þegar þau eru nýbúin að eign- ast eitthvert slíkt farartæki og látum ekki hjá líða að kaupa þann öryggis- búnað sem við á. Með samstilltu átaki okkar allra er unnt að koma öryggishjálmum og endurskins- merkjum í tísku. um okkur á að taka öll tæki úr sam- bandi og geyma þau á eins öruggum stöðum og völ er á. Húsgögn Gluggar og svalahurðir sem ná niður undir gólf þurfa að vera með öryggis- gleri og athugið hvort lokunarbúnað- ur þeirra er traustur. Hurðir eru slysa- gildrur sem geta klemmt litla fingur. Hafið sérstaka gát á ef gegnumtrekk- ur myndast í íbúðinni eða ef börnin hlaupa ærslafull í gegnum húsið. Tímabundin varúðarráðstöfun getur verið í því fólgin að leggja handklæði yfir hurðina að ofan þannig að hún falli ekki að stöfum. Gætið þess að hillur og skápar séu tryggilega festar sérstaklega í barnaherbergjunt. Mörg slys á börnum verða vegna þess að þau detta. Oft er erfitt að koma í veg fyrir slík óhöpp en það er sjálf- sagt að gæta þess að þau klifri ekki á völtum, varasömum stólum eða borðum. Það er jafnframt nauðsyn- hættulegu efni. Já, mikið rétt ein- hvers staðar verða þau að vera! Læst- ur lyfjaskápur í efri skápunt eldhús- innréttingarinnar á að geyma öll lyf heimilisins. Þvottaduftið fyrir upp- þvottavélina verður að vera í efri skáp sem er nteð barnalæsingu. í þvottahúsinu er hægt að sameina all- ar hreinlætisvörurnar í skáp sem er með barnalæsingu. Geymið þvotta- duftið þar, líka á milli þvotta. f bíl- skúrnum er sams konar skápur góð lausn og gleymið ekki grillolíunni. Á baðherberginu er nauðsyn að geynta hættulega hluti utan seilingar barna en athugið að börn eiga aldrei að vera eftirlitslaus inni á baðherberg- inu, þar leynast ótal hættur. Brunar Heitt vatn í hverjum krana er hluti nútíma þæginda en brunar eru of algengir. Athugum án undantekn- inga hita baðvatns barnanna á örugg- an hátt. Stillum kranana af Gætum þess að börnin okkar þurfi ekki að dvelja á sjúkrahúsi vegna vanrækslu okkar. Mynd: Golli í hvernig ástandi eru leikföngin sem barnið þitt á? Mörg slys tengjast leikföngum. Þar er til dæmis um að ræða leikföng sem brotna og börnin skera sig á eða stinga innihaldi þeirra í munn eða eyrun. Rafmagnstæki og tól Rafmagnssnúrur á lömpum, sjón- varpstækjum, kaffivélum, brauðrist- um, vöfflujárnum og fleiru geta reynst mjög hættulegar. Sömuleiðis innstungur, klær og dósir. Það er freistandi að toga í snúruna sem lafir út af borðinu, en hræðilegt að fá sióðheitt straujárnið ofan á sig. Otrúlega mörg rafmagnstæki sem eru í notkun á heimilum okkar daglega eru börnum hættuleg. Rakvélar, krullujárn, straujárn, rafmagnsbrauðhnífar, hrærivélar, borvélar og djúpsteikingarpottar. Þessum tækjum má ekki víkja frá ef þau eru í notkun eða liggja á glám- bekk og börn eru á heimilinu. Venj- legt að handrið séu á stigum og svöl- um og hlið loki stigum milli hæða þar sent ungbörn eru á heimilinu. Eitranir Á sérhverju nútímaheimili eru til ótal baneitraðir hlutir. Allt frá falleg- um pottablómum til smurolíu. í eld- húsinu finnum við þvottaduft fyrir uppþvottavélina og hugsanlega lyf. Á eldhúsbekknum liggja ef til vill sígarettur, fullur öskubakki og kveikjari. Á baðherberginu eru rakspírar, ilmvötn, hársnyrtivörur og girnilegur bleikur vökvi, naglalakkseyðir auk ótal sápuefna sem ekki eru „góð í maga“. Hugsanlega leynist í bað- skápnum hreinsiefni sem framleitt er til að halda salernum hreinum, ekki er það heppilegt til neyslu. í þvotta- húsinu er glæsilegt úrval litríkra brúsa sem eru hver öðrum hættulegri fullir af sterkum hreinsiefnum. í bt'l- skúrnum er þynnir, málning, olía og ýmsar vörur til að hreinsa og bóna bíla. Á útigrillinu stendur brúsi fullur af grillolíu. Hvernig væri að standa nú upp frá lestrinum, ganga í gegnum íbúðina, og bílskúrinn og fjariægja öll þessi Börn - Vor - Hjól - Hjálmar. Mynd: Golli nákvæmni þegar börnin okkar eiga í hlut og gætum þess að þau skrúfi ekki sjálf frá krananum án þess að hafa getu til að stilla hitastigið. Börn hafa brennst vegna þess að fuliorðið Veist þú hvar barnið þitt er og hvað það er að gera? Næsti þáttur: Agi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.