Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 9 Einar Hákonarson, myndlistarmaður: Opnar sýningu á olíumálverkum í GaJlerí AllraHanda á morgun Einar Hákonarson, myndlist- armaður opnar sýningu á verk- um sínum í Gallerí Allra- Handa í Listagili á morgun fyrsta maí. Einar er á meðal þekktustu myndlistarmanna þjóðarinnar. Hann stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á árunum 1960 til 1964 og fram- haldsnám við Valands listahá- skólann í Gautaborg á árunum 1964 til 1967. Einar starfaði sem kennari í málverki og grafik við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1967 til 1978 og var skólastjóri við sama skóla frá 1978 til 1982. Þá var hann list- ráðunautur Reykjavíkurborgar frá 1987 til 1988 og kennari í mál- verki og grafik við Hovedskous málaraskólann í Gautaborg 1989 til 1991. Einar stofnaði félagið grafik, ásamt Ingiberg Magnús- syni og rak í tvö ár - frá 1970 til 1972. Hann var formaður stjórn- ar Kjarvalsstaða frá 1982 til 1986. Hróður Einars Hákonarsonar sem myndlistarmanns hefur bor- ist víða. Hann hefur haldið um 20 einkasýningar. Þar af hefur hann sýnt sjö sinnum á Kjarvalsstöð- um auk sýninga í Unuhúsi og í Bogasal Þjóðminjasafns íslands. Pá sýndi Einar í Gallerí Háhól á Akureyri á árinu 1980 og í Gall- erí Glugganum á sama stað 1988. Sýningin í Gallerý AllraHanda er því þriðja einkasýning Einars á Akureyri. Einar hefur auk þess haldið nokkrar einkasýningar erlendis. Þá hefur hann einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Einar kvaðst fyrst og fremst hafa starfað sem málari í mynd- sköpun sinni og málað mest í olíu Einar Hákonarson á virinustofu sinni. <^° p% PIZZA- HÚS Frí heim- sending SÍMI 22525 Rokkaður jazz laugar- dagskvöld Frítt inn Jazztónleikar sunnudagskvöld Aðgangseyrir Kr. 600 DROPINN HAFhARSTRÆTI 98 • ARUREYRI en einnig starfað sem grafiklista- maður. Hann hefur einnig gert talsvert af mósaikskreytingum og unnið með glermósaik í því sam- bandi. Einar kvaðst mikið hafa notað fígúritívan myndstíl en hafi þróað hann nokkuð út í landslagsáhrif á síðari árum. Á síðustu sýningu sinni hafi hann einkum sýnt myndir með lands- lagsívafi. Að þessu sinni ætlar Einar að sýna eingöngu olíumyndir. ÞI Utsala ó hornsófum, spegilflísum og speglum ★ Aukin staðgreiðsluafsláttur af öðrum vorum. AySSMil HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI SÍMAR 21790 & 21690 Sýnum samstöðu - okkar er afllð - höldum hátíð •• HATIÐARH0LD VERKALÝÐSFÉLAGAN NA Á AKUREYR11. MAÍ1992 kl. 13.45: Safnast saman við Alþýðuhúsið. kl. 14.00: Lagt upp í kröfugöngu. HÁTÍÐARSAMKOMA hefst á fjórðu hæð Alþýðuhússins að aflokinni kröfugöngu AVÖRP Ávarp 1. maí nefndar: Ármann Helgason, formaður 1. maí nefndar. Aðalræða dagsins. FJÖLBREYTT SKEMMTIDAGSKRÁ KAFFIVEITINGAR Kaffihlaðborð í boði 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna BARNAGÆSLA verður í hliðarsal þar sem verða leikföng og aðstaða til að lita og teikna. Einnig verða sýndar þar vel valdar teiknimyndir. Kl. 23.00: VERKALÝÐSBALL í Alþýðuhúsinu til klukkan 03.00 LAUNAFÓLK! - TÖKUM PÁTT í HÁTÍÐARHÖLDUNUM - EFLUM SAMTAKAMÁTTLNN - áður var þörf nú er nauðsyn - sýnum samtakamáttinn sýnum samstöðu - okkar er atlið - höldum hátíð!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.