Dagur - 01.05.1992, Page 7

Dagur - 01.05.1992, Page 7
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 7 Efst í huga Svavar Ottesen 1 nt *** Tölvuvædd verkalýðsbarátta í dag er 1. maí, hátíðar- og frídagur launþega um land allt. Baráttudagur verkamanna var dagurinn oft kallaður í mínu ungdæmi og þá var skorað á öreiga allra landa að sameinast. Ég minnist þess að þegar ég var meðlimur í Lúðrasveit Akureyrar í nokkur ár þá var hátíðarfundurinn 1. maí alltaf haldinn fyrir framan verkalýðshúsið, þar sem Augsýn verslar nú með húsgögn. Þá var fast form á hlutunum, Guðmundur frá Steðja var mættur með vörubifreið sína og á þalli þílsins var ræðupúltið. Nokkrir gamlir jaxar slógu fánaborg um bifreið- ina og auðvitað voru flestirfánarnir rauð- ir, en aðrir voru með kröfuspjöld. Ég minnist þess að Gestur sótari var alltaf í fylkingarbrjósti með stóran rauðan fána. Síðan var farið í kröfugöngu og var Lúðrasveitin í broddi fylkingar. Oft var skítakuldi 1. maí og einu sinni a.m.k. varð að færa fundinn inn í Nýja bíó. Þegar ég er nú að rifja þetta upp, þá flýgur það í huga minn, hvort það sé ekki verðugt verkefni að verkalýðsfélögin á Akureyri sameinist um það að gefa út sögu verkalýðshreyfingarinnar á Akur- eyri. Það yrði góð viðbót í Safn til sögu Akureyrar, sem ég kalla svo. Mér finnst full ástæða til að minnast þeirra mörgu baráttujaxla, sem voru í forystu fyrir laun- þega á fyrri tíð og horfnir eru nú yfir móðuna miklu. Ég man ekki betur en verkalýðsfélögin hafi eitthvað látið vinna að þessum sögumálum fyrir allmörgum árum. Ef við, að þessari upprifjun lokinni, hverfum til dagsins í dag, þá er auðvitað efst í huga launþega það samkomulag, sem gert var fyrir nokkrum dögum milli atvinnurekenda og launþega um kaup og kjör næstu mánuði. Framlenging á þjóðarsátt segja sumir. Hvernig er í dag unnið að þessum máium? Hin gamla verkalýðsbarátta er fyrir bí! Nú fer verka- lýðsbaráttan aðallega fram á sjónvarþs- stöðvunum tveimur, bráðum kannski þremur, og svo í nýju og stóru tölvunum, sem hagfræðingarnir hjá ASÍ, BSRB, Kennarasambandinu, VSÍ, ríkisvaldinu (Þjóðhagsstofnun) og fleiri samtökum stjórna. Hinn almenni verkamaður eða verkakona koma lítið að því verki. ( hinu tæknivædda þjóðfélagi dagsins í dag snýst verkalýðsbaráttan fyrst og fremst um stöðugleika í efnahagslífinu, vexti og hvað er raunverulega til skiptanna. Því miður er ástand fiskistofnanna við landið með verra móti og því lítið til skiptanna. En það brennur auðvitað á öllum lands- mönnum hvernig skiptin eru, hvort „þeir ríku verða ríkari, en þeir fátæku fátæk- ari“. Fjölmið lar Þröstur Haraldsson Nú á að leggja til atlögu við Ríkisútvarpið Jæja, enn á aö fara aö endurskoða útvarpslög- in. Þeirri endurskoöun átti raunar aö Ijúka fyrir 3- 4 árum því útvarpslögin sem tóku gildi áriö 1986 áttu bara aö gilda í þrjú ár. Þann tfma átti aö nota til aö endurskoða þau í Ijósi reynslunnar. Svavar Gestsson Iét endurskoöa lögin og komst frumvarp hans í þaö minnsta inn á borö ríkis- stjórnar, ef ekki inn á þing, en ekki varö þaö aö lögum. Arftaki Svavar hefur sýnt það í verki að hann hefur aðrar hugmyndir um margt af því sem fellur undir menntamálaráðuneytiö svo varla var viö ööru aö búast en aö hann legöi frumvarp Svavars til hliðar og léti semja nýtt. Nefndarskipun Ólafs er svo í þeim anda sem einnig mátti búast viö. Og þó, þar kemur sumt á óvart. Ekki það aö ráöherra telji þaö ekki koma neinum viö nema flokksmönnum stjórnarflokk- anna tveggja hvernig útvarpsrekstri er háttað í landinu. Heldur þaö aö í nefndinni er enginn sem komiö hefur nálægt starfi hjá Ríkisútvarp- inu. Þeir einu sem tengst hafa þeirri stofnun eru útvarpsráösmennirnir Guöni Guðmundsson og séra Hjálmar Jónsson. Hins vegar eiga einka- stöövarnar tvo fulitrúa í nefnd Olafs G. Einars- sonar. í frétt frá ráöuneytinu segir aö nefndin eigi aö „skilgreina hlutdeild ríkisins í útvarpsrekstri og athuga hvernig tryggja megi sem jafnasta aö- stööu Ijósvakamiðlá1. Hvaö þýöir þetta? Ósköp einfaldlega þaö aö veikja Ríkisútvarpiö það mikið aö þaö komist niöur fyrir einkastöövarnar í gæöum og áhrifum. Miöaö viö þaö sem heyrst hefur frá flokkssyst- kinum Ólafs þýöir þetta aö Rás tvö veröi seld og Rás eitt veröi auglýsingalaus „menningar“stöð fyrir gamalt fólk og sérvitringa. Ríkiö má ekki standa í samkeppni viö einkaframtakiö um aug- lýsingar. Þarna á með öörum orðum aö leggja til at- lögu við þá menningarstofnun án gæsalappa sem Ríkisútvarpiö hefur verið um áratuga skeiö og fjöimargar skoöanakannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi fylgi er viö að ríkiö haldi gangandi. Þaö er alveg sama hver hefur kannaö viöhorf al- mennings, alltaf eru 70-80% á því að ríkiö haldi áfram aö reka sitt útvarp meö þeim hætti sem verið hefur um rúmlega sextíu ára skeið. Það er því jafnljóst aö Ólafur G. Einarsson og hans nót- ar, þó þeir séu í stærsta flokki þjóðarinnar, til- heyra smáum en ákaflega háværum minnihluta í afstöðu sinni til ríkisrekstrar á útvarpi. En nú er þaö greiniiega ætlun þessa háværa minnihluta aö láta til skarar skríöa. Og þeim liggur á því nefndin á aö skila frumvarpsdrögum inn á borö til ráöherra fyrir 1. september. Þaö er því hætt viö aö lítið verði úr sumarfríum þessara sjömenninga. Þau þurfa þó væntanlega ekki aö örvænta því hugmyndir Olafs G. og félaga hafa veriö öllum Ijósar um margra ára skeið. Þaö vefst ekki fyrir fólki á borð við Baldvin Jónsson á Aöalstööinni, Jóhann Óla Guðmundsson for- stjóra Securitas eöa Sólveigu Pétursdóttur al- þingismann að setja þær á blaö. En í nefndinni eru tveir landsbyggöarmenn, þeirTómas Ingi Olrich alþingismaöurúr Eyjafiröi sem er formaður nefndarinnar og séra Hjálmar, prófastur Skagfirðinga. Því verður ekki aö óreyndu trúaö upp á þessa ágætu menn aö þeir láti frjálshyggjuljónin úr Reykjavík beita sér fyrir vagn sinn. Sem landsbyggðarmenn hljóta þeir aö vita hversu mikilvægt hlutverk Ríkisútvarps- ins er fyrir hinar dreifðu byggðir. Fjölmargir Ey- firöingar og Skagfiröingar og margir aörir heyra aldrei í einkastöövunum, geta þaö ekki einu sinni af tæknilegum ástæöum. Og þó þeir gætu þaö hafa þeir engan áhuga á aö skipta á þeim og Ríkisútvarpinu. Þannig háttar til um meirihluta landsmanna og þaö er ekkert annaö en frekja háværs minni- hluta aö vilja breyta því. Þeir hafa engan áhuga á því að efla lýöræöiö í landinu þótt þeir skáki oft (því skjólinu. RíkisútvarpiÖ er nefnilega lýöræö- islegasti fjölmiöill landsins. Þaö eina sem þeir hafa áhuga á eru auglýsingatekjurnar sem Rík- isútvarpiö hefur aflaö sér ( krafti gæöa sinna og útbreiöslu. Nú er þessi minnihluti því miöur í þeirri aö- stööu aö geta ráöiö framttö Ríkisútvarpsins. Þaö er því mikilvægt aö meirihlutinn veiti nefnd- armönnum aöhald og láti þá ekki komast upp með aö eyöileggja óskabarn þjóöarinnar af skammsýni og misskildu frjálslyndi. Aðalfundur íþróttafélagsins Eikar veröur haldinn í Dynheimum sunnudaginn 10. maí kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI Vortónleikar forskóladeildar verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju föstudaginn 1. maí ki. 2.00. Nemendur forskólans flytja fjölbreytta efnisskrá. Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis ★ Vortónleikar Strengjadeildar (efri stig) verða á sal Menntaskólans á Akureyri föstudaginn 1. maí kl. 5.00. Nemendur á strengjahljóöfæri flytja fjölbreytta efnisskrá við undirleik Richard Simm og Guðnýjar Erlu Guðmundsdóttur. Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis HOTEL KEA Hljómsveitin HERRAMENN í hörkusveiflu fram eftir nóttu. Leikhúsmatseðill föstudags- og laugardagskvöld. Rjómalöguð laxasúpa með hvítlauksristuðum brauðteningum. Heilsteiktur lambavöðri á villisveppagrunni. Kaffi og konfekt. Verð föstudagskvöld kr. 1.900. Verð laugardagskvöld kr. 2.400, þá innifalinn dansleikur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.