Dagur - 01.05.1992, Side 14

Dagur - 01.05.1992, Side 14
14 - DAGUR - Föstudagur 1. maí 1992 Dulspeki Einar Guðmann Hæfileikar Edgar Cayce Eitt sinn sagði maður við mig að eina þýdda lesefnið af viti sem við íslendingar ættum um dul- fræðileg málefni væru bækurnar um dálestra Edgar Cacy. Ekki vil ég taka svo sterklega til orða en hins vegar er óhætt að taka undir það að Edgar Cacy skei sig tvímælalaust úr þegar hugs- að er um allt það sem til er um duispeki og skyld málefni. Bækurnar sem hafa verið skrifaðar um hann og verk hans eru ófáar en hverri annarri betri. Ómenntaður, en spekingur í dásvefni Edgar Cayce var Bandaríkja- maður. Hann lést 67 ára að aldri árið 1945. Fyrir tilviljun uppgötvaðist að í dásvefni gat hann svarað ótrúlegustu spurn- ingum. Dálesturinn fór þannig fram að hann lagðist á legubekk og þegar hann var fallinn í dá var hægt að spyrja hann um hvað sem er. Áður en langt um leið var hann farinn að helga líf sitt dá- lestrunum. Ástæðan var sú að hann hafði hæfileika til þess að greina sjúkdóma manna sem voru ekki einu sinni nærstaddir. Þúsundir sjúklinga hlutu bata fyrir hans tilstilli. Maðurinn Edgar Cayce lauk ekki einu sinni barnaskólanámi, en hins vegar bjó hann yfir þvílíkri þekkingu og visku þegar hann var í dásvefni að undrun sætti. Hann talaði óteljandi tungu- mál, ráðlagði meðferðir við sjúkdómum af mikilli þekkingu, spáði fyrir um jarðskjálfta, spáði fyrir síðari heimsstyrjöld- inni, og auk þess ráðlagði hann fólki varðandi öll hugsanleg vandamál. Allir dálestrarnir skráðir í dag er til stofnun sem helgar sig því að rannsaka og kanna það sem hann sagði í dálestrum sínum. Það er mikið verk þar sem hann var iðinn við að veita dálestra. Snemma tók eigin- kona hans til við að skrá allt sem sagt var á dálestrum þannig að í dag eru til skráðir 14.249 dálestrar en talið er að hann hafi veitt um 16.000 dálestra alls. Það sem merkilegast kann að teljast í þessum dáiestrum eru svör hans við stóru spurningun- um. Spurningum sem snúa að tilurð heimsins, mannsins, trú- arbrögðum og heimspekilegum vangaveltum. Hann hafði svör við öllu. Skýringuna á því hvernig hann gæti gert þetta sagði hann vera þá að í dásvefni tengdist hann við Alheimsvit- und eða svokallaðar „Akasha krónikur“. Alheimsvitundin geymir í sér vitneskju um allt sem gerst hefur frá upphafi og alla visku. Sjálfur vissi Edgar Cayce ekkert um það hvað hann sagði í dálestrunum þar sem hann vaknaði iðullega án þess að muna nokkuð af því sem hann sagði. Yar sjálfur í fyrstu á annarri skoðun Þess vegna kom það honum oft í opna skjöldu þegar hann fór að segja frá ýmsu sem braut í bága við skoðanir hans eða trú. En ekki leið á löngu þar til hann sannfærðist um ágæti dálestr- anna, svo margar voru sannan- irnar. Það er eins og rauður þráður í gegnum allt hans starf að kenningin um lögmál orsaka og afleiðinga og þar af leiðandi endurholdgun er ofarlega á baugi. Þegar hann sjúkdóms- greindi fólk skýrði hann yfirleitt jafnframt frá ástæðunni fyrir því hvers vegna tiltekinn sjúk- dómur hrjáði manninn. Út- skýringar hans voru ávallt mjög rökrænar og skynsamlegar þannig að þegar á heildina er litið fæst heildræn mynd af þeirri heimsmynd sem hann teiknar upp. Aldrei var það svo að Cayce læknaði fólk með handayfir- lagningu eða á álíka persónu- legan hátt. Sjúkdómsgreiningar hans voru einfaldlega hár- nákvæmar og ráðleggingarnar við þeim. Tönn sem olli því að stúlka missti vitið Mig langar að taka eitt stutt dæmi um lækningu sem er á vissan hátt gott dæmi um það sem dálestrarnir gátu leitt í ljós. Ung stúlka frá Selma í Alabama varð skyndilega vitskert og var lögð inn á geðsjúkrahús. Eftir að læknar höfðu gefið upp alla von um að lækna hana tók bróðir hennar það til bragðs að leita til Cayce. Hann lagðist fyr- ir á legubekk, andaði djúpt nokkrum sinnum og féll síðan í dásvefn. Eftir að hann var sofn- aður sagði hann frá því að hann sæi líkama stúlkunnar og væri að rannsaka hann. Eftir nokkra þögn tók hann að lýsa líkam- legu ástandi stúlkunnar, rétt eins og hann væri að lýsa röntgenmyndum. Sagði hann að „vísdómstönnin" í munni hennar þrýsti á taug að heilan- um og ef tönnin yrði dregin úr myndi það létta á þrýstingnum að tauginni og stúlkan þannig ná heilbrigði. Eftir dálesturinn gerðu lækn- ar könnun á tönninni og í ljós kom að Cayce hafði rétt fyrir sér. Tönnin var dregin úr og stúlkan náði við það fullum og skjótum bata. Annað dæmi sem hægt er að taka er af barni sem fæddist nokkuð fyrir tímann og var ávallt heilsuveilt. Þegar það var fjögurra mánaða fékk það mjög alvarlegt krampakast þannig að þrír læknar - einn þeirra var faðir barnsins - hugðu því ekki líf eftir daginn. Móðir barnsins fór í örvænt- ingu sinni til Cayce og bað hann að komast að því hvað væri að barninu. í dásvefni ráðlagði Cayce henni að gefa barninu örlítinn skammt af eitrinu Belladonna og litlu síðar mót- eitur við því. Læknarnir urðu eins og við var að búast stór- hneykslaðir yfir því að hann hefði ráðlagt að gefa barninu eitur en móðirin fór sínar eigin leiðir og gaf barninu eitrið sjálf. Krampaköstin hurfu og eftir að því hafði verið gefið móteitur teygði það úr sér og sofnaði vært. Lífi þess var bjargað. Þeir sem ætla sér að fara út í það að lesa bækur um Edgar Cayce ættu að vera viðbúnir því að þurfa að endurskoða heims- mynd sína rækilega þar sem þegar á heildina er litið er erfitt að gera annað en sannfærast um að þarna sé á ferðinni eitthvað sem er merkilegra en orð fá lýst, jafnvel þó hvert tækifæri sé notað til þess að efast um það sem hann ber á borð. Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár veröur haldinn í Sólgaröi Eyjafjarðarsveit þriðjudag- inn 5. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. PÓST- OG SIMAMÁLASTOFNUNIN Fjarski ptaefti rl it ið veröur lokað fimmtudaginn 30. apríl 1992 vegna flutninga. Opnað verður aftur mánudaginn 4. maí að Malar- höfða 2 (hvíta húsið fyrir ofan Ingvar Helgason hf.). Sími: 682424. Fax: 682429. Fundur um Vesl-Norden ferðakaupstefnuna á Akureyrí Ferðamálafélag Eyjafjarðar boðar hér með til kynningarfundar á Hótel KEA þriðjudaginn 5. maí, kl. 20.30 um Vest-Norden ferðakaupstefn- una, sem haldin verður á Akureyri 23.-26. sept- ember nk. Fundurinn er öllum opinn, en er fyrst og fremst ætlaður þeim sem hyggjast taka þátt í ferðakaupstefnunni. Ferðamálafélag Eyjafjarðar. Úr gömlum degi í upprifjun okkar á fréttum Dags á liðnum áratugum munum við að þessu sinni einblína á 1. maí. Þar kemur margt fróðlegt í ljós. Við byrjum á árinu 1972 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, lektor, var helsta stjarnan á útifundi verkalýðsfélaganna á Akureyri. Ólafur Ragnar í sviðsljósinu 1. maí 1972 f Degi 4. maí 1972 eru ekki bein- ar fréttir af útihátíðinni 1. maí. Hins vegar er Smátt & stórt lagt undir ræðu Ólafs Ragnars og einnig er vitnað í hana í leiðara blaðsins. Lítum á Smátt & stórt: „Ólafur Ragnar Grímsson, maður nýs tíma sem eftir er tekið, sagði m.a. á útifundi verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí sl.: Á kröfuspjöldum fram- tíðarinnar verður borin fram krafan um það, að allir geti notið fegurðar umhverfisins og íslenzk náttúrudýrð verði öllum opin. Það er ekki nóg að stytta vinnu- vikuna og auka orlofið, ef fólkinu í landinu verður meinað að nota frítíma sinn til að njóta kosta landsins. En nú blasir sú þróun við, að íslenzkir og erlendir auð- menn geti í krafti peninga sinna einokað mestu gersemar íslenzkrar náttúru og helztu landsgæði, að hlutum landsins verði skipt upp í forréttindasvæði peningavaldsins og auður verði skilyrði þess, að almenningur geti notið íslenzkrar náttúru. Og hvað verður þá orðið af árangri baráttunnar fyrir auknu orlofi, ef máttur auðsins meinar fólki að njóta náttúru íslands?“ Vel heppnuö hátíð fyrir þrjátíu árum Árið 1962 greinir Dagur frá hátíð- arhöldunum í forsíðufrétt blaðs- ins 3. maí og ræða Sigurðar Jóhannessonar, verslunarmanns, er birt. Fréttin er svohljóðandi: „Útihátíð verkalýðsfélaganna á Akureyri fór vel fram og studdi veðurblíðan aðsóknina. Hátíðinni stjórnaði Jón Ingi- marsson, en ræður fluttu eftir- taldir menn: Bjarni Jónasson, formaður Iðnnemafélags Akur- eyrar, Sigurður Jóhannesson, rit- ari Félags verzlunar- og skrif- stofufólks, Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélags Akur- eyrar, Eiður Guðmundsson, bóndi á Þúfnavöllum, og Björn Jónsson, alþingismaður, form. Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar. Lúðrasveit Akureyrar lék und- ir stjórn Jakobs Tryggvasonar og gekk, að ræðuhöldum loknum, fyrir kröfugöngu verkalýðsfélag- anna um bæinn. Ræðumenn fengu gott hljóð og voru ræður þeirra töluvert athyglisverðar hver á sinn hátt. A öðrum stað hér í blaðinu er birt ræða Sigurðar Jóhannesson- ar, skrifstofumanns. Þótt nokkur hundruð manns væru viðstödd hátíðahöldin, vantar mikið á, að þátttakan gæfi almennan hátíðisdag til kynna, sem helgaður er baráttumálum meginþorra fólks.“ „Kommúnistaáróður og 1. maí“ í Degi 1950 er kaldastríðstónninn áberandi. Ekki er sagt frá 1. maí hátíðarhöldunum nema í leiðara 4. maí undir yfirskriftinni „Kommúnistaáróður og 1. maí“. Leiðarinn hefst með þessum orðum: „Kommúnistar hér um slóðir halda áfram uppteknum hætti og reyna að gera 1. maí, hátíðisdag verkamanna, að flokkshátíð og áróðursdegi. Á þessu var lítil breyting á mánudaginn, frá því, sem verið hefur undanfarin ár. Að vísu var flutt ein ræða á úti- fundinum út frá sjónarmiði verk- lýðssamtakanna í heild, og var það góðra gjalda vert, en annað, sem þar heyrðist, var ómengaður kommúnistaáróður. Kommúnist- ar halda vafalaust, að þeir vinni flokki sínum gagn með þessu háttalagi. Hitt dylst þeim að sjálf- sögðu ekki, að þetta er til óþurft- ar verklýðssamtökunum í heild, spillir almennri þátttöku í hátíða- höldum dagsins og dregur úr gildi og áhrifum kröfugöngu og um- mæla. En þótt forsprökkum kommúnista sé þetta mæta vel ljóst, halda þeir samt áfram upp- teknum hætti. Þar sýna þeir enn, að í þeirra augum er flokkur þeirra rétthærri en verklýðssamtökin sjálf. Hitt gegnir furðu, að verk- lýðsfélögin, sem skipuð eru lýð- ræðissinnuðu fólki að meirihluta, skuli þola Moskvu-kommúnist- um að ræna þannig hátíðisdegi þeirra og setja flokksstimpil á þennan aðalhátíðis- og minning- ardag frjálsra verklýðssamtaka.“ SS tók saman

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.