Dagur - 01.05.1992, Síða 15
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 15
Álfasteinn hf. hlýtur Scanstar verðlaunin:
„Eru lyftistöng fyrir atvinnu-
Ifflð á Borgarffrði eystra“
- segir Helgi Arngrímsson, framkvæmdastjóri
Umbúðirnar sem verðlaunin hlutu eru tréöskjur með glerloki og er hægt að
virða framleiðsluvörurnar fyrir sér í gegnum glcrlokið.
Norrænu umbúðaverðlaunin,
Scanstar, voru veitt 24. mars
sl. í Óðinsvéum í Danmörku.
Tvö fyrirtæki á íslandi hlutu
verðlaunin í ár en þau eru
Álfasteinn hf. á Borgarfirði
eystra og Nói-Síríus í Reykja-
vík.
Hagsmunaaðilar umbúða-
framleiðanda af öllum Norður-
löndum hafa veitt Scanstar verð-
launin annað hvert ár og þykir
mikill heiður að hljóta verðlaun-
in. Sól hf. hlaut verðlaunin árið
1989 fyrir drykkjarvöruumbúðir.
Ekki þarf að kynna Nóa-Síríus,
en fyrirtækið hlaut verðlaunin
(fyrir umbúðir úr pappír og
álþynnu utanum fyllt 100 g
súkkulaðistykki.
Umbúðirnar sem Álfasteinn
hf. voru veitt verðlaun fyrir eru
afsprengi af þátttöku fyrirtækis-
ins í verkefninu Frumkvæði -
Framkvæmd. Frumkvæði -
Framkvæmd er samstarfsverkefni
Iðntæknistofnunar og Iðnlána-
sjóðs. Markmiðið með verkefn-
inu er að aðstoða fyrirtæki til að
afla sér ráðgjafar á afmörkuðum
sviðum rekstrarins. Þátttökufyr-
irtækjunum í verkefninu gefst
kostur á að fá ráðgjöf sem þau
greiða sjálf einungis helming
kostnaðarins af, Iðntæknistofnun
og Iðnlánasjóður fjármagna hinn
helminginn. Álfasteinn kaus ráð-
gjöf á sviði vöruþróunar og
markaðssetningar auk stefnu-
mótunar. Jens P. Hjaltested,
rekstrarráðgjafi, var fenginn til
ráðleggingar og þykir hafa tekist
mjög vel til eins og niðurstaðan
sýnir með hinum virtu verðlaun-
um.
Framleiðsla Álfasteins eru
munir úr íslenskum steinum og
bergtegundum. Umbúðirnar sem
verðlaunin hlutu eru tréöskjur
með glerloki og eru framleiðslu-
vörurnar lagðar þannig í öskjuna
að hægt er að virða þær fyrir sér í
gegnum glerlokið. Hönnuður
Anne Kristín Jóhannsdóttir,
Blöndubyggð 4.
Ásgeir Blöndal Steingrímsson,
Mýrarbraut 13.
Bergþór Pálsson,
Sauðanesi.
Björn Albertsson,
Urðarbraut 15.
Dagur Bjarni Kristinsson,
Brekkubyggð 11.
Elsa Gunnarsdóttir,
Hlíðarbraut 22.
Eysteinn Pétur Lárusson,
Melabraut 21.
umbúðanna er Jón Þórisson,
leikmyndateiknari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur.
Áð sögn Helga Arngrímsson-
ar, framkvæmdastjóra Álfasteins
hf., er talið öruggt að verðlaunin
munu valda söluaukningu á fram-
leiðslu Álfasteins hf., auk þess
sem þau eru lyftistöng fyrir
atvinnulífið í Borgarfirði Eystra.
„Árið 1981 var fyrirtækið Álfa-
steinn hf. stofnað. Tilgangur með
stofnun fyrirtækisins var m.a. að
framleiða og selja muni úr
íslenskum stein- og bergtegund-
um, en á Borgarfirði er að finna
fjölmargar bergtegundir sem
Truflanir urðu í símakerfinu víða
um landið upp úr kl. ellefu föstu-
daginn 10. apríl sl. Þær má rekja
til þess að á þeim tíma var ein
útvarpsstöðvanna að biðja hlust-
endur um að hringja inn og veitti
þeim sem náðu í gegn verðlaun.
Petra Björg Kjartansdóttir,
Urðarbraut 6.
Ragnheiður Blöndal Benediktsd.,
Melabraut 1.
Sigmundur ísak Þorsteinsson,
Hlíðarbraut 14.
Sigríður Þórdís Sigurðardóttir,
Hlíðarbraut 6.
Viktor Guðbjartsson,
Mýrarbraut 35.
Þórdís Hauksdóttir,
Árbraut 10.
Þuríður Björg Kristjánsdóttir,
Heiðarbraut 12.
fyrirtækið hefur nýtt sér í fram-
leiðslu sína. Á þeiin árum, sem
fyrirtækið hefur starfað, hefur
það sérhæft sig í framleiðslu á
gjafavöru úr íslenskum steinum
og framleitt m.a. platta, klukkur,
pennastatíf og margt annað þar
sem steinarnir og séreinkenni
þeirra fá að njóta sín sem best.
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og
þétt allt frá stofnun þess og starfa
nú þar allt að 10 manns yfir
háannatímann. Um það bil 30%
söluaukning var hjá fyrirtækinu á
sl. ári og varð hagnaður af rekstri
þess árið 1991,“ sagði fram-
kvæmdastjórinn. ój
„Vitað er að ef þúsundir
manna hringja á sama tíma í eitt
númer og þar er ekki nægur bún-
aður eða mannafli til að taka á
móti símtölunum, þá veldur slíkt
gífurlegu álagi á símakerfið.
Truflanirnar lýstu sér þannig að
víða um land þurftu menn að
bíða mjög lengi eftir að fá són,“
segir í frétt frá Póst- og síma-
málastofnun.
Þar segir ennfremur: „Það er
óviðunandi að einstakir notendur
geti valdið slíkum truflunum hjá
öðrum símnotendum. Því var
það að Póstur og sími fór þess á
leit við allar útvarpsstöðvarnar á
síðasta ári að þær væru ekki með
slíka símaleiki nema þá í samráði
við Póst og síma þannig að tryggt
væri að svörun væri í einhverju
samræmi við fjölda uppkalla.
Viðkomandi útvarpsstöð hefur
nú hætt við að endurtaka síma-
leikinn þegar ljóst er hve víðtæk-
um truflunum hann veldur og
verða símnotendur því vonandi
ekki fyrir frekari óþægindum af
þessum völdum."
Fermingarböm
í Blönduósldrkju
Truflanir í símakerf-
inu vegna útvarpsleiks
1. maí
Húsavíkurbær
sendir landsmönnum öllum
bestu kveðjur í tilefni dagsins
l.maí
Kaupfélag Þingeyinga
sendir launafólki og
landsmönnum öllum
bestu kveðjur í tilefni dagsins
1 ♦moí
rm
Ólafsfjarðarbær
sendir bæjarbúum og
verkafólki um land allt
bestu kveðjur í tilefni dagsins
l.maí
Þórshafnarhreppur
sendir launafólki og
landsmönnum öllum
bestu kveðjur í tilefni dagsins
Halla Hrund Hilmarsdóttir,
Melabraut 25.
Halldóra Helgadóttir,
Hlíðarbraut 20.
Helgi Sigvaldason,
Húnabraut 2.
Jón Guðmann Jakobsson,
Hlíðarbraut 17.
Kolbrún Jenny Ragnarsdóttir,
Garðabraut 2.
Kristín Linda Húnfjörð Hjartard.,
Brekkubyggð 26.
Kristrún Huld Sigmundsdóttir,
Smárabraut 5.
Linda Ólafsdóttir,
Urðarbraut 19.
Magnús Valur Ómarsson,
Brekkubyggð 21.
Ford jeppar, vinnubílar
og fólksbílar!
BSAM.
sýningarsalur
Laufásgötu 9, Akureyri, sfmi 26300.
l.maí
Dalvík
sendir starfsfólki sínu
og verkafólki um land allt
bestu kveðjur í tilefni dagsins