Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 19
Q Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 19 Verkalýðsbarátta - barátta fyrir al- mennum lífskjörum hverrar þjóðar Myndlistarkona nokkur sagði nýlega í viðtali við tímarit að sér fínndist kynslóð sín standa á tímamótum. Nú væri komið að því að byggja upp innihald- ið í samfélagið sem kynslóðin á undan hafí byggt upp hið ytra. Hún lét þessa getið í viðtali sem annars fjallaði um ferm- inguna og undirbúning hennar í tilefni þess að hún var að fylgja eldra barni sínu til ferm- ingar. Hún benti á ákveðin ytri einkenni sem nú gerðu vart við sig í samfélaginu og nefndi sér- staklega samdrátt, einkahyggju og aukinn trúaráhuga. Eflaust má deila um hvort þessir þættir séu á einhvern hátt tengdir en margt bendir til að þeir spretti upp vegna þess að fólki fínnst eitthvað vanta - eitthvert inni- hald í þær Iífsvenjur sem það hefur skapað sér. Lífsvenjur fólks hafa þróast með undra hraða á þessari öld. Hin efnislega umgjörð hefur tek- ið verulegum breytingum frá ein- um áratug til annars. Kynslóðin á undan sem myndlistarkonan nefndi svo hóf störf sín við aðstæður gjörólíkar þeim sem við þekkjum í dag. Því er ekki ofsagt að hún hafi byggt samfélagið upp hið ytra. Ef til vill vegna þess hversu hratt hún gekk til verks við að umbreyta fátækt og ’aðstöðuleysi hið ytra hafði hún ekki nægjanlegan tíma til að huga að hinu innra. { n % § . jg rf Tákn um samstöðu þeirra er urðu að berjast Fyrir nokkrun árum var leikverk Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, sýnt á fjölunum í gamla samkomuhúsinu undir brekkunni á Akureyri. Margir kannast einnig við bækur höfundarins, þar sem hann lýsir þjóðfélagsástand- inu á fyrstu árum aldarinnar. Þeim arfi sem aldamótakynslóðin tók við og breytti á einni starfs- ævi. Tryggvi lýsir aðstæðum hins vinnandi fólks þess tíma á svo sannfærandi hátt að áhorfandi eða lesandi verka hans lifir sig nánast ósjálfrátt inn í þann veru- leika sem fólk bjó við þótt hann virðist um flest ólíkur þeim tím- um sem við lifum á. í því aldar- fari - í því þjóðfélagsástandi á dagurinn í dag rætur sínar. Bar- áttudagur verkalýðsins var tákn þess fólks um samstöðu er varð að berjast og það oft hatramm- lega fyrir kjörum sínum - nánast fyrir tilveru sinni. Sporaslóðin frá Krossanesi að Tanga þaðan á Torfunef og síðan á Höepfners- bryggju þar sem þeir báru alls staðar upp sömu spurninguna - spurninguna um hvort eitthvað væri að gera, var hvorki gata alls- nægta eða réttlætis. Hún var fyrst og fremst gata þar sem fátæktin og bjargarleysið var við hvert fótmál. En fólkið sem hana gekk hafði til að bera lífsþrótt þótt það risi á stundum vart undir þeirri byrði sem samfélagið lagði því á herðar. í þessum lífsþrótti leynd- ist sá kraftur sem nú hefur umbreytt þjóðfélaginu hið ytra en geymt okkur að fást við inni- haldið eins og myndlistarkonan komst að orði. Vígvöllurinn hefur færst frá vinnuplönum að tölvuskjám Þótt hinn ytri umbúnaður í lífi Krafa þessa dags hlýtur að vera um atvinnu fyrir alla Ef þjóðin ætlar að viðhalda hin- um ytri búnaði samfélagsins sem myndlistarkonan minntist á í umræddu viðtali og vernda þá lífskjaramöguleika sem hér hafa skapast verður að takast sameig- inlega á við að auka framleiðslu- möguleikana og þar með fjölga atvinnutækifærum. Að þessu sinni rennur baráttudagur verka- lýðsins upp við meiri óvissu á vinnumarkaði en um langan tíma. Tákn þessa 1. maí hlýtur því að vera krafan um atvinnu fyrir alla. Hún er forgangskrafa og þegar henni hefur verið full- nægt er unnt að snúa sér að hug- myndum um hærri lauri og auk- inn kaupmátt. En til þess að ná slíku markmiði verða allir að leggjast á eitt. Sú miðlunartillaga sem ríkissáttasemjari hefur nú lagt fram í yfirstandandi kjara- samningum er liður að þeim markmiðum. í þeirri tillögu felast ekki vonir um aukinn kaupmátt. Hún er framhald þjóðarsáttar- samninganna - framhald þess stöðugleika sem nú hefur tekist að koma á í efnahagslífi þjóðar- innar. Með henni er verið að leggja grundvöll þess sem nú þarf að vinna að. Sókn til aukinna framleiðsluverðmæta þjóðarinn- ar og endurheimt þeirra lífskjara sem við höfðum komið upp. Með hliðsjón af íslendingseðlinu er ekki unnt að gera ráð fyrir að þjóðin sætti sig við annað. Eðli verkalýðsbaráttunnar hefur því breyst á umliðnum árum. Tækni- vinna hefur verið að taka við af eldri baráttuaðferðum. En þrátt fyrir nýja tíma er samstaða hinna vinnandi manna jafn nauðsynleg og fyrr. Hún býr að baki hverjum þeim aðgerðum er viðhafa verður og ekkert síður þeim sem felast í varnarbáttu fyrir hinum ytri gæð- um samfélagsins en beinni launa- baráttu manna. Verkalýðsbarátta - barátta fyrir almennum lífskjörum hverrar þjóðar og innihaldi samfélagsins Pennan baráttudag verkalýðsins ber einnig að á þeim tímum sem fólk kýs að beita huganum að hinu innra í samfélaginu - inni- haldinu sem myndlistarkonan minntist á. Slíkar hugmyndir hafa oft gert vart við sig á meðal manna en oft er eins og baráttan um hið ytra hafi ýtt þeim til hlið- ar á nýjan leik. Slíkt getur aldrei talist af hinu góða, því þótt tími manna sé takmarkaður eiga hug- myndir um ytri búnað og innihald ætíð að eiga samleið. Vera má að álag og erfiði við uppbyggingu hins ytra hafa verið með þeim hætti að takmarkaður tími hafi gefist til annarra hluta en vinna fyrir afborgunum af þegar festum fjármunum. Pannig hafi kynslóð- in á undan byggt hið ytra upp. Verkalýðsbaráttan má heldur ekki undanskilja hið mannlega í samfélaginu. Hún er í raun ekki einvörðungu barátta um krónur og aura. Um hvað sé tekið úr hægri vasanum og sett í þann vinstri. Hún er barátta fyrir almennum lífskjörum hverrar þjóðar og þar með einnig barátta fyrir því að maðurinn hugi að hinu innra - innihaldinu í því samfélagi sem hann lifir í. Þórður Ingimarsson fólks sé nú allur annar en á árdögum verkalýðsbaráttunnar - þegar réttindi verkafólks voru nánast engin og möguleikar þess oft fáir aðrir en biðja um handtak hjá þeim er við atvinnurekstur fengust, er 1. maí sami táknræni baráttudagur verkalýðsins þar um útdeilingu á launakjörum er að ræða. Með þjóðarsáttinni var brotið blað Með þjóðarsáttarsamningunum í febrúar 1990 var brotið nokkurt Aukinn launajöfnuður á tímum efnahagsörðugleika Um ástæður þeirra efnahags- örðugleika er við nú þekkjum hefur margt verið rætt og ritað. Þótt mönnum geti þar sýnst sitt hverjum er ljóst að framleiðsla Starfsmenn Slippstöðvarinnar að störfum. Skipasmíðaiðnaðurinn á nú mjög í vök að verjast og starfsmönnum hefur fækkað verulega. Vonandi rætist úr á næstu árum, því alltaf þarf að endurnýja skipastól landsmanna og það er skarð fyrir skildi ef nýsmíðar skipa leggjast alfarið af hér á landi. sem menn minnast þess hvað samstaðan er nausðynleg - hverju hún getur fengið áorkað og þarf að fá áorkað þótt allri skynsemi sé beitt. Að þessu sinni ber baráttudaginn að þegar kjarasamningar hafa verið í undirbúningi og við meiri erfið- leika er að etja í atvinnulífinu en um langan tíma. í tímans rás hafa vinnuaðferðir við gerð kjara- samninga breyst. Barátta í formi harðra átaka hefur vikið fyrir tæknilegri vinnu og margskonar útreikningum. Vígvöllurinn hef- ur færst frá vinnuplönum að tölvuskjám. Slíkt verður að telj- ast af hinu góða því aldrei er unnt að skipta meiru en til er hverju sinni. Síðan má lengi deila um hvort skiptingin fari fram sam- kvæmt fullkomnu réttlæti eða hvort hin eina sanna formúla sé raunverulega til í því efni. Víst er hún vandfundin i hinu flókna samfélagi þar sem útilokað er að sameina sjónarmið allra þegar blað hvað gerð kjarasamninga varðar. Þar liggja ákveðin skil á milli hinna eldri og hinna nýrri baráttuaðferða. í fyrstu héldu ýmsir því fram að með þeim samningum hafi verkalýðshreyf- ingin slíðrað sverð sín og ákveðið að taka við þeim molum er féllu af borðum húsbændanna. Þau sjónarmið hafa þó hörfað eftir því sem mánuðirnir hafa liðið. Þótt kauphækkanir yrðu ekki miklar og lífskjör hafi staðið í stað eru hinar jákvæðu hliðar þessara samninga komnar fram. Verðbólgan - erkióvinur allra efnahagskerfa - hefur hörfað. Verðbólgutréð hefur verið slitið upp með rótum og sólin nær nú að skína á viðkvæman nýgræðing efnahagslífsins. Við getum spurt okkur um hvernig undanfarandi efnahagsörðugleikar hefðu kom- ið við ef hér hefði geysað verð- bólga um nokkra tugi prósenta á ársgrundvelli. Fullyrða má að þröngt hefði orðið í búi margra. þjóðarinnar megnar ekki lengur að greiða fyrir þann ytri umbún- að sem hún hefur byggt - þann lífsstíl sem hún hefur tileinkað sér. Til lausnar þeim vanda verð- ur ekki hrópað á torgum. Einskis verður krafist sem ekki er til. Aðeins verður unnt að láta ofur- lítið úr hægri vasanum ofan í þann vinstri en það breytir oftast litlu þótt slíkar aðgerðir þjóni stundum ofurlitlu réttlæti þegar hinir lægst launuðu eiga hlut að máli. Því miður hefur íslensk verkalýðshreyfing ekki borið gæfu til þess að draga úr launa- mun á meðal þjóðfélagsþegna. Þar er vissulega um erfitt við- fangsefni að ræða því hinir betur settu í launalegum skilningi eru oft einnig betur settir þegar um sjónarhorn við samningaborðið er að ræða. Á tímum efnahags- samdráttar er aukinn launa- jöfnuður þó eitt þeirra atriða sem verður að gefa gaum af meiri alvöruþunga en verið hefur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.