Dagur - 08.05.1992, Síða 7
Föstudagur 8. maí 1992 - DAGUR - 7
Hvað er að gerast?
Skemmtistaðir/
Veitingahús
1929
Konukvöld verður annað kvöld,
laugardagskvöld, á skemmti-
staðnum 1929 á Akureyri. Húsið
verður opnað kl. 19 með sherry,
Lindukonfekti og ilmvatns-
prufum. Söngvakeppni evróp-
skra sjónvarpsstöðva verður á
breiðtjaldi. Þegar fer að líða á
kvöldið verður herrafatasýning
frá Toppmönnum, undirfatasýn-
ing og síðan er hápunkturinn
þegar Mr. Peters tekur að fækka
fötum. Að lokum verður fata-
uppboð. Kynnir kvöldsins verður
Villi Þór, rakari og dómari.
Hinir íslensku Commitments
leika fyrir dansi fram á nótt.
SjaUiim
Hljómsveitin Galíleó leikur í
Sjallanum á Akureyri í kvöld,
föstudagskvöld, og annað kvöld.
Hljómsveitin hefur síðustu vikur
verið að taka upp efni á hljóm-
plötu sem kemur út með hækk-
andi sól.
í Kjallaranum spilar Guð-
mundur Rúnar Lúðvíksson í
kvöld og annað kvöld.
Dropinn
Dropinn á Akureyri mun bjóða
upp á lifandi tónlist í kvöld,
föstudagskvöld, og annað kvöld.
Arnar Guðmundsson, trúbador,
sér að þessu sinni um að
skemmta gestum. Hin vinsæla
ölkeppni verður á sínum stað og
á milli 22 og 23 fylgir pizzasneið
hverri stórri ölkollu.
Hótel KEA
Hljómsveitin Namm ásamt söngv-
aranum Júlíusi Guðmundssyni
leikur fyrir dansi á Hótel KEA
annað kvöld, laugardagskvöld.
Hótel KEA minnir á leikhús-
matseðil í kvöld og annað kvöld
sem samanstendur af rjómalag-
aðri laxasúpu með hvítlauksrist-
uðum brauðteningum, heilsteikt-
um lambavöðva á villisveppa-
grunni og kaffi og konfekti. í
kvöld kostar leikhúsmatseðillinn
1900 krónur, en 2400 krónur ann-
að kvöld (dansleikur innifalinn).
Myndlist
Elín sýnir í Vín
Elín Kjartansdóttir frá Norður-
hlíð í Aðaldal opnaði sýningu á
vefnaði í Blómaskálanum Vín
við Hrafnagil 5. maí. Sýningin
verður opin kl. 12-22 til 17. maí.
Elín vefur mottur m.a. úr leðri
og mokkaskinnum og vöktu verk
hennar athygli á sýningu að
Ýdölum í Aðaldal um síðustu
helgi. IM
Leikhús
Leikfélag Sauðárkróks:
„Bland í poka“
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir
á morgun, laugardag, kl. 16 verk
sem það nefnir Bland í poka.
Ætlunin var að þetta verk yrði
sýnt á Sæluviku Skagfirðinga, en
af óviðráðanlegum ástæðum varð
að fresta því.
Sýningin er samsuða Leikfé-
lags Sauðárkróks á ýmsum atrið-
um og persónum úr þekktum
barnaleikritum, eins og Dýrun-
um í Hálsaskógi, Karíusi og
Baktusi, Kardemommubænum
og Línu langsokk. Aðstandendur
sýningarinnar eru um tuttugu og
sjá þeir sjálfir um að leikstýra
verkinu.
Næstu sýningar á Blandi í poka
verða kl. 15 sunnudaginn 10. maí
og kl. 15 laugardaginn 16. maí.
Freyvangsleikhúsið
Vegna óþrjótandi eftirspurnar
efnir Freyvangsleikhúsið til auka-
sýninga í kvöld, föstudagskvöld,
og annað kvöld á hinni vinsælu
rokkóperu Messíasi Mannssyni.
Þetta verða allra síðustu sýningar
á verkinu og því eru allir þeir sem
hafa ætlað að sjá sýninguna, en
ekki ennþá drifið sig, hvattir til
að grípa gæsina. Sýningarnar
hefjast kl. 20.30. Upplýsingar eru
gefnar í síma 31196.
Leikfélag Akureyrar
Síðustu sýningar Leikfélags
Akureyrar á Islandsklukkunni
eftir Halldór Laxnes verða í Sam-
komuhúsinu í kvöld, föstudaginn
8. maí kl. 20.30 og á sama tíma
annað kvöld, laugardagskvöld.
Sími í miðasölu er 96-24073
Tónleikar
X-tríóið með
tónleika
Þjóðlagatríóið X-tríóið verður
með tónleika í félagsheimilinu
Hrísey í kvöld kl. 21 í tilefni 5 ára
starfsafmælis. Einnig verða
afmælistónleikar X-tríósins á
Melum í Hörgárdal nk. sunnudag
kl. 21. Á efnisskránni verða
frumsamin lög og lög eftir Sigurð
Þórarinsson, Jónas Friðrik og
ljóð eftir m.a. Davíð Stefánsson
og Jón Thoroddsen.
Akureyri:
Félagar úr
MosfeUskómum
í Lóni í kvöld
Félagar úr Mosfellskórnum verða
í skemmtiferð á Akureyri um
helgina, m.a. í tilefni af „Degi
söngsins“ 9. maí. Þeir halda
söngskemmtun í Lóni, félags-
heimili karlakórsmanna, við
Hrísalund í kvöld, föstudags-
kvöldið 8. maí kl. 21. Karlakór
Akureyrar-Geysir mun einnig
syngja nokkur lög á söngskemmt-
uninni. Söngstjóri Mosfelling-
anna er Akureyringurinn Páll
Helgason.
Akureyri:
Sönghátíð í
Skemmunni
á morgun
Á morgun, laugardaginn 9. maí
kl. 15, verður haldin sönghátíð í
tilefni af „Ári söngsins“ í Iþrótta-
skemmunni á Akureyri. Sönghá-
tíðin hefur verið nefnd „Syngjum
saman“. í henni taka þátt Kirkju-
kór Dalvíkur, Kirkjukór Svarf-
dæla, Kirkjukór Stærri-Árskógs-
kirkju, Mánakórinn, Kór Glerár-
kirkju, Kór Akureyrarkirkju,
Kór MA, Kór aldraðra og Kór
Grundarkirkju, alls um 200
manns.
Sönghátíðin fer þannig fram að
kórarnir syngja sameiginlega í
fjöldasöng 11 lög, flest vel kunn
íslensk ættjarðarlög, sem kór-
stjórar áðurnefndra kóra stjórna.
Áheyrendum verður blandað inn
á milli kórfélaga og er ætlast til
þess að þeir taki undir sönginn.
Inni á milli sameiginlegu laganna
syngja síðan sex þátttökukór-
anna eigin lög.
Enginn aðgangseyrir verður að
hátíðinni og eru allir velkomnir,
en boðið verður upp á veitingar,
kaffi og meðlæti, gegn vægu
gjaldi.
Vortónleikar
Tónlistarskóla
Eyjafjarðar
Fjórðu vortónleikar Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar verða í Sól-
garði í Eyjafjarðarsveit á morgun
kl. 15. Þar koma fram tónlist-
arnemendur úr Sólgarðsskóla.
Fimmtu vortónleikarnir verða
í Laugarborg sunnudaginn 10.
maí kl. 13.30 og koma þar fram
nemendur úr Laugalandsskóla og
Grunnskólanum á Hrafnagili.
Sjöttu vortónleikar skólans
verða í Gamla skólahúsinu á
Grenivík sama dag kl. 17 en
lokatónleikarnir og þeir sjöundu
í röðinni verða í Freyvangi
þriðjudaginn 12. maí og hefjast
þeir kl. 21 Þar koma fram söng-
nemendur skólans auk undir-
leikara þeirra Guðjóns Pálsson-
ar.
Skólaslit verða svo í Grundar-
kirkju miðvikudaginn 13. maí kl.
20.30.
„Flavian Ensemble"
með tónleika í
Saftiaðarheimili
Akureyrarkirkju
Kvartettinn „Flavian Ensemble“
verður með tónleika í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju nk.
mánudag, 11. maí, kl. 20.30. í
kvartettinum eru Elsbeth Moser
og Hrólfur Vagnsson á harmo-
niku, Alexander Stein á þver-
flautu og Christoph Marks á
selló. Á efnisskránni eru verk eft-
ir J. S. Bach, C. Debussy, L.
Kupkovic, A. Stein, V. Subitzky
og I. Yun. Aðgangseyrir er kr.
1000.
„Flavian Ensemble" hefur
haldið fjölda tónleika í Þýska-
landi, Frakklandi og Austurríki.
Meðlimir „Flavian Ensemble"
eru allir starfandi í Hannover í
Þýskalandi.
Kvikmyndahús
Borgarbíó
Stórmyndin JFK, með Kevin
Costner í aðalhlutverki, verður
sýnd kl. 21 í Borgarbíói á Akur-
eyri um helgina. Þessi mynd, sem
fjallar um morðið á John F.
Kennedy, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta, hefur farið sigurför
um allan heim. Klukkan 21 sýnir
Borgarbíó einnig gamanmyndina
„Ekki segja mömmu að barn-
fóstran sé dauð“. Klukkan 23
verður sýnd í B-sal „Harkan sex“
og . Á barnasýningum kl. 15 á
sunnudag verða sýndar myndirn-
ar „Leitin mikla“, teiknimynd
með íslensku tali, og „Hundar
fara til himna“.
Ymislegt
Akureyri:
Árleg vorhátíð
8. bekkjar G A
í Kjamaskógi
Hin árlega vorhátíð 8. bekkjar
Gagnfræðaskóla Akureyrar verð-
ur haldin í Kjarnaskógi á
morgun, laugardaginn 9. maí, og
hefst hún kl. 14.
Á dagskrá verður meðal ann-
ars keppni milli nemenda og for-
ráðamanna þeirra í ýmsum grein-
um s.s. skófluhlaupi, reiptogi og
pokahlaupi. Einnig verður keppt
í æðiskasti ef næg þátttaka fæst.
Allar frekari hugmyndir eru vel
þegnar.
Eftir keppnina verður grill-
veisla. Hver og einn þarf að
koma með pylsur, pylsubrauð og
drykk. Annað meðlæti verður á
staðnum.
Akureyri:
Sænsk hjón
predika í
Hvítasunnu-
kirkjunni
Nú um helgina verða í Hvíta-
sunnukirkjunni á Akureyri sænsk
hjón Áke og Barbru Vallin. Þau
hafa starfað í 30 ár sem kristni-
boðar á Spáni og Kanaríeyjum.
Þegar Áke komst til lifandi trúar
var hann forfallinn drykkjusjúkl-
ingur og líf hans voru rústir ein-
ar. í dag ferðast þau um og boða
fagnaðarerindið um lausnarann
Jesúm Krist. Samkomur verða í
Hvítasunnukirkjunni laugardag-
inn 9. maí kl. 20.30 og sunnudag-
inn 10. maí kl. 15.30 og munu
þau predika Guðs orð og segja
frá reynslu sinni. Á þessum sam-
komum verður mikill og fjöl-
breyttur söngur. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Akureyri
Bflasýning
hjá Skálafelli
Skálafell sf. á Akureyri verður
með bílasýningu á morgun, laug-
ardag, og sunnudag kl. 13-17
báða dagana. Sýndir verða bílar
af gerðinni Cherokee, Peugeot
405, Peugeot 106, Skoda Favorit
og Skoda Forman.
Akureyri:
Sýning á Nissan
Bifreiðaverkstæði Sigurðar
Valdimarssonar stendur fyrir
sýningu á Nissan Patrol og Nissan
Sunny um helgina. Opið verður á
morgun og sunnudag frá kl. 14 til
17.
Akureyri:
Portið opið
á morgun
Portið í nýju slökkvistöðinni við
Árstíg á Akureyri verður að
venju opið kl. 11 til 16 á morgun,
laugardag. Á boðstólum verður
m.a. broddur, minjagripir og
veggplattar, prjónuð barnaföt,
spil, bækur, plötur, myndir, lax,
brauð, lakkrís, postulínsvörur,
keramik og kartöflur.
GRÓÐRARSTÖÐIN
RÉTTARHÓLL
Svalbarðseyri, sími 11660
★ Opnum 9. maí
Höfum til sölu sumarblóm, fjölær blóm,
skógarplöntur í 35 gata bökkum, tré og
runna.
Opið verður virka daga frá kl. 20 til 22 og
laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 til 18.
X-TRÍÓIÐ
heldur tónieika
að Melum Hörgárdal
sunnudaginn 10. maí kl. 21.
Létt grín- og gleðisöngvar, lög við Ijóð Davíðs
Stefánssonar, Jóns Thoroddsen, Jónasar Friðriks,
Sigurðar Þórarinssonar o.fl.
Einnig frumsamið efni.
Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna
X-TRÍÓIÐ