Dagur - 08.05.1992, Síða 11
Föstudagur 8. maí 1992 - DAGUR - 11
sótti hann um árs leyfi án launa
og settist að með fjölskyldunni á
Selfossi, en þar hafði konan hans
og synir búið meðan hann var úti.
Á þessum tíma kom í ljós, að
hann var kominn með þennan
voðalega sjúkdóm, sem að lokum
dró hann til dauða. Þetta hlýtur
að hafa verið ægileg uppgötvun
fyrir hann.
Páll var dagsfarlega prúður
maður, kurteis og óáreitinn. Það
fór ekki mikið fyrir honum, en
hann iét samt engan vaða yfir
sig og hafði skoðun á hlutunum
og var óhræddur við að láta hana
uppi. Það gerði hann á greinileg-
an og skipulegan hátt. Hann var
það sem ég vil kalla góður kenn-
ari, stjórnaði nemendum sínum
af lagni og röggsemi, lét þá hafa
nóg að starfa, var sanngjarn í
samskiptum sínum við þá og
gerði ekki ósanngjarnar kröfur til
lítilmagnans. Mér fannst gott að
vinna með Páli. Pessi 12 ár, sem
við unnum saman, kom okkur
ágætlega saman og þrátt fyrir að
við værum ekki alltaf á sömu
skoðun tókst okkur ávallt að
leysa ágreining okkar á friðsam-
legan hátt og í sátt og samlyndi.
Páll var glaðlyndur maður og
ég man ekki eftir honum fýldum í
skapi eða hafandi allt á hornum
sér, eins og hendir okkur suma.
Kennarar Glerárskóla hafa haft
þann sið í áraraðir að fara í
ferðalag, með nesti og nýja skó,
vor og haust. Þá er gjarnan farið
í næstu sýslur, í sumarbústaði
eða eitthvað annað, sem fólki
hefur litist best á í það sinnið. Á
þessum ferðalögum held ég að
mér sé óhætt að segja, að fáir hafi
verið eins skemmtilegir og Páll
Bergsson. Hann var einfaldlega
hrókur alls fagnaðar, hann söng
best, sagði fyndnar sögur og
kunni mikið af skemmtilegum
söngtextum. Hann átti það til að
læða út úr sér sprenghlægilegum
athugasemdum um ýmsa, en þær
voru ekki allar á annarra
kostnað, eins og okkur íslending-
um hættir svo til. Ég sagði áðan
að Páll hefði sungið manna best
og það fannst mér alltaf, enda var
hann ákaflega söngvinn og mús-
ikalskur, söng lengi með Kirkju-
kór Akureyrarkirkju og Passíu-
kórnum.
En núna er skarð fyrir skildi.
Páll er allur. Hann kemur ekki
aftur til okkar í Glerárskóla. Við
eigum góðar minningar um Pál
Bergsson. í huganum þökkum
við honum fyrir öll árin, sem við
unnum saman í Glerárskóla og
sendum Helgu, konu hans, son-
um og skyldmennum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Kennarar og starfsfólk
Glerárskóla,
Vilberg Alexandersson,
skólastjóri.
Föstudaginn 1. maí s.l. lést að
heimili sínu á Selfossi,. Páll
Bergsson kennari frá Akureyri
eftir langa og erfiða baráttu við
illkynjaðan sjúkdóm sem lækna-
vísindunum hefur ekki tekist enn
að vinna bug á.
Þótt vitað væri að hverju
stefndi síðust vikur, kom lát hans
okkur á óvart vegna þess hve vel
hann bar sig, enda var æðruleysi
hans og þrautseigja með ólíkind-
um.
Kynni okkar Páls og Helgu
konu hans hófust fyrir um það bil
14 árum. Þá var hann yfirkennari
við Glerárskóla á Akureyri og
hún hjúkrunarfræðingur á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri, en
í þessum störfum lágu leiðir okk-
ar saman.
Samskipti okkar voru ekki
mikil fyrstu árin en jukust smám
saman, enda fengur að umgang-
ast slíkt mannkostafólk, því hjá
þeim var gestrisni og velvild í
öndvegi. Páll alltaf jafn traustur
og yfirvegaður en glettnin aldrei
langt undan og Helga glaðbeitt
og orðheppin.
Páll var landfræðingur að
mennt og afar fróður maður sem
fylgdist vel með á mörgum
sviðum, söngelskur mjög og
hafði unun af klassískri tónlist.
Hann var mörg ár starfandi í
Kirkjukór Akureyrarkirkju og
fleiri söngflokkum.
Við fyrstu kynni virkaði Páll á
suma svolítið þungur, en þar var
um að ræða yfirvegun og rólega
íhugun, sem voru svo góðir eigin-
leikar í fari hans.
Þessir eiginleikar og kjarkur
komu vel í Ijós nú síðustu misser-
in.
í sjúkdómsstríðinu naut hann
umhyggju og ástríkis Helgu og
sona þeirra sem lögðu sitt af
mörkum til að gera honum lífið
léttbærara. Þarna kom samheldni
og styrkur fjölskyldunnar vel í
ljós.
Við sem þekktum Pál og
kveðjum nú, söknum hans mikið
en þó hlýtur sársaukinn og
söknuðurinn að vera þeim nán-
ustu mestur.
Elsku Helga, Karl og Sveinn,
við biðjum Guð að styrkja ykkur
og vottum ykkur og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Guðmundur Víðir og Margrét.
Jónas Bergmann HaUgrímsson
Helgavatni
Fæddur 13. maí 1945 - Dáinn 3. maí 1992
„Hátíð páskanna var að ganga í
garð. Jesús vissi, að stund hans
var komin og að hann færi burt úr
þessum heimi til föðurins. Hann
hafði elskað sína, þá sem í heim-
inum voru. Hann elskaði þá, uns
yfir lauk.“ (Jh. 13.1)
Páskahátíð er nýliðin. Þá var
fagurt um Húnaþing. Það var
logn, hlýtt og sól skein í heiði.
Vorið var að koma. En svo dró
ský yfir, það kólnaði og þó
sumardagurinn fyrsti kæmi sam-
kvæmt almanakinu gránaði jörð.
Vorboðinn ljúfi hímdi kaldur
undir barði og hross stóðu í höm.
Þá barst sú sú fregn sem gerði
veröldina enn grárri. Kuldann
enn sárari. Jónas á Helgavatni
var látinn. Alvarlegur sjúkdómur
hafði sigrað hraustan líkama.
Eftir stóð ekkja með þrjú börn.
Þeirra missir var mikill. Aldraðir
foreldrar, ættingjar, vinir og ná-
grannar sáu á eftir góðum og
traustum dreng.
Jónas Bergmann Hallgrímsson
fæddist 13. maí 1945. Hann var
sonur hjónanna Hallgríms Eð-
varðssonar bónda á Helgavatni
og konu hans, Þorbjargar Jónas-
dóttur. Faðir Hallgríms, Eðvarð,
var sonur Hallgríms Hallgríms-
sonar, bónda á Hvammi í Vatns-
dal, og konu hans, Sigurlaugar
Guðlaugsdóttur. Faðir Þorbjarg-
ar, Jónas, var sonur Björns Levís
Guðmundssonar, bónda á Marða-
núpi, og konu hans Þorbjargar
Helgadóttur. Hann tók upp hið
gamla ættarnafn, Bergmann.
Jónas ólst upp á Helgavatni
með systkinum sínum þremur og
þar átti hann heima allt sitt líf.
Jnemma fór hann að hjálpa til
við búskapinn og síðar gerðist
hann bóndi sjálfur. Fyrst í félagi
við föður sinn en síðan keypti
hann Helgavatn, jörðina sem afi
hans og faðir höfðu unnað og
byggt upp. Þar stendur lífsstarf
þriggja ættliða.
A Helgavatni hefur jafnan ver-
ið rekið gott bú. Þar er snyrti-
mennska meiri en almennt gerist
og hjálpsemi Helgavatnsfólksins
er einstök. Það hafa nágrannar,
vinir og sveitungar oft fengið að
reyna.
Það var gæfa Jónasar að kynn-
ast Sigurlaugu Helgu Maronsdótt-
ur frá Ásgeirsbrekku í Skaga-
firði. Sambúð þeira var farsæl og
þau bjuggu vel að sínu. Börn
þeirra eru þrjú, Maron Berg-
mann f. 18.11. 1975, Þorbjörg
Otta f. 20.05. 1979 og Kristín
Helga f. 22.03. 1984.
Við Jónas gengum saman í
barnaskóla og höfum alla tíð ver-
ið sveitungar. Milli heimila okkar
hafa ætíð verið traust bönd vin-
áttu og oft lágu leiðir okkar
saman. Nokkra vetur fórum við
milli bæja og rúðum fé fyrir
bændur. Þá var oft skeggrætt við
bændur um hin ólíklegustu mál.
Jónas tók af einurð þátt í þeirri
umræðu en bestar þóttu mér þó
athugasemdirnar og nýju fletirnir
á umræðuefninu, sem hann velti
upp þá við vorum einir og keppt-
umst við að rýja en bændur
hvergi nærri.
Jónas var ekki metorðagjarn
maður en hann hafði skoðanir á
því sem honum þótti máli skipta.
Sumt þótti honum rugl en annað
taldi hann mikilvægt. Hann lá
ekkert á skoðunum sínum og var
tilbúinn að verja þær í samtölum
við hvern sem var.
Á liðnum vetri nefndi Jónas
það oft þá fundum okkar bar
saman að hann þyrfti að koma
með mér í flugferð fram yfir
heiðar. Hann hafði yndi af því að
ferðast um landið og hafði mik-
inn hug á að fá að sjá náttúruna
frá nýju sjónarhorni. Ætlun okk-
ar var að fara slíka ferð þá snjóa
leysti af hálendinu og jörð færi að
grænka.
Svo rann páskadagur upp. Veðr-
ið var dásamlegt og ég ákvað að
fara í eina af mörgum flugferð-
um. Þá var sem hvíslað væri að
mér að nú skyldi ég bjóða Jónasi
með. Farið var vítt um heiðar,
fram í Fljótadrög, yfir Hveravelli
og síðan allt norður í Skagafjörð.
Ræddum við margt í þessari ferð
og var Jónas hinn hressasti. Ekki
datt mér í hug, þá við skildum
eftir tveggja tíma flugferð, að
þetta hefði verið síðasta tækifær-
ið til þess að efna gefið loforð.
Fjórtán dögum eftir páska var
stund Jónasar komin. Hann fór
burt úr þessum heimi. Hann elsk-
aði sína þar til yfir lauk. Megi
góður guð styrkja ástvini hans í
þeirra miklu sorg. Verið minnug
þess að vera okkar á þessari jörð
er aðeins áfangi að öðru og
meiru.
Útför Jónasar fer fram frá
Þingeyrakirkju mánudaginn 11.
maí.
Magnús á Sveinsstöðum.
Samtök fiskvinnslustöðva og
Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda:
Msmunun við innheimtu
vörugjalds verði aflétt
Við uppskipun og útskipun á
hverskonar vörum er innheimt
vörugjald af hverju tonni sem
gengur til hafnarsjóða viðkom-
andi hafna. Um er að ræða
mismunandi gjaldflokka eftir
eðli vörunnar. Þannig flokkast
brennsluolíur, korn, sement,
salt og vikur í 1. flokk. Gjaldið
fyrir hann er tæpur helmingur
þess sem greitt er fyrir vörur
sem flokkast í 2. flokk, en í
þann flokk fara m.a. ýmsar
iönaðar-, landbúnaðar- og
sjávarafurðir þ. á m. mjöl og
lýsi.
Með því að flokka allar sjávar-
afurðir í 2. flokk, þ.m.t. mjöl og
lýsi, er augljóslega verið að skatt-
leggja mjöl- og lýsisiðnaðinn sér-
staklega þar sem enginn eðlis-
munur er á lestun og losun eftir
því hvort um er að ræða lýsi eða
brennsluolíur né heldur fiskmjöl
eða sement og korn. Vörugjald-
skrá hafnanna sem samþykkt er
af samgönguráðherra var með
skilgreiningu um að í 1. flokk
gjaldskrárinnar færi „vara flutt í
lausu máli í miklu magni, meira
en 100 tonn í farmi, “ aðrar vörur
fóru í hærri gjaldflokka.
Undir þessa skilgreiningu
flokkast iðulega mjöl og lýsi við
útflutning. Til að tryggja hafnar-
sjóðum meiri tekjur af loðnu-
verksmiðjunum var þessi skil-
greining felld út úr gjaldskránni.
Þar sem mjöl og lýsi eru ekki
verðmiklar afurðir m.v. þyngd
eru vörugjöld mjög hátt hlutfall
af söluverði.
Hér er um að ræða verulegar
fjárhæðir fyrir loðnuverksmiðjur,
því einungis af framleiðslu loðnu
sem unnin hefur verið frá ára-
mótum þurfa loðnuverksmiðjur
að greiða um 27 milljónir í vöru-
gjöld við útflutning en greiddu
um 13 milljónir væru afurðir
þeirra flokkaðar í 1. flokk vöru-
gjaldskrár. Þessu til viðbótar
leggur ríkissjóður nú á sérstakt
25% álag á öll vörugjöld.
í tengslum við gerð kjarasamn-
inga hafa Samtök fiskvinnslu-
stöðva farið fram á það við sam-
gönguráðherra að þessari mis-
munun verði aflétt. Ér svars hans
að vænta á næstunni.
Ætlið þið í bátsferð?
SinniÖ viðhaldi á bátnum
hvenaBr sem tími gefst.
Hafiö ávallt viöurkenndan
öryggisbúnað tiltœkan (
bátsferðum.
Laugardagskvöldið 9. maí
Hljómsveitin
Namm
ásamt Júlíusi Guðmundssyni
söngvara
Leikhúsmatseðill
föstudags- og laugardagskvöld:
Rjómalöguð laxasúpa með hvítlauksristuðum brauðteningum
* * *
Heilsteiktur lambavöðvi á villisveppagrunni
* * *
Kaffi og konfekt
Verð föstudagskvöld kr. 1.900
Verð laugardagskvöld kr. 2.400 - Dansleikur innifalinn