Dagur - 12.05.1992, Page 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. maí 1992 88. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránutelagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Sauðárkrókur:
Tugur ungmenna handtekinn
vegna fíkniefiianeyslu
Lögreglan á Sauðárkróki hefur
síðustu daga handtekið um tug
ungmenna á Sauðárkróki
vegna neyslu fíkniefna. Málinu
tengist síðan annar tugur
manna víðsvegar um land, en
að sögn Björns Mikaelssonar,
yfírlögregluþjóns á Sauðár-
króki, er rannsókn málsins á
lokastigi hjá þeim.
Seinnipart sl. föstudags var
piltur handtekinn á pósthúsinu á
Sauðárkróki, eftir að hafa leyst
út pakka, sem lögreglan hafði
grun um að í væru fíkniefni. Fyrir
utan pósthúsið voru þrír til við-
bótar handteknir, en þeir biðu í
bíl eftir þeim er leysti út
Lögreglan á Akureyri:
Annríki
um helgina
Lögreglan á Akureyri þurfti að
hafa afskipti af ýmsu um helg-
ina.
Töluvert bar á ölvun. Af þeim
sökum þurftu menn að gista
fangageymslur og lögreglan
þurfti að hafa afskipti af illdeilum
í heimahúsum. Fjórir voru teknir
vegna meintrar ölvunar við akst-
ur og kæra barst vegna veiði-
þjófnaðar í Eyjafjarðará. Hinir
veiðiglöðu höfðu fengið fjóra
silunga. Aðfaranótt laugardags
voru rúður verslana í miðbænum
brotnar og varningi stolið.
„Á sunnudaginn varð all sér-
kennilegt umferðaróhapp á bíla-
stæðinu við flugstöðvarbygging-
una á Akureyrarflugvelli. Stuðari
bíls, er lagt var á bílastæði,
kræktist í keðju, en keðjur eru
notaðar til að afmarka bílastæði
frá akstursleiðum. Er bílnum var
ekið frá flugstöðinni skall keðjan
á fjóra bíla er allir skemmdust
verulega. Þá er ótalið að margir
bifreiðastjórar voru stöðvaðir
vegna of hraðs aksturs", sagði
talsmaður lögreglunnar. ój
pakkann, sem í reyndust vera tíu
grömm af amfetamíni. Við rann-
sókn kom í ljós að um tugur ung-
menna á Sauðárkróki tengdust
málinu og flestir þeirra nemendur
í Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra.
„Þeir hafa viðurkennt hass-
neyslu frá áramótum og til dags-
ins í dag og jafnframt kaup á
hassi, allt að 50-70 grömmum.
Við lögðum hald á pípur og um
10 grömm af hassi, en sumir hafa
auk þess viðurkennt smávægilega
neyslu á amfetamíni," segir
Björn Mikaelsson.
Að sögn Björns nær málið yfir
í Húnavatnssýslur og teygir
einnig anga sína til Vestfjarða,
Suðurnesja og Reykjavíkur.
Hann segir að rannsókn á Sauð-
árkróki sé svo til lokið, en ennþá
sé verið að vinna í málinu annars
staðar. SBG
Varðskipið Ægir kom til Akureyrar sl. föstudag, en þann dag var haldið námskeið í mengunarvörnum er lýtur að
höfnum. Þrjátíu starfsmenn hafna frá Hvammstanga austur til Vopnafjarðar sóttu námskeiðið, sem þótti takast hið
besta. Myndin var tekin um borð í Ægi á Akureyrarpolli þar sem starfsmcnn Siglingamálastofnunar og Landhelg-
isgæslu kenndu notkun á flotgirðingum. Að loknu námskeiðinu á Akureyri hélt Ægir til Reyðarfjarðar þar sem
samskonar námskeið verður haldið. Mynd: Golli
Akureyri:
Ollum starfsmönnum Skóverk-
smiðjunnar Striksins sagt upp
Öllu starfsfólki Skóverksmiðj-
unnar Striksins á Akureyri, 36
að tölu, hefur verið sagt upp
störfum frá og með 1. maí sl.
og er uppsagnarfrestur þess frá
tveim upp í sex mánuðir.
Haukur Armannsson, fram-
kvæmdastjóri, segir að óhjá-
kvæmilegt hafí verið að segja
starfsfólki upp vegna óvissu
með endurfjármögnun fyrir-
tækisins.
Haukur segir að í janúar sl.
hafi legið fyrir loforð frá 22 aðil-
um um nýtt hlutafé inn í fyrirtæk-
ið, samtals 15 milljónir króna.
Þar af skrifaði Byggðastofnun sig
fyrir 5 milljónum króna sl. sumar
og Akureyrarbæi kom næstur
með 3 milljónir króna. Hlutafé
Byggðastofnunar hefur ekki ver-
ið greitt og fór stofnunin fram á
að fá ársreikning Striksins fyrir
síðasta ár til skoðunar og mun
hann að sögn Hauks liggja fyrir
Fundur í stjórn og trúnaðarmannaráði Verkalýðsfélags A-Hún.:
„Það var baráttuhljóð í fólki“
- sagði Valdimar Guðmannsson, formaður félagsins
„Það var baráttuhljóð í fólki,“
sagði Valdimar Guðmannsson,
formaður Verkalýðsfélags
Aðalfundur Skjaldar hf.:
Tæplega fimm milljóna
króna tap í íýrra
Aðalfundur Skjaldar hf. á
Sauðárkróki var haldinn um
helgina. Tæplega fímmtán
milljón króna halli varð á
rekstri fyrirtækisins á síðasta
ári, en vegna sölu á hlutabréf-
um í Útgerðarfélagi Skagfírð-
inga, varð endanlegt tap 4,7
milljónir króna.
Að sögn Árna Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra Skjaldar,
var það aðallega rekstur togar-
ans, Drangeyjar SK-1, sem kom
illa niður á fyrirtækinu í fyrra, en
hann var m.a. bilaður um nokk-
urt skeið.
„Ég vona að þetta ár verði
sæmilegt og að kvótaskerðing í
haust verði ekki mikil. Að vísu
hefur fiskiríið verið voða slappt
það sem af er, en vonandi lagast
það með vorinu. í kjölfar breyt-
inga á hlutafjáreign í fyrirtækinu
hefur einnig orðið veruleg verk-
efnaaukning og nú fáum við fisk
frá Þormóði ramma til að vinna
hér, enda veitir ekki af því
Drangeyjan liggur í höfn með bil-
aða vél,“ segir Árni Guðmunds-
son.
Á aðalfundinum var kosið í
nýja stjórn hjá Skildi hf. og hana
skipa: Róbert Guðfinnsson, Vil-
hjálmur Egilsson, Ólafur Mar-
teinsson, Guðmundur Guð-
mundsson og Rúnar Marteins-
son. SBG
Austur-Húnvetninga, um fund
stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs félagsins sl. sunnudags-
kvöld þar sem farið var yfír
samningamálin í Ijósi þess að
félagsmenn kolfelldu miðlun-
artillögu ríkissáttasemjara.
Á fundinum á sunnudags-
kvöldið var kjörin þriggja manna
samninganefnd, sem í eiga sæti
Valdimar Guðmannsson, Stefanía
Garðarsdóttir, gjaldkeri félagsins
og Páll Marteinsson, úr trúnaðar-
mannaráði félagsins, og mun hún
til að byrja með skrifa bréf til
atvinnurekenda á svæðinu. „Síð-
an er ætlunin að þessi samninga-
nefnd ásamt trúnaðarmönnum á
viðkomandi vinnustöðum verði
falið að vinna að samningunum,
þ.e.a.s. ef til þeirra kemur,"
sagði Valdimar. Hann sagði að
reynt yrði að fá fram viðbrögð
atvinnurekenda eins fljótt og
hægt væri. „Ef við metum stöð-
una þannig að þurfi að grípa til
aðgerða, þá munum við kalla
saman félagsfund. Þetta var það
afdráttarlaus niðurstaða að fólk
virðist vera tilbúið í ýmislegt,“
sagði Valdimar.
Miðlunartillagan var einnig
felld í atkvæðagreiðslu félags-
fólks í Verslunarmannafélagi
Vestur-Húnvetninga. Á kjörskrá
voru 35 og greiddu 11 atkvæði,
eða 31,4%. Já sögðu 5 en 6 sögðu
nei.
Björn Ingi Þorgrímsson, for-
maður félagsins, sagði í samtali
við Dag að ekki væri Ijóst hver
yrðu næstu skref í málinu, en um
það yrði rætt við embætti ríkis-
sáttasemjara. „Hrifning fólks yfir
miðlunartillögunni er alveg í lág-
marki. Það sem fólki gremst mest
er að ríkisstjórnin skuli hafa
komist' upp með ýmsar þær
aðgerðir sem hún hefur gripið til
og hún skuli síðan draga aðeins
hluta af þeim til baka. Ég tel að
fólk hefði verið sáttara ef ríkis-
stjórnin hefði dregið allt til
baka,“ sagði Björn Ingi.
Kaupfélag Vestur-Húnvetn-
inga á Hvammstanga er stærsti
vinnuveitandi félagsmanna í
Verslunarmannafélagi V-Hún-
vetninga, en auk verslunarstarfa
vinna félagsmenn einnig við
skrifstofustörf. óþh
síðar í þessari viku. „Ég er að
vona að þetta hlutafé fari að skila
sér og í framhaldi af því verði
kosin ný stjórn fyrir fyrirtækið.
Það liggur fyrir að núverandi
ástand getur ekki gengið. Salan
er að vísu góð, en lagerinn stend-
ur hins vegar í stað með tilheyr-
andi kostnaði. Á því verður að
taka, hvort sem hér verða óbreytt
eða breytt eignarhlutföll. Ég gat
ekki beðið með uppsagnir lengur
vegna þess að uppsagnafrestur
hjá fólkinu er frá tveim upp í sex
mánuði. Auðvitað vona ég að
sem flestir verði endurráðnir
aftur, en ég hefði helst viljað að
ný stjórn tæki á því,“ sagði
Haukur.
Varðandi þá spurningu hvort
sú staða kunni að koma upp að
fyrirtækið verði selt til aðila utan
Ákureyrar sagðist Haukur ekki
þora að segja til um það. „Það er
engin launung að um mitt síðasta
ár kom upp sú staða að við höfð-
um ekki bolmagn til að reka
þetta fyrirtæki. Þá voru tveir val-
kostir til umræðu, annars vegar
að auka hlutafé í því eða selja
það í heilu lagi. Ákveðið var að
fara hlutafjárleiðina,“ sagði
Haukur.
Framleiðsla Striksins var
stöðvuð í desember og janúar sl.
og á þeim tíma var hluti lagersins
seldur. Frá því að framleiðsla
hófst aftur hefur framleiðslan
selst jafnóðum, en sá lager sem
eftir var hefur staðið í stað.
Birgðakostnaður er því mikill og
fyrirtækinu þungur. Vaxtakostn-
aður er einnig mjög mikill og
hann öðru fremur hefur gert það
að verkum að fyrirtækið tapaði
peningum á síðasta ári og það
sem af er þessu ári. „Ég borgaði
það sama í vaxtakostnað og laun
á síðasta ári,“ sagði Haukur. óþh