Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 16
wmm Kodak ' Express Gæöaíramköllun Akureyri, þriðjudagur 12. maí 1992 Fasteignamarkaðurinn á Akureyri: Raimverðshækkunar gætti allt síðasta ár - fermetraverð að nálgast Reykjavíkurverðið ★ Tryggðu f ilmunni þinni Saesta ^PediGmyndit' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. A sama tíma og raunverðs- hækkunar gætti á íbúðaverði á Akureyri allt síðasta ár fór raunverð íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum lækkandi á síðari helmingi ársins eftir stöðuga raunverðshækkun fram að því. Eins og á fyrri árshelmingi 1991 hækkaði verðlag íbúðar- húsnæðis á Akureyri meira en í Reykjavík síðari hluta ársins en verðlag hækkaði hins vegar minna á Suðurnesjum. Framangreindar upplýsingar Söngvakeppnin: Þjóðarstoltið hélt velli Það hefur varla farið framhjá neinum að fulltrúar Islands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu létu allar hrakspár sem vind um eyru þjóta og náðu 7. sæti, sem er næst besti árangur sem íslenskt lag hefur náð. Hljómsveitin Stjórnin, eða Heart 2 Heart, með söngkonurn- ar brosmildu, Sigríði Beinteins- dóttur og Sigrúnu Evu Ármanns- dóttur, flutti lagið Nei eða já af miklu öryggi og gáfu allflestar þjóðir laginu stig. Englendingar voru hrifnastir og splæstu 12 stig- um á lag Friðriks Karlssonar og Grétars Örvarssonar, textinn er eftir Stefán Hilmarsson. Peir sem fylgdust með keppn- inni á vettvangi eða í sjónvarpinu voru sammála um að fulltrúar íslands hefðu staðið sig með miklum sóma og verið góð land- kynning. Frændur okkar írar báru hins vegar sigur úr býtum og eina ferðina enn var það lag eftir Johnny Logan sem fleytti þeim á toppinn. SS koma fram í fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins. Þar er einnig bent á að þróunin á söluverði íbúðarhúsnæðis á Akureyri hafi verið mjög í takt við þróun láns- kjaravísitölunnar allt frá árinu 1988 til ársloka 1990. Þegar gerður er samanburður á milli þriggja markaðssvæða á fast- eignamarkaðnum, þ.e. Reykja- víkur, Suðurnesja og Akureyrar, kemur í ljós að fermetraverð á Akureyri og Suðurnesjum hefur verið að nálgast fermetraverð í Reykjavík. A Akureyri hægði sú þróun þó á sér á seinni árshelm- ingi 1990 en náði hámarki á fyrri helmingi síðasta árs þegar fer- metraverðið var orðið rúm 80% af fermetraverðinu í Reykjavík. Á síðari helmingi ársins lækkaði fermetraverðið síðan lítillega aftur. Líkt og á öðrum markaðssvæð- um hafa svokölluð handhafabréf nær horfið sem hluti greiðslu í fasteignaviðskiptum á Akureyri. Þetta hefur gerst með tilkomu húsbréfakerfisins. Samanborið við Suðurnes var útborgun í pen- ingum orðin mjög há á Akureyri eða yfir 80% á árinu 1989 en á seinni helmingi síðasta árs var hún 50%. Afgangurinn var frumbréf, húsbréf og yfirtekin lán. JÓH Elsti Svarfdælingurinn, Óskar Kristinn Júlíusson frá Kóngsstöðum í Skíða- dal, varð hundrað ára gamall á föstudaginn var. Honum var haldið samsæti á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, þar sem hann hefur dvalið síðustu árin. Barnabarnabarn Óskars notaði tækifærið og lét skíra dóttur sína sem er þá fjórði ættliður frá Óskari. Á myndinni standa þær mæðgur, Elísabet með Margréti Ósk, við hlið gamla mannsins sem var hinn brattasti í veislunni þótt sjónin hafi gefið sig fyrir nokkrum árum. Honum voru færðar gjafir, ma. frá hreppsnefnd Svarfaðardals sem kom með skrautritað skjal þar sem braut- ryðjandanum eru færðar þakkir fyrir ómetanlegt framlag sitt til vegagerðar í Svarfaðar- og Skíðadal, en Óskar var vegavinnuverkstjóri í hálfa öld. Mynd: -PH Starfsfólk Söltunarfélags Dalvíkur: Hafnaði vaktavinniikerfi í gær Starfsfólk Söltunarfélags Dal- víkur hf. hafnaði í gær í atkvæðagreiðslu að taka upp vaktavinnukerfi í fyrirtækinu á grundvelli rammasamnings um vaktavinnu í fiskvinnslu, sem undirritaður var af fulltrúum fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins og Sam- taka fiskvinnslustöðva 26. apríl sl. Þessi rammasamningur var kynntur á fundi með starfsfólki Söltunarfélagsins í gær og voru á þeim fundi Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar, Matt- Torkennilegar flíkur með Álafoss merki: Ólögleg notkun á vörumerki Foldu - þess krafist að flíkurnar verði innkallaðar Fyrirtæki á landsbyggðinni hefur orðið uppvíst að því að selja prjónaflíkur undir merki Álafoss, sem Folda hf. á Akur- eyri hefur einkaleyfi á. Lög- fræðingur Foldu hefur krafist þess að viðkomandi fyrirtæki innkalli vörurnar hið snarasta ella muni Folda leita réttar síns, sem mun vera ótvíræður í þessu máli samkvæmt vöru- merkjalögum. Starfsmenn Foldu hf. voru að skoða flíkur í verslun einni í Reykjavík og sáu þá torkenni- lega jakka sem voru með Álafoss merkinu og kunnuglegu mynstri. Við nánari skoðun kom í ljós að þarna voru maðkar í mysunni. Baldvin Valdemarsson, fram- kvæmdastjóri Foldu hf., staðfesti í samtali við Dag að Álafoss merkið hefði greinilega verið notað í óleyfi. I þessa verslun í Reykjavík komu 40 jakkar en sennilega væri þetta ekki mikið magn en nóg til þess að skaðinn er skeður. „Við lítum á þetta sem mjög alvarlegt mál og fengum lögfræðing til að hafa samband við framleiðandann og krefjast þess að flíkurnar yrðu innkallað- ar. Verði það ekki gert þá förum við væntanlega út í harðari aðgerðir,“ sagði Baldvin. Hann sagði að vörumerkjarétt- ur væri mjög vel varinn í lögum og samkvæmt vörumerkjalögun- um væri einkaréttur Foldu til að nota Álafoss merkið ótvíræður. Vörumerkjaréttur veitir eiganda vernd gegn því að aðrir noti heimildarlaust í atvinnuskyni vörumerki er villst verður á og merki hans. Þetta á við um hvers konar notkun og í lögunum er heimild til að leggja skaðabóta- ábyrgð og refsiábyrgð á þann sem brýtur þessi lög. Baldvin sagði að ákveðið hefði verið að gefa viðkomandi sauma- stofu kost á að innkalla vörurnar, en hverfi varan ekki af markaðin- um muni Folda nýta rétt sinn til fullnustu. Hann vildi ekki upp- lýsa hvaða saumastofa ætti í hlut eða tjá sig frekar um málið. SS hildur Sigurjónsdóttir, sem á sæti í stjórn fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins, og Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri Söltunarfélagsins. Að kynningu lokinni var leynileg atkvæða- greiðsla starfsfólks um samning- inn og var honum hafnað með 16 atkvæðum gegn 9. Til greina kemur að taka upp vaktavinnukerfi í fiskvinnslu hjá Fiskiðjunni-Skagfirðingi á Sauð- árkróki. Undanfarna daga hafa annars vegar fulltrúar fyrirtækis- ins og hins vegar Verkamanna- félagsins Fram og Verkakvenna- félagsins Öldunnar rætt þessi mál og sagði Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar-Skag- firðings, í gær að vonandi myndu niðurstöður fást á þessum sól- arhring. óþh f HólsQöll: Útígengnar kindur vel á sig komnar Tveir útigengnir gemlingar sáust á Hólsfjöllum um helg- ina. Þó ekki sé einsdæmi að fé hafi fundist útigengið á fjöllun- um voru gcmlingarnir í mjög góðum holdum og fallegir sem aftur segir sína sögu um veður- farið á liðnum vetri. Sigurður Leósson, fyrrum bóndi í Hólsseli, sá gemlingana tvo skammt norðvestur af bænum. Hann segir ekki hafi ver- ið að sjá að kindurnar hefðu það slæmt, að minnsta kosti hefði holdarfarið gefið slíkt til kynna. „Það hefur auðvitað komið fyrir að fé hafi gengið úti áður yfir vet- urinn en það er óvenjulegt að sjá það svona vel á sig komið,“ sagði Sigurður og bætti við að úr þessu sé vart ástæða til að ná geml- ingunum í hús enda verstu vetrarverður væntanlega að baki. JÓH Grálúðuveiðar: „Engiim kraftur í þessu miðað við árstíma" - segir Árni Pórðarson, 1. stýrimaður á Víði EÁ „Togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf. eru flestir fyr- ir vestan land að grálúðuveið- um, en annað er ekki að fá sem stendur á togslóð,“ segir Þor- leifur Ananíasson, útgerðar- stjóri. Svalbakur EA og Árbakur EA lönduðu í síðustu viku grálúðu. Afli Árbaks var 73 tonn og Sval- baks 66 tonn. Heldur þótti aflinn rýr þar sem grálúðuveiði ætti nú að standa sem hæst. í gærmorgun kom Kaldbakur EA til löndunar eftir 11 daga veiðiferð. Aflinn, 160 tonn, var að mestu grálúða. Víðir EA, togari Samherja hf. kom einnig inn í gærmorgun eftir nær mánaðar úthald. Aflinn, grálúða, sem var fryst um borð er 206 tonn. „Dauft er yfir veiðum. Nei, það er enginn kraftur í þessu miðað við árstíma. Grálúðan er dreifð um allt svæðið og við erum að taka hana á 700 upp á 400 feta dýpi,“ sagði Árni Þórðarson, 1. stýrimaður á Víði EA. ój Dalvík: Lúbarinn hf. tekur Víkurröst á leigu Bæjarráð Dalvíkur hefur sam- þykkt að taka leigutilboði Viðars Valdimarssonar fyrir hönd Lúbarsins hf. í Víkurröst og hefur falið bæjarstjóra að ganga til samninga við hann. Tvö tilboð bárust í leigu á Vík- urröst, annað frá Viðari f.h. Lúbarsins hf. og hitt frá Júlíusi Snorrasyni, veitingamanni á Sæluhúsinu. Tilboð Viðars gerir ráð fyrir 607 þúsund króna árs- leigu, en að öðru leyti samkvæmt auglýstum leiguskilmálum. Til- boð Júlíusar gerði hins vegar ráð fyrir 300 þúsund króna ársleigu, sem myndi breytast samkvæmt byggingavísitölu, en að öðru leyti samkvæmt auglýstum leiguskil- málum. Tilboðin voru rædd í bæjar- stjórn Dalvíkur 28. apríl sl. og var þá samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans eftirfar- andi tillaga Trausta Þorsteinsson- ar, forseta bæjarstjórnar: „Með tilliti til framkominna efasemda um að rétt hafi verið staðið að ákvörðun um auglýsingu á útleigu Víkurrastar og upplýs- inga um að leigutaki hafi þegar ráðstafað húsinu, beinir bæjar- stjórn því til bæjarráðs að taka málið upp að nýju.“ Bæjarráð fjallaði síðan um málið á fundi 5. maí sl. og þar var ákveðið að taka tilboði Viðars Valdimars- sonar. Sú ákvörðun verður vænt- anlega staðfest á fundi bæjar- stjórnar Dalvíkur í dag. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.