Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 12. mal 1992 - DAGUR - 7 Handknattleikur: Iinumaður úr Val í raðir KA-manna I landknattleiksmaðurinn Ár- mann Sigurvinsson hefur ákveðið að skipta í KA og leika með Hðinu næsta vetur. Árniann, 21 árs, er líiiiiiuað- ur sem kemur úr Val. Samkomulag náðist milli Ármanns og KA á föstudag. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði að Ármann væri efnilegur líhumaður og fjölhæfur varnar- maður sem styrkti liðið tvímælalaust. Árni Stefánsson, annar línumanna KA á síðasta tímabili, hyggst hætta hand- knattleiksiðkun. „Við reiknum með að haida öðrum leikmönnum og bætum trúlega ekki fleirum við nema leyfðir verði tveir útlendingar. Ég veit að margir hafa áhuga á því og það er ekki ósennilegt að fram komi tillaga um það á árs- þinginu," sagði Alfreð Gísla- son. Heyrst hefur að Finnur Jóhannsson, hinn línumaður Valsliðsins, hyggist leika með Þór næsta vetur en Árni Gunn- arsson, verðandi formaður handknattleiksdeildar Þórs, sagði í gær að ekki hefði verið rætt við Finn svo hann vissi til. Kári hefur gert það gott upp á síðkastið, hlaut silfur á EM fyrir rúmri viku og setti met um helgina. Bekkpressa: íslandsmet hjá Kára Kári Elíson, KFA, setti nýtt íslandsmet í bekkpressu á móti í líkamsræktarstöðinni Orku- lind um helgina. Kári, sem keppir í -75 kg flokki, lyfti 181 kg og dugði sá árangur honum til sigurs á mót- inu en keppt var með stigafyrir- komulagi. Guðni Sigurjónsson, sem keppti í -110 kg flokki, varð annar með 217,5 kg og Jón Guðmundsson, -90 kg flokki, í þriðja sæti með 170 kg. Kærumál í körfuboltanum: Laugaskóli áfrýjar ekki - og verður áfram í 2. deild Körfuknattleikslið íþróttafé- lags Laugaskóla hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði dóm- stóls Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur um að liðið hafi notað óíöglegan leikmann í úrslitakeppni 2. deildar íslandsmótsins sem fram fór fyrir nokkru. Laugaskóli leikur því áfram í 2. deild á næsta képpistúnabili. Eins og komið hefur fram í Degi urðu Laugamenn sigurveg- arar í 2. deild. í riðlakeppni úr- slitakeppninnar sigruðu Laugar Bolvíkinga og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum. Bol- víkingar kærðu Lauga fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann, Sveinbjörn Sigurðsson, og féllst dómstólinn á það og dæmdi Bol- víkingum 2:0 sigur í leiknum. Það þýddi að Laugar færðust nið- ur í 2. sætið í riðlinum og 3.-4. sæti í deildinni en Bolvíkingar og Gnúpverjar þurfa að leika nýjan úrslitaleik um sigur í deildinni. í gær rann út frestur Laugamanna til að áfrýja til dómstóls KKÍ. „Við ákváðum að áfrýja ekki enda hefðum víð aldrei getað tekið þátt í 1. deildarkeppninni með nýju fyrirkomulagi," sagði Unnar Vilhjálmsson, leikmaður og Þjálfari Laugaskóla, en á dögunum var samþykkt að fyrir- komulag á keppni í 1. deild yrði það sama og í úrvalsdeild, þ.e. leikin fjórföld umferð í tveimur riðlum og úrslitakeppni fjögurra efstu liða. „Það var formgalli á kærunni, þeir skrifuðu ekki á skýrsluna að þeir ætluðu að kæra eins og ber að gera, en okkur var tjáð að þetta myndi ekki breyta neinu fyrir okkur og áfrýjunin hefði því sjálfsagt orðið til lítils. Við verð- um að sjálfsögðu með í 2. deild næsta vetur og stefnum á sigur þar," sagði Unnar Vilhjálmsson. Grikkland-ísland: Guðni fyrirliði Guðni Bergsson verður fyrir- liði íslenska knattspyrnulands- liðsius sem mætir Grikkjum í undankeppni heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu í Grikk- landi á morgun. Guðni tekur við fyrirliðastöð- unni af Sigurði Grétarssyni sem leikur ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleik með Grasshoppers á þriðjudag. Skaga- maðurinn Haraldur Ingólfsson var valinn í landsliðshópinn í stað Sigurðar. Grikkir og íslendingar mætast í dag í Evrópukeppni U-21 árs landsliða í Nafplion Town. Þá leikur U-18 ára landsliðið fyrsta leik sinn á alþjóðlegu móti í Tékkóslóvakíu gegn Pólverjum. EM í júdó: Freyr Gauti ur í fyrstu umferð - Bjarni í 7. sæti Freyr Gauti Sigmundsson, KA, féll úr keppni í 1. umferð á Evrópumeistaramótinu í júdó sem fram fór í París um síðustu helgi. Bjarni Friðriks- son, Ármanni, náði bestum árangri íslendinga en hann hafnaði í 7. sæti. Freyr Gauti, sem keppir í -78 kg flokki, lenti á móti Júgóslav- anum Dragit í fyrstu umferð og tapaði þrátt fyrir hetjulega bar- áttu. Júgóslavinn tapaði síðan í næstu umferð þannig að Freyr Gauti fékk ekki uppreisnarglímu og var þar með úr leik. Halldór Hafsteinsson og Sigurður Bergmann féllu einnig úr keppni í 1. umferð en Bjarni Friðriksson komst í 8 manna úrslit og hafnaði síðan í 7. sæti eins og fyrr segir. JMJ-mótinu lokið: Þórsarar þurftu stór- sigur á Dalvíkingum - til að ná efsta sætinu af KA JMJ-mótinu í knattspyrnu lauk í gærkvöld en úrslit lágu ekki I'yrir þegar blaðið fór í prentun. Þór og Dalvík mætt- Pollamót Eimskips og KSÍ: Völsungar óhressir með ákvörðun KSÍ - segjast hafa fengið að vita að mótið yrði á Húsavík Völsungar á Húsavík eru afar óhressir með að Leiftri í Ólafs- firði hafi veiið falið að sjá um Pollamót Eimskips í knatt- spyrnu 6. flokks í suiiiar. Völsungar segja að KSÍ hafi verið búið að úthluta þeim mótinu og þeir hafi verið búnir að leggja í töluverða vinnu við undirbúning þegar þeir lásu í Degi að inólið yrði í Ólafsfirði. Aðalsteinn Baldursson hjá Völsungi sagði engan vafa leika á að búið hefði verið að fela Völs- ungi að sjá um mótið. „Það var búið að segja okkur að við fengj- um mótið og við vorum búnir að leggja töluverða vinnu í undir- búning þegar við lásum að mótið yrði í Ólafsfirði. Ég veit að Sigl- firðingar voru búnir að spyrjast fyrir hjá KSÍ og fengu þau svör að mótið yrði á Húsavík. Að auki hafði starfsmaður KSÍ samband við mig og staðfesti þetta um leið 'og hann bað mig afsökunar. Við erum hins vegar ekkert sáttir við að málinu ljúki þannig, þetta er í þriðja sinn sem við lendum í ein- hverju svona í samskiptum okkar við KSÍ, og finnst lágmarkið að við fáum skriflega afsökunar- beiðni. Þá erum við búnir að senda mótanefnd KSÍ bréf þar sem við förum fram á að þetta verði endurskoðað," sagði Aðal- steinn. Magnús Guðmundsson, starfs- maður KSÍ, sagði rétt að Húsvík- ingar hefðu fengið vilyrði fyrir að halda mótið enda hefði röðin ver- ið komin að þeim ef litið væri á þá sem haldið hafa mótið áður. Síðan hefðu Ólafsfirðingar, sem aldrei hafa haldið mótið, sótt um og í reglunum stæði að ef aðili sem aldrei hefði haldið mótið sækti um á móti öðrum sem hefði haldið það áður skyldi það fara á nýja staðinn. Það hefði því ekki verið um annað að ræða en að fara með mótið til Ólafsfjarðar. ust þá í síðasta leik mótsins og þurftu Þórsarar að sigra með 5-6 marka mun til að ná efsta sætinu af KA-mönnum. Úrslit í síðustu leikjum móts- ins urðu þau að Völsungur sigr- aði Dalvík 4:3, KA sigraði Magna 3:2 og Þór 3:0, Völsungur og Magni gerðu 1:1 jafntefli og KA og Völsungur gerðu 1:1 jafn- tefli. Staðan fyrir leik Þórs og Dal- víkinga var þessi: A 4 2-1-1 8:5 7 agni 4 1-2-1 7:7 5 ölsungur 4 1-2-1 7:7 5 ór 3 1-1-1 3:5 4 alvík 3 1-0-2 7:8 3 Ef Þór hefur unnið leikinn í gærkvöld 5:0 eru Þór og KA efst og jöfn með 7 stig hvort lið. Ef Þórsarar hafa unnið 6:1 eða stærra er sigurinn þeirra. Ef Dal- víkingar hafa sigrað eru þeir í 2. sæti en KA eitt í efsta sætinu. Greint verður frá úrslitum mótsins í blaðinu á morgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.