Dagur - 12.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 12. maí 1992
ÚTBOÐ —
SORPHIRÐA
Sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð: Ólafsfjörður,
Dalvík, Árskógshreppur og Svarfaðardalshreppur
(íbúar 3300) óska eftir tilboðum í sorphirðu og flutn-
ing á því til Akureyrar. Ennfremur flutning á sorp-
gámum til Akureyrar.
Utboðsgögn fást hjá bæjartæknifræðingunum á Dal-
vík og Olafsfirði.
Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofunni á Dalvík
21. maí 1992, klukkan 14.00.
Bæjartæknifræðingarnir á Dalvík og Ólafsfirði.
Félagsfundur
Léttis
fimmtudaginn 14. maí, kl. 20.00 í félagsheimil-
inu Skeifunni.
Dagskrá
1. Sumarstarfið:
Lögmannshlíð - Melgerðismelar - Reiðleiðin fram Bakka -
Reiðgerði - Hreinsunarvikan 18.-22. maí.
2. Sumarferðir.
3. Sörlastaðir.
4. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt
í félagsstarfinu.
Stjórnin.
' | gJLJ. lnl 1'
ftnrTnH 11~F^TTÍ
Restaurant
staðurinn á toppnum
E3^,
rt rt
IIIIIIIII
1 l I t tt’
B
■: ...'. :
Bnf
Iml
l ln| Inl l l
p|t...
Skemmtikvöld
verður föstudagskvöldið 15. maí
í veislusölum Fiðlarans 4. hæð Alþýðuhússins.
Fram koma hinir landsfrægu skemmtikraftar,
Bergþór Pálsson og Þórhallur Sigurðsson,
Laddi, ásamt undirleikaranum jónasi Þóri.
★
CHANEL llmvatnskynnin8 tra Vörusölunni
og tískusýning verður einnig
PA R1 s til skemmtunar og fróðleiks.
★
Tekið verður á móti gestum með fordrykk og léttu
góðgæti. Eftir skemmtunina verður síðan snæddur
blandaður sælkeradiskur (lax, humar og buffsteik
ásamt viðeigandi meðlæti) með ostafylltu brauði.
★
Hljómsveitin Namm
með Júlíus Guðmundsson leikur fyrir dansi.
★
Kynnir kvöldsins er Davíð Jóhannsson.
★
Miðaverð kr. 3.400.
Fyrir hópa 15 eða fleiri kr. 3.200.
Húsið opnað kl. 20.00 og skemmtun hefst kl. 21.00.
Borðapantanir og allar upplýsingar í síma 27100.
Ath. Aðeins verður um þetta
eina skipti að ræða.
Tónlist
Mikils vísir?
- brotið blað í sögu Tónlistarskólans á Akureyri
Miðvikudaginn 6. maí var brotið
blað í sögu söngdeildar Tónlistar-
skólans á Akureyri, þegar frum-
sýnd var óperuuppfærsla á vegum
deildarinnar í Samkomuhúsinu á
Akureyri. Flutt voru lokaatriði
tveggja ópera: Önnu Bolenu eftir
Donizetti og Töfraflautunnar eft-
ir Mozart. Undirleikari á píanó
var Richard Simm, tónlistarstjóri
Gordon J. Jack og leikstjóri
Sigurður Hallmarsson.
Nemendur og kennarar söng-
deildarinnar sameinuðust um
flutning verkanna. Hólmfríður
Benediktsdóttir söng hlutverk
Önnu Bolenu og gerði á margan
veg vel. Hún hefur óþvingaða
raddhæð í hlutverkið og skortir
ekki styrk til þess að láta rödd
sína berast um sal Samkomuhúss-
ins, en víbrató raddarinnar var á
stundum heldur mikið. Túlkun
hennar í þessu dramatíska hlut-
verki var að ýmsu leyti góð, en
þó nokkuð einhæf.
Nemendur, sem fram komu,
gerðu einnig talsvert vel. Par má
fremstan nefna Örn Viðar Birgis-
son, sem skilaði hlutverki Percys
af verulegu öryggi. Kór hirð-
meyja söng einnig yfirleitt fallega
og jafnvel betur en svo fyrir utan
það, að hann dó á stundum um of
í lok laghendinga.
Margrét Bóasdóttir söng hlut-
verk Paminu í Töfraflautunni.
Söngflutningur hennar var léttur
og leikandi, eins og við á, og
barst vel fram í salinn. Nokkurs
óöryggis ef til vill þreytu gætti þó
f röddinni, sem fyrir vikið var
dálítið óstillt. Sviðstúlkun Mar-
grétar á Pamínu var skemmtilega
Iífleg, en þó látlaus, og fór vel á
sviði Samkomuhússins.
Michael Jón Clarke söng hlut-
verk Papagenos. Michael Jón fór
á kostum í túlkun sinni. Bæði var
söngur hans blæbrigðaríkur og í
samræmi við kátlega persónuna
og einnig var fas hans allt á sviði
í sama stíl; létt og kímnifullt.
Nemendur stóðu sig einnig að
jafnaði vel. Óskar Pétursson
söng hlutverk Taminos og gerði
það vel, en sviðsfas hans var á
stundum nokkuð vandræðalegt.
Sólveig Hjálmarsdóttir fór fal-
lega með hlutverk Papagenu og
var skemmtilega létt í samleik
sínum við Michael Jón í hlutverki
Papagenos. Þá var söngur Elmu
Atladóttur í hlutverki
Næturdrottningarinnar góður.
Kórinn skilaði sínum hluta með
prýði og söng með fallegum tóni
og af öryggi og ákveðni.
Undirleikur Richards Simms
var fimlegur og fjölbreyttur.
Hann byggði vel undir flutning
söngvaranna og var ævinlega í
fullu samræmi við það, sem fram
fór á sviðinu. Þá var stjórn
Roberts J. Jacks fumlaus og
ákveðin. Hraði var ævinlega við
hæfi, bendingar um túlkun
öruggar og hann virtist hafa alla
þá þræði í hendi sér, sem þurfti
til þess að tryggja áfallalausan
flutning.
Leikstjórinn, Sigurður Hall-
marsson, hefur unnið af kost-
gæfni. Uppröðun flytjenda á
sviðinu var iðulega hreinlega
falleg, ekki síst í Önnu Bolenu,
þar sem iðulega komu fram mjög
skemmtilegar og áhrifaríkar
myndir.
Strokkvartett skipaður nem-
endum úr Tónlistarskólanum á
Akureyri lék á undan flutningi
hvors óperuhluta. Leikur kvart-
ettsins var allgóður. Hljómur var
nær ævinlega hreinn og yfirleitt
allvel þéttur og fór batnandi eftir
því sem á leið leik kvartettsins.
Jafnframt birti yfir tóninum, sem
var til að byrja með nokkuð
mattur. Það er vafalaust, að þeir
nemendur Tónlistarskólans, sem
eins og þeir, sem mynduðu strok-
kvartettinn og eru komnir vel á
veg í námi sínu, eru prýðilega
færir um allgóðan og jafnvel góð-
an flutning tónlistar og jafnframt
víst, að tækifæri til þess að koma
fram og leika opinberlega eru
mjög eftirsóknarverður þáttur í
námi þeirra.
Af frammistöðu flytjenda á
fjölum Samkomuhússins má full-
yrða, að það er ekki fáránlegt að
láta sig dreyma uppsetningu
heillar óperu á vegum söngdeild-
arinnar. Fjöldi nemenda er næg-
ur til þess að fá til þann fjölda
flytjenda, sem þarf, jafnt í ein-
söngshlutverk sem í kóra. Slíkar
uppfærslur yrðu sannarlega
ánægjuleg viðbót við menningar-
líf bæjarins.
Annað, sem ekki síður skiptir
máli, er það hve mikilvægur þátt-
ur óperuvinna er í söngnámi. í
þeirri vinnu þjálfast atriði, sem
ekki nást betur á annan veg. Þar
má nefna túlkun og sviðsfram-
komu, sem eru áríðandi í þroska-
ferli söngnemenda.
í uppfærslu nemenda og kenn-
ara söngdeildar Tónlistarskólans
á Akureyri á lokaatriðum óper-
anna tveggja virðist vera fólginn
vísir viðbótar, sem mikils má af
vænta í starfi deildarinnar. Tón-
listarunnendur hljóta að vona, að
áfram verði unnið á þessu sviði.
Til þess eru greinilega efni.
Haukur Ágústsson.
Vöruskiptin við útlönd janúar-febrúar 1992:
Vöruskiptajöfiauðuriim óhag-
stæður um 0,1 milljarð
í febrúarmánuði voru fluttar út
vörur fyrir 6,7 milljarða króna en
inn fyrir 6,2 milljarða króna fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar
var því hagstæður um hálfan
milljarð króna en í febrúar í fyrra
var vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 0,4 milljarða króna á
föstu gengi.
Fyrstu tvo mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 11,5
milljarða króna en inn fyrir 11,6
milljarða króna fob. Vöruskipta-
jöfnuðurinn á þessum tíma var
því óhagstæður um 0,1 milljarð
króna en á sama tíma í fyrra var
hann óhagstæður um 0,6 millj-
arða króna á sama gengi.
Fyrstu tvo mánuði þessa árs
var verðmæti vöruútflutnings
0,4% minna á föstu gengi en á
sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir
voru um 77% alls útflutningsins
og voru 1% meiri en á sama tíma
í fyrra. Útflutningur á áli var 5%
minni en útflutningur kísiljárns
var 13% meiri en á síðastliðnu
ári. Útflutningsverðmæti annarr-
ar vöru var 8% minna í janúar-
febrúar en á sama tíma í fyrra,
reiknað á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu tvo mánuði ársins var 4%
minna en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti innflutnings til stóriðju
var 1% meira en í fyrra og verð-
mæti olíuinnflutnings fyrstu tvo
mánuði ársins var 10% meira en
á sama tíma í fyrra, reiknað á
föstu gengi. Þessir innflutnings-
liðir ásamt innflutningi sérstakrar
fjárfestingarvöru (skip, flugvélar,
Landsvirkjun) eru jafnan breyti-
legir frá einu tímabili til annars,
en séu þeir frátaldir reynist annar
innflutningur (82% af heildinni)
hafa orðið um 6% minni en í
fyrra, reiknað á föstu gengi.
Nettó flytur
Nettó verslun okkar að Höfðahlíð 1
verður lokað laugardaginn 16. maí og
starfsemin flutt að Óseyri 1 b.
Um leið og við þökkum viðskiptin að
Höfðahlíð 1 bjóðum við ykkur velkomin
í nýja Nettóverslun að Óseyri 1 b
föstudaginn 22. maí kl. 12.00.
Nettó allra hagur
Kaupfélag Eyfirðinga.