Dagur - 12.05.1992, Side 2

Dagur - 12.05.1992, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 12. maí 1992 Fréttir Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt miðlunartillögu ríkissátta- semjara til lausnar kjaradeilu Launanefndar sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að laun í vinnuskóla bæjarins á komandi sumri verði með orlofi: börn fædd '80 fái kr. 140 á klst., börn fædd '79 fái kr. 155 á klst., börn fædd '78 fái kr. 175 á klst. og börn fædd '77 fái kr. 200 á klst. ■ Áfengisvnrnanefnd hef- ur lagt fram umsögn vegna umsóknar Áningar um vín- veitingaleyfi í sumarhóteli í heimavist Fjölbrautaskólans. Nefndin mælir ekki gegn því að umbeðið leyfi verði veitt og hefur bæjarráð samþykkt leyf- isveitinguna fyrir sitt leyti. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til saminga við Knút Aadnegard á grundvelli til- boðs hans í gangstéttarsteypu í Suðurhlíðum á Sauðárkróki. Tilboð Knúts hljóðaði upp á 4.640 þús., en kostnaðaráætl- un var 4.684 þús. kr. ■ Bæjarráð hefur cinnig sam- þykkt að ganga til samninga við Knút Aadnegard og Símon Skarphéöinsson vegna útboðs á holræsalögn í Túnahverfi. Knútur og Símon buðu lægst, 3.414 þús. kr., en kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 4.027.440 kr. ■ íþróttaráð hefur samþykkt að veita styrk til tveggja drengja úr Umf. Tindastóli, sem valdir hafa verið í körfu- knattleikslandsliðið, vegna keppnisferðar til Wales. ■ Umhverfis- og gróður- verndarnefnd hefur ákveðið að hreinsunarvika á Sauðár- króki verði frá 28. maí til 5. júní nk. ■ Ncfndin hefur óskað eftir að settar verði reglur um akst- ur snjósleða utan vega í bæjar- landinu. ■ Umferðarnefnd hefur sam- þykkt að sett verði gangbraut þvert á Sæmundarhlíð í fram- haldi af göngustíg milli Túna- hverfis og Hlíðahverfis, ásamt tilheyrandi merkingum. ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt að gerð verði könn- un meðal nemenda 10. bekkj- ar Gagnfræðaskólans unt sumarstörf og ef í Ijós komi að verulegt atvinnuleysi sé í vændum hjá nemendum, þá verði leitað leiða til að leysa þeirra mál. ■ Atvinnumálanefnd hefur lýst óánægju yfir því að meiri- hluti eignaraðila Skjaldar hf. hafa selt hlut sinn til útgerðar- aöila utan bæjarfélagsins og með því flutt yfirráð yfir afla- heimildum út bænuin, án sam- ráðs við bæjarstjórn og atvinnumálanefnd. Nefndin væntir þess þó að samkvæmt yfirlýsingu þess efnis að fisk- vinnsla og útgerð á Sauðár- króki á vegum Skjaldar hf. verði aukin í kjölfar þessarar sölu, svo og að nýtt verði bet- ur sú aðstaða og vinnuafl sem til staðar er, að orð standi og breyting þessi verði til að renna enn styrkari stoðum undir atvinnulífið á staðnum. Vegagerð á Norður- landi vestra: Atvinnuástandið hefnr skánað - en 51 atvinnulaus í bænum „Það var haft eftir bæjar- stjóranum á dögunum að það yrði ágætt atvinnuástand hér í sumar, og ég vona að svo verði,“ sagði Aðalsteinn Bald- ursson hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, aðspurður um horfur á sumarvinnu fyrir framhaldsskólanemendur. ar væri farið að spyrja eftir verka- mönnum fyrir sumarið, enda eðlilegt að heimamenn sætu fyrir vinnu á sínu félagssvæði. Aðalsteinn sagði að atvinnu- ástand hefði mikið lagast að undanförnu, Rækjuvinnslan hefði undanfarnar vikur verið keyrð á þremur vöktum og það í apríllok væri ljós punktur í tilverunni að þar væri útlit fyrir botnlausa vinnu í sumar. Atvinnulausum á félagssvæð- inu fækkaði um 20 í apríl. í lok mars voru 129 atvinnulausir á svæðinu en 109 í lok apríl, þar af voru 51 á Húsavík, 24 karlar og 27 konur. IM Vegagerð ríksins á Norður- landi vestra er búin að auglýsa eftir tilboðum í nýbyggingu á Auðkúluvegi í Austur-Húna- vatnssýslu. Auk þess segir Jónas að búið sé að senda út útboðs- gögn í lokuðu útboði um efnis- vinnslu og einnig um lagningu bundins slitlags á Öxnadalsheiði og lagfæringar á slitlagi víðar í Skagafirði. Hann segist búast við niðurstöðu úr þessum útboðum innan hálfs mánaðar. SBG Síðastliðinn föstudag var tekið upp leikrit hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri, en sjaldgæft er að útvarpsleikrit séu tekin upp fyrir norðan. Styrkur úr menningarsjóði útvarpsstöðva í tilefni af 75 ára afmæli Leikfélags Akureyrar gerði þetta kleift. Tekið var upp leikritið Fangakapall eftir Valgeir Skagfjörö. Leikstjóri var Hallmar Sigurðsson, leikarar þau Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Þórdís Arnljótsdóttir og Valgeir Skagfjörð og tæknimaður Björn Sigmundsson. SS/Mynd: Oolli Húsavík: Gengið frá verksairaiingum vio Fjoro Vegagerð ríkisins hefur gengið frá verksamningum við Fjörð sf., félag vörubifreiðastjóra í Skagafirði, varðandi tvö verk sem Vegagerðin bauð út fyrir skömmu. Er þar um að ræða vegarkafla í Hegranesi og kafla á Siglufjarðarvegi við Sleitu- staði. Fjörður sf. sendi inn lægstu til- boðin í bæði verkin og voru þau í kringum 60% af kostnaðaráætl- un. Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Sauðárkróki, ætla Fjarðarmenn sér að hefjast handa við vegagerðina á næstu dögum, en þeir hafa frest fram á haustið til að ljúka við bæði verkin. Aðalsteinn sagðist hafa trú á því að stærstu fyrirtækin í bænum, s.s. sjúkrahús og Fisk- iðjusamlagið, héldu að sér hönd- um varðandi mannaráðningar og starfsmenn verkalýðsfélaganna hefðu talsverðar áhyggjur af ástandinu. Hins vegar væru hafn- arframkvæmdir ákveðnar og þeg- Vísitala framfærslukostnaðar: Verðbólga 0,2% á heilu ári Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í maíbyrjun 1992. Vísitalan í maí reyndist vera 160,5 stig og lækkaði um 0,1% frá síðasta mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 5,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,06% og jafngildir sú hækkun ríflega 0,2% verð- bólgu á heilu ári. -KK Tekjur aldraðra: Um 22% ellilífeyrisþega með tekjur umfram frítekjumark I desember árið 1990 fengu 5.325 einstaklingar er orðnir voru 67 ára eingöngu grunnlíf- eyri. Þessi fjöldi einstaklinga var með það háar tekjur af öðrum uppruna að þeir áttu ekki rétt á tekjutryggingu eða öðrum tekjutengdum bótum frá Tryggingastofnun ríkisins. í lok síðasta árs hafði þessum einstaklingum fjölgað í 5.872. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni skýrslu heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra um málefni og hagi aldraðra. í skýrslunni kemur einnig fram að alls hafi 23.935 einstaklingar verið á ellilífeyrisaldri - 67 ára og eldri þann fyrsta desember 1990. Rúm 22% þeirra höfðu það mikl- Rskmiölun Norðudands ð Dalvík - Rskverð ð markaðl vlkuna 03.054)9.051992 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúða 85 75 81,07 1.992 161.486 Hlýri - 43 33 40,71 85 3.460 ‘Hrogn 20 20 20,00 297 5.940 Karfi 20 20 20,00 28 560 Lúða 260 95 225,91 22 4.970 Mjóri 43 43 43,00 23 989 Rauðmagi 65 65 65,00 428 27.820 Skarkoli 45 45 45,00 887 39.915 Steinbítur 45 33 39,38 72 2.835 Ufsi 40 40 40,00 1.146 45.840 Ýsa 114 90 103,81 6.169 640.417 Þorskur 97 65 93,38 68.848 6.428.834 Þorskur, smár 65 60 64,37 1.321 85.030 Samtals 91,59 81.318 7.448.096 Dagur blrtlr vlkulega töflu yflr flskverb h|á Flskmlblun Norðurlands á Dalvík og grelnlr þar frá verblnu eem fékkst i vlkunnl á undan. Þetta er gert I IJósl þoss ab hlutverk flskmarkaba í verð- myndun íslenskra sjávarafurba hefur vaxlb hröOum skrefum og þvi sjálfsagt að gera lesendum blaðslns klelft að fytgjast með þrðun markaðsverðs á flskl hér á Norðurlandl. ar tekjur af vinnu og/eða eignum að þeir nutu engra tekjutengdra bóta frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Frítekjumark ellilífeyris- þega er 195.360 krónur á ári og skal greiða tekjutryggingu sem nemur 22.305 krónum á mánuði fari tekjur viðkomandi lífeyris- þega ekki l'ram úr þeirri upphæð. Hafi ellilífeyrisþegi hins vegar tekjur umfram frítekjumarkið skal skerða tekjutrygginguna um 45% þeirra tekna sem umfram eru og fellur tekjutryggingin alveg niður við 790.160 króna árstekjur. Vextir, verðbætur og gengishagnaður teljast ekki til tekna við útreikning tekjutrygg- ingar sem hlutfalls af launa- eða eignatekjum ellilífeyrisþega. Frá því fyrsta júlí 1990 hefur frítekju- markið verið hærra hjá þeim sem eru með greiðslur frá lífeyrissjóð- um. Frítekjumark þeirra var miðað við nóvember síðastliðinn 283.800 krónur. ÞI Skagagörður: Dufl við Þórðarhöfða Landhelgisgæslan fékk sl. fímmtudag tilkynningu um að einhvers konar dufl væri í fjör- unni hjá Þórðarhöfða í Skaga- fírði. A föstudag fóru menn frá sprengjudeild Gæslunnar og könnuðu hvað um væri að ræða og reyndist þetta vera veðurdufl. Að sögn þeirra hjá Landhelgis- gæslunni er töluvert um að veðurdufl reki hér á land og geta þau verið hættuleg ef sjór kemst í rafhlöður þeirra. Þeir hjá Land- helgisgæslunni sögðu ennfremur að alltof algengt væri að fólk léti hjá líða að tilkynna þeim um dul- arfulla hluti, sem það gengi fram á í fjörum landsins. SBG Húsavík: Heiður í boði - fyrir nýtt nafn á barnaskóla Samkeppni stendur yfír um nýtt nafn á Barnaskóla Húsa- víkur. Frá árinu 1993 verður öllum bekkjum grunnskóla kennt við skólann, en efstu bekkjunum hefur verið kennt við Framhaldsskólann síðustu árin. Allir bæjarbúar geta tekið þátt í keppninni en tillögum þarf að skila á bæjarskrifstofuna fyrir 25. maí. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort verðlaun verða veitt en allavega verður um að ræða heiðurinn af því að hafa lagt til nafnið,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri aðspurður um verðlaunaveitingu í sam- keppninni. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.