Dagur - 12.05.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 12. maí 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130).
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Landsbankinn verður
að lækka vextina
Landsbanki íslands lækkaði ekki vexti sína í gær, en
þá var vaxtabreytingadagur. Útlánsvextir í Lands-
bankanum eru nú allt að einu prósenti hærri en í
Búnaðarbanka, íslandsbanka og sparisjóðunum.
Mikil óánægja er með vaxtastig Landsbankans hjá
stjórnendum hinna bankanna, enda er það talið
geta skekkt samkeppnisstöðuna. Talið er að vaxta-
munurinn geti fært Landsbankanum um 700 millj-
ónir króna í tekjur árlega.
Ljóst er að Landsbankinn á í erfiðleikum vegna
gjaldþrota ýmissa stórra fyrirtækja, sem þar hafa
verið í viðskiptum. Má þar nefna Álafoss og nokkur
stærstu fiskeldisfyrirtækin. Landsbankinn hefur
tapað verulegum fjárhæðum á þessum gjaldþrot-
um. Röksemdir stjórnenda bankans eru á þá leið að
þeir telji sig ekki geta lækkað vexti meira en þeir
hafa gert nú þegar vegna bágrar fjárhagsstöðu. Og
þar stendur hnífurinn í kúnni.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórn-
endur Landsbankans harðlega fyrir þvermóðsku
þeirra og telja þá vera að ganga á bak orða sinna. í
nýafstöðnum kjarasamningaviðræðum gáfu tals-
menn allra banka og sparisjóða yfirlýsingu um að
þeir myndu lækka vexti sína í kjölfar vaxtalækkunar
ríkisstjórnarinnar. Loforð um lækkun vaxta var ein
meginforsendan fyrir miðlunartillögu ríkissátta-
semjara. Forsvarsmenn launþega segja að ef
stjórnendur Landsbankans lækki ekki vexti sína án
tafar til jafns við hina bankana, séu þeir að svíkja
gerðan samning.
Ekki verður betur séð en að reiði forsvarsmanna
verkalýðshreyfingarinnar í garð Landsbankans sé
réttlát. Yfirlýsing Landsbankans um að lækka vexti
var, að því er best verður séð, ekki skilyrt á nokkurn
hátt. Þar kom ekkert fram um að bankinn áskildi sér
rétt til að halda uppi hærri vöxtum en aðrir til að
vega upp á móti tapi vegna gjaldþrota. Það er
staðreynd að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var
byggð á ákveðnum forsendum. Ef ein aðalforsenda
hennar ætlar ekki að koma fram nema að hluta, er
eðlilegt að launþegar endurmeti stöðuna. Ef Lands-
bankinn lækkar ekki vexti sína eru forsendur miðl-
unartilögunnar brostnar. Þá hafa launþegar verið
sviknir í tryggðum eina ferðina enn.
Það er einungis ein leið til að höggva á þann hnút
sem nú hefur myndast. Landsbankinn verður að
lækka vexti sína til jafns við hina bankana - og
það án frekari tafar. Skilyrði fyrir slíkri vaxtalækkun
eru ótvírætt fyrir hendi. Næsti vaxtabreytinga-
dagur er 21. þessa mánaðar. Ef stjórnendur Lands-
bankans skipta ekki um skoðun fyrir þann tíma er
hætt við að launþegar líti svo á að nýsamþykkt
miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé marklaust
plagg. Fari svo má búast við alvarlégum átökum á
vinnumarkaðinum innan skamms. BB.
Hugleiðingar skotveiði-
áhugamaims um lagafrumvarp
Frumvarp til laga um vernd,
friðun og veiði á villtum fugl-
um og villtum spendýrum öðr-
um en hvölum.
Eftir að hafa lesið yfir frum-
varp þetta verð ég að segja að
ýmislegt vakti furðu mína og
undrun. Ef byrjað er fremst ber
fyrst að nefna 4. kafla.
4. kafli
8. grein hljóðar svo: „Öllum
íslenskum ríkisborgurum og
mönnum með lögheimili hér á
landi eru dýraveiðar heimilar í
almenningum, á afréttum utan
landareignalögbýla enda geti
enginn sannað eignarrétt sinn til
þeirra,“ og svo framvegis.
Þessi byrjun er tekin beint upp
úr gömlu lögunum, þarna hefði
mátt kveða fastar að og byrja
greinina: „Aðeins íslenskum
ríkisborgurum...“, og svo fram-
vegis.
I 9. grein er fjallað um hvað
má nota til veiða og þó aðallega
hvað ekki er heimilt að nota.
Óhætt er að segja að þessi grein
vekur upp margar spurningar hjá
okkur skotveiðimönnum.
Athugið: Á undan öllum grein-
um kemur textinn: Við veiðar er
meðal annars óheimilt að nota:. í
3. lið segir: „Steina, barefli,
eggvopn, skutla, stunguvopn,
eða því um líkt. Þó má nota
barefli við hefðbundnar veiðar á
fýls- og skarfaungum og kópum.“
Má ekki nota
sópinn lengur?
Er nú ekki lengur heimilt, eða
hefur það aldrei verið, að drepa
mús eða rottu sem slæðst hefur
inn hjá manni með sóp eða öðru
barefli án þess að teljast saka-
maður? Hvað þá um minkinn
sem allt í einu birtist á árbakkan-
um þar sem veiðimaðurinn kastar
flugu fyrir lax eða silung. Er þá
vænlegast að bjóða minkinn vel-
kominn og biðja hann um að taka
aðeins í stöngina og renna smá-
stund á meðan byssan er sótt í
bílinn, ef hún á annað borð er þá
með í för? Eða þá að vingast við
minkinn og mæla sér mót við
hann seinna og vera þá löglega
útbúinn? Því að ekki má grípa
það sem hendi er næst og murka
lífið úr þessum hvimleiða vágesti.
Annars sýnist mér í fljótu
bragði að þessi grein sé nánast
óþörf því framangreind vopn
kæmu að litlum notum við veiðar
nema þá ef til vill á músum, rott-
um og minkum í sérstökum til-
fellum. Einnig kæmu þau að
Eirikur Sigurðsson.
Fyrri hluti
gagni við veiðar á ófleygum ung-
um svo sem fýls- og skarfsungum
en þar eru bareflin leyfð svo og
við veiðar á selskópum. Aðrar
fuglategundir eru orðnar fleygar
þegar friðun þeirra lýkur, nema
þá ungar hinna ýmsu vargfugla
sem heimilt er að veiða allt árið.
Umdeilanleg lagagrein
14. liður: „Hálfsjálfvirk eða sjálf-
virk skotvopn með skothylkja-
hólfum sem taka fleiri en tvö
skothylki."
Þessi grein er vægast sagt
umdeilanleg. Þarna er lagt bann
við notkun á sjálfvirkum skot-
vopnum eða það sem almennt
væri kallað vélbyssur og er ekki
nema gott eitt um það að segja.
En hvað hálfsjálfvirku vopnin
áhrærir er furðulegt að þau skuli
bönnuð við allar veiðar en ekki
orði minnst á aðra gerð magasín-
skotvopna, en það eru svokallað-
ar pumpur. Fyrir þá sem ekki
vita, eru það handskiptar byssur
sem taka allt upp í 9 skot í
magasínið. Má á það benda að
þjálfaður maður með slíkt vopn
er ekki svo ýkja mikið lengur að
skjóta sínum 5 skotum heldur en
sá með hálfsjálfvirka vopnið. Er
vægast sagt furðulegt að þessar
tvær gerðir vopna skuli ekki falla
undir sama ákvæðið.
Hér að ofan hefur aðeins verið
fjallað um ágalla þann sem talinn
er vera á 14. lið, en ekki þá skoð-
un greinarhöfundar að það er
furðulegt að banna notkun hálf-
sjálfvirkra vopna við veiðar á
stofnum sem eru í góðu jafnvægi
eða í vexti, svo sem t.d. á gæs,
vargfugli, minkum og fleiri
dýrum, en mæta fjölgun þeirra
með því að heimila rányrkju á
eggjum, sem síðar verður lítil-
lega vikið að.
Það er kjörið að byrja bann
slíkra vopna við veiðar á ákveðn-
um fuglategundum. Mætti þar
nefna t.d. rjúpuna.
Klaufalegt orðalag
16. liður: „Hunda til þess að
hlaupa uppi bráð nema við
minkaveiðar.“
Þessi grein vekur upp fleiri
spurningar heldur en hún svarar
og er vægast sagt afskaplega
óvönduð. Hvað er átt við með
orðinu bráð og hvenær hættir
dýrið að vera bráð? Þýðir þessi
grein að bannað sé að senda
hund eftir særðum fugli, eða láta
hann sækjá bráðina, yfir höfuð?
Á þessi grein að segja manni, að
bannað sé að láta hunda sjá um
veiðarnar en leyfilegt að láta
hundinn sækja dauðan fugl og
særðan? Trúlegt er að greinin eigi
að túlka það síðastnefnda en
óhætt er að segja að hún er þá
frekar klaufalega orðuð.
í 17. lið er fjallað um hvað og
hvernig ökutæki er óheimilt að
nota við veiðar og segir þar meðal
annars:
„Skotvopn skulu vera óhlaðin
meðan á akstri stendur. Einnig
skulu þau vera óhlaðin nær vél-
knúnu farartæki á landi en 50
metra.“
Að sjálfsögðu eiga menn ekki
að vera með hlaðin skotvopn á
meðan á akstri stendur og ekki
að þvælast með þau hlaðin nærri
vélknúnum farartækjum, en að
festa í lögum einhverja ákveðna
metra í radíus er vafasamt. Úti-
iokað er að framfylgja eða fylgj-
ast með þessu, einnig geta skap-
ast þær aðstæður að rekist er á
bráð innan 50 metra marksins.
Hins vegar ætti þetta síðarnefnda
að vera siðaregla hjá öllum veiði-
mönnum og því brýnt fyrir
mönnum í kennslu í meðferð
skotvopna.
Eiríkur Sigurðsson.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
Höfundur er áhugamaður um skotveiði.