Dagur - 12.05.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 12. maí 1992
Íþróttir
Uppskeruhátíð Júdódeildar KA:
Jón Kristinn valinn eMegastur
Lokahóf yngri flokka hjá
júdódeild KA fór fram í KA-
húsinu á laugardaginn. Þar var
kynnt val á efnilegasta júdó-
manninum auk þess sem önnur
verðlaun voru veitt og boðið
upp á léttar veitingar. Jón
Kristinn Sigurðsson var kjör-
inn efnilegasti júdómaðurinn.
Að sögn Jóns Óðins Óðinsson-
ar, þjálfara hjá júdódeildinni,
æfðu 140 manns á aldrinum 4-40
ára júdó hjá félaginu í vetur.
„Þetta var tvímælalaust besta
tímabilið okkar til þessa og töl-
urnar tala sínu máli. Það er sama
hvernig talið er, KA kemur alltaf
út sem sterkasta félagið,“ sagði
Jón Óðinn en KA-menn unnu 16
íslandsmeistaratitla í vetur eins
og fram hefur komið.
Jón Óðinn sagði að KA stæði á
ákveðnum tímamótum þar sem
félagið væri nú búið að eignast
sterka menn í fullorðinsflokkun-
um. „Það er mjög mikil breidd
hjá okkur sem sést á því að við
eigum toppmenn í nánast öllum
þyngdarflokkum fullorðinna og
fleiri en einn í sumum flokkum.
Það eina sem háir okkur eru fjár-
hagsvandræði, við njótum engra
styrkja eða viðurkenninga sem er
undarlegt þar sem við höfum
unnið um 200 íslandsmeistara-
titla en önnur félög hafa verið að
fá fjárstyrki og viðurkenningar
fyrir einn titil. Ef þetta breytist er
framtíðin björt því við eigum
keppanda á Ólympíuleikum í
sumar, Frey Gauta Sigmundsson,
og þrjá til fjóra aðra á „heims-
klassa.“ Ég spái því að KA eign-
ist heims- eða Ólympíumeistara
einhvern tíma á næstu 10 árum,“
sagði Jón Óðinn.
Verðlaunahafar á Vormóti í flokki 6-8 ára, f.v: Sigurður Orri Jónsson, Hall-
dór Arnarson, Ólafur Torfason, Atli Jónsson, Olafur Sigurgeirsson, Skúli
Arnason, Davíð Júlíusson og Haukur Bjarnason.
Efnilegasti júdómaðurinn, Jón Kristinn Sigurðsson, ásamt þjálfaranum,
Jóni Oðni Óðinssyni.
Þessir hlutu verðlaun fyrir ástundun, mætingu og framfarir, f.v: Ágúst Fann-
ar Ágústsson, Arnar Lúðvíksson, Brynjar Ásgeirsson, Arnar Hilmarsson,
Karles Ólafsson, Geir Sigurðsson, Ómar Örn Karlsson, Styrmir Hauksson
og Jóhannes Gunnarsson.
Knattspyrnudómarar á Norðurlandi:
Almennur fundur í
KA-heimilinu í kvöld
Almennur fundur með knatt-
spyrnudómurum á Norður-
landi verður haldinn í KA-
heimilinu á Akureyri í kvöld,
þriðjudaginn 12. maí. Fundur-
inn hefst kl. 20.00 og er þess
óskað að allir skráðir dómarar
á Norðurlandi mæti.
Á fundinum mun Rafn Hjalta-
lín, formaður Laga- og fræðslu-
nefndar Knattspyrnusambands
íslands, flytja dómurum fyrir-
mæli sumarsins. Síðan verða
leyfðar fyrirspurnir og umræður.
Einnig er rétt að benda á að
þar sem Dómaranefnd Knatt-
spyrnusambandsins vinnur nú að
gerð dómaraskírteina fyrir
keppnistímabilið, er nauðsynlegt
að dómarar komi með mynd af
sér á fundinn, til að setja í
skírteinin.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ:
Ráðsteftia um stöðu
íþróttanna á laugardag
Laugardaginn 16. maí boðar
framkvæmdastjórn ÍSÍ til ráð-
stefnu um stöðu íþróttanna á
Islandi í dag. Hún verður hald-
in í Iþróttamiðstöðinni í Laug-
ardal og hefst kl. 10.
Ráðstefnan er haldin í tengsl-
um við sambandsstjórnarfund ÍSÍ.
þannig að búast má við að þar
verði samankomið allt helsta for-
ystufólk landsins innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Viðfangsefnið
snertir alla íþróttaáhugamenn en
staða íþróttanna verður rædd út
frá ýmsum sjónarhornum. Meðal
þeirra sem taka til máls eru Ingi
Björn Albertsson, formaður
íþróttanefndar ríkisins, Erling
Ásgeirsson, bæjarfulltrúi og for-
maður íþrótta- og tómstundaráðs
Garðabæjar, Sigríður Jónsdóttir,
formaður BSI, og Magnús
Oddsson, formaður íþrótta-
bandalags Akraness.
Ráðstefnugjald er 600 kr. og er
innifalið súpa og salat í hádegis-
hléi auk kaffiveitinga. Skráning
þátttakenda fer fram í síma 91-
813377 og 91-814144 fyrir 14.
maí.
Hluti af bikarhöfum SRA 1992 með verðlaun sín. Fremri röð f.v: Þóroddur Ingvarsson, Aknrcyrarmeistari í skíða-
göngu 13-14 ára pilta, Gauti Þór Reynisson, Akureyrarmeistari í stórsvigi 15-16 ára pilta, Vilhelm Þorsteinsson,
Akureyrarmeistari í stórsvigi karla, Magnús Már Lárusson, Akureyrarmeistari í svigi 15-16 ára pilta, og María
Magnúsdóttir, Akureyrarmeistari í svigi kvenna. Aftari röð f.v: Brynja Þorsteinsdóttir, Akureyrarmeistari í svigi og
stórsvigi 13-14 ára stúlkna, Harpa Pálsdóttir, Akureyrarmeistari í skíðagöngu 13-15 ára stúlkna, Hildur Ösp Þor-
steinsdóttir, Akureyrarmeistari í svigi og stórsvigi 15-16 ára stúlkna, Jóhann Arnarson, Akureyrarmeistari í stór-
svigi 13-14 ára pilta, og Fjalar Úlfarsson, Akureyrarmeistari í svigi 13-14 ára pilta. Mynd: jhb
Uppskeruhatio SRA:
„Var mjög sérstök vertíð“
- segir Þröstur Guðjónsson
- reynt að stunda æfingar á skíðum í sumar
Uppskeruhátíð Skíðaráðs
Akureyrar var haldin í Sjallan-
um á sunnudag en þar voru
veitt verðlaun fyrir góðan
árangur í mótum ráðsins í
vetur. Þröstur Guðjónsson,
formaður SRA, segir að skíða-
vertíðin í vetur hafi verið mjög
erfið en árangur hafi hins veg-
ar verið furðu góður miðað við
aðstæður.
„Þetta var mjög sérstök vertíð.
Við höfum aldrei getað skíðað
jafn mikið í desember eins og í
vetur en síðan kom tveggja mán-
aða tímabil sem var alveg snjó-
laust og það er Iíka alveg nýtt.
Þetta olli okkur vitanlega miklum
erfiðleikum en þjálfarar og for-
eldrar unnu frábært starf og
björguðu því sem bjargað varð.
Þessar erfiðu aðstæður komu nið-
ur á iðkendafjölda en árangurinn
í vetur var ágætur,“ sagði
Þröstur. Hann sagði jafnframt að
fjárhagur ráðsins væri viðund-
andi þrátt fyrir erfiðleikana í vet-
ur og væri það fyrst og fremst
fyrirtækjum í bænum að þakka
sem veitt hefðu stuðning og ættu
þakkir skildar fyrir.
í sumar stendur til að reyna að
halda saman eldri hópunum, 13
ára og eldri, og komast á skíði
tvisvar í viku. „Við vorum með
tvo erlenda þjálfara í vetur sem
telja sjálfsagt að reyna að komast
á skíði í kringum bæinn yfir
sumartímann. Þeir hafa sett upp
æfingaprógram þar sem gert er'
ráð fyrir að farið verði á skíði
tvisvar í viku auk þrek- og þol-
æfinga. Þetta telja þeir nauðsyn-
legt til að ná framförum. Þol og
þrek hefur verið í lagi en þeir
telja nauðsynlegt að bæta tækni-
legu hliðina og að það verði
aðeins gert með því að fara oftar
á skíði. Þetta kostar vitanlega
mikla samstöðu og góðan vilja en
við vonum að þetta takist,“ sagði
Þröstur.
Miklar líkur eru á erlendu
þjálfararnir tveir, Svíinn Hel-
ström og Pólverjinn Kaminsky,
verði áfram hjá SRA næsta
vetur. Búist er við að þeir komi í
september og setji upp nýjar æf-
ingaáætlanir og komi síðan aftur
til starfa í nóvember eða des-
ember.