Dagur - 12.05.1992, Side 9

Dagur - 12.05.1992, Side 9
Þriðjudagur 12. maí 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Noregur: Jakob í viðræðum við Viking um nýjan samning Handknattleiksmaðurinn Jakob Jónsson á nú í viðræðum við norska félagið Viking frá Stavanger um nýjan samning en keppnistímabilinu í Noregi lauk fyrir skömmu. Annað félag í Noregi hefur haft sam- band við Jakob og um áramót- in fékk hann upphringingu frá Alicantc á Spáni en gat ekki tekið freistandi tilboði frá félaginu. Jakob segist vera búinn að ræða einu sinni við forráðamenn Viking eftir að keppnistímabilinu lauk og þar hafi aðilar viðrað hugmyndir um nýjan samning. „Það bar nokkuð á milli en ég á ekki von á öðru en að þetta gangi saman. Þetta ætti að skýrast um miðjan mánuðinn," sagði Jakob í samtali við Dag. Norska félagið Drammen hef- ur haft samband við Jakob en það félag tryggði sér 1. deildar- sæti á dögunum. Jakob segist lít- ið hafa hugsað um það enda hafi hann mestan áhuga á að vera áfram hjá Viking. Um áramótin hafði spænska félagið Alicante samband við Jakob og gerði honum freistandi tilboð. „Það voru mjög góð laun í boði en ég hefði þurft að fara strax í janúar og það var einfald- lega ekki hægt. Þetta kitlaði en Jakob Jónsson. maður rýkur ekki í burtu á miðju keppnistímabili. Þeir töluðu um að hafa samband aftur en ég á ekkert frekar von á að heyra meira í þeim.“ Jakob og félagar lentu í 3. sæti í deildakeppninni í Noregi og léku gegn nágrannaliðinu Stavanger í úrslitakeppninni. „Það fór frekar illa, við töpuðum fyrri leiknum með 2 mörkum og seinni með 14. Þeir eru bestir í bænum í dag en við vorum þokkalega ánægðir með bronsið,“ sagði Jakob Jónsson. Þessi mynd var tekin síðari ráðstcfnudaginn á Laugarvatni. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Fremsta röð: Gísli Guðmundsson, Árni Arason, Guðmundur Stefán Maríasson, Kristinn Jakobsson, Magnús Sigurólason, Ólafur Ragnarsson, Þorkell Ragnarsson, Gísli Björgvinsson, Egill Már Markússon, Guðmundur Haraldsson, formaður Dómaranefndar KSÍ og Rafn Hjaltalín, formaður Laga- og fræðslunefndar KSÍ. Miðröð: Bragi V. Bergmann, Þor- varður Björnsson, Valdimar Freysson, Ingólfur Hjaltason, Magni Björnsson, Gunnar R. Ingvarsson, Kári Gunn- laugsson, Svanlaugur Þorsteinsson, Jón Sigurjónsson, Einar Sigurðsson, Róbert Jónsson, í Dómaranefnd KSÍ og Halldór Gunnlaugsson, formaður Knattspyrnudómarasambands íslands. Efsta röð: Sigurður Friðjónsson, Marinó Þorsteinsson, Magnús Guðmundsson, starfsmaður Dómaranefndar KSÍ; Kristján Guðmundsson, Eyjólfur Ólafs- son, Gylfi Þór Orrason, Guðmundur Jón Jónsson, Þorsteinn Árnason, Ari Þórðarson og Pétur Sigurðsson. Dagsmynd Knattspymudómarar undirbúa sig fyrir keppnistímabilið Landsdómarar í knattspyrnu, þ.e. þeir dómarar sem dæma leikina í efstu deildum íslands- mótsins í knattspyrnu í sumar, komu saman á Laugarvatni dag- ana 1.-2. maí síðastliðinn. Þar gengust þeir undir þrekpróf og skriflegt próf úr knattspyrnu- lögunum og hlýddu á fyrirmæli sumarsins frá Dómaranefnd KSÍ. 33 dómarar sátu ráðstefnuna. Þeir komust ágætlega frá prófun- um og virðast vel búnir undir „átökin“ sem framundan eru í sumar. Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson Sigur Liverpool í FA-bikamum Á laugardaginn fór fram á Wembley úrslitaleikurinn í FA-bikarnum og áttust þar við Liverpool og Sunderland. Þessi úrslitaleikur er jafnan hápunktur knattspyrnutíma- bilsins á Englandi og hinn frá- bæri Bjarni Fel. sá um að koma öllu vel til skila í beinni sjónvarpssendingu til okkar. Þetta kunnu menn vel að meta eftir að hafa horft uppá ýmsa aðra nauðga beinum útsend- ingum að undanförnu, bæði í handbolta og knattspyrnu. En snúum okkur þá að leiknum sjálfum. Ef gengi liðanna að undan- förnu var skoðað hefði maður ætlað að það væri nægjanlegt fyr- ir Liverpool að mæta og það eitt myndi duga til sigurs í leiknum. 2. deildarlið Sunderland var í mikilli fallhættu í sinni deild og náði naumlega að bjarga sér und- ir lokin, en Liverpool hefur um langt árabil verið eitt albesta lið á Englandi og rakað saman verð- launum. Þegar dómarinn flautaði til leikhlés eftir markalausan fyrri hálfleik virtist þó sem óvænt úr- slit væru á góðri leið með að sjá dagsins ljós. Þrátt fyrir að leik- menn Liverpool hefðu verið meira með boltann þá voru það leikmenn Sunderland sem höfðu átt fleiri tækifæri og sýnt meiri baráttuvilja. Miðherjarnir John Byrne og Peter Davenport voru hættulegir og vörn liðsins með Anton Rogan sem besta mann lék af öryggi. Það sem hafði kom- ið í veg fyrir að liðið skoraði var ekki vörn Liverpool, heldur fljót- tóku Sunderland í kennslustund í seinni hálfleik og sigruðu 2:0 Margir Leedsarar lögðu fæð á Sunderland sem ekki hefur horf- ið og því var sigri Liverpool fagn- Steve McManaman átti stórleik hjá Liverpool í seinni hálfleik. færni og græðgi framherja liðsins. En Liverpool fékk þó færi, Michael Thomas strax í upphafi eftir frábæra sendingu Ray Houghton og rétt fyrir hlé sleppti dómarinn vítaspyrnu á Sunder- land er Paul Bracewell felldi Steve McManaman innan víta- teigs. Allt annað var uppi á teningn- um í síðari hálfleik, Sunderland átti snarpa sókn fyrstu mínútuna og fékk hornspyrnu, en eftir það var leikurinn algerlega eign Liverpool. Ekki leið á löngu þar til Thomas skoraði með glæsilegu skoti eftir frábæran undirbúning McManaman og um miðjan hálf- leikinn bætti Ian Rush síðan við síðara marki Liverpool með góðu skoti eftir góðan undirbúning McManaman og Thomas. Þrátt fyrir þunga sókn Liverpool og fjölmörg tækifæri urðu mörkin ekki fleiri, en Dean Saunders var óheppinn, tvö skot naumlega framhjá og skalli í þverslá. Liverpool hafði því bætt enn ein- um titlinum í sitt stóra og mynd- arlega safn verðlauna og það án síns besta leikmanns John Barnes sem var meiddur. McManaman lék mjög vel í síðari hálfleiknum og Jan Molby stjórnaði leik Liverpool af miklu öryggi á miðjunni og mataði sam- herja sína með glæsisendingum. Dean Saunders átti góa spretti í sókninni og þeir Rush og Thomas nýttu færi sin vel og skoruðu góð mörk. Það er hins vegar í varnar- leiknum, þar með talin mark- varslan sem Liverpool er ekki nógu sterkt. Það er aðeins hinn ungi hægri bakvörður liðsins Rob Jones sem uppfyllir þær kröfur sem búist er við af varnarmanni hjá Liverpool. Þrátt fyrir ósigurinn og algera og óþarfa uppgjöf í síðari hálfleik má lið Sunderland vel við una. Liðið er góð blanda af reyndum spilurum og kornungum og mjög efnilegum leikmönnum þannig að ekki kæmi á óvart þó Sunder- land næði að komast upp í 1. deild næsta vetur. Reynsluleysi í leikjum sem þessum varð liðinu að falli og eflaust hefur verið nokkur pressa á liðinu að endur- taka afrekið frá 1973, en þá sigr- aði Sunderland sem var í 2. deild hið fræga lið Leeds Utd. í FA- bikamum. Enn hefur ekki gróið um heilt milli Sunderland og Leeds Utd. síðan þá og félögin hafa eldað grátt silfur síðan. að í herbúðum nýkrýndra Eng- landsmeistara Leeds Utd. Þ.L.A. Dean Saunders var óheppinn að skora ekki fyrir Liverpool.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.