Dagur - 12.05.1992, Qupperneq 11
Þriðjudagur 12. maí 1992 - DAGUR - 11
Sumarbúðirnar
við Ástjörn:
Starfsemin hefst
13. júní
Sumarbúðir sumarheiniilisins
við Ástjörn í Kelduhverfi
verða starfræktar frá 13. júní
til 28. ágúst næstkomandi.
Sumarbúðirnar að Ástjörn eru
ætlaðar börnum á aldrinum 6 til
12 ára og er hægt að ákveða
lengd dvalartímabils. Skemmsta
dvöl er tvær vikur en lengsta 10
vikur. Fyrstu átta vikur tímabils-
ins eru fyrir drengi en 9.-10. vika
fyrir drengi og stúlkur. Síðasta
vikan, þ.e. frá 22.-28. ágúst, er
fyrir 13 ára og eldri.
Vikudvöl að Ástjörn kostar
10.700 krónur en systkini fá 10%
afslátt frá því verði. Þá fá þau
börn, sem þurfa að fljúga til
Akureyrar, afslátt hjá Flugleið-
um og er hann miðaður við 12 ára
aldur. Loks er þess að geta að
sumarbúðagestum verður boðið
upp á hestanámskeið í samvinnu
við hestaleiguna að Hóli.
Þeir sem óska eftir frekari upp-
lýsingum um sumarbúðirnar að
Ástjörn geta hringt í eftirtalin
númer, eftir kl. 16.30: Ástjörn,
sími 96-52262; Bogi, sími 96-
23238; Árni eða Magnús, sími
96-21585; Steini, sími 96-21509
og Jógvan, sími 96-22733.
Nýtt hjúkr-
unarfræðinga-
tal komið út
Nýtt Hjúkrunarfræðingatal er
komið út. Það hefur að geyma
æviágrip þeirra hjúkrunar-
fræðinga sem útskrifast hafa
eftir árið 1979, en einungis við-
bótarupplýsingar þeirra hjúkr-
unarfræðinga sem eru í fyrri
ritum.
Hjúkrunarfræðingar útskrifað-
ir vorið 1990 er síðasti hópurinn
sem er í ritinu. Ekki náðist í þá
alla og er því jafnframt nafnalisti.
Nafnalisti er einnig yfir þá sem
útskrifuðust 1991. Samtals eru
því æviágrip hjúkrunarfræðinga
2796.
Ritið er beint framhald af þeim
fyrri sem komu út 1969 og 1979.
Bókin verður seld á skrifstofu
Hjúkrunarfélags íslands að
Suðurlandsbraut 22 og kostar kr.
4.400,-
Áskrifendur sem ekki hafa tök
á að sækja hana fyrir 22. maí
1992 munu fá hana senda gegn
póstkröfu.
Tónlistarskólinn
á Akureyri:
Vortónleikar
strengja- og
blásarasveita
Vortónleikar strengjasveita
Tónlistarskólans á Akureyri
verða í Akurevrarkirkju
þriðjudaginn 12. maí kl. 20.
Þrjár strengjasveitir leika fjöl-
breytta efnisskrá. Stjórnendur
eru Magna Guðmundsdóttir, Jón
Rafnsson, og Michael Jón Clarke.
Einleikarar eru Jaqueline F.
Simm, Gordon G. Jack og Nicole
Vala Cariglia.
Vortónleikar blásaradeildar
verða nk. miðvikudag 13. maí kl.
20, einnig í Akureyrarkirkju. Þar
koma fram þrjár blásarasveitir
skólans, slagverkssveit, blokk-
flautusveit og kammersveit blás-
ara. Stjórnendur eru Jaqueline F.
Simm, Gordon G. Jack, Finnur
Eydal, Christopher Thornton,
Eileen Silcokd og Pentti Niemi.
N0TAÐIR BILAR - H0LDUR - N0TAÐIR BILAR - H0LDUR - N0TAÐIR BILAR
N0TAÐIR BILAR
Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI
N0KKUR D Æ M I :
V0LV0 740 GL 2300 - árg. 1987, 4 dyra, blár,
ekinn 86 þ.km., ABS o.fl.verð kr. 870.000 stgr.
MIVIC LANCER EXE1500 - árg. 1988, 5 gíra, 4 dyra,
grábrúnn, ekinn 78 þ.km., verð kr. 520.000 stgr.
MAZDA 323 LX1300 - árg. 1987, 4 gíra, 4 dyra, hvítur, SEAT IBIZA XL1200 - árg. 1990, 5 gíra, 5 dyra, hvítur,
ekinn 90 þ.km., verð kr. 350.000. stgr. ekinn 6 þ.km., verð kr. 450.000.stgr.
MMCTREDIA 4X41800- árgerð 1987,
5 gíra, 4 dyra, hvítur, ekinn 105 þ.km.,
verð kr. 490.000.stgr.
MMC PAJER0 LANGUR 2600 BENSÍN - árgerð 1987,
5 gíra, 5 dyra, blár, ekinn 120 þ.km.,
verð kr. 1.050.000. stgr.
GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐ ÓSKUM KAUPENDA
Góö þjónusta ■ Reyndlr sölumenn
H
ÖLDUR HF
BÍLASALINN
BILASALA VIÐ HVANNAVELLI
SÍMAR 24119 OG 24170
Opið virka daga kl. 10-19, laugardaga kl. 10-17
NOTAÐIR BILAR - HOLDUR - NOTAÐIR BILAR - HOLDUR - NOTAÐIR BÍLAR