Dagur


Dagur - 14.05.1992, Qupperneq 2

Dagur - 14.05.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 14. maí 1992 Fréttir Frá stóðhestasýningunni á Hólum. Bæjarstjórnarfandur á Sauðárkróki: Harðar umræður um málefhi Skjaldar - forseti sakaður um að bregðast trausti Fram kom í blaðinu í gær að heitar umræður hefðu orðið á bæjarstjórnarfundi á Sauðár- króki sl. þriðjudag. Tók það bæjarfulltrúa rúmar þrjár klukkustundir að afgreiða eina bæjarráðsfundargerð, þar sem komið var inn á kaup Þormóðs ramma hf. á meirihluta hluta- fjár í fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækinu Skildi hf. á Sauðár- Stóðhestasýning að Hólum í Hjaltadal: Tveir stóðhestar yfír átta - athygli vekur lélegur árangur á tamningastöð staðarins Stóðhestasýning Norðurlands var haldin að Hólum í Hjalta- dal laugardaginn 9. maí. Dæmdir voru 32 stóðhestar þriggja vetra og eldri auk sjö hryssna. Tólf stóðhestar voru fulldæmdir, en tuttugu fengu byggingardóm. Fimm sex vetra hestar voru dæmdir og fengu fullnaðardóm. Sokki frá Sólheimum fékk 8,11 í aðaleinkunn. Hann fékk mjög góða byggingareinkunn, 8,58, en 7,64 fyrir hæfileika. Sokki er undan Krumma og Sokku frá Sólheimum. Huginn frá Höskuldsstöðum, undan Gusti frá Sauðárkróki og Kommu frá Höskuldsstöðum, fékk hæstu aðaleinkunn, 8,02, í flokki fimm vetra hesta. Hann fékk 8,15 fyrir byggingu og 7,89 fyrir hæfileika. Einungis einn fjögurra vetra stóðhestur fékk fullnaðardóm. Höldur frá Brún, undan Hrammi frá Akureyri og Ósk frá Brún fékk 7,94 í aðaleinkunn. Hann fékk 7,90 fyrir byggingu og 7,97 fyrir hæfileika. Af máli þeirra sem fylgdust með sýningunni á Höldi þá var hesturinn van- dæmdur. Dómurinn var harður og ósanngjarn. í vetur var starfrækt tamninga- stöð að Hólum og hluti þeirra stóðhesta sem voru sýndir voru af stöðinni. Árangur Hólamanna þótti sérstaklega lélegur er lýtur að fjögurra vetra stóðhestum og eldri stóðhestar frá stöðinni sýndu engar framfarir. „Tamn- ingin kom illa út og enginn foli fjögurra vetra var sýningarhæfur vegna ónógs undirbúnings. Tamningastöðin að Hólum er rekin af Hólabúinu með fulltingi hrossaræktunarsambandanna á Norðurlandi. Tilhögun tamning- arinnar gekk ekki upp og nýrra leiða verður að leita. Fundað verður um málið í júlí og ákveðið um framhaldið," segir Sigurður Ingimarsson, bóndi að Flugu- mýri. „Nemendur að Hólum voru með folana í tvo mánuði og Egill Þórarinsson, tamningamaður, tók síðan við. Þá áttu folarnir að „blómstra“, sem ekki varð. Von- brigði þeirra er áttu fola á stöðinni hljóta að vera mikil. Dæmið gekk ekki upp og tamningastöð sem þessi hlýtur að hæta störfum af sjálfdáðum,“ segir Einar G. Gíslason frá Syðra-Skörðugili. Að lokum má geta þess, að sjö hryssur voru fulldæmdar. Einkunnir voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Efst stóð Gola frá Nesjum, undan Stormi frá Bjarn- arnesi og Stjörnu frá Austurhóli, með 7,78 í aðaleinkunn. ój Austur-Húnavatnssýsla: Stefiiumótunarverkefiii í ferdamálum Um síðustu helgi var fyrsti vinnufundurinn í stefnumótun- arverkefni í ferðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Það voru Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra og Átaksverkefnið Framtak, sem áttu frumkvæð- ið að verkefninu. Stefnumótunarverkefnið er unnið í samvinnu við Ferðamála- félag Austur-Húnvetninga og fleiri hagsmunaaðila í ferðaþjón- ustu í Austur-Húnavatnssýslu. Um stjórn þess og framkvæmd sjá Kristján B. Garðarsson, iðn- ráðgjafi, Baldur Valgeirsson, starfsmaður Framtaks og Emil Thoroddsen, en hann hefur áður verið leiðbeinandi í svona verk- efnum á vegum Iðntæknistofnun- ar íslands. Að sögn Kristjáns snýst verk- efnið um að skilgreina markmið fyrir greinina til næstu ára og draga fram núverandi mynd af stöðu ferðaþjónustu í héraðinu, meta hana og finna hugsanlegar leiðir að skilgreindum markmið- um. Vinnuhópurinn sem vinnur að þessu stefnumótunarverkefni tel- ur um 15 manns og segir Kristján að hópurinn sé mjög áhugasamur og hafi starfað ötullega á fyrsta vinnufundinum sem haldinn var á Skagaströnd, dagana 8. og 9. maí. Næsti vinnufundur verkefnis- ins verður á Blönduósi 4. júní nk. og verður þar gengið frá skipu- lagi upplýsingaöflunar sem fram mun fara meðal ferðamanna í sumar. SBG Eftirlit á þjóðvegum frá Akureyri: Óvíst hvemig málum verður háttað I sumar er ráðgert að lögreglu- menn frá Akureyri annist eftir- lit á þjóðvegum á Norðurlandi. Ekki er vitað enn sem komið er hversu eftirlitiö verður vítækt. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn, segir að lög- reglan á Akureyri hafi fengið í fyrra sérstaka bifreið til hraða- mælinga og almenns eftirlits á þjóðvegum norðan heiða. Bíllinn er af gerð Volvo 740. „Fjárveitingavaldið sker stöð- ugt niður jafnt hjá lögreglu sem öðrum opinberum fyrirtækjum. Ljóst er að bíllinn verður nýttur til eftirlits á þjóðvegum út frá Akureyri, en enn er ekki vitað hvernig útgerðinni verður háttað. Á næstu dögum fáum við upp- gefna þá fjárhæð sem varið verð- ur til verkefnisins og þá verður hægt að skipuleggja starfsemina í sumar,“ sagði Ólafur Ásgeirsson. ój Aðalfundur S.H.: Tvær breytingar á stjóminni Tvær breytingar urðu á stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna á aðalfundi fyrirtæksins fyrir helgi. Einar Oddur Krist- jánsson, frá Hjálmi á Flateyri og Sighvatur Bjarnason, frá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum voru kjörnir í stjórnina. Þeir félagar taka sæti Guðfinns Einarssonar og Guðmundur Karlssonar, sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Núverandi stjórn SH skipa: Jón Ingvarsson, formaður, Ólaf- ur B. Ólafsson, Aðalsteinn Jónsson, Einar Oddur Kristjáns- son, Finnbogi Jónsson, Gunnar Ragnars, Haraldur Sturlaugsson, Jón Páll Halldórsson, Lárus Ægir Guðmundsson, Magnús Kristins- son, Pétur Þorsteinsson, Rakel Olsen, Sighvatur Bjarnason og Svavar B. Magnússon. -KK króki. Á tímabili leit út fyrir að vantrauststillaga á forseta bæjarstjórnar yrði lögð fram vegna þessa máls. „Ég tel að með framferði sínu í þessu máli hafi forseti bæjar- stjórnar brugðist því trausti sem honum hefur verið sýnt af bæjar- fulltrúum og bæjarbúum. Hann ber ekki hag bæjarins ofar sínum pólitísku forsendum í máli þessu. Kannski er núna mál til komið að forseti bæjarstjórnar segi af sér þeirri trúnaðarstöðu sem hann gegnir,“ sagði Stefán Logi Har- aldsson, oddviti framsóknar- manna í bæjarstjórn, m.a. í máli sínu og bætti við að hann bæri ekki ýkja mikið traust til meiri- hluta bæjarstjórnar eftir þetta mál og samskipti síns flokks við meirihlutann yrðu ekki söm og áður. Þrátt fyrir hörð orðaskipti á fundinum kom ekki til að þess að vantrauststillaga á forseta yrði flutt. Ásökunum á sínar hendur svaraði forseti bæjarstjórnar m.a. þannig: „Það var talað um að ég hefði tekið þátt í að selja meiri- hlutann í Skildi hf. til Siglufjarð- ar. Það er alls ekki rétt. Ég hef engan atkvæðisrétt í þessum fyrirtækjum fyrir sunnan sem seldu sín hlutabréf. Hins vegar er það rétt að ég vissi af þessu, ein- faldlega vegna þess, að eins og hér hefur komið fram, þá voru haldnir fundir hjá nokkrum af stærstu hluthöfum Skjaldar og þeim hluthöfum sem aðallega hafa hagsmuna að gæta vegna fyrirtækisins.“ Auk þess ítrekaði hann að meirihluti bæjarstjórnar Sauðárkróks hefði ekkert haft um það að segja að umrædd skipti áttu sér stað á hlutabréfum í Skildi og Þormóði ramma. Þegar þessi eina fundargerð bæjarráðs frá 4. maí. sl. hafði verið afgreidd var ákveðið að fresta fundi til morguns og var honum framhaldið eftir hádegi í gær. SBG Vordagar í Suimuhlíð - tilboð, kynningar og uppákomur Vordagar hefjast í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri í dag, fimmtudaginn 14. maí, og standa þeir fram á laugardag. Þær fjölmörgu verslanir sem eru undir einu þaki í Sunnuhlíð verða með ýmis vortitboð og þá verða kynningar og uppákomur í gangi alla dagana. Eftir hádegi í dag, eða kl. 14- 18, kynna fyrirtæki og samstarfs- hópar kvenna fjölbreytta fram- leiðslu sína í samvinnu við Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar. Þar má nefna gjafavörur, minjagripi, draumableiuna og leðurvörur frá Teru á Grenivík. Klukkan 16 leikur Hornaflokkur Tónmennta- skóla Akureyrar undir stjórn Roars Kvam. Á föstudaginn verður sambæri- leg kynning á sama tíma og kl. 16.30 munu vortónarnir streyma úr gullbarka Bergþórs Pálssonar við undirleik Jónasar Þóris. Trúðurinn Skralli skemmtir börnunum á fimmtudag og föstu- dag. Á laugardag kl. 11 verður tískusýning þar sem verslanirnar Ynja, Vaggan og Habró munu kynna sumarlínuna í dömu- og barnafatnaði. Vordagana þrjá verða ýmis til- boð í gangi. Kjötiðnaðarstöð KEA býður til grillveislu, kaffi- hlaðborð verður uppi í kaffiterí- unni alla daga, vormarkaður verður í Blómabúðinni Laufás þar sem ýmsar vörur verða á til- boðsverði og þannig mætti lengi telja. Sem fyrr segir verða Vordagar í Sunnuhlíð á fimmtudag, föstu- dag og laugardag. SS Bygging vegskála við Strákagöng: Samið við Berg M Vegagerð ríkisins ætlar að ganga til samninga við Bygg- ingafélagið Berg hf. á Siglu- firði um byggingu vegskála við Strákagöng. Trésmíðaverk- stæði Sigurðár Konráðssonar á Siglufirði, sem átti lægra til- boðið í verkið, dró tilboð sitt til baka. Kostnaðaráætlun í þetta verk var 18,7 milljónir króna, en til- boð Byggingafélagsins Bergs hf. var 18,8 milljónir króna. Tilboð Trésmíðaverkstæðis Sigurðar Konráðssonar var hins vegar tæp- ar 14,6 milljónir króna. Byggingu vegskálans skal lokið 31. ágúst nk. og verður göngun- um ekki lokað meðan á fram- kvæmdum stendur. óþh Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu stendur fyrir sölu á merki hjarta- sjúklinga, rauða hjartanu, dagana 15. og 16. maí nk. Merkið er á prjóni til að stinga í barminn og kostar 300 krónur, sem er sama verð og í síðustu merkjasöiu, 1990. AUur ágóði rennur til hjartadeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. A myndinni eru Gísli J. Eyland, formaður Félags hjartasjúk- linga og Barði Benediktsson, ritari að afhenda Jóni Þór Sverrissyni, hjarta- sérfræðingi fyrsta merkið á Akureyri. Kjörorðið er: „Vinnum saman - Verndum hjartað.“ Mynd. Golli

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.