Dagur - 14.05.1992, Síða 7
Fimmtudagur 14. maí 1992 - DAGUR - 7
Tónlist
Sungið saman
Efnt var til mikillar samkomu í
íþróttaskemmunni á Akureyri
laugardaginn 9. maí. Þar voru
mættir til leiks fjölmargir kórar
til þess að taka lagið saman með
almennum samkomugestum og
minnast þess, að í ár er svokallað
„ár söngsins".
Það er sannarlega góðra gjalda
vert að helga ár söngnum og von-
andi árangursríkt til framtíðar.
Engin tónlistariðkun liggur nær
manninum en söngurinn. Hver
maður fæðist með það, sem til
iðkunar hans þarf, þó að vissu-
lega skilji á milli í ýmsu hvað
snertir getuna til að gera svo vel
að af beri.
Á kórasamkomunni í íþrótta-
skemmunni á Akureyri komu
fram átta kórar af Eyjafjarðar-
svæðinu, kirkjukórar og aðrir, og
voru þó engan veginn allir mættir
til leiks. Kórarnir voru: Kirkju-
kór Svarfdæla, Kirkjukór Stærri-
Árskógskirkju, Mánakórinn,
Kór Glerárkirkju, Kór Akureyr-
arkirkju, Kór aldraðra og Kór
Grundarkirkju. Við bættist Mos-
- a an songsms
fellskórinn, sem var á ferð um
Eyjafjörðinn og bað leyfis að fá
að vera með.
Hér var ekki um raunverulega
tónleika að ræða, þó að frammi-
staða margra kóranna, sem fram
komu, væri góð og jafnvel fylli-
lega tónleikahæf. Erindið var
fyrst og fremst það að vekja
athygli á söng sem slíkum og
fjöldasöng sérstaklega og þá ekki
síst þeim söngarfi, sem þjóðin á í
ættjarðarlögum sínum og þjóð-
lögum.
Þessi tónlist, sem var bókstaf-
lega allra fyrir ekki löngu, er
nefnilega með sem næst óskiljan-
legum og afar óæskilegum hraða
að hverfa. Þegar menn koma
saman nú á dögum er iðulega
næsta erfitt að koma upp sam-
söng af nokkru tagi, þar sem lög-
in og ljóðin eru ekki lengur töm
hvað þá raddanir þeirra, sem
fyrri tíða fólk - og það engan
veginn löngu liðið - hafði margt á
valdi sínu.
Erindi sínu náði kórasamkom-
an í íþróttaskemmunni vel.
Aðsókn var góð og þátttaka í
fjöldasöng mjög almenn. Söng-
gleði allra, jafnt kórfélaga sein
almennra samkomugesta, var
greinileg og sýndi Ijóslega, hver
ánægjuauki samvinna í söng-
menntinni getur verið og er öll-
um þeim, sem taka þátt í henni.
Getan til þessa er fólgin í því,
að þjóðin eigi sér sameiginlegan
og alþýðlegan tónlistararf, sem
haldið er við og aukið er við í
samfellu. Þessi þáttur er engu
síður mikilvægur í uppeldi hverr-
ar nýrrar kynslóðar en margt
það, sem kennt er í skólum
landsins, á barnaheimilum og í
félagsstarfi. Hann má ekki glatast
og þó að ár söngsins geti ekki af
sér annað en viðurkenningu
þessa sannleika og vakningu til
þess að vinna að framgangi þess-
ara mála víðtækt og markvisst og
meðal annars með því að rifja
upp og festa laga- og ljóðaarf
þjóðarinnar, hefur það skilað
sinu.
Haukur Ágústsson.
Tónleikar í Gmndarkirkju
Sunnudaginn 3. maí efndi Tón-
listarskóli Eyjafjarðar til tónleika
í Grundarkirkju. Á tónleikunum
komu fram eldri nemendur skól-
ans og léku á ýmis hljóðfæri.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar er
ekki gamall að árum. Hann getur
þó þegar státað af góðum árangri
í starfi sínu, það sýndu nemendur
hans greinilega með frammistöðu
sinni á tónleikunum í Grundar-
kirkju. Því má reyndar ekki
gleyma, að nokkrir af einmitt
elstu nemendum skólans hófu
tónlistarnám sitt við Tónlistar-
skóla Akureyrar, en fluttu sig við
stofnun skólans í Eyjafirði. Það
breytir því hins vegar ekki, að
áfram hefur verið byggt og það í
Eyjafjarðarskólanum, svo að
núverandi staða þessara
nemenda er verk þess skóla.
Nokkrir nemendur sýndu sér-
staklega athyglisverða getu á
hljóðfæri sín. Þar má geta Vil-
hjálms Inga Sigurjónssonar, sem
lék tvö verk á trompet. Frammi-
staða Vilhjálms Inga var verulega
góð. Tónn hans hreinn og örygg-
ið í flutningi verulegt. Eins lék
Gunnur Ýr Stefánsdóttir fallega
á þverflautu og réði merkilega
vel við töluvert hraðán flutning.
Skemmtilegt var að hlusta á Unni
Björk Gylfadóttur leika á alt-
blokkflautu sína smáverk eftir
Bach. Margir líta á þetta hljóð-
færi sem barnaglingur og tengja
það mest forskóla í tónlistar-
námi. Leikur Unnar Bjarkar
sýndi, að hljóðfærið er sannar-
lega annað og meira en leikfang
eitt. Þá lék Vigdís Garðarsdóttir
verk eftir Clementi á píanó og
gerði það af eftirtektarverðu
öryggi þrátt fyrir allt að því of
mikinn hraða í flutningi.
Nokkrir söngvarar komu einn-
ig fram á tónleikunum í Grundar-
kirkju. Af þeim má nefna Stefán
Birgisson, sem stóð sig í heild
tekið með prýði þrátt fyrir nokk-
uð hik í byrjun.
Fleiri komu fram á nemenda-
tónleikum Tónlistarskóla Eyja-
fjarðar. Flestir stóðu vel fyrir
sínu og gáfu fyrirheit um frekari
afrek á tónlistarsviðinu þegar ár
líða fram.
Kennarar skólans aðstoðuðu
nemendur sína við flutning með
undirleik á gítar, harmoniku og
píanó en skólastjóri tónlistarskól-
ans, Atli Guðlaugsson, kynnti
atriði. Tónleikarnir voru bæri-
lega sóttir. Fleiri hefðu þó mátt
eru.
koma til þess að hlýða á þá. Þeir
voru fyllilega kvöldstundar virði,
eins og nemendatónleikar jafnan
Haukur Ágústsson.
PORTIÐ
nýju slökkvistöðinni við Árstíg
Broddur- minjagripir og veggpiattar, brenndir
- prjónuð barnaföt - spil - bækur - plötur
- myndir - lax - brauð - lakkrís
— postulínsvörur- keramik — kartöflur o.fl. o.fl.
Komið og skoðið
Söluaðilar
Opið laugardaga frá kl. 11-16
Sófa-
útsölunni
lýkur á föstudag
Opið laugardaga til kl. 16.00.
AUS5MHI
HÚSGAGNAVERSLUN
STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI
SÍMAR 21790 & 21690
Almennt
kennaranám
KENNARA-
HÁSKÓLI
ÍSLANDS
með fjarkennslusniði til B.Ed.-prófs.
Ný 90 eininga námsbraut í almennu kennaranámi til
B.Ed.-gráðu við Kennaraháskóla íslands hefst í byrj-
un árs 1993 og lýkur haustið 1996. Þessi námsbraut
verður aðeins boðin einu sinni.
Námsbrautin verður skipulögð með fjarkennslusniði
að hluta og er ætluð kennaraefnum sem eiga erfitt
með að sækja nám í Reykjavík. Námið er einkum
ætlað kennaraefnum er hyggja á kennslu í grunn-
skólum á landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Umsókn
skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum og önnur
gögn sem umsækjendur telja að skipti máli. Inntöku-
skilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok fram-
haldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem
tryggir jafngildan undirbúning.
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum
fást á skrifstofu Kennaraháskólans við Stakkahlíð,
105 Reykjavík, sími 91-688700 og á fræðsluskrif-
stofum í öllum fræðsluumdæmum.
Rektor.
Nettó flytur
Nettó verslun okkar að Höfðahlíð 1
verður lokað laugardaginn 16. maí og
starfsemin flutt að Óseyri 1 b.
Um leið og við þökkum viðskiptin að
Höfðahlíð 1 bjóðum við ykkur velkomin
í nýja Nettóverslun að Óseyri 1 b
föstudaginn 22. maí kl. 12.00.
Nettó allra hagur
Kaupfélag Eyfirðinga.