Dagur - 14.05.1992, Síða 14

Dagur - 14.05.1992, Síða 14
14 -DAGUR - Fimmtudagur 14. maí 1992 Takið eftir! Glæsilegt úrval gluggatjaldaefna. Munstruö og einlit. Eldhúsgardýnur og kappar. Vaxdúkaefni, frábært verö. SVAMPUR OG BÓLSTRUN Austursíðu 2 (Sjafnarhúsið), sími 96-25137. X-TRÍÓIÐ heldur tónleika í Lóni við Hrísalund föstudaginn 15. maí kl. 21.00. Létt grín- og gleðisöngvar, lög við Ijóð Davíðs Stefánssonar, Jóns Thoroddsen, Jónasar Friðriks, Sigurðar Þórarinssonar o.fl. Einnig frumsamið efni. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna X-TRÍÓIÐ AKUREYRARBÆR Akureyringar! Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 23. maí nk. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 18.-22. maí nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúðarhúsalóðum og sett er í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga. Mánud. 18. maí: Innbærog suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjud. 19. maí: Lundarhverfi og Gerða- hverfi. Miðvikud. 20. maí: Miðbær og ytribrekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Fimmtud. 21. maí: Oddeyri og Holtahverfi. Föstud. 22. maí: Hlíðarhverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi. Nánari upplýsingar varðandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, Gránufé- lagsgötu 6, sími 24431. Gámar fyrir rusl (ekki tað) verða staðsettir í hest- húsahverfunum í Breiðholti og við Lögmannshlíð þessa viku. Hestamenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er heimilt að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að undangenginni viðvörun með álíming- armiða. Heilbrigðisfulltrúi. Akureyri: Laddi og Bergþór Pálsson á skemmtikvöldi Fiðlarans Á morgun, föstudagskvöld verður mikið um dýrðir í veislusölum Fiðlarans á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri. Þar verður boðið upp á fordrykk, ilmvatnskynningu, skemmtun, mat, tískusýningu og dansleik. Skemmtunin er ekki af lakara taginu en það eru ekki ófrægari menn en Bergþór Pálsson óperusöngv- ari og hinn óviðjafnanlegi Þór- hallur Sigurðsson, öðru nafni Laddi, sem bregða á leik. Bergþór nýtur aðstoðar frá undirleikaranum Jónasi Þóri og Laddi mun bregða sér í hin ýmsu gerfi. Húsið verður opnað kl. 20.00 með fordrykk og léttu góð- gæti, ásamt kynningu Vörusölu- nnar á nýjum kven- og herrailm frá Chanel. Kl. 21.00 hefst síðan skemmtun þeirra Bergþórs og Ladda. Að lokinni skemmtun verður Hinn óviðjafnanlegi Þórhallur Sig- urðsson, öðru nafni Laddi, verður í aðalhlutverki á Skemmtikvöldi Fiðl- arans annað kvöld, ásamt Bergþóri Pálssyni óperusöngvara. borinn fram sannkallaður sælkera- diskur þar sem finna má lax, humar og buffsteik með tilheyr- andi. Undir borðhaldi spilar Jón- as Þórir vel valin lög. Þegar líða fer á borðhaldið verður kvenfata- sýning frá tískuvöruverslununum Habro og Ynju í Sunnuhlíð. Hljómsveitin NAMM með Júlíus Guðmundsson í broddi fylkingar sér síðan um að fjörið haldist fram eftir nóttu. Sá er stjórnar skemmtikvöldinu og kynnir atriðin er góðborgarinn og grínistinn Davíð Jóhannsson. Miðaverð er kr. 3.400 en fyrir hópa, 15 eða fleiri er miðaverð kr. 3.200, miðaverð á dansleik er kr. 1.000. Rétt er að geta þess að aðeins verður um þetta eina kvöld að ræða og því er betra að ná sér í miða í tíma. Upplýsingar og borðapantanir eru í síma 27100. -KK Vorkliður: Tónlistarhátíð í íþróttaskemm uirni á Akureyri á sunnudag Efnt verður til tónlistarhátíðar í íþróttaskemmunni á Akur- eyri sunnudaginn 17. maí næst komandi. Efni tónlistarhátíð- arinnar verður einkum tengt vorkomunni og munu alls um 80 flytjendur koma fram af því tilefni. Nefnist hátíðin Vor- kliður og flutt verður Vínar- tónlist, verk úr óperum og óperettum auk kóra-, ein- söngs- og hljómsveitarverka. Flytjendur á tónlistarhátíðinni verða yfir 80 manns, flest allir heimafólk en gestur hátíðar- innar verður hin vinsæla og glæsilega söngkona Signý Sæmundsdóttir. Stjórnandi tónlistarhátíðarinnar er Roar Kvam. Flytjendur efnis á tónlistar- hátíðinni eru Karlakór Akureyr- ar-Geysir, Passíukórinn og Blás- arasveit æskunnar, sem kemur á hátíðinni í fyrsta skipti fram á tónleikum undir sínu nýja nafni. í blásarasveitinni starfa nú yfir 30 ungmenni. Einsöngvarar auk Signýjar verða þau Þuríður Bald- ursdóttir og Michael Jón Clarke. Einleikari á píanó er Richard Simm og Arnbjörg Sigurðardótt- ir leikur einleik á flautu. Þá leika nokkrir hljóðfæraleikarar á suður-amerísk ásláttarhljóðfæri með Passíukórnum sem mun endurtaka nokkra kafla úr argentísku verki sem hann flutti við frábærar undirrektir á vortón- leikum fyrir skömmu. Þráinn Karlsson, leikari, mun annast upplestur á völdu efni sem tengist vorinu og Ingvar Björnsson sér um lýsingu á sviði. Meðal efnis sem flutt verður á þessari tónlistarhátíð er Vorklið- ur eftir Sinding, Vorið og Til vorsins eftir Edvard Grieg, Gullnu vængir, Nautabanakórinn og Steðjakórinn eftir Verdi og kaflar úr Leðurblöðkunni eftir Jóhann Strauss. Þarna er á ferð- inni vönduð efnisskrá, vinsæl og aðgengileg tónlist sem allir ættu að geta notið - sannkallaður vor- kliður. ÞI Fermingar í Ólafsflarðar- kirkju - sunnudaginn 17. maí Kl. 10.30: Egill Freyr Ólason, Túngötu 5. Guðmundur Ólason, Ægisgötu 16. Halldóra Stefanía Birgisdóttir, Ægisgötu 18. Hermann Sigurjón Kristinsson, Kirkjuvegi 18. Jóna Gígja Guðmundsdóttir, Vesturgötu 8. Linda Björk Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 4. Óli Grétar Skarphéðinsson, Ægisbyggð 3. Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Hrannarbyggð 11. Kl. 13.30: Elísa Björnsdóttir, Hrannarbyggð 4. Friðrik Unnar Arnbjörnsson, Hlíðarvegi 73. Guðmundur Fannar Þórðarson, Burstabrekku. Guðni Aðalstein Þrastarson, Ólafsvegi 26. Ingvar Örn Þorsteinsson, Ægisbyggð 10. Jónína Kristín Sigtryggsdóttir, Bylgjubyggð 4. Sigvaldi Páll Þorleifsson, Hlíðarvegi 38. Sindri Freyr Sigursteinsson, Hlíðarvegi 42. Höfum verið beðin að útvega 2-3ja herb. íbúð á leigu Húsgögn þurfa að fylgja. Leigutími 3 mánuðir frá 15. maí að telja. Staðgreiðsla á leigu. Tilboðum skaI skila til: Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Sími 21878, fax 11878. Opið 10-12 og 13-17. Sértilboð: Eitt símtal og við gerum þér tilboð AKUREYRI 96-24838 Bílaleigan Örn Flugvöllur og Tryggvabraut 1. ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175 VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR RVS-AVIS Licency

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.