Dagur - 15.05.1992, Síða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 15. maí 1992
Ír ........................
FJALLALAMB HF.
SÍMAR 96-52140 OG 96-52163 • KÓPASKERI
KYNNING í HAGKAUP
FÖSTUDAG:
Hólsfjallahangikjöt
LAUGARDAG:
Krydduð lærissteik
Lambakiöt í lúxusflokki!
HOTEL KEA
Laugardagskvöldið 16. maí
Hljómsveit
INGIMARS EYDAL
í hörkustuði fram eftir nóttu
★
Glœsilegur matseðill.
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200.
Skrifstofa Framsóknarfélags Húsavíkur er opin á
hverjum laugardagsmorgni kl. 11-12 til og með
13. júní nk.
Bæjarmál og landsmál rædd yfir kaffibolla.
Tilvalið tækifæri til að koma skoðunum sínum á
framfæri og fá svör við spurningum.
Lítum við í Garðari.
Framsóknarfélag Húsavíkur.
Garðari, Garðarsbraut 5, 2. hæð. Sími 41225.
Landsþing ITC á Húsavík:
„Ég held að við þurfum
öll á slíku að halda“
- segir Sigríður Jóhannsdóttir, forseti ITC,
varðandi þjálfunarþátt samtakanna
Landsþing ITC er haldið
árlega og oft aðra helgina í
maí. í ár fór þinghaldið fram á
Hótel Húsavík og 80-90 manns
mættu til þingsins. Þinghaldið
hefst yfirleitt með úrslitalotu í
ræðukeppni vetrarins. Þrir
keppendur mæta tii leiks á
þinginu eftir að hafa sigrað
keppinauta sína í tveimur
umferðum. Gyða Steingríms-
dóttir ITC-Björkin í Reykjavík
var sigurvegari í ræðukeppn-
inni að þessu sinni og talaði
hún um syndir feðranna í ræðu
sinni.
Á landsþingum ITC er fjallað
um félagsmál, eins og í öðrum
félögum, fluttar eru skýrslur
nefnda og stjórna og almennar
umræður fara fram um málefni
samtakanna. Fræðslufundir eru
haldnir á þingunum, bæði eru
fengnir fyrirlesarar utan samtak-
anna og einnig eru ITC félagar
þjálfaðir í fundarsköpum, ræðu-
mennsku, dómgæslu, stjórnunar-
tækni, nefndarstörfum og leið-
beinendastörfum. Valgerður
Bjarnadóttir, félagsráðgjafi flutti
erindi er nefndist „Leitin að jafn-
vægi - um hina ytri og innri bar-
áttu kvenna.“ Þrír Húsvíkingar
fluttu erindi á þinginu: Jóhannes
Sigurjónsson, ritstjóri, Einar
Njálsson, bæjarstjóri og Sigríður
Birna Ólafsdóttir, heilsugæslu-
hjúkrunarfræðingur. Edna
Chapman, útbreiðslustjóri ITC í
Sigríður Jóhannsdóttir forseti ITC.
Evrópu annaðist fræðslu á þing-
inu.
Sjálfstraustið eflt
„Það er yndislegt umhverfi hérna
og mjög þægilegt viðmót, en það
má kannski segja að hótelið sé
heldur lítið því hluti þátttakenda
þurfti að gista í Gistiheimilinu
Árbóli. Það hefði verið betra ef
allar hefðu getað gist á sama
stað,“ sagði Sigríður Jóhanns-
dóttir, forseti ITC á íslandi,
aðspurð um aðstöðu til þing-
haldsins á Húsavík.
„Þetta eru þjálfunarsamtök,
Sigríður Birna Ólafsdóttir heil.su-
gæsluhjúkrunarfræðingur flytur
erindi.
Hluti ITC félaganna á þinginu.
fyrst og fremst ætluð til að auka
sjálfstraust fólks. Það er gert með
því að þjálfa fólk í að koma fram
og koma skoðunum sínum á
framfæri. Ég held að það sé mikil
þörf á því að fólk fái tækifæri til
að koma sér og sínum skoðunum
á framfæri. Félagar fá þjálfun í
ræðumennsku, stjórnun og því
að vinna með öðru fólki. Þjálfun-
in auðveldar fólki aðgang að
betri störfum í atvinnulífinu og
að takast á við nýja hluti. Fólk
þarf að fá tækifæri til að spreyta
sig og finnur oft í þessum sam-
tökum hvað það getur tekist á
við. Svo er þetta virkilega góður
Gyða Steingrímsdóttir sem sigraði í
ræðukeppni einstaklinga á þinginu.
Myndir: IM