Dagur - 15.05.1992, Qupperneq 9
Föstudagur 15. maí 1992 - DAGUR - 9
Sigríður Jóhannsdóttir forseti, Sigríður Birna Ólafsdóttir ræðumaður dags-
ins og Hólmfríður Pétursdóttir ITC Flugu í Mývatnssveit.
Alexía Gísladóttir viðtakandi forseti, Edna Chapmann útbreiðslustjóri ITC
í Evrópu og Sigríður Jóhannsdóttir forseti ITC.
félagsskapur, eins og í flest öllum
félögum," sagði Sigríður,
aðspurð um hvaða tilgangi ITC
félögin þjónuðu.
Á íslandi eru starfandi 18
deildir ITC félaga, þar af fjórar á
Norðurlandi, á Akureyri, Sauð-
árkróki, í Mývatnssveit og
Vopnafirði. Deildir starfa líka í
Grundarfirði og í Rangárþingi,
en flestar deildanna eru á Stór-
reykjavíkursvæðinu.
ITC er öllum opið
„ITC er öllum opið og það er
kannski kostur samtakanna að
þar kynnist fólk á öllum aldurs-
skeiðum og ýmis sjónarmið koma
fram. Körlum er heimil innganga
í samtökin og svo hefur verið síð-
ustu árin en áður var um kvenna-
samtök að ræða. I fyrstu var karl-
mönnunum tekið með svolítilli
varúð, enda erfitt að brjóta ísinn.
Fjórir karlmenn eru félagar í
samtökunum í dag og ég get ekki
annað séð en þeir starfi líkt og
aðrir félagar. Pað er meira tekið
eftir þeim af því þeir eru svo fáir
í stórum hópi kvenna en þetta
reynist ekki illa.
Ég lít á ITC sem þjálfunar-
samtök og starfa í annars konar
samtökum einnig. Ef maður vill
beita sér þá er ITC virkilega góð-
ur skóii. Oft langaði mig að segja
eitthvað varðandi kjarabaráttu í
mínu stéttarfélagi, ég hef verið
þar í stjórn og ITC hjálpar mér
mjög til að beita mér þar og
koma mínum málum á framfæri.
Ég held að við þurfum öll á slíku
að halda,“ sagði Sigríður.
Með kreppappírsblóm
í barminum
í fundarsalnum var uppsettur
forkunnarfagur fáni íslensku
samtakanna, handunninn af
nunnunum í Hafnarfirði. Fáni
þessi var á sínum tíma gefinn af
ITC Hafrót sem starfaði í Vest-
mannaeyjum og var gjöfin til
minningar um Ingibjörgu Ástu
Blomsterberg.
Að þinghaldi loknu skoðuðu
ITC félagar Safnahúsið á Húsa-
vík undir leiðsögn Finns Krist-
jánssonar, forstöðumanns. Gest-
irnir voru ákaflega hrifnir af safn-
inu og fannst mikið til um það
sem þar var að sjá. Létu þeir í
ljós það álit sitt að ánægjulegt og
einstakt væri fyrir héraðið að eiga
slíkt menningarsetur. Einnig var
litið við í Húsavíkurkirkju en á
bakaleiðinni að hótelinu mætti
hópurinn blómasölubörnum
Kvenfélags Húsavíkur. f>að er
áratuga gamall siður félagisns að
selja heimatilbúin kreppappírs-
blóm á mæðradaginn og ganga
börn um bæinn með þau í
skreyttum körfum. Sigríður
Birna hafði í erindi sínu fyrr um
daginn sagt frá þessum sið og
félagslegum þætti hans. Og kven-
félagsblómin runnu út sem aldrei
fyrr og ráðstefnugestir yfirgáfu
Húsavík með sól í sinni og krep-
pappírsblóm í barminum. IM
Kristján frá Djúpalæk:
Merkt byggðarit
Súlur, norðlenskt tímarit, 19.
árg., 32. hefti. Eig. og útgef-
andi Sögufélag Eyfirðimga.
Ritstjórar Arni J. Haraldsson
og Angantýr H. Hjálmarsson.
Þetta rit hefur á undanförnum
árum flutt margan fróðleik og
skemmtiþætti hér úr byggðum
norðanlands. Er hið síðasta með
þeim betri.
Ritið hefst á þætti um Jónas
Jónsson, lækni og smið, f. 1830,
d. 1895. Þáttinn hefur Jón R.
Hjálmarsson gert eftir handriti
Jónasar Rafnar, fv. yfirlæknis í
Kristnesi. Jónas sonur hans, fv.
þingmaður og bankastjóri, hefur
varðveitt þessi skrif ásamt fleiru
góðu úr smiðju föður síns. Þetta
er merkur þáttur því að maður-
inn sem um er fjallað hefur verið
óvenju fjölhæfur og notið sín vel,
m.a. sem óskólagenginn læknir.
Sá hæfileiki virðist hafa erfst vel.
Þá má nefna ferðasögur, t.d.
Jóns Sigurgeirssonar og Aðal-
steins Sigurðssonar. Fróðlegur er
og þáttur Kristins Haukssonar
um jarðskjálftana á Dalvík 1934.
Árni J. Haraldsson skrifar um
Svein í Flögu og birtir bæjavísur
hans úr Myrkársókn á sinni tíð:
kenningaríkar bögur svo að ekki
sé meira sagt! Þulur finnast hér
gamlar og góðar; en það form er
nú lítt notað af skáldum. Ingólfur
Davíðsson birtir minningar frá
Árskógsströnd í bundnu máli og
óbundnu.
Gagn og gaman hafði ég af ætt-
fræði Bernharðs Haraldssonar
skólameistara frá Steinþóri á
Hömrum. Fögur er svo sagan um
heiðasvaninn hennar Sigrúnar
Hjálmarsdóttur; og merkur er
þáttur Rannveigar Oddsdóttur
um Kristínu Eggertsdóttur, f.
1877, er virðist fyrst útlærðra
hjúkrunarkvenna og eins bæjar-
stjórnarfulltrúi hér.
En mest þykir mér vert um
þátt Jóns Hjaltasonar sagnfræð-
ings sem eru leiðréttingar á frá-
sögnum Hjörleifs Stefánssonar í
bókinni Akureyri: Fjaran og Inn-
bærinn, Byggðasaga (1986).
Hygg ég að þar komi natni Jóns
við sögurannsóknir vel í ljós,
andstætt vinnubrögðum Hjör-
leifs, sem fremur virðist maður
hins sjónræna en sagnfræðilega.
Ekkert er skaðlegra en óvönduð
frásögn af sögulegum staðreynd-
um. Jón er maður á réttum stað í
starfi sínu að sögu Akureyrar í
heild. Hér vann hann nauðsynja-
verk.
Ritið Súlur er að þessu sinni
160 bls. og aðeins um fátt fjallað
hér og stuttlega. Menn munu sjá
það við lestur ritsins.
Árni J. Haraldsson hefur starf-
að dyggilega við ritið undanfarin
ár en er nú að hætta ritstjórn og
að mestu störfum fyrir Súlur. En
góður tekur alfarið við, þ.e. Ang-
antýr H. Hjálmarsson. Þeir Vill-
ingadalsbræður hafa reynst verk-
menn góðir á sviði ritaðs ináls
sem öðru þörfu. Hér á t.d. Jón
Hjálmarsson sérkennilega frá-
sögn af „Kletta-Rauð“. Árna .1.
má þakka vel unnin störf og óska
Angantý góðs í framhaldi á
útgáfu Súlna og ritstjórn.
Akureyri, 9. maí.
K.f.D.
Hestamannafélagið
Þráinn
heldur almennan félagsfund í
Safnaðarhúsinu á Svalbarðseyri,
fimmtudaginn 21. maí 1992 kl.
20.30.
Fundarefni:
Áframhaldandi uppbygging á Melgerðismelum.
Stjórnin.
BOKHALDSÞjONUSTA
TOK BÓKHALDSKERFI
Bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Skattframtöl — VSK uppgjör.
Ritvinnsla — vélritun.
BIRGIR MARINÓSSON
Norðurgötu 42 • Akureyri • Sími 96-21774.
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90
mánudaginn 18. maí kl. 20.30.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
GRÓÐRARSTÖÐIN
RÉTTARHÓLL
Svalbarðseyri, sími 11660
Sumarblóm - Fjölær blóm
Höfum til sölu sumarblóm, fjölær blóm,
skógarplöntur í 35 gata bökkum, tré og
runna.
Opið verður virka daga frá kl. 20 til 22 og
laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 til 18.
Nettó flytur
Nettó verslun okkar að Höfðahlíð 1
verður lokað laugardaginn 16. maí og
starfsemin flutt að Óseyri 1 b.
Um leið og við þökkum viðskiptin að
Höfðahlíð 1 bjóðum við ykkur velkomin
í nýja Nettóverslun að Óseyri 1 b
föstudaginn 22. maí ki. 12.00.
Nettó allra hagur
Kaupfélag Eyfirðinga.