Dagur - 15.05.1992, Síða 14

Dagur - 15.05.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 15. maí 1992 Fyrrverandi ncmendur skólans eru höfundar og flytjendur söngleiksins. Fremst á myndinni eru höfundarnir: Borgar Þórarinsson sem samdi tónlistina og Oddur Bjarni Þorkelsson sem samdi textann. Fyrir aftan þá standa þrír söngvaranna: Ragnar Þór Jónsson, Anna Gerður Guðmunds- dóttir og Sigurbjörn Einarsson. Barnakór Hafralækjarskóla og Anna Gerður Guðmundsdóttir æfa söngleikinn. Hafralækjarskóli í Aðaldal 20 ára: Aflnælishátíð með frumsýmngu söngleiks - eftir fyrrverandi nemendur ágúst sl. ræddum við við strák- ana. Þeir fengu það eitt í hendur að þeir ættu að velja sér gamla sögu, helst ævintýri. Þeir völdu söguna um Ragnar loðbrók og borgarhjört. Um áramót var ljóst að hægt var að stefna á þetta af fullum krafti, þar sem samning verksins var það langt komin. Það var greinilegt að aðalhlut- verkin mundu frekar hæfa rödd- um fullorðinna og þá datt okkur í hug að fá gamla nemendur til að koma til liðs við okkur. Við leituðum til nokkurra og þetta gekk ekki upp í fyrstu atrennu, en nú erum við búin að manna þetta og það er afskaplega gaman að vinna að uppsetningu verksins. Það er mjög gaman að geta gert eitthvað í tilefni afmæl- isins í samstarfi við eldri nemend- ur og það er afskaplega spenn- andi að vinna að þessu.“ Vinnuvikan skilar líka heilmiklu til kennaranna Á laugardaginn verður opið hús í skólanum kl. 13-16. Þar verður sýning á vinnu nemenda í vetur og því sem þeir hafa unnið að í vinnuvikunni. Nokkur atriði frá tónlistardeild skólans eru einnig á dagskrá á þessum tíma. Afmælishátíðin verður haldin á laugardagskvöld. Þá verðursöng- leikurinn fluttur og síðan fara fram skólaslit. Að lokum verður gestum boðið upp á kaffi og tertusneið, þeim gefst kostur á að ávarpa samkomuna og tónlist verður flutt. Sigmar sagði að allir væru velkomnir á hátíðina og vonandi hefðu gestir biðlund þó ekki kæmust allir að borðum í einu. „Það er okkar einlæg von að staðurinn og svæði umhverfis beri þess merki að við höfum ver- ið að vinna þessa viku. Ég held að þessi vinna skili nokkru til nemendanna, ekki síður en kennslubókin. Og mér sýnist að þetta skili heilmiklu til okkar kennaranna líka. Svona vinna skapar svo gjörólíkt samband milli kennara og nemenda frá því sem er þegar setið er í kennslu- stofunum á hefðbundinn hátt. Ég er sannfærður um að þetta skilar til okkar meira og betra samstarfi og skilningi milli manna í fram- tíðinni. Hér heyrist járnaglamur og vélsagarhljóð, ýmislegt sem við heyrum ekki dags daglega í skólanum. Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að koma til okkar á laugardaginn, ekki síst gamlir nemendur og fólk úr sveit- unum sem skólinn starfar fyrir,“ sagði Sigmar, skólastjóri. IM Einar Þurbergsson leikstjóri söngleiksins og Sigmar Ólafsson, skólastjóri. Hafralækjarskóli ■ Aðaldal minnist 20 ára afmælis síns nk. iaugardag. Þá um kvöldið verður frumsýndur frumsam- inn söngleikur, Þóra borgar- hjörtur, og er tónlistin eftir Borgar Þórarinsson og textinn eftir Odd Bjarna Þorkelsson, en báðir eru fyrrverandi nemendur skólans. Verkið flytja fimm fullorðnir söngvar- ar, fyrrverandi nemendur og foreldrar, auk barnakórs Hafralækjarskóia en í kórnum syngja 25 börn. Gífurleg vinna hefur verið lögð í undirbúning sýningarinnar og hafa foreldr- ar aðstoðað við búningagerð og Ijósahönnun. Höfundar beita tækninni óspart við tón- listarflutninginn og hafa marg- ir verið liðlegir við lán á útbún- aði. Robert Faulkner er tón- listarstjóri og Einar Þorbergs- son leikstjóri sýningarinnar. Þessi vika er vinnuvika hjá nemendum skólans. Unnið er sleitulaust að undirbúningi afmælishátíðarinnar, einnig að tiltekt og fegrun umhverfis skóla- setursins. Prófum var flýtt vegna þessa verkefnis sem skólastjór- inn, Sigmar Ólafsson, telur að geti ekki síður reynst menntandi og gagnlegt fyrir nemendur en aðrir þættir skólastarfsins. Uppsetning söngleiksins afskaplega skemmtileg Nemendum er skipt í átta hópa, og höfðu þeir val um í hvaða hópi þeir vildu starfa. Það var vissu- lega allt í fullum gangi er Dagur leit við í Hafralækjarskóla í byrj- un vikunnar. Það var verið að tína rusl af lóðinni, lagfæra utan- dyra og setja upp leiktæki. Lista- verk sem átti að setja upp bæði utan dyra og innan voru í fram- leiðsiu, og átti þar að vera um endingargóð verk að ræða sem dygðu til yndisauka lengur en rétt á afmælisdaginn. Hópur var að æfa söngleikinn, annar hópur að gera skreytingar fyrir afmælis- hátíðina, þriðji hópurinn að smíða, fjórði að velja ljósmyndir úr sögu skólans og koma þeim fyrir á veggspjöldum og fimmti hópurinn að gera vídeómynd um skólastarfið úr safni af mynd- böndum, sjötti hópurinn var við skráningu á sögu skólans. Sigmar var spurður um hug- myndina að gerð söngleiksins: „Það er líklega að verða tvö ár síðan þessari hugmynd skaut upp í kollinum á mér, gerð söngleiks í tilefni afmælisins. Hún var gripin á lofti af mínum ágæta söng- kennara, Robert Faulkner. Við meltum þetta með okkur og í Verkfærin brýnd. Það þýðir ekkert að nota bitlausa skóflu við útiverkin og nemandi bætir bitið. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, myndmenntakennari, ásamt nemendum við myndverk sem verið er að vinna að og ætlað er það hlutverk að lífga upp á húsnæði skólans í framtíðinni. Ormurinn ógurlegi sem koma á fram í sýningunni var í vinnslu og hér skoðar Sigmar skólastjóri höfuð hans með nemendum sínum. Hópur starfaöi við að setja upp Ijósmyndasýningu fyrir afmælishátíðina og kallað var á konurnar í eldhúsinu til aðstoðar við að þekkja eldri nemendur á gömlu myndunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.