Dagur - 28.05.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 28. maí 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐKR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:,
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Sveigjanleg starfslok
Manneskjan nær ýmsum áföngum á lífsleið sinni. Margir
þeirra eru tilefni ánægju en aðrir bera erfiðari tíðindum
vitni. Framan af eru flestir áfangar tákn um framfarir.
Barnið vex og þroskast. Hver tímamót taka við af öðrum
þar sem auknum manndómi er fagnað. Á fuDorðinsárum
taka einnig við áfangar framfara - áfangar sem keppt
hefur verið að þótt ytri aðstæður og heppni geti oft ráðið
nokkru um framvindu mála. Fólk stofnar heimili, þreifar
sig áfram á vinnumarkaði og ný kynslóð vex úr grasi á
meðan önnur eldist. Þannig stefnir upphafið að endalok-
unum og þá nálgast einnig þeir áfangar sem margir bera
kvíðboga fyrir.
Einn þessara áfanga eru starfslok á vinnumarkaði. í
nútímasamfélagi hefur sú þróun átt sér stað að fólk hverfur
úr störfum á aldrinum 65 til 70 ára. Þessi starfslok hafa í
auknum mæli orðið að reglu fremur en möguleika og því
er mörgum gert að hverfa af vinnumarkaði án tillits til
þess hvort þeir kæra sig um að vinna lengur eða ekki.
Þessi starfslok eru talin sjálfsögð mannréttindi og sam-
félagið hefur verið búið undir að greiða fyrir lífsbaráttu
fólks sem lætur af störfum - meðal annars með uppbygg-
ingu lífeyrissjóða.
Þótt starfslok fólks við 67 eða 70 ára aldur teljist til
mannréttinda þá hefur einnig farið fram vaxandi umræða
um hvort í þessum takmörkunum á möguleikum fólks til
þess að stunda vinnu felist einnig skerðing hinna sömu
réttinda. Margt eldra fólk býr yfir fullri starfsgetu og
mörg dæmi eru um að þeir, sem tækifæri hafa, haldi áfram
vinnu á meðan heilsa þeirra leyfir. Þar er einkum um að
ræða fólk sem stundar einkarekstur og tilskipanakerfi
hins opinbera og margra stærri vinnuveitenda hvað
starfslok varðar nær ekki til.
Þau sjónarmið hafa verið ríkjandi að eldra fólki beri að
draga sig í hlé frá erli hversdagsins. Það hafi áunnið sér
rétt til þess og sé hollast að eyða ævikvöldinu í kyrrð frá
streitu samfélagsins. Einum hentar eflaust slíkur lífsferill
á meðan öðrum reynist kvöl að draga sig í hlé frá dagleg-
um viðfangsefnum. Læknisfræðilegar athuganir benda
einnig eindregið til þess að mörgum sé nauðsynlegt að fá
tækifæri til þess að starfa lengur en hin opinbera venja
segir til um. Ótímabær starfslok geta kallað á sjúkdóma
og flýtt þeirri hrörnun sem leggur manneskjuna að velli
við leiðarlok. Einnig hefur oft verið bent á að þótt nýjar og
ferskar hugmyndir, sem nauðsynlegar eru á hverjum
tíma, komi með nýju fólki þá glatist einnig mikil reynsla
með þeim eldri sem hverfa af starfsvettvangi.
Þegar kreppir að á vinnumarkaði og atvinnutækifærum
fækkar beinast augu manna einkum að þeim sem eldri
eru. Slíkar hugmyndir miða þó fremur að því að færa
atvinnuleysið til; leggja það á herðar þeirrar kynslóðar
sem á fáa möguleika til þess að hefja störf á nýjan leik.
Því kalla erfiðleikarnir á vinnumarkaðnum einnig á
umræðuna um hver séu heppileg starfslok hjá eldra fólki.
Að hafa atvinnu eru sjálfsögð mannréttindi og viður-
kenning á þátttöku í samfélaginu sem eykur sjálfsvirð-
ingu og heilbrigði. Ef gæta á sanngirni og réttlætis í garð
hinna eldri, þurfa starfslok þeirra að vera breytileg og
fara fremur eftir áhuga og getu viðkomandi einstaklinga
en tilteknu aldursári. Með því móti einu er unnt að gera
starfslokin að ánægjulegum áfanga á lífsleiðinni. ÞI
EES-ákvæði gegn sölu-
samtökum sjávarútvegsins
Það er eitt meginatriði hugmynd-
arinnar um evrópskt efnahags-
svæði (EES), að verðlags- og
samkeppnismálum sé háttað eins
í öllum ríkjum svæðisins. Sam-
kvæmt samningsuppkastinu um
EES verða þau mál alfarið á valdi
Evrópska samfélagsins (ES). Þar
gildir mikilvægt ákvæði þess
efnis, að fyrirtæki megi ekki
verða markaðsráðandi á sínu
svæði. Samkvæmt því mætti
búast við, að starfsemi Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna (SH)
yrði kærð.
Athyglisvert er, að áhrifamenn
meðal þeirra, sem unnið hafa að
EES-málinu fyrir íslands hönd,
hafa viljað veikja sölusamtök
sjávarútvegsins. EES-aðild kann
að gera þarflítið að rökræða við
þá mikilvægi samtakanna, þar
sem það yrði þá á valdi ríkjasam-
félags, sem Island er ekki aðili
að, að brjóta þau upp. Á vegum
EES er þetta ekki sjávarútvegs-
mál, heldur almennt viðskipta-
mál.
Hvernig stendur á því, að leit-
að er staðfestingar á samningi,
sem getur lamað sölusamtök ís-
lenzks sjávarútvegs? Ríkisstjórn-
in hefur skýrt kosti EES-aðildar
með því, að þar gefist tækifæri til
að greiða fyrir sölu sjávarafurða.
Viðskiptaráðherra sagði í erindi í
Samvinnuháskólanum 23. marz
sl., að fulltrúar EB hefðu gert
íslendingum það fullljóst á
undanförnum árum, að frekari
tvíhliða samningar, þar sem EB
gengi til móts við helztu við-
skiptakröfur íslendinga, hlytu að
fela í sér einhliða fiskveiðiheim-
ildir EB hér við land. EES-samn-
ingunum lauk þá reyndar líka
með því, að íslendingar létu af
hendi fiskveiðiheimild við EB.
Komið hefur fram, að fulltrúar
íslands hafa aldrei ljáð máls á því
að láta fiskveiðiheimildir í té í
sambandi við viðskiptasamninga
fyrr en í EES-samningunum. Var
ekki fleira sem áður hefði mátt
bjóða EB til að greiða fyrir tví-
hliða samningi um niðurfellingu
tolla og nú felst í EES-uppkast-
inu? Hefði ekki mátt bjóða EB
vald um skipulag útflutnings
íslenzkra sjávarafurða, eins og
felst í því að falla undir EB-regl-
ur um samkeppni? Hverju hefði
það breytt afstöðu EB til við-
skiptakjara íslendinga, ef þeir
hefðu beðið EB leyfis til að halda
áfram að hafa stjórn á framboði
Björn S. Stefánsson.
sínu á síld, saltfiski og óunnum
fiski? Slíkt kann að verða háð
leyfi EB við EES-aðild. íslend-
ingar hafa nú tök á þessum mál-
um (í leyfisleysi!) samkvæmt lög-
um um síldarútvegsnefnd, með
því að veita SÍF einkaleyfi til út-
flutnings á saitfiski (sem reyndar
hefur verið brugðið frá sem
stendur) og með aflamiðlun á
óunnum þorski, ýsu, ufsa og
karfa. Ennfremur má spyrja
hvort ekki hefði mátt bjóða að
leggja breytingar á miklum hluta
íslenzkra laga á vald EB, eins og
felst í EES-uppkastinu, gegn
betri viðskiptakjörum?
Svo mikið er víst, að hefðu
fulltrúar íslands fyrir daga EES-
málsins boðið eitthvað slíkt í
samningum um tolla á íslenzkar
sjávarafurðir, hefðu þeir verið
leystir snarlega frá störfum.
Hvers vegna tókst að fá þessar
ívilnanir fyrir fiskútflutning
tengdar EES-uppkastinu? Sáu
EB-menn, að framangreint skil-
yrði þeirra um einhliða fiskveiði-
heimildir til EB horfði öðruvísi
við í bráð og lengd með þá ríkis-
stjórn sem lauk málinu? Þá var
kominn í forsæti maður sem
hafði sem formaður stefnuskrár-
nefndar flokks síns talið það álit-
legt hlutskipti íslendinga að vera
í EB um aldamótin. Eftir að
hann hafði sett það álit fram var
hann kosinn formaður flokksins
og skömmu síðar var hann orð-
inn forsætisráðherra.
Formaður sjávarútvegsnefndar
sama flokks hefur lýst því opin-
berlega að hann gjaldi ekki var-
hug við þátttöku erlendra fyrir-
tækja í íslenzkum sjávarútvegi.
Eftir að hann hafði lýst þessu var
hann endurkosinn formaður
nefndarinnar. Það hlýtur að vera
metið svo í Brussel, Bonn, París
og Madrid, að með slíka forystu
stefni allt í það að ísland fullnægi
áðurnefndu skilyrði um einhliða
fiskveiðiheimildir handa EB-
skipum fyrr eða síðar og því hafi
þótt ástæða til að koma til móts
við íslendinga. (Sendiráðin hér
hafa það verkefni að þýða yfirlýs-
ingar íslenzkra áhrifamanna.
Þannig berast þær til vitundar
þeirra sem um þessi mál fjalla
ytra.)
Áður var vitað að forystu
íslenzkra jafnaðarmanna þætti
EB-aðild ekki fráleitur kostur.
Þeim höfðu verið falin utanrík-
isviðskiptamál í tveimur síðustu
ríkisstjórnum, þótt skipt væri um
aðra stjórnarflokka. Ytra hlaut
það að vera skilið sem viður-
kenning á því að þeir sem réðu á
íslandi stefndu að aðild, þótt þeir
hefðu ekki enn sem komið væri
haft ástæðu til að ganga lengra en
með þeim undirbúningi að fela
utanríkisviðskiptin þeim sem
voru áhugasamastir í þessum
efnum.
Hvernig stendur á því, að
áðurnefndir skilmálar til íslend-
inga í sambandi við bætt tollakjör
hjá EB, sem hefðu þótt fáránleg-
ir, hefðu íslendingar átt frum-
kvæði að slíku, þykja nú eðlileg-
ir?
Það er þversögn í ákvæðum
EES-uppkastsins um sjávarútveg
og fiskvinnslu á íslandi og sam-
keppnisreglum EB sem gilda eiga
í EES. Samkvæmt uppkastinu er
rétturinn til fiskveiða og fisk-
vinnslu hér á landi einskorðaður
við íslenzk fyrirtæki. Þar sem
hann er einskorðaður þannig,
hljóta öflug sölusamtök íslenzkra
fiskvinnslufyrirtækja að verða
markaðsráðandi á íslandi. Sölu-
samtökin eru enginn risi á mæli-
kvarða Bretlands og Þýzkalands.
Slík samtök eru leyfileg í EB
samkvæmt samkeppnisreglum
þar, ef þau verða ekki ráðandi á
svínu svæði. Með aðild að EES
kynni það að verða háð framandi
öflum hvort íslenzkur sjávarút-
vegur fengi að beita afli samtaka
til að stjórna framboði afurða og
sjá um afurðasölu.
Björn S. Stefánsson, dr. scient.
Höfundur er doktor í hagfræöi.
Feröaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn á Akureyri hefur flutt sig um set úr Skipagötu 14 að Ráðhústorgi 1. Er
skrifstofan opnaði formlega í hinum nýju húsakynnum, var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og meðlæti. Á
myndinni eru starfsstúlkur skrifstofunnar á Akureyri ásamt Helga Jóhannssyni, framkvæmdastjóra. F.v. Inga
Eydal, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ásdís Árnadóttir, deildarstjóri, Elva Kristjánsdóttir, Ásdís Gunnlaugsdóttir og
Helgi Jóhannsson. Mynd: kk