Dagur - 28.05.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 28.05.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. maí 1992 - DAGUR - 5 Barnaskóli Húsavíkur: Bygginganeftid hefur óskað eftir viðbótaiflármagni Bygginganefnd Grunnskóla á Húsavík telur sig ekki geta tek- ið tilboði í 5. útboðsáfanga, endurbætur á eldra húsi skólans, nema að fyrir liggji heimild til aukafjárveitingar. Nefndin hefur óskað eftir því að bæjarráð fallist á viðbótar- fjárveitingu svo unnt sé að ráð- ast í þessar framkvæmdir. Mál- ið hefur ekki verið tekið fyrir í bæjarráði. Bygginganefnd ákvað að óska eftir skýringum frá arkitekt á mismun sem kemur fram á kostn- aðaráætlun og fjárhagsáætlun. Skýringin er sú að í fjárhagsáætl- un var ákveðið að taka fyrir teng- ingu gömlu og nýju byggingar- innar á fyrstu hæð, brunavarnar- hurðir í anddyri, breytingar á gömlu kennarastofunum í kennslustofur og brunastiga á suðurgafl kennslustofuálmu. En þegar útboðsgögnin voru gerð voru tekin inn viðbótarverk; að skipta um gler í gluggum og bæta við gluggapóstum, endurnýja gólfefni á anddyri og holi á efri hæð og endurbætur á snyrtingu. Par sem hér er um að ræða mismun á fjárhagsáætlun bæjar- ins og útboðinu þarf að leita eftir aukafjárveitingu til þessarra við- bótarframkvæmda, eða fresta þeim. IM FLAKKARAR félag húsbflaeigenda Húsbílasýning Flakkara, félags húsbílaeigenda verður sunnudaginn 31. maí 1992 á nýja tjaldstæðinu að Húsabrekku gegnt Akureyri kl. 10-19. Fjórir aðilar buðu í verk- áfangann og er Borg hf. með lægsta boðið, 9,4 milljónir. Kostnaðaráætlun Tækniþjónust- unnar var 8,5 milljónir. Kór aldraðra: Syngur í Akur- eyrarkirkju í dag SUNNUHUÐ VERSIXJNARMIÐSTÖÐ — SHOPPING CENTER — - starfsárinu þar með lokið Nú þegar kór aldraðra er að fara í sumarfrí fannst okkur ekki úr vegi að senda fréttir af starfseminni undanfarin ár. Kórinn syngur nú á uppstign- ingardag í Akureyrarkirkju en það er það síðasta á starfs- árinu. Kór aldraðra hefur starfað síð- an haustið 1986. Söngstjóri frá upphafi hefur verið frú Sigríður Schiöth og hefur Árni Ingimund- arson verið undirleikari öðru hvoru. Æfingar hafa alltaf verið einu sinni í viku. Kórinn hefur sungið við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum og fundum félags aldraðra, við messur bæði í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju sem og Dvalarheimilinu Hlíð. Kórinn hélt tónleika með göml- um Geysisfélögum vorið 1990. Á síðastliðnu ári var sungið á Dal- vík og Húsavík og nú síðast í vor var farin skemmtiferð til Reykja- víkur og sungið á skemmtun hjá félagi aldraðra í borginni og í útvarpsþætti Hermanns Ragnars Stefánssonar. Pá tók kórinn þátt í samsöng margra kóra þann 9. maí í Skemmunni á Akureyri. Fréttatilkynning Visa-bikarkeppnin í bridds: Skráningar- frestur að renna út Skráningarfrestur í Visa-bikar- keppnina í bridds rennur út föstudaginn 29. maí. Þeir sem eiga eftir að skrá sveitir eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst í síma BÍ 91- 689360. Þetta er gullstigakeppni og aðeins greitt þátttökugjald fyrir þá leiki sem spilaðir eru, gjaldið fyrir umferð er kr. 3.000 á sveit. Spilaðir eru 40 spila leikir og leikurinn spilaður þar sem sú sveit á heima sem dregst á undan. Gefinn verður um mánuður til að ljúka hverri umferð en fyrir- liðar þeirra sveita sem eiga að spila, koma sér saman um keppn- isdag. Vegna 1 árs afmælis Saumavélaþjónustunnar bjóðum við 15% afslátt af garni og 10% afslátt af öllum öðrum vörum dagana 29. maí til 5. júní. Vorum að fá nýjar vörur meðal annars útsaumaða dúka og koddaver. Gerum við allar tegundir saumavéla. Verið velkomin. Saumavélaþjónustan, sími 11484. Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 - Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Allt undir einu þaki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.