Dagur - 28.05.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 28.05.1992, Blaðsíða 16
Akureyri, fímmtudagur 28. maí 1992 Hádegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauöum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru 'veitinga.lixxs VEITINGAHU8IÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Póst- og símamálastofnunin: Gunnarí Berg steftit vegna sérsímaskrár Lögfræðingur Póst- og síma- málastofnunarinnar hefur stefnt Gunnari Berg á Akureyri til greiðslu á 204.000 kr. vegna brota á fjarskiptaiögum við útgáfu sérsímaskrár fyrir árið 1991. Gunnar er einn af þeim sem staðið hafa fyrir útgáfu á slíkum símaskrám á undan- fömum ámm en Iögmenn Pósts og síma telja að reglur hafí ver- ið þverbrotnar í þessu sam- bandi. Dagur greindi frá því síðastlið- ið haust að nokkrir aðilar, þeirra á meðal Gunnar Berg og Knatt- spyrnufélag Akureyrar, hefðu fengið bréf frá lögmönnum Pósts Húnaþing: Tveir teknir á 170 km hraða Sameiginlegt umferðareftirlit Skagfírðinga og Húnvetninga mældi tvo vélfáka á um 170 km hraða á klst. skammt frá Blönduósi að kvöldi þriðju- dags. Okumenn bifhjólanna voru umsvifalaust stöðvaðir og þurftu þeir að sjá á eftir ökuleyfum sín- um vegna asans. SBG og síma vegna meintra brota á fjarskiptalögum í tengslum við útgáfu sér- eða svæðissímaskráa. í bréfinu voru leidd rök að því að uppsetning efnis í umræddum skrám væri ólögmæt en útgefend- unum var gefinn kostur á að bæta ráð sitt með því að greiða leyfis- gjald án tafar, ella yrði lögð fram kæra til refsingar. Gunnar Berg var ófús að ræða þetta mál í fjölmiðlum en hann staðfesti að stefnan hefði borist honum. „Mér er gert að greiða ákveðið gjald samkvæmt reglum um útgáfu sérsímaskráa frá 26. júní 1991 sem vísað er til. Þetta er allt hið undarlegasta mál eins og sést best á þessu orðalagi í stefnunni: „Ólögmæti bóta- kröfunnar er byggt á 23. grein“ og svo framvegis. Ég vil ekki ræða nánar um málið að sinni, en það gæti snúist um prent- og tján- ingarfrelsi í landinu," sagði Gunnar. Sveinn Brynjólfsson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði að deildin hefði gert út um málið við Póst og síma á síðasta ári og það væri úr sögunni. „Við sóttum um Ieyfi til Pósts og síma í fyrra og fengum það og greiddum ákveðið leyfisgjald. Við sóttum aftur um leyfi í ár og vonumst til að fá það,“ sagði Sveinn. SS Saltfiskafurðir SÍF: Heildarverðmæti 13,6 milljarðar árið 1991 Heildarútflutningsverðmæti saltfískafurða Sölusambands íslenskra fískframleiðenda nam 13,6 milljörðum króna á árinu 1991. Þetta er 1,1 millj- arði meira en árið áður, eða tæplega 9% aukning. Á sama tíma varð 6% samdráttur í heildarútflutningi SÍF í tonn- um talið, en alls voru flutt út 46 þúsund tonn af saltfíski í fyrra. Útflutningsverðmæti fyrir hvert tonn hefur því auk- ist um 18% miili ára. í ár eru 60 ár liðin frá stofnun SÍF og var haldið upp á afmælið að loknum aðalfundi í gær. Við það tækifæri gaf Sölusambandið Slysavarnafélagi íslands þrjú miðunartæki og er verðmæti þeirra um ein milljón króna. Pá var forseta íslands afhend heið- ursútgáfa af handriti að 60 ára sögu SÍF sem gefin verður út inn- an skamms. Framleiðsla á saltfiskafurðum hefur dregist saman undanfarin ár samfara minnkandi þorskafla. Heildarframleiðslan á síðasta ári var 2.500 tonnum minni en árið áður. Rúm 36% af heildarþorsk- afla landsmanna fóru í saltfisk- framleiðsluna. Á síðasta ári seldi SÍF salt- fiskafurðir fyrir 286 framleiðend- ur um land allt og voru flestir á Norðurlandi eða alls 91. Um 98% útfluttra saltfisk- afurða fóru til landa Evrópu- bandalagsins í fyrra, miðað við verðmæti. Portúgal er stærsta viðskiptalandið en síðan koma Spánn, Ítalía og Frakkland. SS Meleyri er stærsti vinnuveitandinn á Hvammstanga en þar starfa á bilinu 60-80 manns. Mynd: þi Meleyri hf.: Unnið úr 3000 tonnum af rækju á síðasta árí - erum bjartsýnni nú eftir að verðið fór að hækka, segir Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri „Við reiknum með að geta tekið við skólafólki þegar það kemur á vinnumarkaðinn að prófum loknum eins og áður,“ sagði Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Meleyrar á Hvammstanga. Meleyri er rækjuvinnsla og starfa þar á bilinu 60 til 80 manns. Starfs- mannafjöldi sveiflast nokkuð til eftir árstíðum og hefur mest farið í um 90 manns að sumar- lagi en þá er verið að vinna úr þeirri rækju sem aflast inni í fjörðum. Halldór sagði að á síðasta ári hefði verið unnið úr 3000 tonnum af rækju og um 600 tonnum af hörpudiski hjá Meleyri. Hvað horfurnar framundan varðar sagði hann að staðan hafi verið erfið síðustu tvö árin eftir að verð á rækju hrundi en nú væru menn bjartsýnni eftir að verðið hafí hækkað nokkuð á nýjan leik. Engar líkur séu þó til þess að verðið eigi eftir að hækka í lík- ingu við það sem var er rækju- verð náði hámarki. Meleyri var stofnuð 1972 þegar veiðar á innfjarðarækju hófust í Húnaflóa en fram til þess tíma hafði engin teljandi útgerð verið stunduð frá Hvammstanga. Nú er Meleyri stærsti vinnuveitandinn á staðnum og hefur starfsmanna- fjöldinn verið svipaður á undan- förnum árum. Halldór Jónsson sagði að ef beitt væri meðaltals- tölum við útreikninga mætti gera ráð fyrir að allt að 300 manns hefðu framfæri af starfsemi fyrir- tækisins. Nú sem stendur eru fimm rækjuskip gerð út frá Hvammstanga en fjöldi þeirra er nokkuð breytilegur eftir árs- tíma. Þá kaupir fyrirtækið einnig rækju af bátum við Breiðafjörð og er hún flutt landleiðina til vinnslu á Hvammstanga. Er þar um bæði minni og stærri báta að ræða en mest af þeirri rækju er veitt í Kolluál. Halldór sagði að megnið af framleiðslu Meleyrar færi nú á Bretlandsmarkað en einnig nokkuð til Danmerkur. Knýjandi væri þó orðið að finna fleiri markaði því ákveðin áhætta fylgdi því að stóla um of á einstök markaðssvæði. ÞI Húsavík: 2000 birkiplöntur í Skálamel - framlag úr Yrkjusjóði forsetans Um 2000 birkiplöntur verða gróðursettar í Skálamel, neðst í Húsavíkurfjall í dag. Það er Foreldrafélag Barnaskóla Húsavíkur sem fyrir gróður- setningunni stendur en plönt- urnar eru fengnar með fram- lagi úr Yrkjusjóði forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur. Félagar úr Húsgulli munu stjórna gróðursetningunni sem börnin, ásamt foreldrum og kennurum, munu annast. Annars er öllum velkomið að mæta og Ieggja hönd á plóginn, frændum, frænkum, vinum og vandamönn- um. Halldór Valdimarsson skóla- stjóri sagðist, í samtali við Dag, vilja hvetja sem flesta til að mæta. Það er orðin hefð að For- eldrafélagið standi fyrir gróður- setningardegi á uppstigningar- dag, en stundum hefur þurft að fresta gróðursetningu vegna tíð- arfars. Þetta er talinn góður endir á vetrarstarfi skólans. Kjarasamningar: Lækkun gjalda fvrir læknisþjónustu barna Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur efnt loforð sitt til aðiia vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga um að lækka gjöld fyrir læknisþjónustu vegna barna sem ríkisstjórnin hafði áður hækkað. í gær gaf heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra út reglugerð þar sem kveðið er á um lækkun gjalda fyrir læknisþjónustu vegna barna. Þann 1. júní nk. falla alveg niður gjöld vegna komu barna, 6 ára og yngri, á heilsu- gæslustöðvar og til heimilis- lækna. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók þessi gjöld upp á síð- asta ári og námu þau 600 kr. Sama dag lækka gjöld fyrir læknisþjónustu vegna barna, sem njóta umönnunarbóta, niður i þriðjung af því sem nú er greitt. Það á við um heimsóknir á heilsugæslustöðvar, til sérfræð- inga og til rannsókna og verða gjöldin þau sömu og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða. Sameiginlegt gjaldahámark vegna barna í sömu fjölskyldu lækkar um helming í 6.000 kr. á ári og tekur sú lækkun til alls almanaksársins. Tryggingastofn- un ríkisins mun endurgreiða þeim fjölskyldum sem þegar hafa greitt meira en 6000 kr. þau útgjöld sem fara fram úr nýja gjaldahámarkinu. GT Það eru margar trjáplöntur komnar í fjallið eftir þessa daga, 10-15 þúsund sagðist Halldór giska á. „Við erum stolt af þess- um lundi og gróðurinn virðist á góðri leið,“ sagði hann. Halldór sagði að gróðursetningarátakið teygði sig nú í átt til Skálatjarnar og þegar þangað væri komið hefðu menn hug á að planta þar blómgróðri við hæfi. Áætlað er að gróðursetningu ljúki um kl. 15.30 og þá verður Foreldrafélagið með kaffi- og kleinusölu við skólann og krakk- arnir fá pylsu og drykk gegn vægu gjaldi. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.