Dagur - 28.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 28. maí 1992
Bylting í smurtækni
METOL
FIRSTINLOW
^ FRICTION ,
1. Hindrar nær alveg núningsviðnám í vélum.
Viðnám verður SEX SINNIJM MINNA.
2. Eldsneytissparnaður á bilinu 5-20%.
3. Veruleg aflaukning, 8-20%, og mun minni
útblástu rsmengun.
4. Allt að 90% minna vélarslit og tæring.
Jafnframt verður gangurinn þýðari og
hljóðlátari.
5. Fullvirk smurning við kaldstart vélar.
Dreifingaraðili á Norðurlandi:
DIESEL-VERK
VÉLASTIUJNGAR OG VIÐGERÐiR
DRAUPNISGÖTU 3 • 600 AKUREYRI SfMI (96)25700
SJALLINN
STÖÐUGT í STUÐI
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ
SJALLINN í SUMARSKAPI
TVEIRMEÐÖLLU
Á BYLGJUNNI
AKUREYRAR-
ÚTSENDING
Á FÖSTUDAGS-
M0RGNI
OGÍ
SJALLANUMÁ
FÖSTUDAGS-
KVÖLD
BAÐFATA- OG UNDIRFATASÝNING FRÁ
SPORTHÚSINU OG AMARÓ
L0ÐIN ROTTA 0G
EYJÓLFUR KRISTJÁNSS0N
í BANASTUÐI
ÓVÆNTUR GLAÐNINGUR í VÖKVAFORMI
FRÁ HEILDVERSLUN JÚLÍUSAR P.
SNYRTIVÖRUKYNNING FRÁ AMARÓ
HÚSIÐ OPNAÐ KL. 23.00
MIÐAVERÐ KR. 800,-
LAUGARDAGUR 30. MAÍ
HERRAMENN
LEIKA FYRIR DANSI
HÚSIÐ OPNAÐ KL. 23.00
KJALLARINN í NÝJUM BÚNINGI
OPIÐ ÖLL KVÖLD
KARAOKE
Jónas Ragnarsson og Guðjón Magnússon:
Reykingar, líf og dauði
„Árlega deyja hundruð íslend-
inga af völdum reykinga." Þannig
er einn af sex viðvörunartextum
sem settir voru á sígarettupakka
fyrir þrem árum. Hér á eftir verð-
ur nánar fjallað um það hve
margir deyja af völdum reykinga
og úr hverju. En fyrst má nefna
að erlendar rannsóknir sýna að
25 ára gamall maður sem reykir
einn pakka af sígarettum á dag
geti átt von á því að lifa sex árum
skemur en sá sem ekki reykir.
Þetta jafngildir því að hver reykt
sígaretta stytti ævina um 10
mínútur, en það er nokkru lengri
tími en tekur að reykja hana.
Meira en hálf öld er liðin síðan
fyrst var bent á tengsl milli lungna-
krabbameins og reykinga. Rann-
sóknir sýna að reykingamenn eru
að jafnaði í tíu sinnum meiri
hættu en aðrir á að fá þennan
sjúkdóm, sem í flestum tilvikum
dregur fólk til dauða á fáum
árum. Hér á landi deyja að með-
altali um 35 karlar og 30 konur á
ári úr lungnakrabbameini, en
sum ár eru konur fleiri en karlar.
Dánartíðnin hjá konum er ein sú
hæsta í heimi. Áætlað hefur verið
að 85% af dauðsföllum úr þess-
um sjúkdómi megi rekja til reyk-
inga. Það þýðir um 55 dauðsföll á
ári, eða meira en eitt á viku.
Reykingar eiga þátt í meira en
helmingi dauðsfalla úr krabba-
meini í vélinda en úr þeim sjúk-
dómi deyja um 10 manns á ári.
Svo virðist sem 30% dauðsfalla
úr briskrabbameini megi tengja
reykingum, en það krabbamein
er, líkt og lungnakrabbamein og
vélindakrabbamein, mjög ban-
vænn sjúkdómur og deyja að
meðaltali 28 manns á ári úr
honum. Um 50-70% af krabba-
meini í munni og barkakýli hafa
verið talin stafa af reykingum.
Þessi mein eru ekki algeng en ár
hvert deyja samt 3-4 Islendingar
af þeirra völdum. Ýmsar rann-
sóknir benda til að 30-40%
krabbameins í þvagblöðru og
nýrum séu tengd reykingum en
þessir sjúkdómar valda dauða um
25 íslendinga ár hvert. Samanlagt
má því áætla að um 80 krabba-
meinsdauðsföll á ári megi rekja
til reykinga, eða fjórða hvert
dauðsfall úr þessum sjúkdómi.
Auk áðurnefndra krabbameina
hafa magakrabbamein og legháls-
krabbamein verið talin geta
tengst reykingum.
í könnun sem Hagvangur gerði
fyrir tímaritið Heilbrigðismál
árið 1986 nefndu nær fjórir af
hverjum fimm aðspurðum reyk-
ingar sem einn af þremur þáttum
sem auka helst hættu á hjarta- og
æðasjúkdómum. íslendingar
virðast gera sér betur grein fyrir
þessum áhættuþætti en t.d.
Bandaríkjamenn. Það er þó ekki
nema áratugur síðan tókst að
sýna fram á beint orsakasamband
milli reykinga og kransæðasjúk-
dóma, þó líkur hefðu bent til
þess löngu áður. Nú er talið að
30% dauðsfalla úr kransæðasjúk-
dómum stafi af reykingum.
Reykingamenn eru í tvöfalt til
þrefalt meiri hættu en aðrir á að
fá þennan sjúkdóm. Ár hvert
deyja nær 500 íslendingar úr
kransæðasjúkdómum (310
karlar, 190 konur). Því má áætla
að um 150 af þessum dauðsföll-
um stafi af reykingum. í skýrslu
frá bandaríska landlækninum er
fullyrt að líta verði á sígarettu-
reykingar sem mikilvægastan
þeirra áhættuþátta kransæða-
sjúkdóma sem hægt er að hafa
áhrif á.
Aðrir blóðrásarsjúkdómar en
kransæðasjúkdómar hafa einnig
verið tengdir reykingum. Sam-
band hefur fundist milli heila-
blæðingar og sígarettureykinga,
einkum hjá fólki sem er yngra en
65 ára. Heildarfjöldi dauðsfalla
úr heilablæðingu og skyldum
sjúkdómum er um 155 á ári, þar
af 17 á aldrinum 30-64 ára.
Sígarettureykingar eru einnig
taldar stuðla að þrengingu í meg-
inslagæð og æðakölkun í útlimum
(t.d. fótum). Um níu af hverjum
tíu sjúklingum sem fá æðakölkun
í útlimi eru reykingamenn.
Dauðsföll af völdum þessara
sjúkdóma á íslandi eru tæplega
tuttugu á ári og má búast við að
verulegur hluti þeirra stafi af
reykingum.
Tóbaksreykurinn sem berst
ofan í lungu reykingamanna
veldur ekki aðeins krabbameini
heldur einnig bólgubreytingum
sem fyrr eða síðar geta leitt til
langvinnrar berkjubólgu (krón-
ísks bronkítis) og lungnaþembu
(emfýsemu). Talið er að dauðs-
föll úr þessum sjúkdómum megi
að 80 til 90 hundraðshlutum
rekja til reykinga. Hér á landi eru
þessir sjúkdómar sennilega van-
skráðir en samkvæmt dánarvott-
orðum deyja um 30 manns á ári
úr þeim. Það er því líklegt að
rekja megi um 25 af þessum
dauðsföllum til reykinga, oft eftir
langvinna örorku. Reykinga-
menn eru í allt að þrítugfaldri
hættu á að fá þessa sjúkdóma,
samanborið við reyklausa. Loks
má nefna að enn aðrir lungna-
sjúkdómar geta tengst reyking-
um. Þannig sýndi íslensk rann-
sókn að hlutfallslega fleiri reyk-
ingamenn fengu lungnabólgu en
við var að búast.
Þessir útreikningar benda því
til að reykingar valdi um 250
dauðsföllum að meðaltali á ári
(150 karlar, 100 konur). Það er
um sjötta hvert dauðsfall hjá
körlum og um sjöunda hvert hjá
konum. Eru þá ekki talin með
dauðsföll úr öðrum hjarta- og
æðasjúkdómum en kransæða-
sjúkdómum né heldur úr lungna-
sjúkdómum og slysum (t.d. við
eldsvoða). Væri þetta allt talið
með yrði fjöldi ótímabærra
dauðsfalla af völdum reykinga að
minnsta kosti um 300 á ári.
Á alþjóðaráðstefnu um reyk-
ingar sem haldin var í Japan í
nóvember 1987 voru birtar niður-
stöður bandarískra rannsókna
sem benda til að nauðugar reyk-
ingar (óbeinar reykingar) ættu
þátt í 47.400 dauðsföllum á ári
þar í landi úr ýmsum sjúkdóm-
um. Það gæti jafngilt 40-50
dauðsföllum hér, en taka verður
þær tölur með fyrirvara þar til
frekari niðurstöður liggja fyrir.
Þó benda rannsóknir nú þegar
eindregið til að nauðugar reyking-
ar valdi lungnakrabbameini.
Þrátt fyrir að dregið hafi úr
reykingum síðustu tvo áratugi
reykir nú um þriðjungur fullorð-
inna íslendinga. Ef þeir hættu allir
hefði það veruleg áhrif til að bæta
heilsu Iandsmanna og lengja
meðalævina, því að hver reykt
sígaretta styttir hana eins og áður
segir. Engin ein aðgerð myndi
bæta heilsu þjóðarinnar meira og
draga meira úr kostnaði við heil-
brigðisþjónustuna. Slíkt væri í
anda hinnar nýju heilbrigðisáætl-
unar en þar segir að stefnt skuli
að því að draga úr og síðar
útrýma nevslu tóbaks.
Jónas Ragnarsson,
Guðjón Magnússon.
Heimildir fyrir tölum um lilut reykinga í
dauðsföllum eftir sjúkdómaflokkum:
The Health Consequences of Smoking.
Cancer. A report of the Surgeon Gener-
al. U. S. Departmcnt of Health and
Human Services. 1982.
The Health Consequences of Smoking.
Cardiovascular Disease. A report of the
Surgeon General. U. S. Department of
Health and Human Services. 1983.
The Health Consequences of Smoking.
Chronic Obstructive Lung Disease. A
report of the Surgeon General. U. S.
Department of Health and Human Ser-
vices. 1984.
Aðrar heimildir:
A. Judson Wells: Passive Smoking and
Adult Mortality. 6th World Conference
on Smoking and Health. Tokyo, Japan,
November 9-12, 1987. Abstracts.
Björn Guðbjörnsson o.fl.: Lungnabólga.
Orsakir og gildi greiningaraðferða.
Læknablaðið, 1987, 73:359-364.
Jónas Ragnarsson hefur starfað hjá Krabba-
meinsfélaginu síöan 1976 viö útgáfu Heilbrigðis-
mála, þar af sem ritstjóri frá 1982.
Guöjón Magnússon, dr. med., er sérfrœöingur í
félagslækningum og embættislækningum. Hann
er aðstoðarlandlæknir og dósent viö læknadeild
Háskóla fslands.
Flakkarar:
Húsbflasýning að Húsabrekku
- nýtt tjaldstæði gegnt Akureyri
Flakkarar, félag húsbílaeigenda,
ætlar að halda sýningu á húsbíl-
um félagsmanna, sunnudaginn
31. maí nk. Sýningin verður að
Húsabrekku, nýju tjaldstæði í
landi Halllands gegnt Akureyri,
sem tekið verður til almennrar
notkunar í júní nk.
Á þessu nýja tjaldstæði, þar
sem hægt verður að njóta allrar
almennrar þjónustu sem slíkum
stað tilheyrir, mun að auki verða
lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir
húsbíla, en slíka þjónustu vantar
sárlega á vel flestum tjaldstæðum
hérlendis.
Flakkarar, félag húsbílaeig-
enda, er nú fimm ára og eru
félagsmenn orðnir hátt á annað
hundrað.
Með þessari sýningu vilja
Flakkarar vekja athygli á starf-
semi sinni og þeim þægilega
ferðamáta sem húsbílar bjóða
upp á. Einnig vill félagið sýna
fram á að húsbíll er ekkert stöðu-
tákn eða leikfang ríka mannsins
heldur er það á færi flestra, sem á
annað borð hafa efni og áhuga á
að ferðast í bíl, að eiga slíkan
farkost. Þarna verða til sýnis hús-
bílar af öllum stærðum og gerð-
um, nýir og rosknir, dýrir og
ódýrir.
Ferðamönnum er oft legið á
hálsi fyrir slæma umgengni um
landið og á sl. sumri komu m.a.
fram leiðinlegar ásakanir í garð
húsbílafólks vegna sóðaskapar
varðandi salernislosun á hálend-
inu.
Flakkarar una ekki slíkum
áburði enda hafa þeir, allt frá
stofnun samtakanna, lagt ríka
áherslu á að hreinlætisaðstaða í
bílunum sé í lagi og að félags-
menn umgangist landið með virð-
ingu.
Þessi þáttur kemur einmitt vel
í ljós á sýningunni. Umhverf-
isvernd er afar nauðsynlegur
þáttur í lífi okkar íslendinga og
leggja Flakkarar sig fram um að
sinna þeim þætti af fremsta
megni. (Fréttatilkynning.)