Dagur


Dagur - 03.06.1992, Qupperneq 7

Dagur - 03.06.1992, Qupperneq 7
Miðvikudagur 3. júní 1992 - DAGUR - 7 afkoma flakafrystiskipa hefur verið mun betri en annarra greina sjávarútvegsins. Samkvæmt nýlegri athugun Þjóðhagsstofn- unar á afkomu botnfiskveiða og vinnslu kemur fram að frystiskip voru rekin með um 11,5% hagn- aði af tekjum miðað við rekstrar- skilyrði í janúar sl. en á sama tíma var útgerðin í heild rekin með um 2% hagnaði. Innlend fiskvinnsla var á sama tíma rekin með um 8% halla. Þessi afkomu- munur getur því leitt til þess að fleiri aðilar muni hugleiða að láta breyta skipum sínum þannig að þau geti unnið afla úti á sjó. Með lögunum er stefnt að því að koma í veg fyrir að tiltölulega litlum skipum verði breytt í vinnsluskip, skipum sem telja verður að smæðar sinnar vegna séu varla fallin til slíkrar vinnslu,“ segir m.a. í skýrslu sjávarútvegsráðu- neytisins um lögin um fullvinnslu afla í fiskiskipum. Ráðstöfun eigna Yerðjöfnunarsjóðs Eins og áður segir var á síðustu dögum þingsins afgreitt frumvarp um Verðjöfnunarsjóð sjávar- útvegsins. Alls verður 2,7 millj- örðum króna ráðstafað til lækk- unar á skuldum þeirra framleið- enda sem eiga innistæður í sjóðn- um en auk þess verður 278 millj- ónum króna ráðstafað til lífeyris- sjóða sjómanna. Greiðsluni til sjóðanna verður ráðstafað í hlut- falli við árleg iðgjöld þeirra á árinu 1991. „Tilgangur þessara tímabundnu breytinga á lögum sjóðsins er að stuðla að því að þau fyrirtæki sem myndað hafa þessar inneign- ir geti ráðstafað þeim til greiðslu vanskilaskulda og þannig lækkað þann mikla vaxtakostnað sem þeim fylgir. Hér er einungis um tímabundna ráðstöfun að ræða og ekki gerð tillaga um neinar varanlegar breytingar á starfsemi sjóðsins að öðru leyti. Hins vegar er tillagna að vænta um framtíð- arskipan sjóðsins nú í sumar frá nefnd sem skipuð var sl. haust. Engar ákvarðanir verða því tekn- ar fyrr en þær tillögur liggja fyrir. Leiði tillögur nefndarinnar til þess að ákvarðanir verði teknar um varanlegar breytingar á skipulagi verðjöfnunar verður frumvarp lagt fram á Alþingi um það efni í haust.“ Sjávarútvegurinn og EES Samningur EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði mun hafa mikil áhrif á íslenskan sjáv- arútveg. Samningurinn mun tryggja mikilvægustu sjávar- afurðum íslendinga nánast hindr- unarlausan aðgang að mikilvæg- asta markaðinum og losa sjávar- útveginn úr tollafjötrum Evrópu- bandalagsins. Þá heimilar samn- ingurinn íslendingum að tak- marka fjárfestingar útlendinga í sjávarútveginum og gagnkvæmar veiðiheimildir verða mjög tak- markaðar. Um sjávarútveginn og EES segir m.a. í skýrslu sjávar- útvegsráðuneytisins. „íslendingar hafa notið toll- fríðinda við innflutning á sjávar- afurðum til Evrópubandalagsins á grundvelli bókunar 6 í fríversl- unarsamningi milli íslands og EB frá 1972. Á grundvelli bókunar 6 hafa nálægt 60% af sjávarvöru- útflutningi okkar til bandalagsins notið tollfrelsis. Á undanförnum árum hefur mikilvægi Evrópu- bandalagsmarkaðarins farið vax- andi en jafnframt hefur gildi bókunar 6 rýrnað vegna breyttra aðstæðna við stækkun bandalags- ins og framfara í flutningstækni. Á árinu 1990 voru greiddar um 2.100 m.kr. í tolla vegna inn- flutnings fslenskra sjávarafurða til Evrópubandalagsins. Sam- kvæmt samningunum um evrópskt efnahagssvæði verður veruleg breyting á þessu. Lang stærstur hluti tolla af sjávarafurðum fellur niður, tæp 76% núverandi toll- greiðslna falla niður strax við gildistöku samningsins hinn 1.1.1993 en þegar tollalækkanir verða komnar að lullu til fram- kvæmda hinn 1.1.1997 verða tæp- lega 90% af núverandi toll- greiðslum niður fallnar(hvort tveggja miðað við samsetningu útflutnings 1990). Samkvæmt því lækka árlegar tollgreiðslur um tæpar 1.900 m.kr. eftir að samn- ingurinn hefur komið að fullu til framkvæmda. Ekki varðar minna að niðurfelling tolla ætti að geta skapað nýja möguleika til vöru- þróunar og markaðssóknar á ýmsum sviðum þar sem tollmúrar hafa hingað til verið þrándur í götu þróunar. Af mörgum mikilvægum afurð- um eru tollar felldir niður með öllu strax frá gildistöku samn- ingsins hinn 1.1. 1993. Ber þar fyrst og fremst að nefna saltaðan þorsk og öll söltuð flök en tollar af þessum vörum voru tæp 50% af heildartollgreiðslum vegna út- flutnings okkar til EB 1990. Þá falla niður tollar af ferskum þorsk-, ýsu- og ufsaflökum en tollgreiðslum af þessum afurðum voru tæp 12% af heildartoll- greiðslum okkar 1990. Hér er þó meira um vert að með niðurfell- ingu þess 18% tolls sem á þessar vörur hefur verið lagður opnast nýir og mikilvægir möguleikar til verkunar og útflutnings á fersk- um unnum sjávarafurðum sem skila háu verði. Sömu áhrif hefur niðurfelling tolls á söltuð síldar- flök. Hár tollur hefur hingað til að mestu komið í veg fyrir út- flutning á þennan markað en vegna sviptinga í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu er brýnt að afla nýrra markaða fyrir saltsíld- ariðnaðinn. Þá falla frá 1.1. 1993 niður tollar af skreið, ferskri og frosinni lúðu og grálúðu og flök- um af þessum tegundum. Þá fell- ur niður tollur af ferskum og heilfrystum þorski, ýsu og ufsa. Af öllum öðrum sjávarafurð- um en þeim, sem tollar verða felldir niður af að fullu lækka tollar í árlegum áföngum um 70% á fimm árum talið frá og með 1.1.1993. Að aðlögunar- tímabilinu loknu verða því einungis eftir 30% af núverandi tollum á þessum vöruflokkum. Eins og áður segir leiðir þessi lækkun til að núverandi tolla- greiðslur lækka um 14% til viðbót- ar þeirri 76% lækkun sem verður hinn 1.1.1993. Frá ársbyrjun 1997 verða tollar af sjávarafurð- um innfluttum til bandalagsins því aðeins um 10% af núverandi tollum.“ Ástand sjávar og aflahorfur Hafrannsóknastofnun er nú að leggja síðustu hönd á tillögur um hámarksafla á komandi fiskveiði- ári sem hefst 1. september. Ef horft er til ástands sjávar við landið þá er árferði í sjónum metið eftir gögnum sem safnað var í vorleiðangri Hafrannsókna- stofnunar ár hvert. í heild sýna niðurstöður þess leiðangurs á síð- asta ári að gott árferði er í sjón- um við landið. Útbreiðsla hlý- sjávar var mun meiri á norður- miðunum en á árunum 1988-1990 en þá ríkti þar kaldur pólsjór og svalsjór. Hvort þetta gefur fyrir- heit um aukna veiði er óljóst nú en minna má á að góðæri ríkti á miðunum árin 1984-1987 með innstreymi hlýsjávar á norður- miðin. Þorskaflinn á síðasta ári var 313,5 þúsund tonn. Þar af veidd- ust 242,8 þúsund tonn á tímabil- inu janúar til ágúst og 70,7 þús- und tonn í september til desem- ber. Um helmingur aflans var fjögurra ára fiskur af árgangi 1987 og sjö ára fiskur af árgangi 1984. Fimm og sex ára fiskur var einnig verulegur hluti aflans. Það sem af er ári nam þorskafli fyrstu þrjá mánuði þessa árs 81,5 þúsund tonnum, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Þetta er samdráttur mið- að við fyrra ár þegar þoskaflinn var 86,3 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum. Niðurstöður liggja ekki fyrir varðandi ástand stofnsins í ársbyrjun 1992 og afla- horfur á næsta ári. Fyrstu niður- stöður stofnmælinga botnfiska í mars sl. benda til þess að stofninn hafi minnkað frá í mars í fyrra. Aflaaukningar í þorski gæti því verið nokkuð að bíða enn. JOH Myndlist Vorsýning Myndlistaskólans Eins og aðrir skóla, hefur Mynd- listaskólinn á Akureyri lokið störfum á þessu vori. Að venju gefur skólinn áhugamönnum um myndlist kost á því að njóta árangurs vetrarstarfsins með hinni árlegu Vorsýningu, sem opnuð var uppstigningadag, 28. maí, og stendur til sunnudagsins 31. maí. Heildarsvipur Vorsýningarinn- ar að þessu sinni er mjög góður. Nemendur hafa unnið vel og hafa margir til brunns að bera hæfi- leika til myndlistariðkunar. Þetta má sjá jafnt af verkum þeirra, sem eru að hefja feril sinn við skólann, sem þeirra, sem lengra eru komnir. Sýning Myndlistaskólans skipt- ist í tvo hluta. Á efri hæð eru verkefni í rúmformfræði. Mörg hver leiðast út í skúlptúr, sem í ýmsum tilfellum er talsvert eftir- tektarverður. í sama sýningar- hluta eru æfingateikningar í formteikningu og fjarvídd, sem sýna góðan árangur í þessum grunni myndlistarnámsins. Á sömu hæð eru myndir eftir unga nemendur í forskóla. Þar má sjá sköpunargleðina í fullu veldi sínu. í sölum neðri hæðar eru verk nemenda í málaradeild skólans. Af verkum fyrsta árs nema vakti mesta athygli undirritaðs loka- verkefni eftir Erlu Franklinsdótt- ur. Mynd hennar er mjög dökk, en ber vitni talsvert næmu auga fyrir meðferð fíngerðra blæ- brigða Ijóssins til þess að draga fram á alldulúðugan hátt form í myndfletinum. Annars árs nemendur eiga ýmis skemmtileg verk á sýning- unni. Þar má nefna smámynda- seríu eftir Lilju Hauksdóttur. í þessum myndum virðist hún hafa hitt á skemmtilega og samfellda stíliseringu, sem fellur vel að tjáningarþrá hennar. Þá dró að sér athygli sjálfsmynd eftir Aðal- stein Þórsson, en í henni hefur Aðalsteini tekist vel að ná fram ísmeygilegri dulúð, sem laðar augað. Fleiri myndir annars árs nema hefði mátt til tína, en í heild voru verk þeirra skemmti- lega fjölbreytt og góð. Freyja Önundardóttir er eini nemandinn, sem lýkur prófi úr málaradeild skólans á þessu ári. Hún átti nokkuð margar myndir á sýningunni og mynduðu þær kjarna hennar. Freyja er ljóslega þegar komin töluvert áleiðis í list sinni. Hún hefur náð umtals- verðu valdi á tæknilegum atrið- um og hefur orðið veruleg tök á að nýta þau til þess að leika skemmtilega með lit og ljós. Nokkrar mynda hennar eru sér- lega eftirtektarverðar. Svo er um sjálfsmynd, sem er reisnarlegt verk. Þá er lokaverkefni hennar, stór mannsmynd, sterkt í bygg- ingu og myndferli. Einnig á Freyja á sýningunni nokkrar smámyndir, sem virðast vera svo sem stúdíur fyrir hin stóru loka- verkefnisverk hennar. Ýmsar þessara mynda eru verulega skemmtilega gerðar og sláandi. Eitt skemmtilegasta atriðið á Vorsýningu Myndlistaskólans er hlutur myndgreiningarþáttar náms málaradeildarnema. 1 þess- ari grein eiga nemendur að taka fyrir verk einhvers þekkts mál- ara, greina það að öllu leyti jafnt í myndgerð, efnismeðferð og vinnubrögðum og gera síðan kópíu af verkinu. 1 ýmsum tilfell- um mátti rekja ferli greiningar- innar, sem bæði var fróðlegt og skemmtilegt. í menntastofnunum á hvaða sviði sem er verður að vinna af kostgæfni og metnaði. Árangur verður eftir því, eins og sjá má í salarkynnum Myndlistaskólans þessa dagana. Haukur Ágústsson. AKUREYRARB/tR Aku rey rarbær Umhverfisdeild Jarðeignir og dýraeftirlit Nú eru fjórar spildur (beitilönd) lausar til út- hlutunar. Umsóknir berist Umhverfisdeild fyrir þriöjudaginn 9. júní. Gamlar umsóknir þarf aö endurnýja. Umsjónarmaður jarðeigna. Móðir okkar, BALDÍNA ELÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, frá Fagrabæ, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, föstudaginn 22. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Steingerður Bjarney Ingólfsdóttir, Hulda Ingólfsdóttir, Baldur Arngrímsson, Adam Örn Ingólfsson, Lára Lárusdóttir, Pálmi Ingólfsson, Ólafta Karlsdóttir, Indíana Ingólfsdóttir, Stefán Gunnar Vilhjálmsson og barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.