Dagur - 06.06.1992, Qupperneq 3
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga:
Samdráttur í sveitumim kemur
niður á allri starfsemi okkar
- ákveðinn hópur bænda er að komast á vonarvöl vegna fram-
leiðsluskerðingar, segir Gunnar V. Sigurðsson, kaupfélagsstjóri
„Við komum hvergi auga á
annað en samdrátt og horfurn-
ar eru því ekki góðar. Starf-
semi okkar byggist að lang
mestu leyti upp á þjónustu við
sveitirnar og er því háð land-
búnaðinum í einu og öilu,“
sagði Gunnar V. Sigurðsson,
kaupfélagsstjóri á Hvamms-
tanga. „Mjólkur- og kjötfram-
Ieiðslan mun minnka á næst-
unni til viðbótar þeim sam-
drætti sem átt hefur sér stað á
undanförnum árum.
Gunnar sagði að samdráttur-
inn í sveitunum kæmi einnig nið-
ur á versluninni þótt hún hafi
haldið sér að mestu í krónutölu -
bæði í vöruhúsinu og í bygginga-
vörunni. Mikill samdráttur hefði
hins vegar átt sér stað í sölu á
fóðurvöru og stafaði hann bæði
af kjarnfóðurgjöldum og ekki
síður af fækkun búfjár því með
fækkuninni gætu bændur nýtt
heyin betur til fóðrunar.
Gunnar sagði að landbúnaðar-
málin og staða bænda hefði verið
aðalumræðuefni á aðaifundi
kaupfélagsins þar sem bændur
væru almennt kvíðnir fyrir því
hvað framtíðin muni bera í skauti
sínu. Hinn mikli niðurskurður í
sauðfjárræktinni geti hæglega
leitt til byggðaröskunar og muni
að öllum líkindum gera það.
Bændur gæfust upp þegar þeir
gætu ekki lengur lifað af því sem
þeir mættu framleiða janfvel þótt
þeir hefðu að litlu eða engu að
hverfa öðru en óvissunni.
Nýtt sláturhús var byggt á
Hvammstanga á árinu 1980 og
þar er nú hægt að slátra 1700
kindum á dag. Á sama tíma var
mjólkurbúið stækkað og er'
afkastageta þess að sögn Gunn-
ars V. Sigurðssonar nú langt
umfram þá framleiðslu sem full-
virðisrétturinn heimilar. Þrátt
fyrir það hefur rekstur mjólkur-
búsins gengið sæmilega. Um 50
manns starfa nú á vegum Kaup-
félags Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga þar af 10 í mjólk-
uriðnaðinum en í sláturtíðinni á
haustin fjölgar starfsmönnum um
nær helming þegar sveitafólkið
kemur tímabundið til starfa við
sauðfjárslátrunina.
Gunnar V. Sigurðsson sagði að
niðurskurðurinn í landbúnaðin-
um kæmi við alla þætti starfsemi
kaupfélagsins og engin leið væri
að segja til um hvaða áhrif hann
myndi hafa. Hann sagði að
ákveðinn hópur bænda væri að
komast á vonarvöl vegna fram-
leiðsluskerðingar og engin leið
væri fyrir þá að rétta sig af með
þeim framleiðslumöguleikum
sem þeir hefðu nú þegar - hvað
þá þegar þeir væru sífellt dregnir
saman. Vaxandi gjá virtist vera
að myndast á milli þeirra og
hinna er betur stæðu. ÞI
Ferðakaupstefiia Vestur-Norðurlanda
haldin á Akureyri í september
Ferðakaupstefna Vestur-Norð-
urlanda verður haldin á Akur-
eyri dagana 23.-26. september
nk. Island, Færeyjar og Græn-
land kynna þar ferðaþjónustu í
löndunum þremur.
Gert er ráð fyrir að yfir 150
heildsalar víðs vegar úr heimin-
um komi á kaupstefnuna og að
Sumarskóli Arnar Inga á
Akureyri er nú óðum að taka á
sig mynd og stendur innritun
nú yfir. Örn Ingi segir að þegar
séu komnar umsóknir frá all-
mörgum sveitarfélögum á
Suðurlandi og Norðurlandi og
útlitið sé gott og líkur á að fjöl-
breyttur hópur nemenda
stundi sumarnám í listum. Enn
er hægt að skrá sig í skólann,
en starfsemin hefst 20. júní
næstkomandi og varir í hálfan
mánuð.
Gengið hefur verið frá ráðn-
Sumarskóli í listum er nýjung sem
reynd veröur á Akureyri í sumar.
Aðalnámsgreinar eru fjórar;
myndlist, dans, lciklist og inatar-
gerðarlist.
um 110 ferðaþjónustuaðilar frá
íslandi, Færeyjum og Grænlandi
verði með sýningarbása og kynni
ferðamöguleika í hverju landi
fyrir sig. Lögð verður áhersla á
að kynna nýjungar og ferðir utan
háannatímans.
Erlendum ferðaheildsölum
verður einnig boðið að taka þátt í
ingu kennara. Örn Ingi annast
sjálfur kennslu í myndlist, Anna
Richards kennir dans, væntan-
lega bæði í sundlaug og á þurru
landi og Ásta Arnardóttir sér um
leiklistarþáttinn, en hún hefur
m.a. unnið í Kramhúsinu í
Reykjavík. Nokkrir kennarar
skipta með sér verkum í matar-
gerðarlist.
Örn Ingi sagði að nemendur
veldu sér eitt aðalfag en þeir
fengju innsýn í allar greinarnar.
Unnið verður bæði úti og inni og
er stefnt að því að njóta náttúr-
unnar og veðurblíðunnar.
Sumarskóli í listum er nýjung
og vonast Örn Ingi til að hann
verði bæjarfélaginu lyftistöng.
Þeir nemendur sem þess óska
verða í heimavist í Glerárskóla,
þar verður gist og snætt. í skólan-
um fer einnig fram kennsla í
myndlist við mjög góðar aðstæð-
ur. f íþróttaskemmunni verður
sett upp svið og leikhúslýsing og
þar verður nám í leiklist og dansi
stundað. Lokasýning verður í
Skemmunni og ætti að verða
aðstaða fyrir um 200 áhorfendur.
Nemendur í Sumarskólanum
eru á aldrinum 10-14 ára og
stendur námið yfir í hálfan
mánuð. Þetta eru því nokkurs
konar sumarbúðir með list- og
leikrænu ívafi. í júlí gerir Örn
Ingi síðan ráð fyrir að vera með
námskeið í einstökum fögurn. SS
fjölbreytilegum ferðum um
Island á undan og eftir kaup-
stefnunni, sem ferðmálafulltrúar
hafa skipulagt í samvinnu við
heimamenn á viðkomandi
svæðum.
Þetta er í fyrsta sinn sem kaup-
stefnan er haldin á Akureyri en
fyrri ferðakaupstefnur hafa verið
haldnar til skiptis í löndunum
þremur; í Reykjavík 1986 og
1989, í Nuuk á Grænlandi 1987
og 1990 og í Þórshöfn í Færeyjum
1988 og 1991.
Ásamt ferðamálanefnd Vest-
ur-Norðurlanda og Ferðamála-
ráði vinna að undirbúningi kaup-
stefnunnar í samvinnu við heima-
menn á Akureyri, Ferðaskrif-
stofa íslands, Ráðstefnur og
fundir, Samvinnuferðir-Landsýn
og Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn.
Skráning þátttakenda stendur nú
yfir og lýkur 1. júlí nk. -KK
Útfhitningsráð
íslands:
Opinn fundur um
útflutningsmál
á Hótel KEA
Útflutningsráð íslands boðar
til opins fundar um útflutn-
ingsmál á Hótel KEA, mið-
vikudaginn 10. júní nk. kl.
16.00.
Þar fer m.a. fram kynning á
starfsemi Útflutningsráðs og
flytja erindi þau Gunnar Rafn
Birgisson, María E. Ingvadóttir
og Vilhjálmur Guðmundsson.
Einnig mun Ingjaldur Hannibals-
son ræða um stöðu gjaldeyris-
öflunar íslendinga og framtíðar-
horfur í þeim efnum og loks
verða umræður.
Fundarstjóri verður Ásgeir
Magnússon, framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar.
-KK
Akureyri:
Sumarskólinn fullmótaður
- enn hægt að bæta við nemendum
I 10 DAGA
Fjöregg hf. umboðsaðili finnskrar
húsaverksmiðju:
„Hús frá Voukatti er
ódýr og góður kostur“
- segir Jónas Jónasson í Sveinbjarnargerði
„Voukatti timburhúsaverk-
smiðjan í Finnlandi er ein af
stærstu verksmiðjum sinnar
tegundar í heiminum. Húsin
eru seld til allra heimshluta, en
stærstu viðskiptalöndin eru
Japan, Frakkland, Svíþjóð og
Noregur. Fjöregg hf. er um-
boðsaðili húsanna á íslandi,“
segir Jónas Jónasson í Svein-
bjarnargerði á Svalbarðs-
strönd.
Jónas segir að til að byrja með
verði sumarhúsin og gestakofarn-
ir sérstaklega kynntir, en er frá
Iíður verða einbýlishúsin kynnt.
„Boðið er upp á 250 gerðir húsa
og kofa, og einnig smíðar verk-
smiðjan eftir teikningum hvers
og eins ef óskað er. Á næstu vik-
um verður sumarhús reist í landi
Veigastaða, sem mun gefa glögga
mynd af því sem boðið er upp á í
smærri sumarhúsunum. - Einbýl-
ishúsin eru góður valkostur sé lit-
ið bæði til kostnaðar og gæða.
Handlagin fjölskylda, sem getur
unnið mikið að byggingu 100 fer-
metra húss, ætti að geta reist hús-
ið fyrir fjórar milljónir," segir
Jónas Jónasson. ój
flfSLflTTUH
fl^BRfl Ufl OSTI
I kílóapokkningum
► Áðuí-8lTlTr. ► Nú 690 kr.
Þú sparar
122 kr.á kíló!