Dagur - 06.06.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 6. júní 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON
(Sauóárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Risi á brauðfótum
Viðbrögð blaða og almennings í ríkj-
um Evrópubandalagsins við úrslit-
um þjóðaratkvæðagreiðslu Dana um
Maastrichtsamkomulagið eru með
ólíkindum. Ýmis stórblöð álfunnar
hafa lofað dönsku þjóðina fyrir sjálf-
stæða hugsun á örlagaríkri stund og
eitt þeirra hefur jafnvel gengið svo
langt að segja að danskur almenn-
ingur hafi tekið af skarið og fært
fólkinu heimsálfuna sína aftur úr
höndum stjórnmálamanna og stór-
fyrirtækja. Niðurstöður skyndikann-
ana, sem gerðar hafa verið, endur-
spegla einnig viðhorf almennings
til samruna Evrópu í miðstýrt
bandalag eða stórríki. Rúm 80%
svarenda í könnun, sem gerð var í
Þýskalandi reyndust mótfallnir
Maastrichtsamkomulaginu og fleiri
kannanir sýna mikla andstöðu við
það þótt hún hafi ekki verið eins
afgerandi og hjá almenningi í
Þýskalandi. Því er ljóst að afstaða
dönsku þjóðarinnar hefur vakið
aðra íbúa Evrópu til vitundar um
hvað sé í raun og veru að gerast í
álfunni.
Á undanförnum árum hafa íbúar
Vestur-Evrópu vart haft undan að
fagna fengnu frelsi meðbræðra í
austri og annars staðar þar sem
múrar miðstýringar og ófrelsis hafa
verið að hrynja. Á þessum sama
tíma hafa atvinnustjórnmálamenn
og forsvarsmenn ýmissa atvinnu-
fyrirtækja í álfúnni setið á löngum
fundum og rætt um á hvern hátt
unnt væri að binda ríki áflunnar
saman í eina heild með einni yfir-
stjórn, sem að miklu leyti byggist á
störfum og stjórnsemi embættis-
manna. Múrar og miðstýring fyrrum
kommúnistaríkja var gerð í nafni
réttlætis þótt hún snerist í and-
stæðu sína og hafi raunar aldrei haft
burði til annars. Á sama hátt eru
múrar gerðir og miðstýring byggð
upp í Vestur-Evrópu í nafni við-
skipta þrátt fyrir að miðstjórnarvald
sé einn helsti óvinur frjálsra við-
skiptahátta.
Hörðustu talsmenn einingar
Evrópu segja að markaðurinn yfir-
stígi flestar hindranir. Hann yfirstígi
landamæri, þjóðerni, venjur, mis-
munandi tungumál og mannlegar
tilfinningar. Vissulega geta við-
skipti á samkeppnismarkaði yfir-
stígið ýmsa tálma og eru nauðsyn-
leg öllum þjóðum. En varðandi fyrir-
hugaða einingu Evrópu verður sú
spurning áleitin hvort viðskiptin
geti brúað þau mörgu bil sem raun-
verulega eru á milli þjóða álfunnar
og eru að koma betur og betur í ljós
- ekki síst eftir fall Maastricht-
samkomulagsins í Danmörku.
Afstaða Dana vekur einnig upp
spurningar um hugsun og vinnu-
brögð stjórnmálamanna í álfunni.
Þeir virðast hafa gleypt Evrópu-
hugsjónina eins og einhvem köggul
á meðan almenningur býr við marg-
ar og ákveðnar efasemdir um ágæti
þess og nauðsyn að steypa rikjum
álfunnar saman í einn stjórnarfars-
legan pott þar sem afl stórfyrirtækj-
anna kyndir undir. Þeir skynja ekki
eða hreinlega vilja ekki skynja
æðasláttinn í þjóðfélögunum. Þeir
hlusta ekki eftir röddum þegna
sinna og kjósenda og virðast treysta
á að almenningur sætti sig við
gjörðir þeirra sem orðinn hlut eða
hafi janfvel ekki veitt þeim neina
sérstaka athygli þegar efna þarf til
kosninga og stjórnmálamennirnir
verða að endurnýja umboð sín frá
almenningi.
Úrslit þjóðaratvæðagreiðslunnar í
Danmörku og áhrif hennar á marga
íbúa Evrópu sýna að sameining
hinnar mislitu hjarðar Evrópubúa er
illframkvæmanleg. En hún er einnig
tímaskekkja í Ijósi þess að margar
þjóðir fagna nú fengnu frelsi eftir
áratuga ok miðstjórnarvalds. Sam-
eining ólílkra og sjálfstæðra þjóða er
jafn ónauðsynleg hvort sem hún er
gerð í nafni sósílaisma, markaðs-
hyggju eða einhvers annars pappírs-
isma. Slík sameining á heldur lítið
skylt við frjáls og eðlileg viðskipta-
sjónarmið. Af þeim sökum er Evrópu-
bandalagið ekkert annað en risi á
brauðfótum. ÞI
ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Stefán Þór Sæmundsson
Húllumhæ og trallaJla framimdan
„Ungur var eg forðum“, segir í Hávamálum og þetta
varð mér að orði þegar ég fékk bréf þess efnis að nú
væri ég 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri.
í fyrstu neitaði ég að trúa að svona langt væri um liðið
og að ég væri orðinn þetta aldurhniginn en smám saman
lét ég sefast og viðurkenndi beiskar staðreyndir lífsins.
Bréfinu fylgdi dagskrá um heilmikinn fögnuð dagana
fyrir 17. júní og rukkun vegna gjafar til skólans. Allt er
þetta gott og blessað og vissulega verður gaman að hitta
gamla skólafélaga aftur, en suma hefur maður ekki séð
í áratug.
Áratugur er allnokkur tími og það verður fróðlegt að
sjá hve grátt hann hefur Ieikið þessi föngulegu ung-
menni sem brautskráðust 17. júní 1982 frá hinni virðu-
legu og rammíhaldssömu stofnun. Mér finnst ég ekkert
hafa breyst og læt allt tal um grátt hár, hrukkur og spik
sem vind um eyru þjóta. Jú, maður hefur braggast
aðeins en það eru bara eðlileg þroskamerki, finnst mér.
Hvítir koilar og hörundar hungur
„Hörundar hungur/ tælir hölda oft“, segir í Sólarljóð-
um. Það kemur málinu reyndar ekkert við, ég er bara
að rifja upp hvort ég lærði eitthvað í menntaskóla fyrir
utan fáeina latneska málshætti og hrafl úr nokkrum
kvæðum. Eitthvað hlýtur að hafa síast inn á þessum
fjórum árum þótt maður geri sér ekki grein fyrir því.
Stúdentsprófið nýttist a.m.k. ágætlega í vegavinnunni
og síðar byggingavinnunni í Reykjavík, og reyndar
einnig í Háskólanum svo maður sé sanngjarn.
Blessaður hvíti kollurinn hefur kannski ekki mikið að
segja í dag. Hann veitir engin starfsréttindi, hvað þá
upphefð og virðingu eins og í gamla daga, og er raunar
bara ávísun á basl og skuldir. Háskólanám er ekki fýsi-
legur kostur í dag nema fyrir efnaða einstaklinga því
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur verið troðinn í
svaðið af fírugum fótum þröngsýnna afturhaldsber-
serkja. Ekki vildi ég vera námsmaður núna, nógu
strembið var þetta á sínum tíma og hafði versnað stór-
um frá því sem áður var.
Skemmtileg tilviljun
að hitta á Evrópuboltann
„Löng er nótt,/ langar eru tvær“, kvað Freyr í Skírnis-
málum. Já, löng er biðin eftir leik Þórs og KA sem
verður á mánudaginn. Það verður án efa gaman að sjá
toppliðin í 1. deild berjast. Síðan verður fótboltaveisla
í sjónvarpinu frá 10.-26. júní. Ég er svo heppinn að
vera í sumarfríi á þessum tíma og get setið límdur yfir
öllum leikjunum. Sannarlega skemmtileg tilviljun að
fríið skuli hitta á Evrópumótið, en sumir hafa þó efa-
semdir um að þetta sé tilviljun.
Og fögnuður afmælisárganganna úr MA, ekki má
gleynia honum. Stanslaust húllumhæ í þrjá til fjóra
daga. „Kætumst meðan kostur er, knárra sveina
flokkur." Nei, ég man þetta ekki. „Undir skólans
menntamerki, mætast vinir enn í dag.“ Æ, eitthvað er
ég orðinn stirður í þessu líka. „Heimaleikfimi er heilsu-
bót, hressir mann upp og gerir mann stífan.“ Er þetta
ekki kolvitlaust? Svei mér þá, ég verð að rifja upp
gömlu skólasöngvana ef ég á að vera gjaldgengur.
„Trúðu á tvennt í heimi...“ Nei, þetta var ekki sungið í
MA. „Við trauðla skiljum tiiganginn/ að troða þessu í
hausinn inn,/ sofa hjarta og hugurinn/ en heldur samt
áfram kennarinn." Bíðið nú við, var þetta ekki frum-
samið bull úr sögutíma?
Fermingarafmæli, skilnaðarafmæli
og fleiri tilefni
„Er-a svo gott/ sem gott kveða/ öl alda sonum/ því að
færra veit/ er fleira drekkur,/ síns til geðs gumi.“ Enn
koma Hávamál upp í hugann en djúp speki þeirra er
afar heillandi, ekki síst þegar þorskurinn er á förum og
þjóðin þar með á hraðri leið til örbirgðar. Þá er kær-
komið að gleyma amstri hversdagsins og lyfta sér upp.
Stúdentsafmæli er alls ekki eina tilefnið til upplyft-
ingar, þau eru sífellt að verða fjölbreyttari. Nú halda
menn upp á það þegar viss tími er liðinn frá því þeir
fermdust, luku barnaskóla eða gagnfræðaskóla, fengu
bílpróf, giftust, skildu, eignuðust hest, keyptu íbúð, sáu
KÁ vinna Þór, misstu vinnuna, vitið eða æruna, fóru
síðast í Vaglaskóg, komust fyrst í náin kynni við hitt
kynið og svo framvegis. Fyrir utan auðvitað öll hefð-
bundin og nánast lögboðin tilefni eins og afmæli,
Þorlák, annan í jólum, gamlársdag, þorra, páska, hvíta
sunnu, þjóðhátíð, verslunarmannahelgi og þannig
mætti lengi telja.
Nú ætla ég að slá botninn í þetta og drífa mig í
sumarfrí og helga mig uppeldisstörfum, hjáverkum,
stúdentagleði og fótboltadýrkun. Sælir að sinni, lesend-
ur góðir.